Dauðafæri klúðrað! Gunnar Ólafsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Á vef velferðarráðuneytisins hefur verið lögð til kynningar og umsagnar ný reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna að lög hafa verið samþykkt um þak á kostnað vegna heilbrigðisþjónustu sem nýja reglugerðin byggir á. Tilgangur reglugerðarinnar er að takmarka kostnað notenda heilbrigðisþjónustu við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili. Með nýrri reglugerð munu greiðslukerfin í heilbrigðisþjónustu verða færri, þau einfölduð og fyrirsjáanleiki og gegnsæi aukið. Aftur á móti verða áfram í gildi nokkur greiðsluþátttökukerfi, eitt kerfi fyrir almenna heilbrigðisþjónustu, annað kerfi fyrir lyf, þriðja kerfi fyrir þjálfun, fjórða kerfið fyrir tannlækningar og fleiri kerfi fyrir flóknari þætti heilbrigðisþjónustu (eins og tæknifrjóvganir og lýtalækningar). Það má hrósa heilbrigðisyfirvöldum fyrir að setja hámarksþak á heilbrigðiskostnað. Það eru þó nokkur atriði sem vert er að staldra við og endurskoða í drögum að reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Í fyrsta lagi verður að gagnrýna hið nýja kerfi fyrir það hversu há mörkin á hámarkskostnaði verða. Í tillögu ráðherra er gert ráð fyrir að hámarkskostnaður einstaklinga á 12 mánaða tímabili geti verið á bilinu 49.200-69.700 kr. og fer eftir því hve mikið notandi notar þjónustuna sex mánuðum fyrir nýtt greiðslutímabil. Gert er ráð fyrir að hámarkskostnaður aldraðra, öryrkja og barna verði 46.467 kr. á ári. Þetta er of hátt, sérstaklega m.v. lífeyrisgreiðslur og þá staðreynd að flestir aldraðir og öryrkjar eru einnig með háan lyfjakostnað, bæði hámarkslyfjakostnað (41.000 kr.) sem og annan kostnað sem greiðsluþátttaka ríksins nær ekki til (verkja-, svefn- og sýklalyf). Í öðru lagi ber að gagnrýna tillögur að nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu fyrir hve flókið það kerfi er og að það mismunar fólki eftir því hve mikið það notar kerfið. Það er ólíkt því sem gerist í greiðslukerfi lyfja sem er einfaldara kerfi og mismunar ekki fólki eftir því hve mikið það kaupir af lyfjum. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu er óþarflega flókið og ógegnsætt ólíkt greiðsluþátttökukerfi lyfja, sem er einfalt og allir skilja. Langflestir sem munu greiða hámarkskostnað vegna umræddrar heilbrigðisþjónustu greiða einnig hámarkskostnað vegna lyfja (62 þúsund á ári) og því getur hámarkskostnaður einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu (sem ríkið greiðir fyrir) og vegna lyfja orðið á bilinu 111 til 131 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Með þessu kerfi er kostnaðarþátttaka sjúklinga á Íslandi miklu hærri en á hinum Norðurlöndunum. Í Svíþjóð er hámarksþak á kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 13.500 ISK) á 12 mánaða tímabili og fólk greiðir að hámarki 2.200 SEK (um 27.000 ISK) fyrir lyf á 12 mánaða tímabil. Alls greiða Svíar almennt að hámarki um 3.300 SEK (um 40.000 ISK) á 12 mánaða tímabili fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf eða um 1/3 af því sem ráðherra boðar. Í Noregi er hægt að velja um tvö greiðslukerfi, eiginkostnaðarkerfi 1 (NOK 2.185 eða um 29.000 ISK) og eiginkostnaðarkerfi 2 (NOK 2.670 eða um 35.000 ISK). Í báðum kerfum er þak á kostnaði (mishátt) en eiginkostnaðarkerfi 2 tekur til fleiri þátta í heilbrigðisþjónustu en kerfi 1. Bæði kerfin taka til komugjalda, lækniskostnaðar, röntgen, rannsókna auk lyfja.Lækka verður hámarksþakið Að mínu mati er boðuð reglugerð um greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu skref í rétta átt. Aftur á móti eru heilbrigðisyfirvöld að klúðra dauðafæri með því að hafa boðað hámark fyrir greiðslu á 12 mánaða tímabili alltof hátt. Til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um að sjúklingar búi við svipaðar aðstæður og í nágrannalöndum okkar þarf að lækka þakið. Það er lag til að lækka hámarksþakið og ég vona að heilbrigðisyfirvöld sýni meiri metnað í málinu en þau gera. Það hefur komið fram að boðaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu eru ófjármagnaðar og geti kostað á bilinu 1,3-1,8 milljarða. Ég tel að með því að bæta við 700 milljónum ættum við að geta náð því að hafa kostnaðarþak vegna heilbrigðiskostnaðar og lyfja undir 100 þúsund krónum á 12 mánaða tímabili. Ég endurtek því orð sem ég skrifaði á sínum tíma um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu: Þegar hámarksgreiðslur eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga í stað þess að stærri hluta heilbrigðiskostnaðar sé dreift á alla skattgreiðendur eins og gert er annars staðar á Norðurlöndum. Því vil ég hvetja heilbrigðisráðherra til að standa í lappirnar og berjast fyrir lægri hámarksþökum á greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og að hið opinbera greiði stærri hlut gegnum skattkerfið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á vef velferðarráðuneytisins hefur verið lögð til kynningar og umsagnar ný reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna að lög hafa verið samþykkt um þak á kostnað vegna heilbrigðisþjónustu sem nýja reglugerðin byggir á. Tilgangur reglugerðarinnar er að takmarka kostnað notenda heilbrigðisþjónustu við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili. Með nýrri reglugerð munu greiðslukerfin í heilbrigðisþjónustu verða færri, þau einfölduð og fyrirsjáanleiki og gegnsæi aukið. Aftur á móti verða áfram í gildi nokkur greiðsluþátttökukerfi, eitt kerfi fyrir almenna heilbrigðisþjónustu, annað kerfi fyrir lyf, þriðja kerfi fyrir þjálfun, fjórða kerfið fyrir tannlækningar og fleiri kerfi fyrir flóknari þætti heilbrigðisþjónustu (eins og tæknifrjóvganir og lýtalækningar). Það má hrósa heilbrigðisyfirvöldum fyrir að setja hámarksþak á heilbrigðiskostnað. Það eru þó nokkur atriði sem vert er að staldra við og endurskoða í drögum að reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Í fyrsta lagi verður að gagnrýna hið nýja kerfi fyrir það hversu há mörkin á hámarkskostnaði verða. Í tillögu ráðherra er gert ráð fyrir að hámarkskostnaður einstaklinga á 12 mánaða tímabili geti verið á bilinu 49.200-69.700 kr. og fer eftir því hve mikið notandi notar þjónustuna sex mánuðum fyrir nýtt greiðslutímabil. Gert er ráð fyrir að hámarkskostnaður aldraðra, öryrkja og barna verði 46.467 kr. á ári. Þetta er of hátt, sérstaklega m.v. lífeyrisgreiðslur og þá staðreynd að flestir aldraðir og öryrkjar eru einnig með háan lyfjakostnað, bæði hámarkslyfjakostnað (41.000 kr.) sem og annan kostnað sem greiðsluþátttaka ríksins nær ekki til (verkja-, svefn- og sýklalyf). Í öðru lagi ber að gagnrýna tillögur að nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu fyrir hve flókið það kerfi er og að það mismunar fólki eftir því hve mikið það notar kerfið. Það er ólíkt því sem gerist í greiðslukerfi lyfja sem er einfaldara kerfi og mismunar ekki fólki eftir því hve mikið það kaupir af lyfjum. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu er óþarflega flókið og ógegnsætt ólíkt greiðsluþátttökukerfi lyfja, sem er einfalt og allir skilja. Langflestir sem munu greiða hámarkskostnað vegna umræddrar heilbrigðisþjónustu greiða einnig hámarkskostnað vegna lyfja (62 þúsund á ári) og því getur hámarkskostnaður einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu (sem ríkið greiðir fyrir) og vegna lyfja orðið á bilinu 111 til 131 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Með þessu kerfi er kostnaðarþátttaka sjúklinga á Íslandi miklu hærri en á hinum Norðurlöndunum. Í Svíþjóð er hámarksþak á kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 13.500 ISK) á 12 mánaða tímabili og fólk greiðir að hámarki 2.200 SEK (um 27.000 ISK) fyrir lyf á 12 mánaða tímabil. Alls greiða Svíar almennt að hámarki um 3.300 SEK (um 40.000 ISK) á 12 mánaða tímabili fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf eða um 1/3 af því sem ráðherra boðar. Í Noregi er hægt að velja um tvö greiðslukerfi, eiginkostnaðarkerfi 1 (NOK 2.185 eða um 29.000 ISK) og eiginkostnaðarkerfi 2 (NOK 2.670 eða um 35.000 ISK). Í báðum kerfum er þak á kostnaði (mishátt) en eiginkostnaðarkerfi 2 tekur til fleiri þátta í heilbrigðisþjónustu en kerfi 1. Bæði kerfin taka til komugjalda, lækniskostnaðar, röntgen, rannsókna auk lyfja.Lækka verður hámarksþakið Að mínu mati er boðuð reglugerð um greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu skref í rétta átt. Aftur á móti eru heilbrigðisyfirvöld að klúðra dauðafæri með því að hafa boðað hámark fyrir greiðslu á 12 mánaða tímabili alltof hátt. Til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um að sjúklingar búi við svipaðar aðstæður og í nágrannalöndum okkar þarf að lækka þakið. Það er lag til að lækka hámarksþakið og ég vona að heilbrigðisyfirvöld sýni meiri metnað í málinu en þau gera. Það hefur komið fram að boðaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu eru ófjármagnaðar og geti kostað á bilinu 1,3-1,8 milljarða. Ég tel að með því að bæta við 700 milljónum ættum við að geta náð því að hafa kostnaðarþak vegna heilbrigðiskostnaðar og lyfja undir 100 þúsund krónum á 12 mánaða tímabili. Ég endurtek því orð sem ég skrifaði á sínum tíma um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu: Þegar hámarksgreiðslur eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga í stað þess að stærri hluta heilbrigðiskostnaðar sé dreift á alla skattgreiðendur eins og gert er annars staðar á Norðurlöndum. Því vil ég hvetja heilbrigðisráðherra til að standa í lappirnar og berjast fyrir lægri hámarksþökum á greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og að hið opinbera greiði stærri hlut gegnum skattkerfið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar