"Ég ætla að gleðja þig óheyrilega mikið“ Baldur Björnsson skrifar 13. desember 2016 07:00 Ef einhver hefur efasemdir um einbeittan brotavilja Byko og Húsasmiðjunnar í samráðsmálinu, þá þarf ekki annað en lesa dóm Hæstaréttar. Átta starfsmenn fyrirtækjanna voru dæmdir í fangelsi fyrir ólöglegt samráð gegn hagsmunum viðskiptavina þeirra og alls almennings. Dómurinn byggir að mestu á símahlerunum lögreglu og þar eru ummælin birt orð fyrir orð. Höfundur mafíubókar gæti varla fundið upp á sumu því sem fór á milli starfsmanna fyrirtækjanna.Látið nú stjórann vita af þessu Í einu símtalinu tilkynnir starfsmaður Húsasmiðjunnar samstarfsmanni sínum að hann ætli að gleðja hann „óheyrilega mikið“ vegna góðs árangurs af samráðinu. „Byko var að hækka verð á grófvörunum.“ Viðbrögð viðmælandans: „Til hamingju… Látið þið nú stjórann vita af þessu. Honum líður þá betur.“Hættum þessari verðsamkeppni Í símtali um samkeppni í tilboðum til viðskiptavina segir starfsmaður Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar: „… þetta er komið bara í algjört bull ... þetta eru orðin hjaðningavíg ef þetta heldur svona áfram. Ég skal bara segja þér… ég mun núna, í allri tilboðsgerð, frá og með bara sko morgundeginum ... þá mun ég ýta öllu upp. Öllu.“ Starfsmaður Húsasmiðjunnar svarar: „... við erum að blæða báðir tveir. Við erum bara að drepa hvern annan.“ Starfsmaður Byko: „Ég ætla að hækka allt um 2% lágmark … og svo aftur 2% eftir 2-3 vikur ... og ég vona að þið merkið þetta“. Starfsmaður Húsasmiðjunnar svaraði: „Já, ég skal ... sjá til þess að við fylgjum þessu eftir.“ Seinna í sama símtali segir starfsmaður Húsasmiðjunnar: „Þetta grófvörutilboðskjaftæði er bara … Við erum að fara inn í há seasonið okkar ... þar sem við þurfum að fá tekjurnar okkar og við megum ekki missa þetta frá okkur núna. Auðvitað munum við slást en við eigum að slást bara á eðlilegum nótum.“ Starfsmaður Byko: „En við þurfum að hækka levelið þar sem við erum að slást.“Betra að hann hringi á morgun Úr símtali milli tveggja starfsmanna Húsasmiðjunnar: „Þú ættir að fá hann [hjá Byko] til þess að hringja á morgun. Þú getur þá sagt honum að við séum í verðhækkunum og það er eiginlega ekkert að marka það sem þú segir honum í dag en ...gætir sagt honum það bara á morgun.“Umfangsmikil og gróf brot Starfsmenn þessara tveggja fyrirtækja töluðu saman vikulega til að bera saman verðlista yfir mest seldu vörurnar og sammælast um að stilla samkeppni í hóf. Hæstiréttur er þungorður um þessi brot. Í dómnum segir að þau hafi staðið lengi yfir og verið umfangsmikil og gróf. Í dómi Hæstaréttar segir: „Sökum þess að Byko og Húsasmiðjan voru nánast einráð á markaðnum á ákærutímabilinu teljast brotin, sem framin voru í þeim tilgangi að styrkja markaðsstöðu fyrirtækjanna tveggja, enn alvarlegri en ella hefði verið. Vegna stærðar fyrirtækjanna og fjölda vörutegunda, sem verðsamráðið náði til, var með því ekki einasta brotið gegn mikilvægum hagsmunum viðskiptavina þeirra, heldur alls almennings.“Fúskað úti á túni Í Héraðsdómi Reykjaness voru hinir ákærðu sýknaðir af nánast öllu nema einu smáatriði. Eftirfarandi setning úr héraðsdómnum sýnir hversu langt dómararnir voru úti á túni: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni en ekki verðsamráð.“ En ekki aðeins sneri Hæstiréttur héraðsdómnum við, heldur setti ofan í við dómarana fyrir fúsk við skýrslugerð fyrir dómi með því að leyfa sakborningum að hlusta á vitnisburð hver annars. Annar áfellisdómur Hæstaréttar yfir héraðsdómurunum kemur svo fram þar sem segir berum orðum að niðurstaða héraðsdóms sé reist á rangri skýringu á ákvæðum samkeppnislaga.https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=3db316d5-9d3f-4477-93f1-02987bec8ecc Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Ef einhver hefur efasemdir um einbeittan brotavilja Byko og Húsasmiðjunnar í samráðsmálinu, þá þarf ekki annað en lesa dóm Hæstaréttar. Átta starfsmenn fyrirtækjanna voru dæmdir í fangelsi fyrir ólöglegt samráð gegn hagsmunum viðskiptavina þeirra og alls almennings. Dómurinn byggir að mestu á símahlerunum lögreglu og þar eru ummælin birt orð fyrir orð. Höfundur mafíubókar gæti varla fundið upp á sumu því sem fór á milli starfsmanna fyrirtækjanna.Látið nú stjórann vita af þessu Í einu símtalinu tilkynnir starfsmaður Húsasmiðjunnar samstarfsmanni sínum að hann ætli að gleðja hann „óheyrilega mikið“ vegna góðs árangurs af samráðinu. „Byko var að hækka verð á grófvörunum.“ Viðbrögð viðmælandans: „Til hamingju… Látið þið nú stjórann vita af þessu. Honum líður þá betur.“Hættum þessari verðsamkeppni Í símtali um samkeppni í tilboðum til viðskiptavina segir starfsmaður Byko við starfsmann Húsasmiðjunnar: „… þetta er komið bara í algjört bull ... þetta eru orðin hjaðningavíg ef þetta heldur svona áfram. Ég skal bara segja þér… ég mun núna, í allri tilboðsgerð, frá og með bara sko morgundeginum ... þá mun ég ýta öllu upp. Öllu.“ Starfsmaður Húsasmiðjunnar svarar: „... við erum að blæða báðir tveir. Við erum bara að drepa hvern annan.“ Starfsmaður Byko: „Ég ætla að hækka allt um 2% lágmark … og svo aftur 2% eftir 2-3 vikur ... og ég vona að þið merkið þetta“. Starfsmaður Húsasmiðjunnar svaraði: „Já, ég skal ... sjá til þess að við fylgjum þessu eftir.“ Seinna í sama símtali segir starfsmaður Húsasmiðjunnar: „Þetta grófvörutilboðskjaftæði er bara … Við erum að fara inn í há seasonið okkar ... þar sem við þurfum að fá tekjurnar okkar og við megum ekki missa þetta frá okkur núna. Auðvitað munum við slást en við eigum að slást bara á eðlilegum nótum.“ Starfsmaður Byko: „En við þurfum að hækka levelið þar sem við erum að slást.“Betra að hann hringi á morgun Úr símtali milli tveggja starfsmanna Húsasmiðjunnar: „Þú ættir að fá hann [hjá Byko] til þess að hringja á morgun. Þú getur þá sagt honum að við séum í verðhækkunum og það er eiginlega ekkert að marka það sem þú segir honum í dag en ...gætir sagt honum það bara á morgun.“Umfangsmikil og gróf brot Starfsmenn þessara tveggja fyrirtækja töluðu saman vikulega til að bera saman verðlista yfir mest seldu vörurnar og sammælast um að stilla samkeppni í hóf. Hæstiréttur er þungorður um þessi brot. Í dómnum segir að þau hafi staðið lengi yfir og verið umfangsmikil og gróf. Í dómi Hæstaréttar segir: „Sökum þess að Byko og Húsasmiðjan voru nánast einráð á markaðnum á ákærutímabilinu teljast brotin, sem framin voru í þeim tilgangi að styrkja markaðsstöðu fyrirtækjanna tveggja, enn alvarlegri en ella hefði verið. Vegna stærðar fyrirtækjanna og fjölda vörutegunda, sem verðsamráðið náði til, var með því ekki einasta brotið gegn mikilvægum hagsmunum viðskiptavina þeirra, heldur alls almennings.“Fúskað úti á túni Í Héraðsdómi Reykjaness voru hinir ákærðu sýknaðir af nánast öllu nema einu smáatriði. Eftirfarandi setning úr héraðsdómnum sýnir hversu langt dómararnir voru úti á túni: „Benda öll þessi skilaboð til þess að hið gagnstæða hafi verið, mikil og hörð samkeppni en ekki verðsamráð.“ En ekki aðeins sneri Hæstiréttur héraðsdómnum við, heldur setti ofan í við dómarana fyrir fúsk við skýrslugerð fyrir dómi með því að leyfa sakborningum að hlusta á vitnisburð hver annars. Annar áfellisdómur Hæstaréttar yfir héraðsdómurunum kemur svo fram þar sem segir berum orðum að niðurstaða héraðsdóms sé reist á rangri skýringu á ákvæðum samkeppnislaga.https://www.haestirettur.is/domar/domur/?id=3db316d5-9d3f-4477-93f1-02987bec8ecc Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun