Dauðafæri klúðrað! Gunnar Ólafsson skrifar 15. desember 2016 07:00 Á vef velferðarráðuneytisins hefur verið lögð til kynningar og umsagnar ný reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna að lög hafa verið samþykkt um þak á kostnað vegna heilbrigðisþjónustu sem nýja reglugerðin byggir á. Tilgangur reglugerðarinnar er að takmarka kostnað notenda heilbrigðisþjónustu við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili. Með nýrri reglugerð munu greiðslukerfin í heilbrigðisþjónustu verða færri, þau einfölduð og fyrirsjáanleiki og gegnsæi aukið. Aftur á móti verða áfram í gildi nokkur greiðsluþátttökukerfi, eitt kerfi fyrir almenna heilbrigðisþjónustu, annað kerfi fyrir lyf, þriðja kerfi fyrir þjálfun, fjórða kerfið fyrir tannlækningar og fleiri kerfi fyrir flóknari þætti heilbrigðisþjónustu (eins og tæknifrjóvganir og lýtalækningar). Það má hrósa heilbrigðisyfirvöldum fyrir að setja hámarksþak á heilbrigðiskostnað. Það eru þó nokkur atriði sem vert er að staldra við og endurskoða í drögum að reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Í fyrsta lagi verður að gagnrýna hið nýja kerfi fyrir það hversu há mörkin á hámarkskostnaði verða. Í tillögu ráðherra er gert ráð fyrir að hámarkskostnaður einstaklinga á 12 mánaða tímabili geti verið á bilinu 49.200-69.700 kr. og fer eftir því hve mikið notandi notar þjónustuna sex mánuðum fyrir nýtt greiðslutímabil. Gert er ráð fyrir að hámarkskostnaður aldraðra, öryrkja og barna verði 46.467 kr. á ári. Þetta er of hátt, sérstaklega m.v. lífeyrisgreiðslur og þá staðreynd að flestir aldraðir og öryrkjar eru einnig með háan lyfjakostnað, bæði hámarkslyfjakostnað (41.000 kr.) sem og annan kostnað sem greiðsluþátttaka ríksins nær ekki til (verkja-, svefn- og sýklalyf). Í öðru lagi ber að gagnrýna tillögur að nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu fyrir hve flókið það kerfi er og að það mismunar fólki eftir því hve mikið það notar kerfið. Það er ólíkt því sem gerist í greiðslukerfi lyfja sem er einfaldara kerfi og mismunar ekki fólki eftir því hve mikið það kaupir af lyfjum. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu er óþarflega flókið og ógegnsætt ólíkt greiðsluþátttökukerfi lyfja, sem er einfalt og allir skilja. Langflestir sem munu greiða hámarkskostnað vegna umræddrar heilbrigðisþjónustu greiða einnig hámarkskostnað vegna lyfja (62 þúsund á ári) og því getur hámarkskostnaður einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu (sem ríkið greiðir fyrir) og vegna lyfja orðið á bilinu 111 til 131 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Með þessu kerfi er kostnaðarþátttaka sjúklinga á Íslandi miklu hærri en á hinum Norðurlöndunum. Í Svíþjóð er hámarksþak á kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 13.500 ISK) á 12 mánaða tímabili og fólk greiðir að hámarki 2.200 SEK (um 27.000 ISK) fyrir lyf á 12 mánaða tímabil. Alls greiða Svíar almennt að hámarki um 3.300 SEK (um 40.000 ISK) á 12 mánaða tímabili fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf eða um 1/3 af því sem ráðherra boðar. Í Noregi er hægt að velja um tvö greiðslukerfi, eiginkostnaðarkerfi 1 (NOK 2.185 eða um 29.000 ISK) og eiginkostnaðarkerfi 2 (NOK 2.670 eða um 35.000 ISK). Í báðum kerfum er þak á kostnaði (mishátt) en eiginkostnaðarkerfi 2 tekur til fleiri þátta í heilbrigðisþjónustu en kerfi 1. Bæði kerfin taka til komugjalda, lækniskostnaðar, röntgen, rannsókna auk lyfja.Lækka verður hámarksþakið Að mínu mati er boðuð reglugerð um greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu skref í rétta átt. Aftur á móti eru heilbrigðisyfirvöld að klúðra dauðafæri með því að hafa boðað hámark fyrir greiðslu á 12 mánaða tímabili alltof hátt. Til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um að sjúklingar búi við svipaðar aðstæður og í nágrannalöndum okkar þarf að lækka þakið. Það er lag til að lækka hámarksþakið og ég vona að heilbrigðisyfirvöld sýni meiri metnað í málinu en þau gera. Það hefur komið fram að boðaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu eru ófjármagnaðar og geti kostað á bilinu 1,3-1,8 milljarða. Ég tel að með því að bæta við 700 milljónum ættum við að geta náð því að hafa kostnaðarþak vegna heilbrigðiskostnaðar og lyfja undir 100 þúsund krónum á 12 mánaða tímabili. Ég endurtek því orð sem ég skrifaði á sínum tíma um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu: Þegar hámarksgreiðslur eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga í stað þess að stærri hluta heilbrigðiskostnaðar sé dreift á alla skattgreiðendur eins og gert er annars staðar á Norðurlöndum. Því vil ég hvetja heilbrigðisráðherra til að standa í lappirnar og berjast fyrir lægri hámarksþökum á greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og að hið opinbera greiði stærri hlut gegnum skattkerfið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á vef velferðarráðuneytisins hefur verið lögð til kynningar og umsagnar ný reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Því ber að fagna að lög hafa verið samþykkt um þak á kostnað vegna heilbrigðisþjónustu sem nýja reglugerðin byggir á. Tilgangur reglugerðarinnar er að takmarka kostnað notenda heilbrigðisþjónustu við ákveðið hámarksþak á 12 mánaða tímabili. Með nýrri reglugerð munu greiðslukerfin í heilbrigðisþjónustu verða færri, þau einfölduð og fyrirsjáanleiki og gegnsæi aukið. Aftur á móti verða áfram í gildi nokkur greiðsluþátttökukerfi, eitt kerfi fyrir almenna heilbrigðisþjónustu, annað kerfi fyrir lyf, þriðja kerfi fyrir þjálfun, fjórða kerfið fyrir tannlækningar og fleiri kerfi fyrir flóknari þætti heilbrigðisþjónustu (eins og tæknifrjóvganir og lýtalækningar). Það má hrósa heilbrigðisyfirvöldum fyrir að setja hámarksþak á heilbrigðiskostnað. Það eru þó nokkur atriði sem vert er að staldra við og endurskoða í drögum að reglugerð um greiðsluþátttöku fyrir heilbrigðisþjónustu. Í fyrsta lagi verður að gagnrýna hið nýja kerfi fyrir það hversu há mörkin á hámarkskostnaði verða. Í tillögu ráðherra er gert ráð fyrir að hámarkskostnaður einstaklinga á 12 mánaða tímabili geti verið á bilinu 49.200-69.700 kr. og fer eftir því hve mikið notandi notar þjónustuna sex mánuðum fyrir nýtt greiðslutímabil. Gert er ráð fyrir að hámarkskostnaður aldraðra, öryrkja og barna verði 46.467 kr. á ári. Þetta er of hátt, sérstaklega m.v. lífeyrisgreiðslur og þá staðreynd að flestir aldraðir og öryrkjar eru einnig með háan lyfjakostnað, bæði hámarkslyfjakostnað (41.000 kr.) sem og annan kostnað sem greiðsluþátttaka ríksins nær ekki til (verkja-, svefn- og sýklalyf). Í öðru lagi ber að gagnrýna tillögur að nýju greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu fyrir hve flókið það kerfi er og að það mismunar fólki eftir því hve mikið það notar kerfið. Það er ólíkt því sem gerist í greiðslukerfi lyfja sem er einfaldara kerfi og mismunar ekki fólki eftir því hve mikið það kaupir af lyfjum. Hið nýja greiðsluþátttökukerfi fyrir heilbrigðisþjónustu er óþarflega flókið og ógegnsætt ólíkt greiðsluþátttökukerfi lyfja, sem er einfalt og allir skilja. Langflestir sem munu greiða hámarkskostnað vegna umræddrar heilbrigðisþjónustu greiða einnig hámarkskostnað vegna lyfja (62 þúsund á ári) og því getur hámarkskostnaður einstaklinga vegna heilbrigðisþjónustu (sem ríkið greiðir fyrir) og vegna lyfja orðið á bilinu 111 til 131 þúsund krónur á 12 mánaða tímabili. Með þessu kerfi er kostnaðarþátttaka sjúklinga á Íslandi miklu hærri en á hinum Norðurlöndunum. Í Svíþjóð er hámarksþak á kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu um 1.100 SEK (um 13.500 ISK) á 12 mánaða tímabili og fólk greiðir að hámarki 2.200 SEK (um 27.000 ISK) fyrir lyf á 12 mánaða tímabil. Alls greiða Svíar almennt að hámarki um 3.300 SEK (um 40.000 ISK) á 12 mánaða tímabili fyrir heilbrigðisþjónustu og lyf eða um 1/3 af því sem ráðherra boðar. Í Noregi er hægt að velja um tvö greiðslukerfi, eiginkostnaðarkerfi 1 (NOK 2.185 eða um 29.000 ISK) og eiginkostnaðarkerfi 2 (NOK 2.670 eða um 35.000 ISK). Í báðum kerfum er þak á kostnaði (mishátt) en eiginkostnaðarkerfi 2 tekur til fleiri þátta í heilbrigðisþjónustu en kerfi 1. Bæði kerfin taka til komugjalda, lækniskostnaðar, röntgen, rannsókna auk lyfja.Lækka verður hámarksþakið Að mínu mati er boðuð reglugerð um greiðsluþátttökukerfi í heilbrigðisþjónustu skref í rétta átt. Aftur á móti eru heilbrigðisyfirvöld að klúðra dauðafæri með því að hafa boðað hámark fyrir greiðslu á 12 mánaða tímabili alltof hátt. Til að ná markmiðum ríkisstjórnarinnar um að sjúklingar búi við svipaðar aðstæður og í nágrannalöndum okkar þarf að lækka þakið. Það er lag til að lækka hámarksþakið og ég vona að heilbrigðisyfirvöld sýni meiri metnað í málinu en þau gera. Það hefur komið fram að boðaðar breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu eru ófjármagnaðar og geti kostað á bilinu 1,3-1,8 milljarða. Ég tel að með því að bæta við 700 milljónum ættum við að geta náð því að hafa kostnaðarþak vegna heilbrigðiskostnaðar og lyfja undir 100 þúsund krónum á 12 mánaða tímabili. Ég endurtek því orð sem ég skrifaði á sínum tíma um greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu: Þegar hámarksgreiðslur eru orðnar þetta háar er ósanngjarnt að deila kostnaðinum á sjúklinga í stað þess að stærri hluta heilbrigðiskostnaðar sé dreift á alla skattgreiðendur eins og gert er annars staðar á Norðurlöndum. Því vil ég hvetja heilbrigðisráðherra til að standa í lappirnar og berjast fyrir lægri hámarksþökum á greiðslur vegna heilbrigðisþjónustu og að hið opinbera greiði stærri hlut gegnum skattkerfið. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar