Dauðafæri klúðrað! Gunnar Ólafsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Á vef velferðarráðuneytisins hefur verið lögð til kynningar og umsagnar ný reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna að lög hafa verið samþykkt um þak á kostnað vegna heilbrigðisþjónustu sem nýja reglugerðin byggir á. Tilgangur reglugerðarinnar er að takmarka kostnað notenda heilbrigðisþjónustu við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili. Með nýrri reglugerð munu greiðslukerfin í heilbrigðisþjónustu verða færri, þau einfölduð og fyrirsjáanleiki og gegnsæi aukið. Aftur á móti verða áfram í gildi nokkur greiðsluþátttökukerfi, eitt kerfi fyrir almenna heilbrigðisþjónustu, annað kerfi fyrir lyf, þriðja kerfi fyrir þjálfun, fjórða kerfið fyrir tannlækningar og fleiri kerfi fyrir flóknari þætti heilbrigðisþjónustu (eins og tæknifrjóvganir og lýtalækningar). Það má hrósa heilbrigðisyfirvöldum fyrir að setja hámarksþak á heilbrigðiskostnað. Það eru þó nokkur atriði sem vert er að staldra við og endurskoða í drögum að reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Í fyrsta lagi verður að gagnrýna hið nýja kerfi fyrir það hversu há mörkin á hámarkskostnaði verða. Í tillögu ráðherra er gert ráð fyrir að hámarkskostnaður einstaklinga á 12 mánaða tímabili geti verið á bilinu 49.200-69.700 kr. og fer eftir því hve mikið notandi notar þjónustuna sex mánuðum fyrir nýtt greiðslutímabil. Gert er ráð fyrir að hámarkskostnaður aldraðra, öryrkja og barna verði 46.467 kr. á ári. Þetta er of hátt, sérstaklega m.v. lífeyrisgreiðslur og þá staðreynd að flestir aldraðir og öryrkjar eru einnig með háan lyfjakostnað, bæði hámarkslyfjakostnað (41.000 kr.) sem og annan kostnað sem greiðsluþátttaka ríksins nær ekki til (verkja-, svefn- og sýklalyf). Í öðru lagi ber að gagnrýna tillögur að nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu fyrir hve flókið það kerfi er og að það mismunar fólki eftir því hve mikið það notar kerfið. Það er ólíkt því sem gerist í greiðslukerfi lyfja sem er einfaldara kerfi og mismunar ekki fólki eftir því hve mikið það kaupir af lyfjum. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu er óþarflega flókið og ógegnsætt ólíkt greiðsluþátttökukerfi lyfja, sem er einfalt og allir skilja. Langflestir sem munu greiða hámarkskostnað vegna umræddrar heilbrigðisþjónustu greiða einnig hámarkskostnað vegna lyfja (62 þúsund á ári) og því getur hámarkskostnaður einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu (sem ríkið greiðir fyrir) og vegna lyfja orðið á bilinu 111 til 131 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Með þessu kerfi er kostnaðarþátttaka sjúklinga á Íslandi miklu hærri en á hinum Norðurlöndunum. Í Svíþjóð er hámarksþak á kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 13.500 ISK) á 12 mánaða tímabili og fólk greiðir að hámarki 2.200 SEK (um 27.000 ISK) fyrir lyf á 12 mánaða tímabil. Alls greiða Svíar almennt að hámarki um 3.300 SEK (um 40.000 ISK) á 12 mánaða tímabili fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf eða um 1/3 af því sem ráðherra boðar. Í Noregi er hægt að velja um tvö greiðslukerfi, eiginkostnaðarkerfi 1 (NOK 2.185 eða um 29.000 ISK) og eiginkostnaðarkerfi 2 (NOK 2.670 eða um 35.000 ISK). Í báðum kerfum er þak á kostnaði (mishátt) en eiginkostnaðarkerfi 2 tekur til fleiri þátta í heilbrigðisþjónustu en kerfi 1. Bæði kerfin taka til komugjalda, lækniskostnaðar, röntgen, rannsókna auk lyfja.Lækka verður hámarksþakið Að mínu mati er boðuð reglugerð um greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu skref í rétta átt. Aftur á móti eru heilbrigðisyfirvöld að klúðra dauðafæri með því að hafa boðað hámark fyrir greiðslu á 12 mánaða tímabili alltof hátt. Til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um að sjúklingar búi við svipaðar aðstæður og í nágrannalöndum okkar þarf að lækka þakið. Það er lag til að lækka hámarksþakið og ég vona að heilbrigðisyfirvöld sýni meiri metnað í málinu en þau gera. Það hefur komið fram að boðaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu eru ófjármagnaðar og geti kostað á bilinu 1,3-1,8 milljarða. Ég tel að með því að bæta við 700 milljónum ættum við að geta náð því að hafa kostnaðarþak vegna heilbrigðiskostnaðar og lyfja undir 100 þúsund krónum á 12 mánaða tímabili. Ég endurtek því orð sem ég skrifaði á sínum tíma um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu: Þegar hámarksgreiðslur eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga í stað þess að stærri hluta heilbrigðiskostnaðar sé dreift á alla skattgreiðendur eins og gert er annars staðar á Norðurlöndum. Því vil ég hvetja heilbrigðisráðherra til að standa í lappirnar og berjast fyrir lægri hámarksþökum á greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og að hið opinbera greiði stærri hlut gegnum skattkerfið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Á vef velferðarráðuneytisins hefur verið lögð til kynningar og umsagnar ný reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna að lög hafa verið samþykkt um þak á kostnað vegna heilbrigðisþjónustu sem nýja reglugerðin byggir á. Tilgangur reglugerðarinnar er að takmarka kostnað notenda heilbrigðisþjónustu við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili. Með nýrri reglugerð munu greiðslukerfin í heilbrigðisþjónustu verða færri, þau einfölduð og fyrirsjáanleiki og gegnsæi aukið. Aftur á móti verða áfram í gildi nokkur greiðsluþátttökukerfi, eitt kerfi fyrir almenna heilbrigðisþjónustu, annað kerfi fyrir lyf, þriðja kerfi fyrir þjálfun, fjórða kerfið fyrir tannlækningar og fleiri kerfi fyrir flóknari þætti heilbrigðisþjónustu (eins og tæknifrjóvganir og lýtalækningar). Það má hrósa heilbrigðisyfirvöldum fyrir að setja hámarksþak á heilbrigðiskostnað. Það eru þó nokkur atriði sem vert er að staldra við og endurskoða í drögum að reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Í fyrsta lagi verður að gagnrýna hið nýja kerfi fyrir það hversu há mörkin á hámarkskostnaði verða. Í tillögu ráðherra er gert ráð fyrir að hámarkskostnaður einstaklinga á 12 mánaða tímabili geti verið á bilinu 49.200-69.700 kr. og fer eftir því hve mikið notandi notar þjónustuna sex mánuðum fyrir nýtt greiðslutímabil. Gert er ráð fyrir að hámarkskostnaður aldraðra, öryrkja og barna verði 46.467 kr. á ári. Þetta er of hátt, sérstaklega m.v. lífeyrisgreiðslur og þá staðreynd að flestir aldraðir og öryrkjar eru einnig með háan lyfjakostnað, bæði hámarkslyfjakostnað (41.000 kr.) sem og annan kostnað sem greiðsluþátttaka ríksins nær ekki til (verkja-, svefn- og sýklalyf). Í öðru lagi ber að gagnrýna tillögur að nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu fyrir hve flókið það kerfi er og að það mismunar fólki eftir því hve mikið það notar kerfið. Það er ólíkt því sem gerist í greiðslukerfi lyfja sem er einfaldara kerfi og mismunar ekki fólki eftir því hve mikið það kaupir af lyfjum. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu er óþarflega flókið og ógegnsætt ólíkt greiðsluþátttökukerfi lyfja, sem er einfalt og allir skilja. Langflestir sem munu greiða hámarkskostnað vegna umræddrar heilbrigðisþjónustu greiða einnig hámarkskostnað vegna lyfja (62 þúsund á ári) og því getur hámarkskostnaður einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu (sem ríkið greiðir fyrir) og vegna lyfja orðið á bilinu 111 til 131 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Með þessu kerfi er kostnaðarþátttaka sjúklinga á Íslandi miklu hærri en á hinum Norðurlöndunum. Í Svíþjóð er hámarksþak á kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 13.500 ISK) á 12 mánaða tímabili og fólk greiðir að hámarki 2.200 SEK (um 27.000 ISK) fyrir lyf á 12 mánaða tímabil. Alls greiða Svíar almennt að hámarki um 3.300 SEK (um 40.000 ISK) á 12 mánaða tímabili fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf eða um 1/3 af því sem ráðherra boðar. Í Noregi er hægt að velja um tvö greiðslukerfi, eiginkostnaðarkerfi 1 (NOK 2.185 eða um 29.000 ISK) og eiginkostnaðarkerfi 2 (NOK 2.670 eða um 35.000 ISK). Í báðum kerfum er þak á kostnaði (mishátt) en eiginkostnaðarkerfi 2 tekur til fleiri þátta í heilbrigðisþjónustu en kerfi 1. Bæði kerfin taka til komugjalda, lækniskostnaðar, röntgen, rannsókna auk lyfja.Lækka verður hámarksþakið Að mínu mati er boðuð reglugerð um greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu skref í rétta átt. Aftur á móti eru heilbrigðisyfirvöld að klúðra dauðafæri með því að hafa boðað hámark fyrir greiðslu á 12 mánaða tímabili alltof hátt. Til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um að sjúklingar búi við svipaðar aðstæður og í nágrannalöndum okkar þarf að lækka þakið. Það er lag til að lækka hámarksþakið og ég vona að heilbrigðisyfirvöld sýni meiri metnað í málinu en þau gera. Það hefur komið fram að boðaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu eru ófjármagnaðar og geti kostað á bilinu 1,3-1,8 milljarða. Ég tel að með því að bæta við 700 milljónum ættum við að geta náð því að hafa kostnaðarþak vegna heilbrigðiskostnaðar og lyfja undir 100 þúsund krónum á 12 mánaða tímabili. Ég endurtek því orð sem ég skrifaði á sínum tíma um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu: Þegar hámarksgreiðslur eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga í stað þess að stærri hluta heilbrigðiskostnaðar sé dreift á alla skattgreiðendur eins og gert er annars staðar á Norðurlöndum. Því vil ég hvetja heilbrigðisráðherra til að standa í lappirnar og berjast fyrir lægri hámarksþökum á greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og að hið opinbera greiði stærri hlut gegnum skattkerfið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun