Oní þá skal það! Þröstur Ólafsson skrifar 23. desember 2016 07:00 Átti erindi inn í matvöruverslun til að kaupa í kvöldmatinn. Afgreiðslumaður í matborði vildi vita hvers ég óskaði. Spurði á móti hvort hann ætti folaldakjöt. Hann kvað nei við: sagði það núorðið vera sjaldan á boðstólum. Ég hváði við og spurði hvers vegna; enn köstuðu merar þó folöldum sem ekki væru öll sett á. Rétt er það, var svarið, þeir hafa hins vegar sett kvóta á framboð folaldakjöts. Nú hvernig má það, spurði ég. Hann sagði: Þeir sögðu mér það fyrir vestan, þegar ég vann þar, að folaldakjötið tæki sölu af lambakjötinu, það þætti mjúkt og gott og væri þar að auki ódýrt. Já, það var lóðið, sagði ég og þagnaði, hætti við að kaupa kjötmeti og ákvað að fá mér fisk. Þegar út var komið staldraði ég við og tautaði í barm mér. Ekki var ég að gera sjálfum mér hvað þá sjómönnum neinn greiða með þessu. Nú ákveður bændaforystan að setja innanlandskvóta á fiskinn, svo hann verði dýrari og keppi síður við lambakjötið. Það verði að hafa forgang á diskum landsmanna, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Oní þá skal það.Raunstjórnun á matvælaneyslu landsmanna Þetta er ekki eina dæmið um forræðishyggju og raunstjórnun bændaforystu og afurðastöðva á matvælaneyslu landsmanna. Þekkt er hetjuleg barátta þeirra gegn ónáttúrulegu undanrennuþambi landans. Þessi næringarlitla afgangsafurð fékk stöðu nýmjólkur og verðlögð eftir því. Einu sinni var smjörlíki, sem fellur undir flokkun iðnaðarvara, gert að landbúnaðarafurð og látið lúta lögum um verðlagningu búvara. Þannig tókst að hækka verð á smjörlíki, þótt enginn framleiðandi bæði um það. Smjör átti að kaupa, ekki margarín. Nú er annar áratugur 21. aldar meir en hálfnaður. Hve lengi á að viðhalda þeirri forneskju að bændaforystan fái að ráða því, hvað við setjum oní okkur? Eða erum við svona miklir fávitar að okkur sé ekki treystandi til þess? Nú skil ég betur af hverju bændaforystan berst svona heiftarlega gegn ESB. Þar eru neytendur í hávegum hafðir. Hér er það lambakjötið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Átti erindi inn í matvöruverslun til að kaupa í kvöldmatinn. Afgreiðslumaður í matborði vildi vita hvers ég óskaði. Spurði á móti hvort hann ætti folaldakjöt. Hann kvað nei við: sagði það núorðið vera sjaldan á boðstólum. Ég hváði við og spurði hvers vegna; enn köstuðu merar þó folöldum sem ekki væru öll sett á. Rétt er það, var svarið, þeir hafa hins vegar sett kvóta á framboð folaldakjöts. Nú hvernig má það, spurði ég. Hann sagði: Þeir sögðu mér það fyrir vestan, þegar ég vann þar, að folaldakjötið tæki sölu af lambakjötinu, það þætti mjúkt og gott og væri þar að auki ódýrt. Já, það var lóðið, sagði ég og þagnaði, hætti við að kaupa kjötmeti og ákvað að fá mér fisk. Þegar út var komið staldraði ég við og tautaði í barm mér. Ekki var ég að gera sjálfum mér hvað þá sjómönnum neinn greiða með þessu. Nú ákveður bændaforystan að setja innanlandskvóta á fiskinn, svo hann verði dýrari og keppi síður við lambakjötið. Það verði að hafa forgang á diskum landsmanna, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Oní þá skal það.Raunstjórnun á matvælaneyslu landsmanna Þetta er ekki eina dæmið um forræðishyggju og raunstjórnun bændaforystu og afurðastöðva á matvælaneyslu landsmanna. Þekkt er hetjuleg barátta þeirra gegn ónáttúrulegu undanrennuþambi landans. Þessi næringarlitla afgangsafurð fékk stöðu nýmjólkur og verðlögð eftir því. Einu sinni var smjörlíki, sem fellur undir flokkun iðnaðarvara, gert að landbúnaðarafurð og látið lúta lögum um verðlagningu búvara. Þannig tókst að hækka verð á smjörlíki, þótt enginn framleiðandi bæði um það. Smjör átti að kaupa, ekki margarín. Nú er annar áratugur 21. aldar meir en hálfnaður. Hve lengi á að viðhalda þeirri forneskju að bændaforystan fái að ráða því, hvað við setjum oní okkur? Eða erum við svona miklir fávitar að okkur sé ekki treystandi til þess? Nú skil ég betur af hverju bændaforystan berst svona heiftarlega gegn ESB. Þar eru neytendur í hávegum hafðir. Hér er það lambakjötið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun