Guð blessi Ísland Marta Eiríksdóttir skrifar 25. nóvember 2016 09:54 Nú er mér mál. Mig hryllir nefnilega við tilhugsuninni um nýja vinstri stjórn á Íslandi því í mínum huga þýðir það aðeins eitt; Höft, skattahækkanir, tortryggni, volæði og vitleysu. Í raun verri lífskjör fyrir alla. Ég bý núna í landi þar sem fólk má vera ríkt. Þar sem ein skattaprósenta 36% gildir fyrir ALLA og þar sem allir borga helmingsskatt í desember vegna jólaútgjalda. Yfirvöld hugsa nefnilega vel um alla þegna sína hér. Þegnarnir eiga jú þessa stóru bankabók sem ríkisstjórnin heldur utan um. Þegar vel gengur þá græða allir í þessu landi, góðærið skilar sér til fólksins. Réttlæti í hnotskurn. Þannig á það líka að vera finnst mér. Hérna fá grunnskólakennarar, leikskólakennarar, hjúkrunarfræðingar og annað fólk sem sinnir umönnunar- og fræðslustörfum mjög góð laun og er bara álitið sjálfsagt mál fyrir svo kröfumikið starf. Ég bý í landi þar sem barnabætur eru ekki tekjutengdar. Þar sem ríkt fólk er ekki bannorð eða tortryggilegt. Þar sem lúxus er ekki bannorð. Þar sem fólk má eiga dýra bíla án þess að vera litið hornauga og þar sem góð lífsþægindi eru möguleg fyrir alla. Alla sem vilja hafa fyrir því og vilja vinna. Einnig fyrir þá sem geta ekki unnið og þurfa að þiggja bætur frá ríkinu. Þeir þurfa samt fyrst að hafa unnið sér inn ákveðnar tekjur í landinu, áunnið sér réttindi. Hér þar sem réttlæti er kerfinu í blóð borið. Þar sem ekki er leitast við að berja hvorki ríkt fólk né aðra niður með hærri sköttum. Þar sem ekki er verið að letja fólk, heldur frekar hvetja til dáða með sanngjarnri skattaprósentu fyrir alla launþega. Þar sem fólk má þéna vel ef það vill keppast eftir því. Þar sem ekki er verið að aumingjavæða heila þjóð og ala á kreppuhugsun svo að allir hafi það jafn skítt. Þar sem fólk má eiga sparifé inni á banka án þess að það sé skattlagt af yfirvöldum. Þar sem skattarnir lækka á meðan fólk á öllum aldri er að koma sér upp eigið húsnæði. Þar sem skattar lækka einnig ef fólk er tilbúið að búa í fámennum þorpum langt frá höfuðborginni því þar er einfaldlega dýrara að búa. Þetta er hvetjandi skattaastefna. Þar sem vörur í verslunum hækka og lækka eftir gengi krónunnar, sem sagt lægra og hærra gengi skilar sér beint til kaupenda en ekki bara til milliliða eða innflytjenda. Heiðarleiki í viðskiptum er eðlilegur hlutur hér. Í þessu samhengi hef ég ekki skilið hvers vegna hið háa gengi íslensku krónunnar hefur ekki skilað sér í lægra vöruverði til kaupenda á Íslandi. Já þar sem hver einstaklingur upplifir sanngjarna meðferð af yfirvöldum, ríkisstofnunum og öðrum opinberum aðilum sem starfa í þjónustu ríkisins. Það er mín reynsla. Þar sem starfsmönnum er það uppálagt að þjónusta fólkið vel. Þannig upplifi ég gamla föðurland okkar Íslendinga, Noreg, þar sem ég bý núna. Mín heitasta ósk er sú að Ísland komi sér upp jafn réttlátu sanngjörnu kerfi og hætti að aumingjavæða samfélagið sitt, heldur lyfti fólki upp og leyfi því að blómstra. Fólk vinni við það sem því langar til og þéni góð, jafnvel himinhá laun án þess að eiga það á hættu að verða refsað fyrir það með skattagrýlunni. Þá skapast loks góð orka og góður andi í landinu. Og þá kem ég kannski heim aftur! Burtu með þetta hugarfar vinstri stjórna! Að jafna lífskjör allra og miða við þá sem minnst eiga er fáránleg hugsjón og vonandi aldrei mögulegt. En ef við viljum endilega prófa, hættum þá að miða alla þjóðina við lægstu launin og förum að beina sjónum okkar upp til hærri launa og betri lífskjara. Við megum ekki eyða meiri tíma í þetta bull. Einföldum skattana, hendum út þessum fáránlegu skattþrepum sem Steingrímur og kompaní innleiddu. Gerum vel við barnafólk með ríkulegum barnabótum svo fólk vilji búa til börn eins og auglýsing Símans hvetur til. Íslendingum fer nefnilega fækkandi. Hættum að eyða allri þessari orku í niðurrif og kvart, notum orkuna frekar í að horfa til framtíðar, vinna saman, gera eitthvað skemmtilegt. Hlúum að og verum góð við alla, bæði ríka og fátæka. Það þurfa allir að finna að þeir skipti máli í heildarmyndinni. Förum á nýjan stað með þjóðina. Verum vinir á Alþingi. Hífum alla upp sem vilja klifra hærra upp launastigann á heiðarlegan hátt. Förum með alla þangað upp. Borgum öllum góð laun og réttlátar bætur. Það græðir engin þegar allir hafa það skítt. Klikkuð hugsjón? Kannski það en alla vegana miklu skemmtilegri til umhugsunar. Og auðvitað eiga allir þegnar landsins að hafa það gott en eðlilega spila ekki allir jafn vel úr spilum sínum. Það hefur alltaf verið svo. Hver er sinnar gæfu smiður. Bjartir tímar framunda? Já endilega! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Nú er mér mál. Mig hryllir nefnilega við tilhugsuninni um nýja vinstri stjórn á Íslandi því í mínum huga þýðir það aðeins eitt; Höft, skattahækkanir, tortryggni, volæði og vitleysu. Í raun verri lífskjör fyrir alla. Ég bý núna í landi þar sem fólk má vera ríkt. Þar sem ein skattaprósenta 36% gildir fyrir ALLA og þar sem allir borga helmingsskatt í desember vegna jólaútgjalda. Yfirvöld hugsa nefnilega vel um alla þegna sína hér. Þegnarnir eiga jú þessa stóru bankabók sem ríkisstjórnin heldur utan um. Þegar vel gengur þá græða allir í þessu landi, góðærið skilar sér til fólksins. Réttlæti í hnotskurn. Þannig á það líka að vera finnst mér. Hérna fá grunnskólakennarar, leikskólakennarar, hjúkrunarfræðingar og annað fólk sem sinnir umönnunar- og fræðslustörfum mjög góð laun og er bara álitið sjálfsagt mál fyrir svo kröfumikið starf. Ég bý í landi þar sem barnabætur eru ekki tekjutengdar. Þar sem ríkt fólk er ekki bannorð eða tortryggilegt. Þar sem lúxus er ekki bannorð. Þar sem fólk má eiga dýra bíla án þess að vera litið hornauga og þar sem góð lífsþægindi eru möguleg fyrir alla. Alla sem vilja hafa fyrir því og vilja vinna. Einnig fyrir þá sem geta ekki unnið og þurfa að þiggja bætur frá ríkinu. Þeir þurfa samt fyrst að hafa unnið sér inn ákveðnar tekjur í landinu, áunnið sér réttindi. Hér þar sem réttlæti er kerfinu í blóð borið. Þar sem ekki er leitast við að berja hvorki ríkt fólk né aðra niður með hærri sköttum. Þar sem ekki er verið að letja fólk, heldur frekar hvetja til dáða með sanngjarnri skattaprósentu fyrir alla launþega. Þar sem fólk má þéna vel ef það vill keppast eftir því. Þar sem ekki er verið að aumingjavæða heila þjóð og ala á kreppuhugsun svo að allir hafi það jafn skítt. Þar sem fólk má eiga sparifé inni á banka án þess að það sé skattlagt af yfirvöldum. Þar sem skattarnir lækka á meðan fólk á öllum aldri er að koma sér upp eigið húsnæði. Þar sem skattar lækka einnig ef fólk er tilbúið að búa í fámennum þorpum langt frá höfuðborginni því þar er einfaldlega dýrara að búa. Þetta er hvetjandi skattaastefna. Þar sem vörur í verslunum hækka og lækka eftir gengi krónunnar, sem sagt lægra og hærra gengi skilar sér beint til kaupenda en ekki bara til milliliða eða innflytjenda. Heiðarleiki í viðskiptum er eðlilegur hlutur hér. Í þessu samhengi hef ég ekki skilið hvers vegna hið háa gengi íslensku krónunnar hefur ekki skilað sér í lægra vöruverði til kaupenda á Íslandi. Já þar sem hver einstaklingur upplifir sanngjarna meðferð af yfirvöldum, ríkisstofnunum og öðrum opinberum aðilum sem starfa í þjónustu ríkisins. Það er mín reynsla. Þar sem starfsmönnum er það uppálagt að þjónusta fólkið vel. Þannig upplifi ég gamla föðurland okkar Íslendinga, Noreg, þar sem ég bý núna. Mín heitasta ósk er sú að Ísland komi sér upp jafn réttlátu sanngjörnu kerfi og hætti að aumingjavæða samfélagið sitt, heldur lyfti fólki upp og leyfi því að blómstra. Fólk vinni við það sem því langar til og þéni góð, jafnvel himinhá laun án þess að eiga það á hættu að verða refsað fyrir það með skattagrýlunni. Þá skapast loks góð orka og góður andi í landinu. Og þá kem ég kannski heim aftur! Burtu með þetta hugarfar vinstri stjórna! Að jafna lífskjör allra og miða við þá sem minnst eiga er fáránleg hugsjón og vonandi aldrei mögulegt. En ef við viljum endilega prófa, hættum þá að miða alla þjóðina við lægstu launin og förum að beina sjónum okkar upp til hærri launa og betri lífskjara. Við megum ekki eyða meiri tíma í þetta bull. Einföldum skattana, hendum út þessum fáránlegu skattþrepum sem Steingrímur og kompaní innleiddu. Gerum vel við barnafólk með ríkulegum barnabótum svo fólk vilji búa til börn eins og auglýsing Símans hvetur til. Íslendingum fer nefnilega fækkandi. Hættum að eyða allri þessari orku í niðurrif og kvart, notum orkuna frekar í að horfa til framtíðar, vinna saman, gera eitthvað skemmtilegt. Hlúum að og verum góð við alla, bæði ríka og fátæka. Það þurfa allir að finna að þeir skipti máli í heildarmyndinni. Förum á nýjan stað með þjóðina. Verum vinir á Alþingi. Hífum alla upp sem vilja klifra hærra upp launastigann á heiðarlegan hátt. Förum með alla þangað upp. Borgum öllum góð laun og réttlátar bætur. Það græðir engin þegar allir hafa það skítt. Klikkuð hugsjón? Kannski það en alla vegana miklu skemmtilegri til umhugsunar. Og auðvitað eiga allir þegnar landsins að hafa það gott en eðlilega spila ekki allir jafn vel úr spilum sínum. Það hefur alltaf verið svo. Hver er sinnar gæfu smiður. Bjartir tímar framunda? Já endilega!
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar