Valdís Þóra yfirveguð: Slakaði á í Candy Crush og las bækur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. desember 2016 15:47 Valdís Þóra Jónsdóttir. Mynd/Golfsamband Íslands Valdís Þóra Jónsdóttir kórónaði frábært ár fyrir íslenska kylfinga með því að tryggja sér í dag þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hún er hún hafnaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu sem fór fram í Marokkó í dag. Fjölmargir kylfingar sækjast eftir því að komast á mótaröðina ár hvert en Valdís Þóra spilaði frábært golf allt mótið og var á alls fimmtán höggum undir pari. „Mér líður bara ágætlega,“ sagði róleg og yfirveguð Valdís Þóra þegar Vísir náði tali af henni í dag. „Ég er bara fersk,“ bætti hún við í léttum dúr. „Þetta var bara gaman. Ég er þreytt og hlakka til að komast heim til mín og fá mér lúr,“ segir hún.Aldrei á jafn lágu skori „En þetta var mjög skemmtilegt. Spilamennskan var góð og kannski sú besta sem ég hef náð hingað til. Þetta hjálpar mér mikið vel og sýnir að ég get náð jafn lágu skori og ég gerði á þessu móti. Ég hef aldrei verið á svona lágu skori áður.“ Þetta var í fjórða sinn sem hún tekur þátt í úrtökumótaröðinni og gætti hún þess sérstaklega að vera róleg og yfirveguð í kringum mótið. Það bar árangur því hún spilaði sífellt betur eftir því sem leið á mótið. „Líklega eru æfingarnar mínar eftir alla hringina að skila sér. Ég passaði mig á því að gera mínar jafnvægisæfingar og halda tempói. Ég fór yfir púttin og sveifluna með þjálfaranum mínum, Karli Ómari, og talaði við Hlyn Geir Hjartarson, þjálfara minn heima á Íslandi, eftir hvern hring um hvað hefði mátt betur fara.“ „Svo hélt ég mér frá samfélagsmiðlum og spilaði Candy Crush. Ég las bækur og reyndi að láta tímann líða.“Sækir um öll mót Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem er nú komin inn á bandarísku LPGA-mótaröðina, keppti á Evrópumótaröðinni á nýliðnu tímabili en fékk aðeins keppnisrétt á sex mótum. „Það verður að koma í ljós hvað ég kemst inn á mörg mót. Ég mun sækja um að komast inn á öll og vona svo það besta,“ segir hún en það mun þó hjálpa til að hún varð í öðru sæti á úrtökumótinu. Það fleytir henni ofarlega á biðlistum fyrir mót. En næst á dagskrá er að koma heim til Íslands og halda jól. „Ég ætla bara að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum. Það verða svo nýliðabúðir á Spáni í janúar og þar fæ ég að vita meira um næstu skref mín.“ Golf Tengdar fréttir Glæsileg frammistaða Valdísar Þóru fleytti henni á Evrópumótaröðina Spilaði glimrandi vel í Marokkó og hafnaði í öðru sæti í lokaúrtökumótinu. Kórónaði þar með frábært ár íslenskra kylfinga. 21. desember 2016 14:41 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir kórónaði frábært ár fyrir íslenska kylfinga með því að tryggja sér í dag þátttökurétt á Evrópumótaröðinni í golfi. Það gerði hún er hún hafnaði í öðru sæti á lokaúrtökumótinu sem fór fram í Marokkó í dag. Fjölmargir kylfingar sækjast eftir því að komast á mótaröðina ár hvert en Valdís Þóra spilaði frábært golf allt mótið og var á alls fimmtán höggum undir pari. „Mér líður bara ágætlega,“ sagði róleg og yfirveguð Valdís Þóra þegar Vísir náði tali af henni í dag. „Ég er bara fersk,“ bætti hún við í léttum dúr. „Þetta var bara gaman. Ég er þreytt og hlakka til að komast heim til mín og fá mér lúr,“ segir hún.Aldrei á jafn lágu skori „En þetta var mjög skemmtilegt. Spilamennskan var góð og kannski sú besta sem ég hef náð hingað til. Þetta hjálpar mér mikið vel og sýnir að ég get náð jafn lágu skori og ég gerði á þessu móti. Ég hef aldrei verið á svona lágu skori áður.“ Þetta var í fjórða sinn sem hún tekur þátt í úrtökumótaröðinni og gætti hún þess sérstaklega að vera róleg og yfirveguð í kringum mótið. Það bar árangur því hún spilaði sífellt betur eftir því sem leið á mótið. „Líklega eru æfingarnar mínar eftir alla hringina að skila sér. Ég passaði mig á því að gera mínar jafnvægisæfingar og halda tempói. Ég fór yfir púttin og sveifluna með þjálfaranum mínum, Karli Ómari, og talaði við Hlyn Geir Hjartarson, þjálfara minn heima á Íslandi, eftir hvern hring um hvað hefði mátt betur fara.“ „Svo hélt ég mér frá samfélagsmiðlum og spilaði Candy Crush. Ég las bækur og reyndi að láta tímann líða.“Sækir um öll mót Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, sem er nú komin inn á bandarísku LPGA-mótaröðina, keppti á Evrópumótaröðinni á nýliðnu tímabili en fékk aðeins keppnisrétt á sex mótum. „Það verður að koma í ljós hvað ég kemst inn á mörg mót. Ég mun sækja um að komast inn á öll og vona svo það besta,“ segir hún en það mun þó hjálpa til að hún varð í öðru sæti á úrtökumótinu. Það fleytir henni ofarlega á biðlistum fyrir mót. En næst á dagskrá er að koma heim til Íslands og halda jól. „Ég ætla bara að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum. Það verða svo nýliðabúðir á Spáni í janúar og þar fæ ég að vita meira um næstu skref mín.“
Golf Tengdar fréttir Glæsileg frammistaða Valdísar Þóru fleytti henni á Evrópumótaröðina Spilaði glimrandi vel í Marokkó og hafnaði í öðru sæti í lokaúrtökumótinu. Kórónaði þar með frábært ár íslenskra kylfinga. 21. desember 2016 14:41 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Glæsileg frammistaða Valdísar Þóru fleytti henni á Evrópumótaröðina Spilaði glimrandi vel í Marokkó og hafnaði í öðru sæti í lokaúrtökumótinu. Kórónaði þar með frábært ár íslenskra kylfinga. 21. desember 2016 14:41