Sálfræðiþjónusta er heilbrigðisþjónusta Eiríkur Örn Arnarson og Jón Sigurður Karlsson og Jónas G. Halldórsson skrifa 16. desember 2016 07:00 Á undanförnum árum og áratugum hafa Sálfræðingafélag Íslands og Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði (FSKS) bent ítrekað á mikilvægi þess að auðvelda almenningi að leita sálfræðiþjónustu. Niðurgreiða eigi sálfræðiþjónustu á sama hátt og ýmsa aðra heilbrigðisþjónustu. Samkeppnisstofnun hefur tvívegis tekið málið til skoðunar, fellt úrskurð og beint þeim tilmælum til stjórnvalda að samið verði við sérfræðinga í klínískri sálfræði á svipaðan hátt og samið hefur verið við geðlækna og aðra sérfræðinga í læknastétt. Einhverra hluta vegna hafa stjórnvöld ekki farið eftir þessu áliti Samkeppnisstofnunar. Það vekur furðu, þar sem sýnt hefur verið fram á að sérhæfð sálfræðiþjónusta, greining, meðferð og íhlutun dregur á ýmsan hátt úr kostnaði heilbrigðisþjónustu, m.a. með færri innlögnum á sjúkrahús, færri einstaklingum á örorku, auknu vinnuframlagi, minni lyfjanotkun og betri líkamlegri og andlegri heilsu. Þær krónur sem fara í að greiða niður sálfræðiþjónustu við almenning skila sér aftur til ríkisins og meira en það. Aðferðir sálfræðilegrar greiningar og meðferðar eru vel skilgreindar og árangur þeirra hefur verið staðfestur með rannsóknum. Samkvæmt bestu starfsreglum í heilbrigðisþjónustu er sálfræðileg meðferð fyrsta val við íhlutun, t.d. þegar um er að ræða kvíða, depurð, þunglyndi eða svefnleysi. Gott aðgengi að slíkri þjónustu eru sjálfsögð mannréttindi. Stuðningur við niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu er vaxandi. Í aðdraganda kosninga voru allir stjórnmálaflokkar sammála um að bæta þyrfti aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu. Áður höfðu verkalýðsfélög lýst sömu skoðun.Þolir ekki bið Hagsmunasamtök hafa einnig knúið á á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna að nú stendur yfir undirskriftasöfnun ADHD samtakanna, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, Einhverfusamtakanna, Einstakra barna, Landssamtakanna Þroskahjálp, Sjónarhóls – ráðgjafarmiðstöðvar, Tourette-samtakanna á Íslandi og Umhyggju – félags langveikra barna, þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Tengill undirskriftarsöfnunarinnar er https://www.adhd.is/is/um-adhd/frettir/undirskriftasofnun-salfraedithjonusta-er-lika-heilbrigdisthjonusta Sálfræðiþjónusta stofnana, þ.m.t. sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum, er afar mikilvæg, en fjarri fer að hún nái til allra þeirra sem leita sálfræðiþjónustu. Niðurgreidd sérhæfð sálfræðiþjónusta á stofum sálfræðinga er mikilvæg fyrir almenning, þjóðhagslega hagkvæm og þolir ekki bið. FSKS leitar samstarfs um þróun þessara mála. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum og áratugum hafa Sálfræðingafélag Íslands og Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði (FSKS) bent ítrekað á mikilvægi þess að auðvelda almenningi að leita sálfræðiþjónustu. Niðurgreiða eigi sálfræðiþjónustu á sama hátt og ýmsa aðra heilbrigðisþjónustu. Samkeppnisstofnun hefur tvívegis tekið málið til skoðunar, fellt úrskurð og beint þeim tilmælum til stjórnvalda að samið verði við sérfræðinga í klínískri sálfræði á svipaðan hátt og samið hefur verið við geðlækna og aðra sérfræðinga í læknastétt. Einhverra hluta vegna hafa stjórnvöld ekki farið eftir þessu áliti Samkeppnisstofnunar. Það vekur furðu, þar sem sýnt hefur verið fram á að sérhæfð sálfræðiþjónusta, greining, meðferð og íhlutun dregur á ýmsan hátt úr kostnaði heilbrigðisþjónustu, m.a. með færri innlögnum á sjúkrahús, færri einstaklingum á örorku, auknu vinnuframlagi, minni lyfjanotkun og betri líkamlegri og andlegri heilsu. Þær krónur sem fara í að greiða niður sálfræðiþjónustu við almenning skila sér aftur til ríkisins og meira en það. Aðferðir sálfræðilegrar greiningar og meðferðar eru vel skilgreindar og árangur þeirra hefur verið staðfestur með rannsóknum. Samkvæmt bestu starfsreglum í heilbrigðisþjónustu er sálfræðileg meðferð fyrsta val við íhlutun, t.d. þegar um er að ræða kvíða, depurð, þunglyndi eða svefnleysi. Gott aðgengi að slíkri þjónustu eru sjálfsögð mannréttindi. Stuðningur við niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu er vaxandi. Í aðdraganda kosninga voru allir stjórnmálaflokkar sammála um að bæta þyrfti aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu. Áður höfðu verkalýðsfélög lýst sömu skoðun.Þolir ekki bið Hagsmunasamtök hafa einnig knúið á á undanförnum árum. Sem dæmi má nefna að nú stendur yfir undirskriftasöfnun ADHD samtakanna, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, Einhverfusamtakanna, Einstakra barna, Landssamtakanna Þroskahjálp, Sjónarhóls – ráðgjafarmiðstöðvar, Tourette-samtakanna á Íslandi og Umhyggju – félags langveikra barna, þar sem stjórnvöld eru hvött til að fella sálfræðiþjónustu undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga Íslands. Tengill undirskriftarsöfnunarinnar er https://www.adhd.is/is/um-adhd/frettir/undirskriftasofnun-salfraedithjonusta-er-lika-heilbrigdisthjonusta Sálfræðiþjónusta stofnana, þ.m.t. sálfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum, er afar mikilvæg, en fjarri fer að hún nái til allra þeirra sem leita sálfræðiþjónustu. Niðurgreidd sérhæfð sálfræðiþjónusta á stofum sálfræðinga er mikilvæg fyrir almenning, þjóðhagslega hagkvæm og þolir ekki bið. FSKS leitar samstarfs um þróun þessara mála. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar