Formúla 1

Í beinni: Lokakeppni Formúlunnar | Uppgjör Hamilton og Rosberg

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Nico Rosberg og Lewis Hamilton.
Nico Rosberg og Lewis Hamilton.
Vísir er með beina textalýsingu frá lokamóti keppnistímabilsins í Formúlu 1 en þar mun ráðast hvor Mercedes-ökuþórinn verður heimsmeistari - Lewis Hamilton eða Nico Rosberg.

Þjóðverjinn Rosberg er með tólf stiga forystu á Hamilton í stigakeppni ökuþóra og þarf því aðeins að ná einu af þremur efstu sætunum í móti dagsins, sem fer fram í Abú Dabí, til að tryggja sér titilinn.

Þeir Hamilton og Rosberg hafa staðið í mikilli baráttu um titilinn allt tímabilið. Hamilton hefur þrívegis orðið heimsmeistari, þar af síðustu tvö tímabil, en Rosberg er að eltast við sinn fyrsta titil.

Ræst verður klukkan 13.00 en textalýsingu blaðamanns má sjá hér fyrir neðan. Keppnin er líka í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×