Opin fjármál Reykjavíkurborgar Halldór Auðar Svansson skrifar 16. desember 2016 07:00 Opnað hefur verið nýtt svæði á vefsíðu Reykjavíkurborgar, Opin fjármál Reykjavíkurborgar. Þar má nú sjá ítarlega myndræna framsetningu á útgjöldum og tekjum borgarinnar, fyrstu níu mánuði þessa árs og árin 2014 og 2015. Þessi framsetning er í grunninn svipuð þeirri sem viðhöfð hefur verið í kringum útgáfu fjárhagsáætlana – en er enn þá gagnvirkari og ítarlegri. Ekki einungis er hægt að grafa sig niður í skipulag borgarinnar allt niður á einstaka starfsstöðvar og skoða samsetningu mismunandi útgjalda- og tekjuliða á borð við launakostnað og útsvarstekjur, heldur er líka hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig og sjá nákvæmlega til hverra útgjöldin renna, sumsé hverja borgin skiptir við og fyrir hversu háar upphæðir. Það er fullkomlega eðlileg krafa að opinberir aðilar nýti upplýsingatæknina með þessum hætti til að opna á aðhald almennings gagnvart rekstri sem er fjármagnaður með opinberum gjöldum. Enda hefur Reykjavíkurborg sett sér mjög metnaðarfull markmið í þessum efnum, með nýrri upplýsingastefnu sem samþykkt var af öllum borgarfulltrúum sumarið 2015, en þar segir meðal annars að „Reykjavíkurborg skal vera leiðandi í nýjungum í upplýsingamiðlun og upplýsingaframboði. Borgin nýti nýja tækni á markvissan hátt við að gera upplýsingar borgarinnar aðgengilegar.“ Starfsfólk borgarinnar hefur unnið ötullega samkvæmt þessari stefnu og í því felst meðal annars innleiðing á öflugum hugbúnaði, Qlik Sense, sem býður upp á mikla möguleika í birtingu gagna. Vefsvæðið Opin fjármál Reykjavíkurborgar eins og það lítur út núna er stórt skref en það er einungis fyrsta skrefið í átt að því að nýta möguleikana. Nýjungar og viðbætur verða síðan innleiddar í öruggum skrefum. Lokamarkmiðið er fullt gagnsæi útgjalda og tekna alveg niður á einstaka reikningsfærslur, mánuð eftir mánuð. Einnig að þessi gögn séu gefin út sem hrágögn sem aðrir aðilar geta tekið og birt með sínum hætti, svonefnd opin gögn, en upplýsingastefnan setur líka metnaðarfull markmið um útgáfu þeirra. Að öðru leyti eru möguleikarnir á birtingu upplýsinga í raun endalausir, ekki bara fjárhagsupplýsinga heldur einnig ýmiss konar annarra upplýsinga og talnaefnis um starfsemi borgarinnar. Kostirnir við slíkt gagnsæi eru fjölmargir og áhrifin víðtæk. Aðhald almennings og upplýstari umræða leiða til betri og lýðræðislegri ákvarðanatöku og skilvirkari stjórnunar – því betur sjá augu en auga. Við höfum í raun bara séð byrjunina og það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Sjá meira
Opnað hefur verið nýtt svæði á vefsíðu Reykjavíkurborgar, Opin fjármál Reykjavíkurborgar. Þar má nú sjá ítarlega myndræna framsetningu á útgjöldum og tekjum borgarinnar, fyrstu níu mánuði þessa árs og árin 2014 og 2015. Þessi framsetning er í grunninn svipuð þeirri sem viðhöfð hefur verið í kringum útgáfu fjárhagsáætlana – en er enn þá gagnvirkari og ítarlegri. Ekki einungis er hægt að grafa sig niður í skipulag borgarinnar allt niður á einstaka starfsstöðvar og skoða samsetningu mismunandi útgjalda- og tekjuliða á borð við launakostnað og útsvarstekjur, heldur er líka hægt að skoða hvern ársfjórðung fyrir sig og sjá nákvæmlega til hverra útgjöldin renna, sumsé hverja borgin skiptir við og fyrir hversu háar upphæðir. Það er fullkomlega eðlileg krafa að opinberir aðilar nýti upplýsingatæknina með þessum hætti til að opna á aðhald almennings gagnvart rekstri sem er fjármagnaður með opinberum gjöldum. Enda hefur Reykjavíkurborg sett sér mjög metnaðarfull markmið í þessum efnum, með nýrri upplýsingastefnu sem samþykkt var af öllum borgarfulltrúum sumarið 2015, en þar segir meðal annars að „Reykjavíkurborg skal vera leiðandi í nýjungum í upplýsingamiðlun og upplýsingaframboði. Borgin nýti nýja tækni á markvissan hátt við að gera upplýsingar borgarinnar aðgengilegar.“ Starfsfólk borgarinnar hefur unnið ötullega samkvæmt þessari stefnu og í því felst meðal annars innleiðing á öflugum hugbúnaði, Qlik Sense, sem býður upp á mikla möguleika í birtingu gagna. Vefsvæðið Opin fjármál Reykjavíkurborgar eins og það lítur út núna er stórt skref en það er einungis fyrsta skrefið í átt að því að nýta möguleikana. Nýjungar og viðbætur verða síðan innleiddar í öruggum skrefum. Lokamarkmiðið er fullt gagnsæi útgjalda og tekna alveg niður á einstaka reikningsfærslur, mánuð eftir mánuð. Einnig að þessi gögn séu gefin út sem hrágögn sem aðrir aðilar geta tekið og birt með sínum hætti, svonefnd opin gögn, en upplýsingastefnan setur líka metnaðarfull markmið um útgáfu þeirra. Að öðru leyti eru möguleikarnir á birtingu upplýsinga í raun endalausir, ekki bara fjárhagsupplýsinga heldur einnig ýmiss konar annarra upplýsinga og talnaefnis um starfsemi borgarinnar. Kostirnir við slíkt gagnsæi eru fjölmargir og áhrifin víðtæk. Aðhald almennings og upplýstari umræða leiða til betri og lýðræðislegri ákvarðanatöku og skilvirkari stjórnunar – því betur sjá augu en auga. Við höfum í raun bara séð byrjunina og það verður svo sannarlega spennandi að fylgjast með framhaldinu. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar