Kári með fimm þrista í sigri Drekanna | Þetta gerðu íslensku krakkarnir í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2016 07:45 Kári Jónsson. Vísir/Auðunn Kári Jónsson var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær þegar Drekarnir úr Drexel skólanum unnu flottan sigur á North Texas. Fullt af íslenskum krökkum voru að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. Kári Jónsson var með 15 stig og 3 stoðsendingar í 83-62 sigri Drexel en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Kári var einnig með 2 stolna bolta á þeim 30 mínútum sem hann spilaði í leiknum eftir að hafa komið inn af bekknum. Kári var næststigahæstur í sínu liði og aðeins tveir leikmenn liðsins gáfu fleiri stoðsendingar. Kári skoraði 5 af 12 þriggja stiga körfum Drexel en hann hefur stimplað sig vel inn á sínu fyrsta tímabili.Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson unnu átta stiga sigur á Arizona State, 68-60. Jón Axel var í byrjunarliðinu og hann var með 5 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar, 1 stolinn bolta og 1 varið skot á 32 mínútum.Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry skólaliðinu unnu tólf stiga sigur á Florida Tech um helgina, 96-84. Elvar Már var með 13 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum.Kristinn Pálsson og félagar í Marist skólanum hafa ekki byrjað nógu vel en liðið tapaði sínum fjórða leik í nótt. Marist tapaði þá 84-72 fyrir Grand Canyon. Kristinn Pálsson tók ekki eitt skot á þeim 17 mínútum sem hann spilaði en var með 3 fráköst og 1 stoðsendingu. Það gekk ekki vel hjá liðum íslensku stelpnanna sem töpuðu öll.Sara Rún Hinriksdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir og félagar í Canisius þurftu að sætta sig við 9 stiga tap á móti Akron, 64-73. Sara Rún kom með 15 stig og 6 stoðsendingar inn af bekknum en Margrét Rósa var í byrjunarliðinu og endaði með 9 stig og 2 fráköst.Lovísa Henningsdóttir og félagar í Marist skólanum töpuðu 50-46 fyrir Holy Cross um helgina. Lovísa var í byrjunarliðinu og var með 3 stig, 8 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot á 28 mínútum.Hildur Björg Kjartansdóttir og félagar í UT Rio Grande Valley töpuðu 54-70 á móti Abilene Christian um helgina. Hildur var með 2 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar, 1 stolinn bolta og 1 varið skot á 29 mínútum.Dragons end the half on a 12-1 run, hold North Texas scoreless over final 3:15 #GoDragons pic.twitter.com/YaKYxf9GPr— Drexel Dragons MBB (@DrexelMBB) November 20, 2016 Körfubolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira
Kári Jónsson var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í bandaríska háskólakörfuboltanum í gær þegar Drekarnir úr Drexel skólanum unnu flottan sigur á North Texas. Fullt af íslenskum krökkum voru að spila í bandaríska háskólakörfuboltanum. Kári Jónsson var með 15 stig og 3 stoðsendingar í 83-62 sigri Drexel en hann hitti úr 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Kári var einnig með 2 stolna bolta á þeim 30 mínútum sem hann spilaði í leiknum eftir að hafa komið inn af bekknum. Kári var næststigahæstur í sínu liði og aðeins tveir leikmenn liðsins gáfu fleiri stoðsendingar. Kári skoraði 5 af 12 þriggja stiga körfum Drexel en hann hefur stimplað sig vel inn á sínu fyrsta tímabili.Jón Axel Guðmundsson og félagar í Davidson unnu átta stiga sigur á Arizona State, 68-60. Jón Axel var í byrjunarliðinu og hann var með 5 stig, 4 fráköst, 3 stoðsendingar, 1 stolinn bolta og 1 varið skot á 32 mínútum.Elvar Már Friðriksson og félagar í Barry skólaliðinu unnu tólf stiga sigur á Florida Tech um helgina, 96-84. Elvar Már var með 13 stig, 5 fráköst og 9 stoðsendingar í leiknum.Kristinn Pálsson og félagar í Marist skólanum hafa ekki byrjað nógu vel en liðið tapaði sínum fjórða leik í nótt. Marist tapaði þá 84-72 fyrir Grand Canyon. Kristinn Pálsson tók ekki eitt skot á þeim 17 mínútum sem hann spilaði en var með 3 fráköst og 1 stoðsendingu. Það gekk ekki vel hjá liðum íslensku stelpnanna sem töpuðu öll.Sara Rún Hinriksdóttir og Margrét Rósa Hálfdanardóttir og félagar í Canisius þurftu að sætta sig við 9 stiga tap á móti Akron, 64-73. Sara Rún kom með 15 stig og 6 stoðsendingar inn af bekknum en Margrét Rósa var í byrjunarliðinu og endaði með 9 stig og 2 fráköst.Lovísa Henningsdóttir og félagar í Marist skólanum töpuðu 50-46 fyrir Holy Cross um helgina. Lovísa var í byrjunarliðinu og var með 3 stig, 8 fráköst, 3 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot á 28 mínútum.Hildur Björg Kjartansdóttir og félagar í UT Rio Grande Valley töpuðu 54-70 á móti Abilene Christian um helgina. Hildur var með 2 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar, 1 stolinn bolta og 1 varið skot á 29 mínútum.Dragons end the half on a 12-1 run, hold North Texas scoreless over final 3:15 #GoDragons pic.twitter.com/YaKYxf9GPr— Drexel Dragons MBB (@DrexelMBB) November 20, 2016
Körfubolti Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Körfubolti Fleiri fréttir Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Sjá meira