Ógn við öryggi landsmanna Birgir Örn Guðjónsson skrifar 28. desember 2016 15:01 Fyrir nokkru síðan hafði megnið af einni kvöldvaktinni farið í það að reyna að hafa upp á aðila sem hafði verið saknað síðan snemma um morgunninn. Þeir sem voru honum nákomnir voru farnir að hafa miklar áhyggur en það var ekkert til að byggja á varðandi eftirgrennslan. Það var ekkert bílnúmer til að kalla út til lögreglubifreiða, enginn sími til að staðsetja og enginn sem hafði séð aðilann. Eftir að hafa kannað allar hliðar ákvað ég að hafa samband við Landsbjörg og fá þá til að aðstoða lögreglu við leit. Um hálftíma síðar var heilt teymi komið á staðinn þar sem maðurinn hafði síðast sést. Ég fór með þeim og ræddi við aðila sem tengdust málinu og við reyndum í sameiningu að fá meiri upplýsingar. Þegar ég kom aftur út úr íbúðinni var hverfið allt öðruvísi en það hafði verið nokkrum mínútum áður. Tugir björgunarsveitafólks voru á ferðinni allt í kring. Björgunarsveitajeppar, fjórhjól, reiðhjól, hundar og risa stjórnstöð á hjólum sem búið var að parkera á næsta bílaplani. Allt var komið á fullt. Á meðan ég hugsaði hvað þetta var hrikalega magnað þá verð ég að viðurkenna að mér leið samt pínu kjánalega. Samkvæmt lögum á lögregla að sjá um leit og björgun og þarna var ég, eini svartstakkurinn innan um allt rauðklædda liðið. Ég rölti inn í færanlegu stjórnstöðina þar sem menn sátu við tölvur með allskonar sérhæfðum forritum og reiknuðu út fjarlægðir og deildu út verkefnum. Ég tók upp gamla Nokia varðstjóraspjallsímann minn og gáði hvort ég væri með misst calls eða SMS. Neibb. Hinn bíllinn var líka upptekinn í verkefni. Svona er staðan í dag. Björgunarsveitirnar eru ljósárum á undan lögreglunni þegar kemur að leit og björgun. Þær eru betur þjálfaðar og miklu betur tækjum búnar. Það er því eins gott að við höfum þær og við getum á engan hátt án þeirra verið. Lögreglan fær björgunarsveitirnar til að sinna þessum verkefnum sínum og hún er gjörsamlega háð þeim. Það er líka allt í góðu með það, enda sinna þær því starfi afburða vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort við séum ekki farin að leggja of mikið traust á þessar sveitir sjálfboðaliða? Hvort við séum ekki farin að verða háð þeim í full miklu mæli? Raunveruleikinn er nefnilega sá að við erum farin að nota björgunarsveitirnar til að stoppa í götin á löggæslustofnun sem er að sökkva til botns. Stofnun sem hefur verið mergsogin svo svakalega að hún getur á engan hátt sinnt sínu lögbundna starfi. Björgunarsveitir eru nefnilega ekki bara notaðar til að leita og bjarga. Þær hafa líka meðal annars verið notaðar í allskonar lokanir, gæslu, bílslys, leit að strokuföngum og margt fleira. Það er bara hringt í þær og þær mæta með sín flottu tæki og tól á núll einni á meðan þessir fáu lögreglumenn sem til eru sitja jafnvel bara heim vegna þess að það er ekki einusinni til peningur til að borga þeim aukavinnu. Menn hljóta að sjá að slíkt er óásættanlegt fyrir alla, bæði lögreglu, borgarann og björgunarsveitarfólkið sjálft. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir björgunarsveitirnar og það fólk sem þar starfar af sinni yfirburðar fagmennsku, en ég er um leið ótrúlega leiður yfir þeirri stöðu sem lögreglan og starfsfólk hennar hefur verið komið í. Ég er viss um að þeir sem fara fyrir björgunarsveitunum geti tekið undir það með mér að þessi staða lögreglunnar sé orðin ógn við öryggi landsmanna og alla þessa sífellt fjölgandi ferðamenn. Sú staða er óásættanleg. Ég gæti síðan gert eins og vinur minn lækna Tómas og talið upp eða byrt fjöldan allan af myndum af því sem er brotið, bilað eða beinlínis hættulegt hjá okkur í lögreglunni en ég ætla að sleppa því. Svona er bara Ísland í dag. Til hamingju með