Foreldrar vaknið! Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2016 07:00 Nú berjast grunnskólakennarar, enn einu sinni, með kjafti og klóm fyrir framtíð íslensks menntakerfis. Staðan nú er alvarlegri en áður þegar kjarabarátta kennara er annars vegar. Í dag er að duga eða drepast. Í dag þurfa sveitarfélögin að koma hreint fram og viðurkenna opinberlega að grunnskólakennarar og grunnskólanemendur hafi verið sviknir illilega af þeim sjálfum hvað alla þætti starfsumhverfis þeirra varðar. Sveitarfélögin, með aðstoð ríkis, hafa komið grunnskólum landsins, nemendum og grunnskólakennurum í þá stöðu sem nú er uppi á teningnum. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju grunnskólakennarar eru verðugir hærri launa. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju meðalaldur kennara í grunnskólum landsins sé um fimmtugt. Ég ætla ekki að tíunda það kerfisbundna niðurbrot sem átt hefur sér stað í grunnskólunum undanfarna áratugi undir því eina yfirskini: hagræðing.Foreldrar geri kröfur Ég biðla til foreldra. Foreldrar vaknið! Látið í ykkur heyra. Verið reið. Verið sýnileg. Verið málefnaleg. Krefjist þess að ekki sé brotið á rétti barna ykkar daglega. Krefjist þess að börnin ykkar mæti fagfólki og sérfræðingum daglega þau 10 ár sem þau eru í grunnskólanum, lungann úr degi hverjum. Krefjist þess að barnið ykkar fái tækifæri til að nema á eigin forsendum, á fjölbreyttan máta, í öruggu umhverfi stýrðu af sérfræðingum í málefnum þeirra. Gerið þá kröfu að sveigjanleiki eigi sér stað í kerfi sem annars er hugsað út frá Excel-skjölum og formfestu sem á við engin rök að styðjast þegar um lifandi verur er að ræða. Hvenær hafa börnin ykkar passað inn í Excel-skjal? Ég elska Excel. Ekki misskilja mig. Það er dásamlegt töfratæki. Ég myndi þó seint láta það ala upp börnin mín. Ég hef séð hvað röng manneskja á vinnustaðnum grunnskóli getur gert mikinn skaða á stuttum tíma. Örstuttum. Einnar setningar stuttum tíma. Skaði sem ekki er svo auðveldlega lagaður. Við erum ekki að kljást við skjöl og pappíra og tölur. Við vinnum með framtíðina. Við vinnum með börn sem eru að þroskast og þurfa leiðsögn. Þau þurfa ramma, þau þurfa skilning, þau þurfa umhyggju. Þau þurfa fagmennsku og virðingu. Ég óttast framtíð grunnskólans ef sveitarfélögin bregðast ekki við skýlausri kröfu grunnskólakennara um laun sem hæfa menntun, álagi og ábyrgð. Ég óttast framtíðina sem nálgast óðfluga. Framtíðina þar sem hæfasti maðurinn í starfið verði sá sem sótti um.Höfundur er móðir leikskóla- og grunnskólabarna í Reykjavík, menntaður grunnskólakennari og nemi í mannauðsstjórnun á meistarastigi við Háskóla Íslands. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Nú berjast grunnskólakennarar, enn einu sinni, með kjafti og klóm fyrir framtíð íslensks menntakerfis. Staðan nú er alvarlegri en áður þegar kjarabarátta kennara er annars vegar. Í dag er að duga eða drepast. Í dag þurfa sveitarfélögin að koma hreint fram og viðurkenna opinberlega að grunnskólakennarar og grunnskólanemendur hafi verið sviknir illilega af þeim sjálfum hvað alla þætti starfsumhverfis þeirra varðar. Sveitarfélögin, með aðstoð ríkis, hafa komið grunnskólum landsins, nemendum og grunnskólakennurum í þá stöðu sem nú er uppi á teningnum. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju grunnskólakennarar eru verðugir hærri launa. Ég ætla ekki að tíunda ástæður þess af hverju meðalaldur kennara í grunnskólum landsins sé um fimmtugt. Ég ætla ekki að tíunda það kerfisbundna niðurbrot sem átt hefur sér stað í grunnskólunum undanfarna áratugi undir því eina yfirskini: hagræðing.Foreldrar geri kröfur Ég biðla til foreldra. Foreldrar vaknið! Látið í ykkur heyra. Verið reið. Verið sýnileg. Verið málefnaleg. Krefjist þess að ekki sé brotið á rétti barna ykkar daglega. Krefjist þess að börnin ykkar mæti fagfólki og sérfræðingum daglega þau 10 ár sem þau eru í grunnskólanum, lungann úr degi hverjum. Krefjist þess að barnið ykkar fái tækifæri til að nema á eigin forsendum, á fjölbreyttan máta, í öruggu umhverfi stýrðu af sérfræðingum í málefnum þeirra. Gerið þá kröfu að sveigjanleiki eigi sér stað í kerfi sem annars er hugsað út frá Excel-skjölum og formfestu sem á við engin rök að styðjast þegar um lifandi verur er að ræða. Hvenær hafa börnin ykkar passað inn í Excel-skjal? Ég elska Excel. Ekki misskilja mig. Það er dásamlegt töfratæki. Ég myndi þó seint láta það ala upp börnin mín. Ég hef séð hvað röng manneskja á vinnustaðnum grunnskóli getur gert mikinn skaða á stuttum tíma. Örstuttum. Einnar setningar stuttum tíma. Skaði sem ekki er svo auðveldlega lagaður. Við erum ekki að kljást við skjöl og pappíra og tölur. Við vinnum með framtíðina. Við vinnum með börn sem eru að þroskast og þurfa leiðsögn. Þau þurfa ramma, þau þurfa skilning, þau þurfa umhyggju. Þau þurfa fagmennsku og virðingu. Ég óttast framtíð grunnskólans ef sveitarfélögin bregðast ekki við skýlausri kröfu grunnskólakennara um laun sem hæfa menntun, álagi og ábyrgð. Ég óttast framtíðina sem nálgast óðfluga. Framtíðina þar sem hæfasti maðurinn í starfið verði sá sem sótti um.Höfundur er móðir leikskóla- og grunnskólabarna í Reykjavík, menntaður grunnskólakennari og nemi í mannauðsstjórnun á meistarastigi við Háskóla Íslands. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar