Hjartað varð taktlaust Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. desember 2016 08:00 Sigurður er hér að brýna sína menn í leik Hauka og Keflavíkur. Það er eini leikurinn þar sem Sigurður hefur stýrt Keflavíkurliðinu í vetur. Vísir/Ernir Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tímabilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann?Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vitlaust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vandamáli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þeirra leikja tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti maðurinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101-79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Keflavíkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hreinræktaðir Keflvíkingar sér ekki lengur í lykilhlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég persónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sérstakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“ Dominos-deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur, hefur aðeins getað stýrt liðinu í einum leik í vetur vegna veikinda sem komu upp skömmu fyrir tímabilið. „Eins og staðan er núna ætla ég að taka mér frí fram yfir áramót og planið er svo að koma inn á fullu eftir það,“ segir þjálfarinn en hvað nákvæmlega hefur verið að plaga hann?Mín ákvörðun að stíga til hliðar „Ég lenti í smá leiðindum með hjartað sem varð taktlaust og vitlaust. Ég vildi laga það almennilega. Ég hef verið að vinna í því vandamáli síðustu vikur og það var mín ákvörðun að stíga til hliðar meðan ég væri að því. Ég lenti í þessu fyrir tíu árum og þá tók svolítinn tíma að fá mig góðan. Svo varð það allt gott. Fyrst þetta kom aftur núna ákvað ég að hætta strax og byrja að fá mig góðan. Ég er að verða nokkuð sprækur.“ Sigurður segir að aðalatriðið hjá sér sé að fá sig góðan áður en hann fer á fullt að stýra Keflavíkurliðinu á nýjan leik. „Körfuboltinn fer ekkert. Hann verður þarna áfram.“Margt sem þarf að laga Gengi Keflavíkur hefur verið á stöðugri niðurleið og á fimmtudagskvöldið féll liðið niður í fallsæti. Ekki sjón sem Keflvíkingar eru vanir. Eftir frábæran sigur á Tindastóli í byrjun tapaði liðið fimm leikjum í röð og flestum þeirra leikja tapaði liðið illa. Liðið náði samt langþráðum sigri á Akureyri í gær. „Ég er ekki með nein svör á reiðum höndum um hvað hefur vantað hjá okkur. Það eru alls konar hlutir sem þarf að laga hjá okkur. Vonandi gengur það eftir fljótlega að laga það. Besti maðurinn kom, fór svo út og kom aftur. Það þarf að aðlaga ýmsa hluti,“ segir Sigurður og er þar að tala um Hörð Axel Vilhjálmsson sem kom síðasta sumar, fór svo út fyrir tímabilið en sneri aftur á dögunum. „Hörður er frábær leikmaður og við erum með fleiri góða leikmenn. Ég held það sé bara tímaspursmál hvenær þetta smelli hjá okkur.“Höfum verið arfaslakir Keflavík vann Tindastól stórt, 101-79, þann 3. nóvember en hvað nákvæmlega gerðist svo hjá liðinu? „Við höfum verið arfaslakir en ég hef ekki verið nógu mikið í kringum liðið í vetur til að átta mig almennilega á því hvað sé að. Þó svo liðið sé í smá krísu núna þá er þetta ekkert sem við höfum áhyggjur af. Við vitum alveg hvað býr í liðinu,“ segir þjálfarinn en einhverjir hafi bent á að það vanti Keflavíkurandann í liðið. Það sé að hluta til af því að hreinræktaðir Keflvíkingar sér ekki lengur í lykilhlutverkum hjá liðinu. „Það eru örugglega einhverjir sem finnst það en þetta er staðan sem við erum í núna. Við erum með þessa leikmenn. Við erum ánægðir með þá og þetta eru góðir leikmenn. Við munum finna rétta taktinn. Það er alveg klárt. Leikmennirnir eru staðráðnir í því að bæta sig og komast aftur á sigurbraut. Ég persónulega hef engar áhyggjur af því að það gerist ekki.“Ekkert stress Þjálfarinn sigursæli segir að það sé ekki verið að grípa til neinna sérstakra ráðstafana til þess að koma liðinu í gang á nýjan leik. Það er ekki búið að hringja í neinn sálfræðing. „Það er bara verið á fullu á hverri æfingu og reynt að verða betri. Menn vita að við getum orðið betri og ágætt að hafa það bak við eyrað er það gengur illa. Andinn er mjög góður og menn eru alls ekki að missa sig í neinu stressi yfir þessu,“ segir Sigurður, en hvernig tilfinning var það fyrir sigursælan Keflvíking að sjá Keflavík í fallsæti í desember? „Hún var sérstök. Af því að ég veit að við munum snúa þessu við þá er ég rólegur yfir þessu.“
Dominos-deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira