Nýsköpun í öldrunarþjónustu Halldór S.Guðmundsson og Berglind Hallgrímsdóttir skrifar 28. desember 2016 07:00 Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa frá því í vor unnið að verkefni á sviði nýsköpunar í opinberum rekstri. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni ÖA, velferðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um nýsköpun og velferðartækni í félagslegri þjónustu. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er nokkuð skýr. Hjá ÖA er öflugt og uppbyggilegt þróunarstarf í gangi og gróskumikil og hvetjandi starfsemi sem einkennist af nýsköpun og þróun. Mótun og innleiðing nýsköpunar mælist jafnvel öflugri á mörgum sviðum hjá ÖA en meðal íslenskra og evrópskra samanburðarfyrirtækja, bæði opinberra og einkafyrirtækja. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar á virkni og hæfni starfsfólks ÖA við að efna til og innleiða nýsköpun í starfi var skýrandi, jákvæð og hvetjandi. Niðurstöðunum fylgja skýrar ábendingar um hvað þurfi að gera betur. Meðal þess sem stjórnendur ÖA mættu vera betur meðvitaðir um er að miðla upplýsingum um úrbótaverkefni og nýsköpun í rekstri og þjónustu; til starfsmanna, aðstandenda, sveitarstjórnarfólks og almennings. Hver eru svo þessi nýsköpunarverkefni? Nýsköpun er meira en ný hugmynd eða ný vara. Nýsköpun er það ferli að endurbæta það sem fyrir er og koma hugmyndinni eða endurbótinni í framkvæmd, jafnvel sem þróunarverkefni. Á síðustu árum hafa Öldrunarheimili Akureyrar unnið að og innleitt um 30 nýsköpunar- og þróunarverkefni. Má þar nefna dæmi eins og að fá alþjóðlega viðurkenningu sem Eden heimili, rafræna gæðahandbók og rannsóknir, þráðlaust net og spjaldtölvuvæðingu í þágu íbúa og fjölskyldna og Timian innkaupa- og matarvef. Einnig verkefni eins og „Afla” – rafræna lyfjaumsýslu, skjáupplýsingakerfi, sameiningu starfseininga, þróunarstarf í félags- og klúbbastarfi, meðferð fyrir einstaklinga með Alzheimer og stefnumótun, skipulag og innleiðing á aðferðum þjónandi leiðsagnar. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands ögrar fyrirfram mótuðum hugmyndum og fordómum um að hjúkrunarheimili eigi ekki augljósa samleið með því sem kallast nýsköpun og þróun. Niðurstaðan staðfestir hins vegar hugmyndir starfsmanna og stjórnenda um að á ÖA fari fram mikilvægt starf í þágu hjúkrunar og aðstoðar við eldra fólk, en líka að þar eigi sér stað athyglisvert þróunar- og nýsköpunarstarf í samfélagslegri þjónustu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa frá því í vor unnið að verkefni á sviði nýsköpunar í opinberum rekstri. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni ÖA, velferðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um nýsköpun og velferðartækni í félagslegri þjónustu. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er nokkuð skýr. Hjá ÖA er öflugt og uppbyggilegt þróunarstarf í gangi og gróskumikil og hvetjandi starfsemi sem einkennist af nýsköpun og þróun. Mótun og innleiðing nýsköpunar mælist jafnvel öflugri á mörgum sviðum hjá ÖA en meðal íslenskra og evrópskra samanburðarfyrirtækja, bæði opinberra og einkafyrirtækja. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar á virkni og hæfni starfsfólks ÖA við að efna til og innleiða nýsköpun í starfi var skýrandi, jákvæð og hvetjandi. Niðurstöðunum fylgja skýrar ábendingar um hvað þurfi að gera betur. Meðal þess sem stjórnendur ÖA mættu vera betur meðvitaðir um er að miðla upplýsingum um úrbótaverkefni og nýsköpun í rekstri og þjónustu; til starfsmanna, aðstandenda, sveitarstjórnarfólks og almennings. Hver eru svo þessi nýsköpunarverkefni? Nýsköpun er meira en ný hugmynd eða ný vara. Nýsköpun er það ferli að endurbæta það sem fyrir er og koma hugmyndinni eða endurbótinni í framkvæmd, jafnvel sem þróunarverkefni. Á síðustu árum hafa Öldrunarheimili Akureyrar unnið að og innleitt um 30 nýsköpunar- og þróunarverkefni. Má þar nefna dæmi eins og að fá alþjóðlega viðurkenningu sem Eden heimili, rafræna gæðahandbók og rannsóknir, þráðlaust net og spjaldtölvuvæðingu í þágu íbúa og fjölskyldna og Timian innkaupa- og matarvef. Einnig verkefni eins og „Afla” – rafræna lyfjaumsýslu, skjáupplýsingakerfi, sameiningu starfseininga, þróunarstarf í félags- og klúbbastarfi, meðferð fyrir einstaklinga með Alzheimer og stefnumótun, skipulag og innleiðing á aðferðum þjónandi leiðsagnar. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands ögrar fyrirfram mótuðum hugmyndum og fordómum um að hjúkrunarheimili eigi ekki augljósa samleið með því sem kallast nýsköpun og þróun. Niðurstaðan staðfestir hins vegar hugmyndir starfsmanna og stjórnenda um að á ÖA fari fram mikilvægt starf í þágu hjúkrunar og aðstoðar við eldra fólk, en líka að þar eigi sér stað athyglisvert þróunar- og nýsköpunarstarf í samfélagslegri þjónustu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar