Heift og hryllingur í Elliðaey Friðrika Benónýsdóttir skrifar 7. desember 2016 10:30 Bókakápur Bækur Drungi Ragnar Jónasson Útgefandi: Veröld 2016 Fjöldi síðna: 297 Í bókinni Dimmu sem kom út í fyrra sagði Ragnar Jónasson skilið við siglfirska lögreglumanninn Ara Þór og kynnti til leiks nýja aðalpersónu, Huldu Hermannsdóttur. Í nýju bókinni, Drunga, fer hann aftar í sögu hennar en í Dimmu og við erum stödd á árinu 1997. Fjórir gamlir vinir hafast við í Elliðaey eina helgi og einn þeirra fellur fyrir björg og deyr. Huldu grunar að maðkur sé í mysunni, sem reynist rétt og hún stendur frammi fyrir því að finna morðingja í þriggja manna hópnum sem lifði af. Fljótlega kemur í ljós að málið á rætur í öðru morðmáli tíu árum fyrr, sem lesandinn fékk að kynnast í fyrri hluta bókarinnar. Drungi fer hægt af stað, lesandinn fylgist með ungu pari í sumarbústaðarferð fyrir vestan, ferð sem líka endar með morði sem snarlega er upplýst – að því er virðist – en ekki er allt sem sýnist. Seinni hlutinn hefst tíu árum seinna og það er eiginlega ekki fyrr en þá sem Hulda geysist inn á völlinn, lesandanum til mikillar ánægju enda sérlega skemmtileg og vel skrifuð persóna. Vandamál hennar í einkalífinu eru hér nokkuð keimlík því sem var í Dimmu, því þótt hún sé ekki komin á eftirlaunaaldur á hún sem kona erfitt uppdráttar innan lögreglunnar og ofan á bætist tragedía í einkalífi hennar plús leit að föður sem hún aldrei þekkti. Hulda er ferskur blær í lögreglumannaflóru íslenskra glæpabókmennta og sérlega ánægjulegt að Ragnar skuli hafa gefið henni framhaldslíf, þótt í fortíðinni sé. Aðrar persónur eru sömuleiðis vel mótaðar og togstreita þeirra innbyrðis liggur undir í öllum þeirra samskiptum, þótt á yfirborðinu virðist allt slétt og fellt. Stígandinn í sögunni er jafn og þéttur, barátta Huldu við drauga eigin fortíðar kallast á við draugagang í sálum þeirra sem morðmálunum tengjast og úr verður ansi magnaður kokkteill af brostnum vonum og gamalli heift. Ragnari hefur oft verið líkt við Agöthu Christie en hér stígur hann út fyrir þá braut sem hún lagði og fetar sig lengra inn í land norræna krimmans, þar sem sálfræðin leikur stærra hlutverk en getgátur um það hver sé sá seki. Ragnar er í stöðugri framför sem höfundur, Drungi er hans best skrifaða bók og þótt fléttan sé kannski örlítið fyrirsjáanleg kemur það ekki að sök því persónurnar eru áhugaverðar og sagan full af sálrænum hryllingi sem teymir lesandann áfram þannig að illmögulegt er að leggja bókina frá sér fyrr en síðasta orð er lesið.Niðurstaða: Best skrifaða bók Ragnars, full af sálrænum hryllingi og undirliggjandi heift. Og Hulda Hermannsdóttir er kærkomin viðbót við lögguhópinn í íslenskum glæpasögum. Bókmenntir Menning Mest lesið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Lífið Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Lífið Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru Lífið Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Lífið Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Menning Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira
Bækur Drungi Ragnar Jónasson Útgefandi: Veröld 2016 Fjöldi síðna: 297 Í bókinni Dimmu sem kom út í fyrra sagði Ragnar Jónasson skilið við siglfirska lögreglumanninn Ara Þór og kynnti til leiks nýja aðalpersónu, Huldu Hermannsdóttur. Í nýju bókinni, Drunga, fer hann aftar í sögu hennar en í Dimmu og við erum stödd á árinu 1997. Fjórir gamlir vinir hafast við í Elliðaey eina helgi og einn þeirra fellur fyrir björg og deyr. Huldu grunar að maðkur sé í mysunni, sem reynist rétt og hún stendur frammi fyrir því að finna morðingja í þriggja manna hópnum sem lifði af. Fljótlega kemur í ljós að málið á rætur í öðru morðmáli tíu árum fyrr, sem lesandinn fékk að kynnast í fyrri hluta bókarinnar. Drungi fer hægt af stað, lesandinn fylgist með ungu pari í sumarbústaðarferð fyrir vestan, ferð sem líka endar með morði sem snarlega er upplýst – að því er virðist – en ekki er allt sem sýnist. Seinni hlutinn hefst tíu árum seinna og það er eiginlega ekki fyrr en þá sem Hulda geysist inn á völlinn, lesandanum til mikillar ánægju enda sérlega skemmtileg og vel skrifuð persóna. Vandamál hennar í einkalífinu eru hér nokkuð keimlík því sem var í Dimmu, því þótt hún sé ekki komin á eftirlaunaaldur á hún sem kona erfitt uppdráttar innan lögreglunnar og ofan á bætist tragedía í einkalífi hennar plús leit að föður sem hún aldrei þekkti. Hulda er ferskur blær í lögreglumannaflóru íslenskra glæpabókmennta og sérlega ánægjulegt að Ragnar skuli hafa gefið henni framhaldslíf, þótt í fortíðinni sé. Aðrar persónur eru sömuleiðis vel mótaðar og togstreita þeirra innbyrðis liggur undir í öllum þeirra samskiptum, þótt á yfirborðinu virðist allt slétt og fellt. Stígandinn í sögunni er jafn og þéttur, barátta Huldu við drauga eigin fortíðar kallast á við draugagang í sálum þeirra sem morðmálunum tengjast og úr verður ansi magnaður kokkteill af brostnum vonum og gamalli heift. Ragnari hefur oft verið líkt við Agöthu Christie en hér stígur hann út fyrir þá braut sem hún lagði og fetar sig lengra inn í land norræna krimmans, þar sem sálfræðin leikur stærra hlutverk en getgátur um það hver sé sá seki. Ragnar er í stöðugri framför sem höfundur, Drungi er hans best skrifaða bók og þótt fléttan sé kannski örlítið fyrirsjáanleg kemur það ekki að sök því persónurnar eru áhugaverðar og sagan full af sálrænum hryllingi sem teymir lesandann áfram þannig að illmögulegt er að leggja bókina frá sér fyrr en síðasta orð er lesið.Niðurstaða: Best skrifaða bók Ragnars, full af sálrænum hryllingi og undirliggjandi heift. Og Hulda Hermannsdóttir er kærkomin viðbót við lögguhópinn í íslenskum glæpasögum.
Bókmenntir Menning Mest lesið „Það braut ísinn að við hefðum deitað sama gaurinn“ Lífið „Ég var heppinn. En ekki hann“ Lífið „Það er önnur hver gella með í vörunum“ Lífið Karlmennskuhlaðvarpið heyrir sögunni til Lífið Fréttatía vikunnar: Körfubolti, laxaastmi og stýrivextir Lífið Gómsætar haustkökur að hætti Elenoru Lífið Ólafur Ragnar skellti sér á sæþotu eftir langan dag Lífið Simmi Vill og Sunneva Einars létu sig ekki vanta á Jókerinn Lífið Skrúfaði titrarann í sundur til að forða nágrönnum frá ónæði Lífið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Menning Fleiri fréttir Speak No Evil: Pabbi er ekki með fulle fem Maður þurfti ekki að vera skyggn Melódrama, morð og hæfilega mikið bótox Sunna Gunnlaugs í skugga karlrembu á djasshátíð Sjá meira