Oní þá skal það! Þröstur Ólafsson skrifar 23. desember 2016 07:00 Átti erindi inn í matvöruverslun til að kaupa í kvöldmatinn. Afgreiðslumaður í matborði vildi vita hvers ég óskaði. Spurði á móti hvort hann ætti folaldakjöt. Hann kvað nei við: sagði það núorðið vera sjaldan á boðstólum. Ég hváði við og spurði hvers vegna; enn köstuðu merar þó folöldum sem ekki væru öll sett á. Rétt er það, var svarið, þeir hafa hins vegar sett kvóta á framboð folaldakjöts. Nú hvernig má það, spurði ég. Hann sagði: Þeir sögðu mér það fyrir vestan, þegar ég vann þar, að folaldakjötið tæki sölu af lambakjötinu, það þætti mjúkt og gott og væri þar að auki ódýrt. Já, það var lóðið, sagði ég og þagnaði, hætti við að kaupa kjötmeti og ákvað að fá mér fisk. Þegar út var komið staldraði ég við og tautaði í barm mér. Ekki var ég að gera sjálfum mér hvað þá sjómönnum neinn greiða með þessu. Nú ákveður bændaforystan að setja innanlandskvóta á fiskinn, svo hann verði dýrari og keppi síður við lambakjötið. Það verði að hafa forgang á diskum landsmanna, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Oní þá skal það.Raunstjórnun á matvælaneyslu landsmanna Þetta er ekki eina dæmið um forræðishyggju og raunstjórnun bændaforystu og afurðastöðva á matvælaneyslu landsmanna. Þekkt er hetjuleg barátta þeirra gegn ónáttúrulegu undanrennuþambi landans. Þessi næringarlitla afgangsafurð fékk stöðu nýmjólkur og verðlögð eftir því. Einu sinni var smjörlíki, sem fellur undir flokkun iðnaðarvara, gert að landbúnaðarafurð og látið lúta lögum um verðlagningu búvara. Þannig tókst að hækka verð á smjörlíki, þótt enginn framleiðandi bæði um það. Smjör átti að kaupa, ekki margarín. Nú er annar áratugur 21. aldar meir en hálfnaður. Hve lengi á að viðhalda þeirri forneskju að bændaforystan fái að ráða því, hvað við setjum oní okkur? Eða erum við svona miklir fávitar að okkur sé ekki treystandi til þess? Nú skil ég betur af hverju bændaforystan berst svona heiftarlega gegn ESB. Þar eru neytendur í hávegum hafðir. Hér er það lambakjötið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Átti erindi inn í matvöruverslun til að kaupa í kvöldmatinn. Afgreiðslumaður í matborði vildi vita hvers ég óskaði. Spurði á móti hvort hann ætti folaldakjöt. Hann kvað nei við: sagði það núorðið vera sjaldan á boðstólum. Ég hváði við og spurði hvers vegna; enn köstuðu merar þó folöldum sem ekki væru öll sett á. Rétt er það, var svarið, þeir hafa hins vegar sett kvóta á framboð folaldakjöts. Nú hvernig má það, spurði ég. Hann sagði: Þeir sögðu mér það fyrir vestan, þegar ég vann þar, að folaldakjötið tæki sölu af lambakjötinu, það þætti mjúkt og gott og væri þar að auki ódýrt. Já, það var lóðið, sagði ég og þagnaði, hætti við að kaupa kjötmeti og ákvað að fá mér fisk. Þegar út var komið staldraði ég við og tautaði í barm mér. Ekki var ég að gera sjálfum mér hvað þá sjómönnum neinn greiða með þessu. Nú ákveður bændaforystan að setja innanlandskvóta á fiskinn, svo hann verði dýrari og keppi síður við lambakjötið. Það verði að hafa forgang á diskum landsmanna, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Oní þá skal það.Raunstjórnun á matvælaneyslu landsmanna Þetta er ekki eina dæmið um forræðishyggju og raunstjórnun bændaforystu og afurðastöðva á matvælaneyslu landsmanna. Þekkt er hetjuleg barátta þeirra gegn ónáttúrulegu undanrennuþambi landans. Þessi næringarlitla afgangsafurð fékk stöðu nýmjólkur og verðlögð eftir því. Einu sinni var smjörlíki, sem fellur undir flokkun iðnaðarvara, gert að landbúnaðarafurð og látið lúta lögum um verðlagningu búvara. Þannig tókst að hækka verð á smjörlíki, þótt enginn framleiðandi bæði um það. Smjör átti að kaupa, ekki margarín. Nú er annar áratugur 21. aldar meir en hálfnaður. Hve lengi á að viðhalda þeirri forneskju að bændaforystan fái að ráða því, hvað við setjum oní okkur? Eða erum við svona miklir fávitar að okkur sé ekki treystandi til þess? Nú skil ég betur af hverju bændaforystan berst svona heiftarlega gegn ESB. Þar eru neytendur í hávegum hafðir. Hér er það lambakjötið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar