Handbolti

Guðmundur: Engin tilboð frá Þýskalandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðmundur fagnar gullinu í Ríó í sumar.
Guðmundur fagnar gullinu í Ríó í sumar. Vísir/Getty
Guðmundur Guðmundsson segir að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við forráðamenn þýska handknattleikssambandið um að taka við starfi landsliðsþjálfara af Degi Sigurðssyni.

Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag en fyrr í vikunni var greint frá því að Dagur muni hætta með þýska landsliðið eftir HM í Frakklandi.

Guðmundur Guðmundsson mun sömuleiðis hætta með danska landsliðið þegar samningur hans rennur út í sumar, eins og áður hefur verið greint frá.

Sjá einnig: Guðmundur spenntur fyrir þýska liðinu en segir ekkert á meðan Dagur er enn þá þjálfari

„Það er ekkert á borðinu mínu frá Þýskalandi, hvorki varðandi landsliðið né annað,“ sagði Guðmundur í samtali við Vísi í dag en hann vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málefni þýska landsliðsins.

„Það sem ég er að gera þessa dagana er að undirbúa mitt lið fyrir HM í Frakklandi og svo hef ég verið að halda fyrirlestra fyrir nokkur fyrirtæki, sem ég hef haft mjög gaman að,“ sagði Guðmundur enn fremur.

Hann óskaði þó Degi til hamingju með nýtt starf en líklegt er að hann verði næsti þjálfari japanska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×