Lífvísindi í þágu þekkingar og framfara Þórarinn Guðjónsson skrifar 16. desember 2016 07:00 Lífvísindasetur Háskóla Íslands (HÍ) er fimm ára um þessar mundir. Lífvísindasetrið hefur heimilisfesti við Læknadeild HÍ en hefur efnt til samstarfs við aðrar stofnanir á Íslandi sem stunda rannsóknir á sviði lífvísinda, þar með talið aðrar deildir HÍ, Landspítala, Háskólann í Reykjavík, Keldur, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Krabbameinsfélag Íslands.Hlutverk Lífvísindaseturs Ísland er fámennt land og því þarf oft samtakamátt fólks til að hrinda hlutum í framkvæmd. Tilurð Lífvísindaseturs má rekja til áralangrar umræðu um að lífvísindi á Íslandi hafi verið tvístruð og að rannsóknahópar séu of smáir. Við rannsóknir í þessum fræðum er þörf á dýrum tækjakosti og öflugum mannafla ef vísindin eiga að vera samkeppnishæf við það sem gerist best erlendis. Frá árinu 2007 var byrjað að þróa hugmyndir um aukna samvinnu þvert á rannsóknahópa og þvert á stofnanir. Markmiðið var að byggja upp kjarnaeiningar þar sem vísindamenn sameinuðust um að byggja upp tækjakost og aðferðir sem nýttust sem flestum. Þessar hugmyndir leiddu til þess að Lífvísindasetur HÍ var formlega stofnað 30. nóvember 2011. Í dag eru yfir 60 dósentar, prófessorar og aðrir vísindamenn með tengingu við Lífvísindasetrið og vel á annað hundrað meistara- og doktorsnema auk ört vaxandi hóps nýdoktora. Þeir rannsóknahópar sem koma að Lífvísindasetri HÍ stunda ólíkar rannsóknir á sviði lífvísinda en nýta sameiginlegan tækjakost og sömu aðferðir.Afrakstur Lífvísindaseturs Á þessum fimm árum síðan Lífvísindasetrið var stofnað hafa rannsóknir á þessu sviði eflst til muna. Styrkjasókn hefur aukist og uppbygging innviða hefur leitt til aukins samstarfs milli vísindahópa, betri tækjanýtingar og aukinnar hagræðingar í rekstri. Rektor HÍ og forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ hafa stutt dyggilega við uppbyggingu Lífvísindaseturs með fjármagni sem byggir undir rekstur kjarnaeininga sem hafa það einkum að markmiði að innleiða nýjungar í aðferðafræði lífvísinda. Þótt innviðir séu ekki allir komnir á það stig að vera samanburðarhæfir við það besta sem gerist á Norðurlöndum, má þó segja að vegna samtakamáttarins eru margar af þeim rannsóknum sem hafa verið unnar við Lífvísindasetrið og aðildarstofnanir þess fyllilega sambærilegar við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Árlega birta vísindamenn Lífvísindaseturs HÍ um 100 ritrýndar vísindagreinar í erlendum ritrýndum tímaritum, auk þess sem fjöldi nemenda, bæði í meistara – og doktorsnámi útskrifast árlega. Lífvísindasetrið heldur úti heimasíðu sem hefur dregið að sér athygli erlendra vísindamanna og nemenda enda hefur fjöldi erlendra nemenda stóraukist á liðnum árum auk þess sem nýdoktorar sækja í auknum mæli til setursins. Öndvegisfyrirlestraröð Lífvísindaseturs HÍ, þar sem helstu sérfræðingum heims í lífvísindum er boðið koma og flytja erindi um rannsóknir sínar, hefur tekist afar vel og orðið uppspretta að auknu tengslaneti vísindamanna Lífvísindaseturs HÍ við öfluga erlenda rannsóknaháskóla og stofnanir. Með litlu fjármagni en öflugu samstarfi hefur Lífvísindasetrinu því tekist að efla starfsemi sína. Það breytir þó ekki því að innviðina þarf að efla enn frekar og verður það verkefni komandi ára.Framtíðin Lífvísindasetur HÍ mun halda áfram að byggja á þeirri hugmyndafræði að aukin samvinna þvert á rannsóknahópa og þvert á stofnanir sé lykilþáttur í að auka þekkingar- og verðmætasköpun í lífvísindum. Aukin samvinna er forsenda þess að hægt sé að fjármagna kaup á dýrum tækjabúnaði og á þann hátt auka samkeppnishæfni Lífvísindaseturs HÍ í alþjóðlegum samanburði. Lífvísindasetrið hefur einnig opnað aðstöðu sína fyrir sprotafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum sem þurfa aðgengi að sérhæfðum tækjabúnaði og aðstöðu. Gegn því að greiða hóflegt aðstöðugjald auðveldar þetta fyrirtækjum að ýta úr vör metnaðarfullum verkefnum og fá til þess hjálp frá sérfræðingum sem sjá um rekstur kjarnaeininga Lífvísindaseturs HÍ. Nýlega hóf Lífvísindasetrið samstarf við Vísindagarða HÍ en markmið Vísindagarða er að efla samstarf háskólaumhverfis og fyrirtækja í þekkingariðnaði og á þann hátt að búa til suðupunkt þekkingar- og nýsköpunar.Lokaorð Lífvísindasetur HÍ hefur slitið barnsskónum og næstu fimm ár verða mikilvæg og spennandi þar sem sú umgjörð sem er að skapast gefur vísindamönnum setursins mikið sóknarfæri til að gera gott betra undir merkjum samvinnu, hagræðingar og betri vísinda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Lífvísindasetur Háskóla Íslands (HÍ) er fimm ára um þessar mundir. Lífvísindasetrið hefur heimilisfesti við Læknadeild HÍ en hefur efnt til samstarfs við aðrar stofnanir á Íslandi sem stunda rannsóknir á sviði lífvísinda, þar með talið aðrar deildir HÍ, Landspítala, Háskólann í Reykjavík, Keldur, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólann á Akureyri, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Krabbameinsfélag Íslands.Hlutverk Lífvísindaseturs Ísland er fámennt land og því þarf oft samtakamátt fólks til að hrinda hlutum í framkvæmd. Tilurð Lífvísindaseturs má rekja til áralangrar umræðu um að lífvísindi á Íslandi hafi verið tvístruð og að rannsóknahópar séu of smáir. Við rannsóknir í þessum fræðum er þörf á dýrum tækjakosti og öflugum mannafla ef vísindin eiga að vera samkeppnishæf við það sem gerist best erlendis. Frá árinu 2007 var byrjað að þróa hugmyndir um aukna samvinnu þvert á rannsóknahópa og þvert á stofnanir. Markmiðið var að byggja upp kjarnaeiningar þar sem vísindamenn sameinuðust um að byggja upp tækjakost og aðferðir sem nýttust sem flestum. Þessar hugmyndir leiddu til þess að Lífvísindasetur HÍ var formlega stofnað 30. nóvember 2011. Í dag eru yfir 60 dósentar, prófessorar og aðrir vísindamenn með tengingu við Lífvísindasetrið og vel á annað hundrað meistara- og doktorsnema auk ört vaxandi hóps nýdoktora. Þeir rannsóknahópar sem koma að Lífvísindasetri HÍ stunda ólíkar rannsóknir á sviði lífvísinda en nýta sameiginlegan tækjakost og sömu aðferðir.Afrakstur Lífvísindaseturs Á þessum fimm árum síðan Lífvísindasetrið var stofnað hafa rannsóknir á þessu sviði eflst til muna. Styrkjasókn hefur aukist og uppbygging innviða hefur leitt til aukins samstarfs milli vísindahópa, betri tækjanýtingar og aukinnar hagræðingar í rekstri. Rektor HÍ og forseti heilbrigðisvísindasviðs HÍ hafa stutt dyggilega við uppbyggingu Lífvísindaseturs með fjármagni sem byggir undir rekstur kjarnaeininga sem hafa það einkum að markmiði að innleiða nýjungar í aðferðafræði lífvísinda. Þótt innviðir séu ekki allir komnir á það stig að vera samanburðarhæfir við það besta sem gerist á Norðurlöndum, má þó segja að vegna samtakamáttarins eru margar af þeim rannsóknum sem hafa verið unnar við Lífvísindasetrið og aðildarstofnanir þess fyllilega sambærilegar við það sem best gerist í nágrannalöndunum. Árlega birta vísindamenn Lífvísindaseturs HÍ um 100 ritrýndar vísindagreinar í erlendum ritrýndum tímaritum, auk þess sem fjöldi nemenda, bæði í meistara – og doktorsnámi útskrifast árlega. Lífvísindasetrið heldur úti heimasíðu sem hefur dregið að sér athygli erlendra vísindamanna og nemenda enda hefur fjöldi erlendra nemenda stóraukist á liðnum árum auk þess sem nýdoktorar sækja í auknum mæli til setursins. Öndvegisfyrirlestraröð Lífvísindaseturs HÍ, þar sem helstu sérfræðingum heims í lífvísindum er boðið koma og flytja erindi um rannsóknir sínar, hefur tekist afar vel og orðið uppspretta að auknu tengslaneti vísindamanna Lífvísindaseturs HÍ við öfluga erlenda rannsóknaháskóla og stofnanir. Með litlu fjármagni en öflugu samstarfi hefur Lífvísindasetrinu því tekist að efla starfsemi sína. Það breytir þó ekki því að innviðina þarf að efla enn frekar og verður það verkefni komandi ára.Framtíðin Lífvísindasetur HÍ mun halda áfram að byggja á þeirri hugmyndafræði að aukin samvinna þvert á rannsóknahópa og þvert á stofnanir sé lykilþáttur í að auka þekkingar- og verðmætasköpun í lífvísindum. Aukin samvinna er forsenda þess að hægt sé að fjármagna kaup á dýrum tækjabúnaði og á þann hátt auka samkeppnishæfni Lífvísindaseturs HÍ í alþjóðlegum samanburði. Lífvísindasetrið hefur einnig opnað aðstöðu sína fyrir sprotafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum sem þurfa aðgengi að sérhæfðum tækjabúnaði og aðstöðu. Gegn því að greiða hóflegt aðstöðugjald auðveldar þetta fyrirtækjum að ýta úr vör metnaðarfullum verkefnum og fá til þess hjálp frá sérfræðingum sem sjá um rekstur kjarnaeininga Lífvísindaseturs HÍ. Nýlega hóf Lífvísindasetrið samstarf við Vísindagarða HÍ en markmið Vísindagarða er að efla samstarf háskólaumhverfis og fyrirtækja í þekkingariðnaði og á þann hátt að búa til suðupunkt þekkingar- og nýsköpunar.Lokaorð Lífvísindasetur HÍ hefur slitið barnsskónum og næstu fimm ár verða mikilvæg og spennandi þar sem sú umgjörð sem er að skapast gefur vísindamönnum setursins mikið sóknarfæri til að gera gott betra undir merkjum samvinnu, hagræðingar og betri vísinda. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun