Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta Eiríkur Örn Arnarson og Jón Sigurður Karlsson og Jónas G. Halldórsson skrifa 16. desember 2016 07:00 Á undanförnum árum og áratugum hafa Sálfræðingafélag Íslands og Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði (FSKS) bent ítrekað á mikilvægi þess að auðvelda almenningi að leita sálfræðiþjónustu. Niðurgreiða eigi sálfræðiþjónustu á sama hátt og ýmsa aðra heilbrigðisþjónustu. Samkeppnisstofnun hefur tvívegis tekið málið til skoðunar, fellt úrskurð og beint þeim tilmælum til stjórnvalda að samið verði við sérfræðinga í klínískri sálfræði á svipaðan hátt og samið hefur verið við geðlækna og aðra sérfræðinga í læknastétt. Einhverra hluta vegna hafa stjórnvöld ekki farið eftir þessu áliti Samkeppnisstofnunar. Það vekur furðu, þar sem sýnt hefur verið fram á að sérhæfð sálfræðiþjónusta, greining, meðferð og íhlutun dregur á ýmsan hátt úr kostnaði heilbrigðisþjónustu, m.a. með færri innlögnum á sjúkrahús, færri einstaklingum á örorku, auknu vinnuframlagi, minni lyfjanotkun og betri líkamlegri og andlegri heilsu. Þær krónur sem fara í að greiða niður sálfræðiþjónustu við almenning skila sér aftur til ríkisins og meira en það. Aðferðir sálfræðilegrar greiningar og meðferðar eru vel skilgreindar og árangur þeirra hefur verið staðfestur með rannsóknum. Samkvæmt bestu starfsreglum í heilbrigðisþjónustu er sálfræðileg meðferð fyrsta val við íhlutun, t.d. þegar um er að ræða kvíða, depurð, þunglyndi eða svefnleysi. Gott aðgengi að slíkri þjónustu eru sjálfsögð mannréttindi. Stuðningur við niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu er vaxandi. Í aðdraganda kosninga voru allir stjórnmálaflokkar sammála um að bæta þyrfti aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu. Áður höfðu verkalýðsfélög lýst sömu skoðun.Þolir ekki bið Hagsmunasamtök hafa einnig knúið á á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna að nú stendur yfir undirskriftasöfnun ADHD samtakanna, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, Einhverfusamtakanna, Einstakra barna, Landssamtakanna Þroskahjálp, Sjónarhóls – ráðgjafarmiðstöðvar, Tourette-samtakanna á Íslandi og Umhyggju – félags langveikra barna, þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Tengill undirskriftarsöfnunarinnar er https://www.adhd.is/is/um-adhd/frettir/undirskriftasofnun-salfraedithjonusta-er-lika-heilbrigdisthjonusta Sálfræðiþjónusta stofnana, þ.m.t. sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum, er afar mikilvæg, en fjarri fer að hún nái til allra þeirra sem leita sálfræðiþjónustu. Niðurgreidd sérhæfð sálfræðiþjónusta á stofum sálfræðinga er mikilvæg fyrir almenning, þjóðhagslega hagkvæm og þolir ekki bið. FSKS leitar samstarfs um þróun þessara mála. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum og áratugum hafa Sálfræðingafélag Íslands og Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði (FSKS) bent ítrekað á mikilvægi þess að auðvelda almenningi að leita sálfræðiþjónustu. Niðurgreiða eigi sálfræðiþjónustu á sama hátt og ýmsa aðra heilbrigðisþjónustu. Samkeppnisstofnun hefur tvívegis tekið málið til skoðunar, fellt úrskurð og beint þeim tilmælum til stjórnvalda að samið verði við sérfræðinga í klínískri sálfræði á svipaðan hátt og samið hefur verið við geðlækna og aðra sérfræðinga í læknastétt. Einhverra hluta vegna hafa stjórnvöld ekki farið eftir þessu áliti Samkeppnisstofnunar. Það vekur furðu, þar sem sýnt hefur verið fram á að sérhæfð sálfræðiþjónusta, greining, meðferð og íhlutun dregur á ýmsan hátt úr kostnaði heilbrigðisþjónustu, m.a. með færri innlögnum á sjúkrahús, færri einstaklingum á örorku, auknu vinnuframlagi, minni lyfjanotkun og betri líkamlegri og andlegri heilsu. Þær krónur sem fara í að greiða niður sálfræðiþjónustu við almenning skila sér aftur til ríkisins og meira en það. Aðferðir sálfræðilegrar greiningar og meðferðar eru vel skilgreindar og árangur þeirra hefur verið staðfestur með rannsóknum. Samkvæmt bestu starfsreglum í heilbrigðisþjónustu er sálfræðileg meðferð fyrsta val við íhlutun, t.d. þegar um er að ræða kvíða, depurð, þunglyndi eða svefnleysi. Gott aðgengi að slíkri þjónustu eru sjálfsögð mannréttindi. Stuðningur við niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu er vaxandi. Í aðdraganda kosninga voru allir stjórnmálaflokkar sammála um að bæta þyrfti aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu. Áður höfðu verkalýðsfélög lýst sömu skoðun.Þolir ekki bið Hagsmunasamtök hafa einnig knúið á á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna að nú stendur yfir undirskriftasöfnun ADHD samtakanna, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, Einhverfusamtakanna, Einstakra barna, Landssamtakanna Þroskahjálp, Sjónarhóls – ráðgjafarmiðstöðvar, Tourette-samtakanna á Íslandi og Umhyggju – félags langveikra barna, þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Tengill undirskriftarsöfnunarinnar er https://www.adhd.is/is/um-adhd/frettir/undirskriftasofnun-salfraedithjonusta-er-lika-heilbrigdisthjonusta Sálfræðiþjónusta stofnana, þ.m.t. sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum, er afar mikilvæg, en fjarri fer að hún nái til allra þeirra sem leita sálfræðiþjónustu. Niðurgreidd sérhæfð sálfræðiþjónusta á stofum sálfræðinga er mikilvæg fyrir almenning, þjóðhagslega hagkvæm og þolir ekki bið. FSKS leitar samstarfs um þróun þessara mála. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar