Nýsköpun í öldrunarþjónustu Halldór S.Guðmundsson og Berglind Hallgrímsdóttir skrifar 28. desember 2016 07:00 Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa frá því í vor unnið að verkefni á sviði nýsköpunar í opinberum rekstri. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni ÖA, velferðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um nýsköpun og velferðartækni í félagslegri þjónustu. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er nokkuð skýr. Hjá ÖA er öflugt og uppbyggilegt þróunarstarf í gangi og gróskumikil og hvetjandi starfsemi sem einkennist af nýsköpun og þróun. Mótun og innleiðing nýsköpunar mælist jafnvel öflugri á mörgum sviðum hjá ÖA en meðal íslenskra og evrópskra samanburðarfyrirtækja, bæði opinberra og einkafyrirtækja. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar á virkni og hæfni starfsfólks ÖA við að efna til og innleiða nýsköpun í starfi var skýrandi, jákvæð og hvetjandi. Niðurstöðunum fylgja skýrar ábendingar um hvað þurfi að gera betur. Meðal þess sem stjórnendur ÖA mættu vera betur meðvitaðir um er að miðla upplýsingum um úrbótaverkefni og nýsköpun í rekstri og þjónustu; til starfsmanna, aðstandenda, sveitarstjórnarfólks og almennings. Hver eru svo þessi nýsköpunarverkefni? Nýsköpun er meira en ný hugmynd eða ný vara. Nýsköpun er það ferli að endurbæta það sem fyrir er og koma hugmyndinni eða endurbótinni í framkvæmd, jafnvel sem þróunarverkefni. Á síðustu árum hafa Öldrunarheimili Akureyrar unnið að og innleitt um 30 nýsköpunar- og þróunarverkefni. Má þar nefna dæmi eins og að fá alþjóðlega viðurkenningu sem Eden heimili, rafræna gæðahandbók og rannsóknir, þráðlaust net og spjaldtölvuvæðingu í þágu íbúa og fjölskyldna og Timian innkaupa- og matarvef. Einnig verkefni eins og „Afla” – rafræna lyfjaumsýslu, skjáupplýsingakerfi, sameiningu starfseininga, þróunarstarf í félags- og klúbbastarfi, meðferð fyrir einstaklinga með Alzheimer og stefnumótun, skipulag og innleiðing á aðferðum þjónandi leiðsagnar. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands ögrar fyrirfram mótuðum hugmyndum og fordómum um að hjúkrunarheimili eigi ekki augljósa samleið með því sem kallast nýsköpun og þróun. Niðurstaðan staðfestir hins vegar hugmyndir starfsmanna og stjórnenda um að á ÖA fari fram mikilvægt starf í þágu hjúkrunar og aðstoðar við eldra fólk, en líka að þar eigi sér stað athyglisvert þróunar- og nýsköpunarstarf í samfélagslegri þjónustu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Öldrunarheimili Akureyrar (ÖA) hafa frá því í vor unnið að verkefni á sviði nýsköpunar í opinberum rekstri. Verkefnið er hluti af samstarfsverkefni ÖA, velferðarráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um nýsköpun og velferðartækni í félagslegri þjónustu. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er nokkuð skýr. Hjá ÖA er öflugt og uppbyggilegt þróunarstarf í gangi og gróskumikil og hvetjandi starfsemi sem einkennist af nýsköpun og þróun. Mótun og innleiðing nýsköpunar mælist jafnvel öflugri á mörgum sviðum hjá ÖA en meðal íslenskra og evrópskra samanburðarfyrirtækja, bæði opinberra og einkafyrirtækja. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar á virkni og hæfni starfsfólks ÖA við að efna til og innleiða nýsköpun í starfi var skýrandi, jákvæð og hvetjandi. Niðurstöðunum fylgja skýrar ábendingar um hvað þurfi að gera betur. Meðal þess sem stjórnendur ÖA mættu vera betur meðvitaðir um er að miðla upplýsingum um úrbótaverkefni og nýsköpun í rekstri og þjónustu; til starfsmanna, aðstandenda, sveitarstjórnarfólks og almennings. Hver eru svo þessi nýsköpunarverkefni? Nýsköpun er meira en ný hugmynd eða ný vara. Nýsköpun er það ferli að endurbæta það sem fyrir er og koma hugmyndinni eða endurbótinni í framkvæmd, jafnvel sem þróunarverkefni. Á síðustu árum hafa Öldrunarheimili Akureyrar unnið að og innleitt um 30 nýsköpunar- og þróunarverkefni. Má þar nefna dæmi eins og að fá alþjóðlega viðurkenningu sem Eden heimili, rafræna gæðahandbók og rannsóknir, þráðlaust net og spjaldtölvuvæðingu í þágu íbúa og fjölskyldna og Timian innkaupa- og matarvef. Einnig verkefni eins og „Afla” – rafræna lyfjaumsýslu, skjáupplýsingakerfi, sameiningu starfseininga, þróunarstarf í félags- og klúbbastarfi, meðferð fyrir einstaklinga með Alzheimer og stefnumótun, skipulag og innleiðing á aðferðum þjónandi leiðsagnar. Niðurstaða greiningar Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands ögrar fyrirfram mótuðum hugmyndum og fordómum um að hjúkrunarheimili eigi ekki augljósa samleið með því sem kallast nýsköpun og þróun. Niðurstaðan staðfestir hins vegar hugmyndir starfsmanna og stjórnenda um að á ÖA fari fram mikilvægt starf í þágu hjúkrunar og aðstoðar við eldra fólk, en líka að þar eigi sér stað athyglisvert þróunar- og nýsköpunarstarf í samfélagslegri þjónustu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar