Handbolti

Bombac ekki með á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bombac í leik með Slóvenum á ÓL í Ríó.
Bombac í leik með Slóvenum á ÓL í Ríó. vísir/getty
Slóvenska handknattleikssambandið staðfesti í gær að hinn afar öflugi Dean Bombac myndi ekki spila með Slóvenum á HM í janúar.

Bombac er meiddur. Vonast var til að meiðslin á rifbeinum myndu jafna sig en eftir tvær æfingar með landsliðinu var ljóst að hann gæti ekki farið með til Frakklands.

Þetta er mikið áfall fyrir slóvenska landsliðið enda Bombac algjör lykilmaður og átti að leiða liðið þar sem Uros Zorman er hættur að spila með landsliðinu.

Ísland er með Slóveníu í riðli og annar leikur íslenska liðsins á HM er gegn Slóvenum. Hann fer fram þann 14. janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×