góðærið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru síðan hafði megnið af einni kvöldvaktinni farið í það að reyna að hafa upp á aðila sem hafði verið saknað síðan snemma um morgunninn. Þeir sem voru honum nákomnir voru farnir að hafa miklar áhyggur en það var ekkert til að byggja á varðandi eftirgrennslan. Það var ekkert bílnúmer til að kalla út til lögreglubifreiða, enginn sími til að staðsetja og enginn sem hafði séð aðilann. Eftir að hafa kannað allar hliðar ákvað ég að hafa samband við Landsbjörg og fá þá til að aðstoða lögreglu við leit. Um hálftíma síðar var heilt teymi komið á staðinn þar sem maðurinn hafði síðast sést. Ég fór með þeim og ræddi við aðila sem tengdust málinu og við reyndum í sameiningu að fá meiri upplýsingar. Þegar ég kom aftur út úr íbúðinni var hverfið allt öðruvísi en það hafði verið nokkrum mínútum áður. Tugir björgunarsveitafólks voru á ferðinni allt í kring. Björgunarsveitajeppar, fjórhjól, reiðhjól, hundar og risa stjórnstöð á hjólum sem búið var að parkera á næsta bílaplani. Allt var komið á fullt. Á meðan ég hugsaði hvað þetta var hrikalega magnað þá verð ég að viðurkenna að mér leið samt pínu kjánalega. Samkvæmt lögum á lögregla að sjá um leit og björgun og þarna var ég, eini svartstakkurinn innan um allt rauðklædda liðið. Ég rölti inn í færanlegu stjórnstöðina þar sem menn sátu við tölvur með allskonar sérhæfðum forritum og reiknuðu út fjarlægðir og deildu út verkefnum. Ég tók upp gamla Nokia varðstjóraspjallsímann minn og gáði hvort ég væri með misst calls eða SMS. Neibb. Hinn bíllinn var líka upptekinn í verkefni. Svona er staðan í dag. Björgunarsveitirnar eru ljósárum á undan lögreglunni þegar kemur að leit og björgun. Þær eru betur þjálfaðar og miklu betur tækjum búnar. Það er því eins gott að við höfum þær og við getum á engan hátt án þeirra verið. Lögreglan fær björgunarsveitirnar til að sinna þessum verkefnum sínum og hún er gjörsamlega háð þeim. Það er líka allt í góðu með það, enda sinna þær því starfi afburða vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort við séum ekki farin að leggja of mikið traust á þessar sveitir sjálfboðaliða? Hvort við séum ekki farin að verða háð þeim í full miklu mæli? Raunveruleikinn er nefnilega sá að við erum farin að nota björgunarsveitirnar til að stoppa í götin á löggæslustofnun sem er að sökkva til botns. Stofnun sem hefur verið mergsogin svo svakalega að hún getur á engan hátt sinnt sínu lögbundna starfi. Björgunarsveitir eru nefnilega ekki bara notaðar til að leita og bjarga. Þær hafa líka meðal annars verið notaðar í allskonar lokanir, gæslu, bílslys, leit að strokuföngum og margt fleira. Það er bara hringt í þær og þær mæta með sín flottu tæki og tól á núll einni á meðan þessir fáu lögreglumenn sem til eru sitja jafnvel bara heim vegna þess að það er ekki einusinni til peningur til að borga þeim aukavinnu. Menn hljóta að sjá að slíkt er óásættanlegt fyrir alla, bæði lögreglu, borgarann og björgunarsveitarfólkið sjálft. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir björgunarsveitirnar og það fólk sem þar starfar af sinni yfirburðar fagmennsku, en ég er um leið ótrúlega leiður yfir þeirri stöðu sem lögreglan og starfsfólk hennar hefur verið komið í. Ég er viss um að þeir sem fara fyrir björgunarsveitunum geti tekið undir það með mér að þessi staða lögreglunnar sé orðin ógn við öryggi landsmanna og alla þessa sífellt fjölgandi ferðamenn. Sú staða er óásættanleg. Ég gæti síðan gert eins og vinur minn lækna Tómas og talið upp eða byrt fjöldan allan af myndum af því sem er brotið, bilað eða beinlínis hættulegt hjá okkur í lögreglunni en ég ætla að sleppa því. Svona er bara Ísland í dag. Til hamingju með góðærið.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun