Ógn við öryggi landsmanna Birgir Örn Guðjónsson skrifar 28. desember 2016 15:01 Fyrir nokkru síðan hafði megnið af einni kvöldvaktinni farið í það að reyna að hafa upp á aðila sem hafði verið saknað síðan snemma um morgunninn. Þeir sem voru honum nákomnir voru farnir að hafa miklar áhyggur en það var ekkert til að byggja á varðandi eftirgrennslan. Það var ekkert bílnúmer til að kalla út til lögreglubifreiða, enginn sími til að staðsetja og enginn sem hafði séð aðilann. Eftir að hafa kannað allar hliðar ákvað ég að hafa samband við Landsbjörg og fá þá til að aðstoða lögreglu við leit. Um hálftíma síðar var heilt teymi komið á staðinn þar sem maðurinn hafði síðast sést. Ég fór með þeim og ræddi við aðila sem tengdust málinu og við reyndum í sameiningu að fá meiri upplýsingar. Þegar ég kom aftur út úr íbúðinni var hverfið allt öðruvísi en það hafði verið nokkrum mínútum áður. Tugir björgunarsveitafólks voru á ferðinni allt í kring. Björgunarsveitajeppar, fjórhjól, reiðhjól, hundar og risa stjórnstöð á hjólum sem búið var að parkera á næsta bílaplani. Allt var komið á fullt. Á meðan ég hugsaði hvað þetta var hrikalega magnað þá verð ég að viðurkenna að mér leið samt pínu kjánalega. Samkvæmt lögum á lögregla að sjá um leit og björgun og þarna var ég, eini svartstakkurinn innan um allt rauðklædda liðið. Ég rölti inn í færanlegu stjórnstöðina þar sem menn sátu við tölvur með allskonar sérhæfðum forritum og reiknuðu út fjarlægðir og deildu út verkefnum. Ég tók upp gamla Nokia varðstjóraspjallsímann minn og gáði hvort ég væri með misst calls eða SMS. Neibb. Hinn bíllinn var líka upptekinn í verkefni. Svona er staðan í dag. Björgunarsveitirnar eru ljósárum á undan lögreglunni þegar kemur að leit og björgun. Þær eru betur þjálfaðar og miklu betur tækjum búnar. Það er því eins gott að við höfum þær og við getum á engan hátt án þeirra verið. Lögreglan fær björgunarsveitirnar til að sinna þessum verkefnum sínum og hún er gjörsamlega háð þeim. Það er líka allt í góðu með það, enda sinna þær því starfi afburða vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort við séum ekki farin að leggja of mikið traust á þessar sveitir sjálfboðaliða? Hvort við séum ekki farin að verða háð þeim í full miklu mæli? Raunveruleikinn er nefnilega sá að við erum farin að nota björgunarsveitirnar til að stoppa í götin á löggæslustofnun sem er að sökkva til botns. Stofnun sem hefur verið mergsogin svo svakalega að hún getur á engan hátt sinnt sínu lögbundna starfi. Björgunarsveitir eru nefnilega ekki bara notaðar til að leita og bjarga. Þær hafa líka meðal annars verið notaðar í allskonar lokanir, gæslu, bílslys, leit að strokuföngum og margt fleira. Það er bara hringt í þær og þær mæta með sín flottu tæki og tól á núll einni á meðan þessir fáu lögreglumenn sem til eru sitja jafnvel bara heim vegna þess að það er ekki einusinni til peningur til að borga þeim aukavinnu. Menn hljóta að sjá að slíkt er óásættanlegt fyrir alla, bæði lögreglu, borgarann og björgunarsveitarfólkið sjálft. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir björgunarsveitirnar og það fólk sem þar starfar af sinni yfirburðar fagmennsku, en ég er um leið ótrúlega leiður yfir þeirri stöðu sem lögreglan og starfsfólk hennar hefur verið komið í. Ég er viss um að þeir sem fara fyrir björgunarsveitunum geti tekið undir það með mér að þessi staða lögreglunnar sé orðin ógn við öryggi landsmanna og alla þessa sífellt fjölgandi ferðamenn. Sú staða er óásættanleg. Ég gæti síðan gert eins og vinur minn lækna Tómas og talið upp eða byrt fjöldan allan af myndum af því sem er brotið, bilað eða beinlínis hættulegt hjá okkur í lögreglunni en ég ætla að sleppa því. Svona er bara Ísland í dag. Til hamingju með góðærið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Loftbrú – jákvæðar fjárfestingar í þágu barna Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru síðan hafði megnið af einni kvöldvaktinni farið í það að reyna að hafa upp á aðila sem hafði verið saknað síðan snemma um morgunninn. Þeir sem voru honum nákomnir voru farnir að hafa miklar áhyggur en það var ekkert til að byggja á varðandi eftirgrennslan. Það var ekkert bílnúmer til að kalla út til lögreglubifreiða, enginn sími til að staðsetja og enginn sem hafði séð aðilann. Eftir að hafa kannað allar hliðar ákvað ég að hafa samband við Landsbjörg og fá þá til að aðstoða lögreglu við leit. Um hálftíma síðar var heilt teymi komið á staðinn þar sem maðurinn hafði síðast sést. Ég fór með þeim og ræddi við aðila sem tengdust málinu og við reyndum í sameiningu að fá meiri upplýsingar. Þegar ég kom aftur út úr íbúðinni var hverfið allt öðruvísi en það hafði verið nokkrum mínútum áður. Tugir björgunarsveitafólks voru á ferðinni allt í kring. Björgunarsveitajeppar, fjórhjól, reiðhjól, hundar og risa stjórnstöð á hjólum sem búið var að parkera á næsta bílaplani. Allt var komið á fullt. Á meðan ég hugsaði hvað þetta var hrikalega magnað þá verð ég að viðurkenna að mér leið samt pínu kjánalega. Samkvæmt lögum á lögregla að sjá um leit og björgun og þarna var ég, eini svartstakkurinn innan um allt rauðklædda liðið. Ég rölti inn í færanlegu stjórnstöðina þar sem menn sátu við tölvur með allskonar sérhæfðum forritum og reiknuðu út fjarlægðir og deildu út verkefnum. Ég tók upp gamla Nokia varðstjóraspjallsímann minn og gáði hvort ég væri með misst calls eða SMS. Neibb. Hinn bíllinn var líka upptekinn í verkefni. Svona er staðan í dag. Björgunarsveitirnar eru ljósárum á undan lögreglunni þegar kemur að leit og björgun. Þær eru betur þjálfaðar og miklu betur tækjum búnar. Það er því eins gott að við höfum þær og við getum á engan hátt án þeirra verið. Lögreglan fær björgunarsveitirnar til að sinna þessum verkefnum sínum og hún er gjörsamlega háð þeim. Það er líka allt í góðu með það, enda sinna þær því starfi afburða vel. Ég velti því samt fyrir mér hvort við séum ekki farin að leggja of mikið traust á þessar sveitir sjálfboðaliða? Hvort við séum ekki farin að verða háð þeim í full miklu mæli? Raunveruleikinn er nefnilega sá að við erum farin að nota björgunarsveitirnar til að stoppa í götin á löggæslustofnun sem er að sökkva til botns. Stofnun sem hefur verið mergsogin svo svakalega að hún getur á engan hátt sinnt sínu lögbundna starfi. Björgunarsveitir eru nefnilega ekki bara notaðar til að leita og bjarga. Þær hafa líka meðal annars verið notaðar í allskonar lokanir, gæslu, bílslys, leit að strokuföngum og margt fleira. Það er bara hringt í þær og þær mæta með sín flottu tæki og tól á núll einni á meðan þessir fáu lögreglumenn sem til eru sitja jafnvel bara heim vegna þess að það er ekki einusinni til peningur til að borga þeim aukavinnu. Menn hljóta að sjá að slíkt er óásættanlegt fyrir alla, bæði lögreglu, borgarann og björgunarsveitarfólkið sjálft. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir björgunarsveitirnar og það fólk sem þar starfar af sinni yfirburðar fagmennsku, en ég er um leið ótrúlega leiður yfir þeirri stöðu sem lögreglan og starfsfólk hennar hefur verið komið í. Ég er viss um að þeir sem fara fyrir björgunarsveitunum geti tekið undir það með mér að þessi staða lögreglunnar sé orðin ógn við öryggi landsmanna og alla þessa sífellt fjölgandi ferðamenn. Sú staða er óásættanleg. Ég gæti síðan gert eins og vinur minn lækna Tómas og talið upp eða byrt fjöldan allan af myndum af því sem er brotið, bilað eða beinlínis hættulegt hjá okkur í lögreglunni en ég ætla að sleppa því. Svona er bara Ísland í dag. Til hamingju með góðærið.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar