Áminning til stjórnmálamanna – fjármagn til heilbrigðismála Jakob S. Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 07:00 Fyrir nokkru sá læknirinn minn að ég þyrfti að fara í einfalda aðgerð sem framkvæmd er í Hjartagáttinni á Landspítalanum. Þegar verið var að búa mig undir aðgerðina uppgötvaðist að vantaði blóð í kappann og nauðsynlegt að bregðast við því, sem starfsfólk Hjartagáttar og gerði, en sem kallaði á flóknara ferli. Sjúklingurinn skyldi magaspeglaður til þess að reyna að komast fyrir um ástæður blóðlekans og síðan blóði bætt á kerfið; tók sú aðgerð um það bil sólarhring allt með öllu. Svo var hin upphaflega aðgerð framkvæmd samkvæmt áætlun og alls stóð heimsókn mín á Hjartagáttina í tæpa tvo sólarhringa. Komandi eftirlit mun leiða í ljós hvort þessi saga fái ekki hamingjusamlegan endi. Ef það veltur á starfsfólki Landspítalans, þá er lítið að óttast. Þar er að finna atvinnumann í hverju rúmi, hvort sem litið er til starfsfólks í býtibúri, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna. Um það bil tuttugu til þrjátíu starfsmenn komu að mér þá tvo sólarhringa sem ég lá inni og hver einasti þeirra mætti mér af alúð og metnaði til að gera vel. Ég fékk þá bestu þjónustu sem hugsast gat, en starfsfólkið var að niðurlotum komið vegna álags. Það var á hlaupum, að flýta sér frá einum sjúklingi til annars, frá einu verkefni til hins næsta. Og reyndi hvað það gat að láta ekki á asanum bera. Þetta var álag sem hefði ekki talist boðlegt á neinum vinnustað, hvað þá þar sem þiggjendur þjónustu eru háðir því að starfsfólki líði vel og finnist það hafa tíma og aðbúnað til að sinna starfinu eins og sæmir metnaði þess og fagmennsku.Blygðunarlaus árás Það þarf greinilega að minna á hve mikilvæga þjónustu starfsfólk Landspítalans innir af hendi. Þarna komum við, sjúklingar, með eymsli okkar og áhyggjur – svo ekki sé talað um ótta við að vera í lífshættu! – og starfsfólkið mætir okkur af fagmennsku, umhyggjusemi og lipurð. Það gefur sér tíma til að hlusta, það mætir hverjum sjúklingi á hans eigin forsendum, því er umhugað um að skapa öryggi og frið í sál sjúklingsins og búa hann þannig undir að takast á við að ná heilsu. Starfsumhverfi fagfólks Landspítalans hefur nánast verið rústað með stöðugum niðurskurði í fjárveitingum hins opinbera – í fjárhagsáætlun ríkisins eru framlög til heilbrigðismála enn skorin niður, sem er ekkert nema blygðunarlaus árás á þetta frábæra fagfólk! Er til of mikils mælst að stjórnmálamenn sjái til þess að heilbrigðiskerfið fái það fjármagn sem þarf til að það geti staðið undir væntingum starfsmanna og þörfum sjúklinga? Hvað þarf til að stjórnmálamenn sýni af sér sömu fagmennsku og starfsfólkið okkar í heilbrigðiskerfinu? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru sá læknirinn minn að ég þyrfti að fara í einfalda aðgerð sem framkvæmd er í Hjartagáttinni á Landspítalanum. Þegar verið var að búa mig undir aðgerðina uppgötvaðist að vantaði blóð í kappann og nauðsynlegt að bregðast við því, sem starfsfólk Hjartagáttar og gerði, en sem kallaði á flóknara ferli. Sjúklingurinn skyldi magaspeglaður til þess að reyna að komast fyrir um ástæður blóðlekans og síðan blóði bætt á kerfið; tók sú aðgerð um það bil sólarhring allt með öllu. Svo var hin upphaflega aðgerð framkvæmd samkvæmt áætlun og alls stóð heimsókn mín á Hjartagáttina í tæpa tvo sólarhringa. Komandi eftirlit mun leiða í ljós hvort þessi saga fái ekki hamingjusamlegan endi. Ef það veltur á starfsfólki Landspítalans, þá er lítið að óttast. Þar er að finna atvinnumann í hverju rúmi, hvort sem litið er til starfsfólks í býtibúri, sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga eða lækna. Um það bil tuttugu til þrjátíu starfsmenn komu að mér þá tvo sólarhringa sem ég lá inni og hver einasti þeirra mætti mér af alúð og metnaði til að gera vel. Ég fékk þá bestu þjónustu sem hugsast gat, en starfsfólkið var að niðurlotum komið vegna álags. Það var á hlaupum, að flýta sér frá einum sjúklingi til annars, frá einu verkefni til hins næsta. Og reyndi hvað það gat að láta ekki á asanum bera. Þetta var álag sem hefði ekki talist boðlegt á neinum vinnustað, hvað þá þar sem þiggjendur þjónustu eru háðir því að starfsfólki líði vel og finnist það hafa tíma og aðbúnað til að sinna starfinu eins og sæmir metnaði þess og fagmennsku.Blygðunarlaus árás Það þarf greinilega að minna á hve mikilvæga þjónustu starfsfólk Landspítalans innir af hendi. Þarna komum við, sjúklingar, með eymsli okkar og áhyggjur – svo ekki sé talað um ótta við að vera í lífshættu! – og starfsfólkið mætir okkur af fagmennsku, umhyggjusemi og lipurð. Það gefur sér tíma til að hlusta, það mætir hverjum sjúklingi á hans eigin forsendum, því er umhugað um að skapa öryggi og frið í sál sjúklingsins og búa hann þannig undir að takast á við að ná heilsu. Starfsumhverfi fagfólks Landspítalans hefur nánast verið rústað með stöðugum niðurskurði í fjárveitingum hins opinbera – í fjárhagsáætlun ríkisins eru framlög til heilbrigðismála enn skorin niður, sem er ekkert nema blygðunarlaus árás á þetta frábæra fagfólk! Er til of mikils mælst að stjórnmálamenn sjái til þess að heilbrigðiskerfið fái það fjármagn sem þarf til að það geti staðið undir væntingum starfsmanna og þörfum sjúklinga? Hvað þarf til að stjórnmálamenn sýni af sér sömu fagmennsku og starfsfólkið okkar í heilbrigðiskerfinu? Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar