Reiðasta þruman í þrennu-herferð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2016 06:30 Westbrook hefur verið magnaður í vetur. vísir/getty Oscar Robertson hefur til þessa verið einstakur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er sá eini sem hefur verið með þrennu að meðaltali í leik, það er yfir tíu í stigum, fráköstum og stoðsendingum. Draumurinn um þrennu-tímabil er ekki svo fjarlægur lengur eftir magnaða byrjun Russells Westbrook í vetur. Russell Westbrook var með þrennu fjórða leikinn í röð í fyrrinótt þegar Oklahoma City Thunder vann Washington Wizards. Kappinn endaði með 35 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. „Það skiptir ekki máli þótt ég sé að klikka á skotum því ég get haft áhrif á útkomu leiksins með öðrum hætti. Ég reyni alltaf að finna leiðir til þess í gegnum allan leikinn,“ sagði Russell Westbrook. Eftir 20 leiki er hann með 31,2 stig, 10,5 fráköst og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er í öðru sæti í bæði stigum og stoðsendingum en í ellefta sæti í fráköstum. „Þegar hann lendir í mótlæti í leikjunum þá einbeitir hann sér enn betur sem er einstakt að mínu mati,“ sagði þjálfari hans Billy Donovan.grafík/fréttablaðiðSpilar í reiðikasti Aðrir hafa bent á það að besta leiðin til að lýsa leikstíl Russells Westbrook sé að það sé eins og hann spili leikinn í reiðikasti. Hann er á milljón allan tímann og þar fer maður með einstaka líkamlega hæfileika. Sprengikrafturinn og hraðinn skilur menn eftir í rykmekki og hann er miskunnarlaus þegar kemur að því að keyra á varnir mótherjanna. Westbrook hefur alltaf spilað reiður en hann mætti inn í tímabilið með fullan tank af bræði eftir að Kevin Durant skildi hann eftir hjá OKC og færði sig yfir í ljúfa liðið hjá Golden State Warriors. Eftir stóð Westbrook með heilt NBA-lið á bakinu og útkoman stefnir í að vera söguleg. Westbrook þurfti bara fjögur fráköst í síðasta leik sínum í nóvember til að tryggja það að hann kæmi inn í desember með þrennu að meðaltali í leik eitthvað sem hafði ekki gerst í NBA í hálfa öld.Hugtakið var þá ekki til Þegar Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62 (30,8 stig, 12,5 fráköst, 11,4 stoðsendingar) þá var hugtakið „triple-double“ reyndar ekki til. Það var enginn búinn að telja það saman þá að Robertson hafi náð 181 þrennu og verið með þrennu að meðaltali yfir sex tímabil frá 1960 til 1966 (30,4 stig, 10,0 fráköst og 10,7 stoðsendingar). Hugtakið „triple-double“, eða þreföld tvenna eins og þetta hefur verið kallað á íslensku, varð ekki til fyrr en á níunda áratugnum þegar Galdramaðurinn Ervin Magic Johnson fór að safna þrennum með Lakers-liðinu. Robertson hefur sjálfur sagt að hann hefði nú örugglega náð miklu fleiri þrennum og um leið fleiri þrennutímabilum ef hann hefði vitað að menn myndu gera svona mikið úr þessu. Á þessum sex tímabilum vantaði nefnilega oft bara aðeins upp á að hann væri með fleiri en eitt tímabil með þrennu að meðaltali. Síðan er liðin meira en hálf öld og margir frábærir og fjölhæfir leikmenn hafa spilað í deildinni eins og Larry Brid, Jason Kidd og LeBron James. Enginn hefur komist nálægt þessu. Magic Johnson komst næst því að vera með þrennu að meðaltali fyrir 35 árum þegar hann var með 18,6 stig, 9,6 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali með Los Angeles Lakers tímabilið 1981-82. Eftir hina mögnuðu frammistöðu Russells Westbrook þennan rúma fyrsta mánuð tímabilsins er ekkert skrýtið að tölfræðingar sem aðrir körfuboltaáhugamenn fari að sjá fyrir sér sögulega útkomu fyrir þennan einstaka leikmann. Það að bara einn leikmaður hafi náð þessu á öllum sjötíu tímabilunum í sögu NBA sýnir svart á hvítu hversu erfitt það er að ná að viðhalda slíkum ofurtölum yfir 82 leikja tímabil. Russell Westbrook er hins vegar búinn með 20 leiki eða tæplega 25 prósent tímabilsins og hann hefur verið að bæta í frekar en hitt og þá aðallega í fráköstunum. Það eru einmitt fráköstin sem eru líklegust til að koma í veg fyrir þrennumeðaltalið hans.grafík/fréttablaðiðEkki mikið til skiptanna Westbrook er reyndar ekki með besta skotvalið í deildinni og það er oft ekki mikið eftir til skiptanna fyrir félagana þegar hann hefur lokið sér af. Þar liggur mesta gagnrýnin á hann og sem dæmi um það hefur Kevin Durant blómstrað í liðsboltanum í Golden State Warriors. Westbrook hefur hins vegar jafnframt burði til að taka leiki yfir og bjarga sínu liði af brúninni. Gott dæmi um þetta er leikurinn í fyrrinótt. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var Westbrook „bara“ með 14 stig og hafði aðeins hitt úr 5 af 24 skotum sínum. Það sem eftir lifði fjórða leikhlutans og í framlengingunni skoraði hann aftur á móti 21 stig og hitti úr 7 af 11 skotum. Mótherjarnir í Wizards skoruðu á sama tíma bara 18 stig. Það er ekki alltaf auðvelt að vera liðsfélagi Westbrook sem er mikið með boltann og tekur mörg skot. Núna er hann farinn að einoka fráköstin líka. „Ég verð að fara að stíga hann út. Hann skilur engin fráköst lengur eftir fyrir okkur stóru strákana,“ sagði Enes Kanter í gríni. Þrennur Westbrook eru að skila sigrum en Oklahoma City Thunder hefur unnið síðustu fjóra leiki þar sem kappinn hefur verið með þrennu á hverju kvöldi. Frammistaða Westbrooks á síðustu vikum þýðir að allir verða með augum á tölfræðidálki hans í hverjum leik og meðaltölin hans verða frétt eftir hvern einasta leik. NBA Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira
Oscar Robertson hefur til þessa verið einstakur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Hann er sá eini sem hefur verið með þrennu að meðaltali í leik, það er yfir tíu í stigum, fráköstum og stoðsendingum. Draumurinn um þrennu-tímabil er ekki svo fjarlægur lengur eftir magnaða byrjun Russells Westbrook í vetur. Russell Westbrook var með þrennu fjórða leikinn í röð í fyrrinótt þegar Oklahoma City Thunder vann Washington Wizards. Kappinn endaði með 35 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar. „Það skiptir ekki máli þótt ég sé að klikka á skotum því ég get haft áhrif á útkomu leiksins með öðrum hætti. Ég reyni alltaf að finna leiðir til þess í gegnum allan leikinn,“ sagði Russell Westbrook. Eftir 20 leiki er hann með 31,2 stig, 10,5 fráköst og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er í öðru sæti í bæði stigum og stoðsendingum en í ellefta sæti í fráköstum. „Þegar hann lendir í mótlæti í leikjunum þá einbeitir hann sér enn betur sem er einstakt að mínu mati,“ sagði þjálfari hans Billy Donovan.grafík/fréttablaðiðSpilar í reiðikasti Aðrir hafa bent á það að besta leiðin til að lýsa leikstíl Russells Westbrook sé að það sé eins og hann spili leikinn í reiðikasti. Hann er á milljón allan tímann og þar fer maður með einstaka líkamlega hæfileika. Sprengikrafturinn og hraðinn skilur menn eftir í rykmekki og hann er miskunnarlaus þegar kemur að því að keyra á varnir mótherjanna. Westbrook hefur alltaf spilað reiður en hann mætti inn í tímabilið með fullan tank af bræði eftir að Kevin Durant skildi hann eftir hjá OKC og færði sig yfir í ljúfa liðið hjá Golden State Warriors. Eftir stóð Westbrook með heilt NBA-lið á bakinu og útkoman stefnir í að vera söguleg. Westbrook þurfti bara fjögur fráköst í síðasta leik sínum í nóvember til að tryggja það að hann kæmi inn í desember með þrennu að meðaltali í leik eitthvað sem hafði ekki gerst í NBA í hálfa öld.Hugtakið var þá ekki til Þegar Oscar Robertson var með þrennu að meðaltali tímabilið 1961-62 (30,8 stig, 12,5 fráköst, 11,4 stoðsendingar) þá var hugtakið „triple-double“ reyndar ekki til. Það var enginn búinn að telja það saman þá að Robertson hafi náð 181 þrennu og verið með þrennu að meðaltali yfir sex tímabil frá 1960 til 1966 (30,4 stig, 10,0 fráköst og 10,7 stoðsendingar). Hugtakið „triple-double“, eða þreföld tvenna eins og þetta hefur verið kallað á íslensku, varð ekki til fyrr en á níunda áratugnum þegar Galdramaðurinn Ervin Magic Johnson fór að safna þrennum með Lakers-liðinu. Robertson hefur sjálfur sagt að hann hefði nú örugglega náð miklu fleiri þrennum og um leið fleiri þrennutímabilum ef hann hefði vitað að menn myndu gera svona mikið úr þessu. Á þessum sex tímabilum vantaði nefnilega oft bara aðeins upp á að hann væri með fleiri en eitt tímabil með þrennu að meðaltali. Síðan er liðin meira en hálf öld og margir frábærir og fjölhæfir leikmenn hafa spilað í deildinni eins og Larry Brid, Jason Kidd og LeBron James. Enginn hefur komist nálægt þessu. Magic Johnson komst næst því að vera með þrennu að meðaltali fyrir 35 árum þegar hann var með 18,6 stig, 9,6 fráköst og 9,5 stoðsendingar að meðaltali með Los Angeles Lakers tímabilið 1981-82. Eftir hina mögnuðu frammistöðu Russells Westbrook þennan rúma fyrsta mánuð tímabilsins er ekkert skrýtið að tölfræðingar sem aðrir körfuboltaáhugamenn fari að sjá fyrir sér sögulega útkomu fyrir þennan einstaka leikmann. Það að bara einn leikmaður hafi náð þessu á öllum sjötíu tímabilunum í sögu NBA sýnir svart á hvítu hversu erfitt það er að ná að viðhalda slíkum ofurtölum yfir 82 leikja tímabil. Russell Westbrook er hins vegar búinn með 20 leiki eða tæplega 25 prósent tímabilsins og hann hefur verið að bæta í frekar en hitt og þá aðallega í fráköstunum. Það eru einmitt fráköstin sem eru líklegust til að koma í veg fyrir þrennumeðaltalið hans.grafík/fréttablaðiðEkki mikið til skiptanna Westbrook er reyndar ekki með besta skotvalið í deildinni og það er oft ekki mikið eftir til skiptanna fyrir félagana þegar hann hefur lokið sér af. Þar liggur mesta gagnrýnin á hann og sem dæmi um það hefur Kevin Durant blómstrað í liðsboltanum í Golden State Warriors. Westbrook hefur hins vegar jafnframt burði til að taka leiki yfir og bjarga sínu liði af brúninni. Gott dæmi um þetta er leikurinn í fyrrinótt. Þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum var Westbrook „bara“ með 14 stig og hafði aðeins hitt úr 5 af 24 skotum sínum. Það sem eftir lifði fjórða leikhlutans og í framlengingunni skoraði hann aftur á móti 21 stig og hitti úr 7 af 11 skotum. Mótherjarnir í Wizards skoruðu á sama tíma bara 18 stig. Það er ekki alltaf auðvelt að vera liðsfélagi Westbrook sem er mikið með boltann og tekur mörg skot. Núna er hann farinn að einoka fráköstin líka. „Ég verð að fara að stíga hann út. Hann skilur engin fráköst lengur eftir fyrir okkur stóru strákana,“ sagði Enes Kanter í gríni. Þrennur Westbrook eru að skila sigrum en Oklahoma City Thunder hefur unnið síðustu fjóra leiki þar sem kappinn hefur verið með þrennu á hverju kvöldi. Frammistaða Westbrooks á síðustu vikum þýðir að allir verða með augum á tölfræðidálki hans í hverjum leik og meðaltölin hans verða frétt eftir hvern einasta leik.
NBA Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Sjá meira