Útblástur og offita Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 13. desember 2016 07:00 Enn eru til þeir sem afneita því að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum og vilja helst hætta öllum aðgerðum sem stuðla að minni útblæstri kolefnis. Þetta er þægileg afstaða enda er alltaf auðveldast að gera ekki neitt. Það er samt mikið hugrekki fólgið í því að treysta á að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannlegt eðli að gera. Ég t.d. trúi því ekki að það muni kvikna í húsinu mínu en sannfæring mín nær þó ekki lengra en svo að ég brunatryggi húsið upp í topp og eyði stórfé í reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki. Loftslagsmál eru ekki svo flókin þegar þau eru skoðuð í samhengi við offitu. Gróðurhúsaáhrif eru, sem betur fer staðreynd, enda myndi meðalhiti á jörðinni vera -18°C ef þeirra nyti ekki við. Kolefni í lofthjúpnum virkar sem einangrun þannig að hluti af hitageislum frá jörðu endurkastast til baka og gerir loftslagið bærilegra. Matur er kolefni og við mannfólkið borðum kolefni til að brenna í frumum okkar þannig að hitinn í okkur verði bærilegur eða 37°C. Kolefnið er því mikilvægt í hitastjórnun jarðar sem og mannslíkamans. Kolefnið sem við brennum í bílum, skipum og orkuverum fer upp í lofthjúpinn og eykur einangrunina. Á sama hátt verður kolefnið sem við brennum ekki í líkamanum að fitu. Meira kolefni í lofthjúpi myndar meiri einangrun og meiri einangrun veldur minna hitatapi og því hærra hitastigi. Meira af kolefni í líkama okkar veldur meiri fitu og þar með meiri einangrun. Mælingar sýna að styrkur kolefnis eykst hratt í lofthjúpi og hefur aldrei verið meiri. Mælingar sýna einnig að offita eykst á Vesturlöndum og hefur aldrei verið meiri. Við brennum kolefni í formi olíu, kola og gass, í mörg hundruð sinnum meira magni en binst í gróðri. Allt of margir innbyrða miklu meira af kolefni í formi fæðu en þeir brenna með hreyfingu. Þess vegna eykst einangrun í lofthjúpi og utan á mannfólki. Spurningin er því, þurfum við að bregðast við eða er offita kannski ekki af mannavöldum? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Enn eru til þeir sem afneita því að loftlagsbreytingar séu af mannavöldum og vilja helst hætta öllum aðgerðum sem stuðla að minni útblæstri kolefnis. Þetta er þægileg afstaða enda er alltaf auðveldast að gera ekki neitt. Það er samt mikið hugrekki fólgið í því að treysta á að loftslagsbreytingar hafi ekkert með mannlegt eðli að gera. Ég t.d. trúi því ekki að það muni kvikna í húsinu mínu en sannfæring mín nær þó ekki lengra en svo að ég brunatryggi húsið upp í topp og eyði stórfé í reykskynjara, eldvarnateppi og slökkvitæki. Loftslagsmál eru ekki svo flókin þegar þau eru skoðuð í samhengi við offitu. Gróðurhúsaáhrif eru, sem betur fer staðreynd, enda myndi meðalhiti á jörðinni vera -18°C ef þeirra nyti ekki við. Kolefni í lofthjúpnum virkar sem einangrun þannig að hluti af hitageislum frá jörðu endurkastast til baka og gerir loftslagið bærilegra. Matur er kolefni og við mannfólkið borðum kolefni til að brenna í frumum okkar þannig að hitinn í okkur verði bærilegur eða 37°C. Kolefnið er því mikilvægt í hitastjórnun jarðar sem og mannslíkamans. Kolefnið sem við brennum í bílum, skipum og orkuverum fer upp í lofthjúpinn og eykur einangrunina. Á sama hátt verður kolefnið sem við brennum ekki í líkamanum að fitu. Meira kolefni í lofthjúpi myndar meiri einangrun og meiri einangrun veldur minna hitatapi og því hærra hitastigi. Meira af kolefni í líkama okkar veldur meiri fitu og þar með meiri einangrun. Mælingar sýna að styrkur kolefnis eykst hratt í lofthjúpi og hefur aldrei verið meiri. Mælingar sýna einnig að offita eykst á Vesturlöndum og hefur aldrei verið meiri. Við brennum kolefni í formi olíu, kola og gass, í mörg hundruð sinnum meira magni en binst í gróðri. Allt of margir innbyrða miklu meira af kolefni í formi fæðu en þeir brenna með hreyfingu. Þess vegna eykst einangrun í lofthjúpi og utan á mannfólki. Spurningin er því, þurfum við að bregðast við eða er offita kannski ekki af mannavöldum? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar