
Skakka törnin og Pisa
Okkur tókst næstum að eyðileggja jólin fyrir kristnum hælisleitanda og dæma hann þar með til dauða í einhvers konar meðvirkni með ákveðinni reglugerð. Hann braut Ramadan hefðina í landi sínu og móðgaði þar trúglaða múslima. Honum var víst nær að setja sig upp á móti múslimum og aðhyllast friðsamleg kristin gildi. Að honum skyldi detta í hug að hann fengi samúð okkar hér, einmitt nú þegar við erum að reyna að sparka kristinni trú út úr skólunum okkar. Hann fær þó að halda jólin hér, en svo sjáum við til hvernig okkur líður eftir jólasteikina.
Við skömmuðum fyrrverandi forsætisráðherra opinberlega á Fésinu og gáfum honum okkar faglega álit um heilbrigði hans – honum að kostnaðarlausu. Nú þarf hann ekki að fara í geðrannsókn og borga úr eigin vasa. Það er heppilegt að við erum öll svo miklu betri og heiðarlegri en hann, skynsamari í samskiptum og liprari við fjölmiðla sem aldrei láta okkur og fjölskylduna okkar í friði. Hjá okkur var þetta ekki spurningin um hver okkar syndlausu kastaði fyrsta steininum. Við gættum þess auðvitað að nógu margir hentu í einu þannig að ómögulegt væri að sjá hver grýtti fyrsta hnullungnum.
Talandi um geðheilsu þá fannst okkur skynsamlegt að gefa Landspítalanum nægilegt fjárhagslegt svigrúm til geta sagt upp fleiri starfsmönnum, af því að heilbrigðisþjónustan er svo slæm...?! Engin þversögn í þessu. Við erum nefnilega svo samkvæm sjálfum okkur og skynsöm þegar við tökum okkur saman um að leysa stóru málin. Geðheilsa okkar kann góðri lukku að stýra í heilbrigðismálunum alla vega.
Okkur fannst ekkert athugavert við að fatlaður einstaklingur þyrfti að ganga níu kílómetra til að komast í strætó. Við erum mörg að ganga þessa vegalengd og jafnvel lengra án þess að hafa hækjur til að styðja okkur við! En við kannski athugum málið núna fyrst hann þurfti endilega að fara að bera fram kæru.
Svo er okkur að takast að klára fiskinn í landinu af því að við erum búin að sætta okkur við samningslausa sjómenn frá 2011. Við erum náttúrulega orðin svakalega góð í að mismuna launþegum, hvort sem þeir eru sjómenn, kennarar, tónlistarkennarar eða læknar. Það er svo erfitt að skilja af hverju fólk er ekki tilbúið að vinna fyrir skít á priki í svona fallegu landi þar sem eru norðurljós, Björk Guðmundsdóttir, skyr og allt.
Pínu skökk törn hjá okkur og talsvert viðburðarík vika þótt engin finnist ríkisstjórnin fyrir þessa litlu en fyrirferðamiklu eyju. Það er þó gott að vita að jólabókaflóðið gæti náð upp í neðstu greinar jólatrjáa á heimilum landsmanna. Það skyldi þó aldrei vera, að vegna birtingar Pisa-skýrslunnar komist snjallsímarnir í smá jólafrí frá eigendum sínum þessi jól.
Kannski komum við betur fram við hvort annað þegar við sjáum að fólkið í landinu er ekki bara prófælar á netinu – heldur einstaklingar af holdi og blóði sem myndu þiggja sanngirni, virðingu og umhyggju.
Við getum alltaf gert betur og gerum það eflaust á komandi ári.
Gleðileg jól!
Skoðun

Von í Vonarskarði
Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar

Þjóð gegn þjóðarmorði
Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar

Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu??
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar

Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun?
Íris E. Gísladóttir skrifar

Þegar öllu er á botninn hvolft
Ingólfur Sverrisson skrifar

Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi
Gunnar Pétur Haraldsson skrifar

Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Á hvaða ári er Inga Sæland stödd?
Snorri Másson skrifar

Eru börn innviðir?
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist
Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar

Körfubolti á tímum þjóðarmorðs
Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar

Draugagangur í Alaska
Hannes Pétursson skrifar

Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða
Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar

Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum
Ægir Lúðvíksson skrifar

76 dagar
Erlingur Sigvaldason skrifar

Í minningu körfuboltahetja
Snæbjörn Guðmundsson skrifar

Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði?
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Húsnæðisbæturnar sem hurfu
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar
Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Hjartans mál í kennslu
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Sporin þín Valtýr
Soffía Sigurðardóttir skrifar

Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs
Birgir Orri Ásgrímsson skrifar

Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar
Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar

Sjallar og lyklaborðið
Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar

Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt
Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar

„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Verndun vatns og stjórn vatnamála
Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar