Sterk króna skilar sér ekki til neytenda Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 13:14 Niðurstaðan hjá ASÍ er sú að neytendur virðast víða eiga inni verðslækkun á innfluttum vörum. Sterk staða krónunnar undanfarin misseri hefur skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Gengi krónunnar hefur styrkst um 12 prósent síðan í október 2015 og um 18 prósent ef litið er tvö ár aftur í tímann, til haustsins 2014. „Þetta hefur þær afleiðingar að talsvert ódýrara er orðið fyrir íslenska neytendur að versla vörur í útlöndum og eins er orðið ódýrara fyrir verslanir og þjónustuaðila að flytja inn vörur,“ segir í tilkynningunni. Í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig verðlag einstakra vöruflokka í undirvísitölum neysluverðs hefur þróast samkvæmt mælingum Hagstofunnar undanfarin tvö ár.„Gengisstyrkingin virðist skila sér með nokkuð misjöfnum hætti og dæmi eru um að innfluttar vörur hafi hækkað eða lækkað lítið í verði þrátt fyrir umtalsverða styrkingu krónunnar. Auk gengisstyrkingar var almennur virðisaukaskattur lækkaður úr 25,5% í 24% í upphafi árs 2015 og vörugjöld afnumin m.a. af stórum heimilistækjum, sjónvörpum, bílavarahlutum og byggingavörum. Við upphaf árs 2016 voru svo tollar afnumdir af fötum og skóm. Verðlækkun ætti því að eiga sér stað á þessum mörkuðum af tvennum ástæðum, sökum sterkara gengis og afnámi gjalda.“ Þá sýnir taflan jafnframt að stór heimilistæki hafa lækkað um 17 prósent síðan í október 2014 og má því gera ráð fyrir að þar hafi afnám vörugjalda haft áhrif, sömu sögu má segja um bílavarahluti og sjónvörp.Henny Hinz deildarstjóri hagdeildar hjá ASÍ.„Sé hins vegar litið á vöruflokkinn Viðhald efni sem inniheldur margskonar byggingarvörur kemur mjög á óvart að verð á þessum vörum hefur hækkað um 1,5% á síðustu tveimur árum. Þar voru vörugjöld afnumin í upphafi árs 2015 sem ætti eitt og sér að skila sér í lægra vöruverði líkt og hjá hinum vöruflokkunum, ásamt því sem 18% gengisstyrking ætti að hafa einhver áhrif," svo enn sé vitnað í fréttatilkynningu ASÍ. Einnig kemur fram að verð á fötum og skóm hefur lækkað um 5,6 prósent síðan í október 2015 en eins og Verðlagseftirlit ASÍ hefur áður bent á, voru tollar af fötum og skóm afnumdir í upphafi árs 2016 en áætlað var að það afnám eitt og sér ætti að skila 7-8 prósenta verðlækkun á þessum vöruflokki auk áhrifa af sterkara gengi. „Ljóst er að sú verðlækkun hefur ekki skilað sér til neytenda,“ segir í tilkynningunni. Húsgögn og lítil heimilisraftæki hafa hækkað í verði á undanförnu ári um 2 prósent. Ástæður þessa eru óljósar en þar sem hér er fyrst og fremst um innfluttar vörur að ræða ætla mætti að mikil gengisstyrking hefði átt að skila sér í lægra verði til neytenda. „Niðurstaðan er sú að neytendur virðast víða eiga inni verðslækkun á innfluttum vörum.“ Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Sterk staða krónunnar undanfarin misseri hefur skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Gengi krónunnar hefur styrkst um 12 prósent síðan í október 2015 og um 18 prósent ef litið er tvö ár aftur í tímann, til haustsins 2014. „Þetta hefur þær afleiðingar að talsvert ódýrara er orðið fyrir íslenska neytendur að versla vörur í útlöndum og eins er orðið ódýrara fyrir verslanir og þjónustuaðila að flytja inn vörur,“ segir í tilkynningunni. Í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig verðlag einstakra vöruflokka í undirvísitölum neysluverðs hefur þróast samkvæmt mælingum Hagstofunnar undanfarin tvö ár.„Gengisstyrkingin virðist skila sér með nokkuð misjöfnum hætti og dæmi eru um að innfluttar vörur hafi hækkað eða lækkað lítið í verði þrátt fyrir umtalsverða styrkingu krónunnar. Auk gengisstyrkingar var almennur virðisaukaskattur lækkaður úr 25,5% í 24% í upphafi árs 2015 og vörugjöld afnumin m.a. af stórum heimilistækjum, sjónvörpum, bílavarahlutum og byggingavörum. Við upphaf árs 2016 voru svo tollar afnumdir af fötum og skóm. Verðlækkun ætti því að eiga sér stað á þessum mörkuðum af tvennum ástæðum, sökum sterkara gengis og afnámi gjalda.“ Þá sýnir taflan jafnframt að stór heimilistæki hafa lækkað um 17 prósent síðan í október 2014 og má því gera ráð fyrir að þar hafi afnám vörugjalda haft áhrif, sömu sögu má segja um bílavarahluti og sjónvörp.Henny Hinz deildarstjóri hagdeildar hjá ASÍ.„Sé hins vegar litið á vöruflokkinn Viðhald efni sem inniheldur margskonar byggingarvörur kemur mjög á óvart að verð á þessum vörum hefur hækkað um 1,5% á síðustu tveimur árum. Þar voru vörugjöld afnumin í upphafi árs 2015 sem ætti eitt og sér að skila sér í lægra vöruverði líkt og hjá hinum vöruflokkunum, ásamt því sem 18% gengisstyrking ætti að hafa einhver áhrif," svo enn sé vitnað í fréttatilkynningu ASÍ. Einnig kemur fram að verð á fötum og skóm hefur lækkað um 5,6 prósent síðan í október 2015 en eins og Verðlagseftirlit ASÍ hefur áður bent á, voru tollar af fötum og skóm afnumdir í upphafi árs 2016 en áætlað var að það afnám eitt og sér ætti að skila 7-8 prósenta verðlækkun á þessum vöruflokki auk áhrifa af sterkara gengi. „Ljóst er að sú verðlækkun hefur ekki skilað sér til neytenda,“ segir í tilkynningunni. Húsgögn og lítil heimilisraftæki hafa hækkað í verði á undanförnu ári um 2 prósent. Ástæður þessa eru óljósar en þar sem hér er fyrst og fremst um innfluttar vörur að ræða ætla mætti að mikil gengisstyrking hefði átt að skila sér í lægra verði til neytenda. „Niðurstaðan er sú að neytendur virðast víða eiga inni verðslækkun á innfluttum vörum.“
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira