Skakka törnin og Pisa Ívar Halldórsson skrifar 19. desember 2016 11:57 Við erum búin að áorka heilmiklu þessa vikuna. Okkur tókst næstum að eyðileggja jólin fyrir kristnum hælisleitanda og dæma hann þar með til dauða í einhvers konar meðvirkni með ákveðinni reglugerð. Hann braut Ramadan hefðina í landi sínu og móðgaði þar trúglaða múslima. Honum var víst nær að setja sig upp á móti múslimum og aðhyllast friðsamleg kristin gildi. Að honum skyldi detta í hug að hann fengi samúð okkar hér, einmitt nú þegar við erum að reyna að sparka kristinni trú út úr skólunum okkar. Hann fær þó að halda jólin hér, en svo sjáum við til hvernig okkur líður eftir jólasteikina. Við skömmuðum fyrrverandi forsætisráðherra opinberlega á Fésinu og gáfum honum okkar faglega álit um heilbrigði hans – honum að kostnaðarlausu. Nú þarf hann ekki að fara í geðrannsókn og borga úr eigin vasa. Það er heppilegt að við erum öll svo miklu betri og heiðarlegri en hann, skynsamari í samskiptum og liprari við fjölmiðla sem aldrei láta okkur og fjölskylduna okkar í friði. Hjá okkur var þetta ekki spurningin um hver okkar syndlausu kastaði fyrsta steininum. Við gættum þess auðvitað að nógu margir hentu í einu þannig að ómögulegt væri að sjá hver grýtti fyrsta hnullungnum. Talandi um geðheilsu þá fannst okkur skynsamlegt að gefa Landspítalanum nægilegt fjárhagslegt svigrúm til geta sagt upp fleiri starfsmönnum, af því að heilbrigðisþjónustan er svo slæm...?! Engin þversögn í þessu. Við erum nefnilega svo samkvæm sjálfum okkur og skynsöm þegar við tökum okkur saman um að leysa stóru málin. Geðheilsa okkar kann góðri lukku að stýra í heilbrigðismálunum alla vega. Okkur fannst ekkert athugavert við að fatlaður einstaklingur þyrfti að ganga níu kílómetra til að komast í strætó. Við erum mörg að ganga þessa vegalengd og jafnvel lengra án þess að hafa hækjur til að styðja okkur við! En við kannski athugum málið núna fyrst hann þurfti endilega að fara að bera fram kæru. Svo er okkur að takast að klára fiskinn í landinu af því að við erum búin að sætta okkur við samningslausa sjómenn frá 2011. Við erum náttúrulega orðin svakalega góð í að mismuna launþegum, hvort sem þeir eru sjómenn, kennarar, tónlistarkennarar eða læknar. Það er svo erfitt að skilja af hverju fólk er ekki tilbúið að vinna fyrir skít á priki í svona fallegu landi þar sem eru norðurljós, Björk Guðmundsdóttir, skyr og allt. Pínu skökk törn hjá okkur og talsvert viðburðarík vika þótt engin finnist ríkisstjórnin fyrir þessa litlu en fyrirferðamiklu eyju. Það er þó gott að vita að jólabókaflóðið gæti náð upp í neðstu greinar jólatrjáa á heimilum landsmanna. Það skyldi þó aldrei vera, að vegna birtingar Pisa-skýrslunnar komist snjallsímarnir í smá jólafrí frá eigendum sínum þessi jól. Kannski komum við betur fram við hvort annað þegar við sjáum að fólkið í landinu er ekki bara prófælar á netinu – heldur einstaklingar af holdi og blóði sem myndu þiggja sanngirni, virðingu og umhyggju. Við getum alltaf gert betur og gerum það eflaust á komandi ári. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við erum búin að áorka heilmiklu þessa vikuna. Okkur tókst næstum að eyðileggja jólin fyrir kristnum hælisleitanda og dæma hann þar með til dauða í einhvers konar meðvirkni með ákveðinni reglugerð. Hann braut Ramadan hefðina í landi sínu og móðgaði þar trúglaða múslima. Honum var víst nær að setja sig upp á móti múslimum og aðhyllast friðsamleg kristin gildi. Að honum skyldi detta í hug að hann fengi samúð okkar hér, einmitt nú þegar við erum að reyna að sparka kristinni trú út úr skólunum okkar. Hann fær þó að halda jólin hér, en svo sjáum við til hvernig okkur líður eftir jólasteikina. Við skömmuðum fyrrverandi forsætisráðherra opinberlega á Fésinu og gáfum honum okkar faglega álit um heilbrigði hans – honum að kostnaðarlausu. Nú þarf hann ekki að fara í geðrannsókn og borga úr eigin vasa. Það er heppilegt að við erum öll svo miklu betri og heiðarlegri en hann, skynsamari í samskiptum og liprari við fjölmiðla sem aldrei láta okkur og fjölskylduna okkar í friði. Hjá okkur var þetta ekki spurningin um hver okkar syndlausu kastaði fyrsta steininum. Við gættum þess auðvitað að nógu margir hentu í einu þannig að ómögulegt væri að sjá hver grýtti fyrsta hnullungnum. Talandi um geðheilsu þá fannst okkur skynsamlegt að gefa Landspítalanum nægilegt fjárhagslegt svigrúm til geta sagt upp fleiri starfsmönnum, af því að heilbrigðisþjónustan er svo slæm...?! Engin þversögn í þessu. Við erum nefnilega svo samkvæm sjálfum okkur og skynsöm þegar við tökum okkur saman um að leysa stóru málin. Geðheilsa okkar kann góðri lukku að stýra í heilbrigðismálunum alla vega. Okkur fannst ekkert athugavert við að fatlaður einstaklingur þyrfti að ganga níu kílómetra til að komast í strætó. Við erum mörg að ganga þessa vegalengd og jafnvel lengra án þess að hafa hækjur til að styðja okkur við! En við kannski athugum málið núna fyrst hann þurfti endilega að fara að bera fram kæru. Svo er okkur að takast að klára fiskinn í landinu af því að við erum búin að sætta okkur við samningslausa sjómenn frá 2011. Við erum náttúrulega orðin svakalega góð í að mismuna launþegum, hvort sem þeir eru sjómenn, kennarar, tónlistarkennarar eða læknar. Það er svo erfitt að skilja af hverju fólk er ekki tilbúið að vinna fyrir skít á priki í svona fallegu landi þar sem eru norðurljós, Björk Guðmundsdóttir, skyr og allt. Pínu skökk törn hjá okkur og talsvert viðburðarík vika þótt engin finnist ríkisstjórnin fyrir þessa litlu en fyrirferðamiklu eyju. Það er þó gott að vita að jólabókaflóðið gæti náð upp í neðstu greinar jólatrjáa á heimilum landsmanna. Það skyldi þó aldrei vera, að vegna birtingar Pisa-skýrslunnar komist snjallsímarnir í smá jólafrí frá eigendum sínum þessi jól. Kannski komum við betur fram við hvort annað þegar við sjáum að fólkið í landinu er ekki bara prófælar á netinu – heldur einstaklingar af holdi og blóði sem myndu þiggja sanngirni, virðingu og umhyggju. Við getum alltaf gert betur og gerum það eflaust á komandi ári. Gleðileg jól!
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun