Már segir innistæðu forsendu vaxtalækkunar og horfir til Norðmanna Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. nóvember 2016 12:59 Már Guðmundsson seðlabankastjóri Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að innistæða verði að vera fyrir vaxtalækkunum Seðlabankans en Seðlabankinn hefur verið undir mikilli gagnrýni á síðustu vikum. Annars vegar fyrir að hafa kerfisbundið rangt fyrir sér í spám um þróun verðbólgunnar og hins vegar fyrir að hafa ekki lækkað vexti þegar svigrúm var til þess. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði. Verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág.Peningalegur ómöguleiki Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins rifjaði upp í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að Seðlabankinn hefði á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Seðlabankinn hafði þannig kerfisbundið rangt fyrir sér þegar þróun verðbólgunnar var annars vegar. Þess vegna voru vextir í landinu mun hærri en þeir þurftu að vera á á spátímanum.Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsinsEftir vaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar hinn 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir 2,5% markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu ákváðu nefndarmenn að halda vöxtum óbreyttum. Ásdís Kristjánsdóttir spurði í sinni grein: „Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það." Ásdís kallaði þetta peningalegan ómöguleika. „Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. “Erum að brjóta verðbólgudrauginn á bak aftur Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að það þyrfti að vera innistæða fyrir vaxtalækkunum. „Ég vona að okkur takist það á komandi tíð en það verður að vera vaxtalækkun sem er innistæða fyrir. Við erum búin að leggja gífurlega mikið á okkur við það að ná loksins þessu sögulega....við erum að ná að brjóta verðbólgudrauginn á bak aftur. Og særa hann þannig að hann eigi erfiðara með að rísa upp. Hann þarf að sleikja sárin lengi því verðbólguvæntingar eru komnar í markmið og vera þar í svolítinn tíma. Það er algjörlega sögulegt, við höfum ekki haft það áður. Auðvitað á eftir að reyna á þetta þegar það skapast aðstæður eins og til dæmis í Noregi þegar olíuverðið féll. Gengi norsku krónunnar fór niður en verðbólguvæntingar högguðust ekki. Þær voru fastar í 2,5 prósent. Þetta sýndi að þetta hafði fullan trúverðugleika og fólk hafði trú á að gengisverðið færi niður en verðbólga færi upp tímabundið en svo kemur hún aftur í markmið. Ef við komumst í þessa stöðu, sem vísbendingar eru um að við séum kannski komin í eða erum að nálgast, þá verður miklu auðveldara að beita peningastefnunni í hagstjórnarskyni. Því þegar við breytum vöxtunum verður það um leið bein breyting á raunvöxtum,“ sagði Már Guðmundsson. Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að innistæða verði að vera fyrir vaxtalækkunum Seðlabankans en Seðlabankinn hefur verið undir mikilli gagnrýni á síðustu vikum. Annars vegar fyrir að hafa kerfisbundið rangt fyrir sér í spám um þróun verðbólgunnar og hins vegar fyrir að hafa ekki lækkað vexti þegar svigrúm var til þess. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði. Verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág.Peningalegur ómöguleiki Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsins rifjaði upp í grein í Fréttablaðinu í síðustu viku að Seðlabankinn hefði á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Seðlabankinn hafði þannig kerfisbundið rangt fyrir sér þegar þróun verðbólgunnar var annars vegar. Þess vegna voru vextir í landinu mun hærri en þeir þurftu að vera á á spátímanum.Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur Samtaka atvinnulífsinsEftir vaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndar hinn 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir 2,5% markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu ákváðu nefndarmenn að halda vöxtum óbreyttum. Ásdís Kristjánsdóttir spurði í sinni grein: „Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það." Ásdís kallaði þetta peningalegan ómöguleika. „Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur. “Erum að brjóta verðbólgudrauginn á bak aftur Már Guðmundsson seðlabankastjóri var í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að það þyrfti að vera innistæða fyrir vaxtalækkunum. „Ég vona að okkur takist það á komandi tíð en það verður að vera vaxtalækkun sem er innistæða fyrir. Við erum búin að leggja gífurlega mikið á okkur við það að ná loksins þessu sögulega....við erum að ná að brjóta verðbólgudrauginn á bak aftur. Og særa hann þannig að hann eigi erfiðara með að rísa upp. Hann þarf að sleikja sárin lengi því verðbólguvæntingar eru komnar í markmið og vera þar í svolítinn tíma. Það er algjörlega sögulegt, við höfum ekki haft það áður. Auðvitað á eftir að reyna á þetta þegar það skapast aðstæður eins og til dæmis í Noregi þegar olíuverðið féll. Gengi norsku krónunnar fór niður en verðbólguvæntingar högguðust ekki. Þær voru fastar í 2,5 prósent. Þetta sýndi að þetta hafði fullan trúverðugleika og fólk hafði trú á að gengisverðið færi niður en verðbólga færi upp tímabundið en svo kemur hún aftur í markmið. Ef við komumst í þessa stöðu, sem vísbendingar eru um að við séum kannski komin í eða erum að nálgast, þá verður miklu auðveldara að beita peningastefnunni í hagstjórnarskyni. Því þegar við breytum vöxtunum verður það um leið bein breyting á raunvöxtum,“ sagði Már Guðmundsson.
Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira