Körfubolti

Körfuboltakvöld: Caird fór erfiðu leiðina og sótti stigin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christopher Caird skoraði 36 stig þegar Tindastóll bar sigurorð af Grindavík, 80-87, í Domino's deild karla í körfubolta á fimmtudagskvöldið. Þetta var fimmti sigur Tindastóls í röð.

Caird átti frábæran leik; hitti úr 12 af 19 skotum sínum utan af velli og kláraði öll átta vítin sín.

„Ég var ánægður með hann. Í byrjun gekk ekkert hjá Stólunum og hann hefur oft byrjað á því að bomba niður þristum. En í byrjun fór hann á körfuna. Hann fann sig þannig og svo komu skotin eftir það. Þá var enginn að fara að stoppa hann,“ sagði Hermann Hauksson í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudaginn.

„Hann sótti stigin í upphafi. Sem er skotmaður vill maður oftast koma sér í gang með því að taka nokkur skot í byrjun. En hann sótti stigin, fór erfiðu leiðina og uppskar,“ bætti Kristinn Friðriksson við.

Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar er einnig rætt um Antonio Hester, sem hefur komið frábærlega inn í lið Tindastóls.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×