Eva Laufey kveikti í pönnunni og Gummi Ben skar sig illa Stefán Árni Pálsson skrifar 16. desember 2016 12:30 Ísskápastríð er nýr og skemmtilegur matreiðsluþáttur í umsjón Evu Laufeyjar og Gumma Ben sem jafnframt gegna hlutverki liðsstjóra. Þátturinn hóf göngu sína á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum og hefur hann slegið í gegn. Í þættinum í vikunni voru keppendur Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Laufey var Gunnari í liði og Gummi Ben fékk þann heiður að vera með Felix Bergssyni í liði. Keppnin var þrískipt og þurftu liðin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Neðst í fréttinni má sjá hvernig til tókst með aðalréttinn en tvö nokkuð spaugilegt atvik áttu sér stað í þættinum. Annarsvegar náði Gummi Ben að skera sig það illa að kalla þurfti dómarana fram til að gera að sárum hans og hinsvegar náði stjörnukokkurinn Eva Laufey að kveikja í pönnunni sinni. Hér að ofan má sjá þessa veislu. Eva Laufey Ísskápastríð Matur Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið
Ísskápastríð er nýr og skemmtilegur matreiðsluþáttur í umsjón Evu Laufeyjar og Gumma Ben sem jafnframt gegna hlutverki liðsstjóra. Þátturinn hóf göngu sína á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum og hefur hann slegið í gegn. Í þættinum í vikunni voru keppendur Gunnar Helgason og Felix Bergsson. Eva Laufey var Gunnari í liði og Gummi Ben fékk þann heiður að vera með Felix Bergssyni í liði. Keppnin var þrískipt og þurftu liðin að útbúa forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Neðst í fréttinni má sjá hvernig til tókst með aðalréttinn en tvö nokkuð spaugilegt atvik áttu sér stað í þættinum. Annarsvegar náði Gummi Ben að skera sig það illa að kalla þurfti dómarana fram til að gera að sárum hans og hinsvegar náði stjörnukokkurinn Eva Laufey að kveikja í pönnunni sinni. Hér að ofan má sjá þessa veislu.
Eva Laufey Ísskápastríð Matur Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Lífið Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið