Sterk króna skilar sér ekki til neytenda Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 13:14 Niðurstaðan hjá ASÍ er sú að neytendur virðast víða eiga inni verðslækkun á innfluttum vörum. Sterk staða krónunnar undanfarin misseri hefur skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Gengi krónunnar hefur styrkst um 12 prósent síðan í október 2015 og um 18 prósent ef litið er tvö ár aftur í tímann, til haustsins 2014. „Þetta hefur þær afleiðingar að talsvert ódýrara er orðið fyrir íslenska neytendur að versla vörur í útlöndum og eins er orðið ódýrara fyrir verslanir og þjónustuaðila að flytja inn vörur,“ segir í tilkynningunni. Í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig verðlag einstakra vöruflokka í undirvísitölum neysluverðs hefur þróast samkvæmt mælingum Hagstofunnar undanfarin tvö ár.„Gengisstyrkingin virðist skila sér með nokkuð misjöfnum hætti og dæmi eru um að innfluttar vörur hafi hækkað eða lækkað lítið í verði þrátt fyrir umtalsverða styrkingu krónunnar. Auk gengisstyrkingar var almennur virðisaukaskattur lækkaður úr 25,5% í 24% í upphafi árs 2015 og vörugjöld afnumin m.a. af stórum heimilistækjum, sjónvörpum, bílavarahlutum og byggingavörum. Við upphaf árs 2016 voru svo tollar afnumdir af fötum og skóm. Verðlækkun ætti því að eiga sér stað á þessum mörkuðum af tvennum ástæðum, sökum sterkara gengis og afnámi gjalda.“ Þá sýnir taflan jafnframt að stór heimilistæki hafa lækkað um 17 prósent síðan í október 2014 og má því gera ráð fyrir að þar hafi afnám vörugjalda haft áhrif, sömu sögu má segja um bílavarahluti og sjónvörp.Henny Hinz deildarstjóri hagdeildar hjá ASÍ.„Sé hins vegar litið á vöruflokkinn Viðhald efni sem inniheldur margskonar byggingarvörur kemur mjög á óvart að verð á þessum vörum hefur hækkað um 1,5% á síðustu tveimur árum. Þar voru vörugjöld afnumin í upphafi árs 2015 sem ætti eitt og sér að skila sér í lægra vöruverði líkt og hjá hinum vöruflokkunum, ásamt því sem 18% gengisstyrking ætti að hafa einhver áhrif," svo enn sé vitnað í fréttatilkynningu ASÍ. Einnig kemur fram að verð á fötum og skóm hefur lækkað um 5,6 prósent síðan í október 2015 en eins og Verðlagseftirlit ASÍ hefur áður bent á, voru tollar af fötum og skóm afnumdir í upphafi árs 2016 en áætlað var að það afnám eitt og sér ætti að skila 7-8 prósenta verðlækkun á þessum vöruflokki auk áhrifa af sterkara gengi. „Ljóst er að sú verðlækkun hefur ekki skilað sér til neytenda,“ segir í tilkynningunni. Húsgögn og lítil heimilisraftæki hafa hækkað í verði á undanförnu ári um 2 prósent. Ástæður þessa eru óljósar en þar sem hér er fyrst og fremst um innfluttar vörur að ræða ætla mætti að mikil gengisstyrking hefði átt að skila sér í lægra verði til neytenda. „Niðurstaðan er sú að neytendur virðast víða eiga inni verðslækkun á innfluttum vörum.“ Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Sterk staða krónunnar undanfarin misseri hefur skilað sér illa til neytenda í formi lægra vöruverðs á mörgum innfluttum vörum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ASÍ. Gengi krónunnar hefur styrkst um 12 prósent síðan í október 2015 og um 18 prósent ef litið er tvö ár aftur í tímann, til haustsins 2014. „Þetta hefur þær afleiðingar að talsvert ódýrara er orðið fyrir íslenska neytendur að versla vörur í útlöndum og eins er orðið ódýrara fyrir verslanir og þjónustuaðila að flytja inn vörur,“ segir í tilkynningunni. Í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig verðlag einstakra vöruflokka í undirvísitölum neysluverðs hefur þróast samkvæmt mælingum Hagstofunnar undanfarin tvö ár.„Gengisstyrkingin virðist skila sér með nokkuð misjöfnum hætti og dæmi eru um að innfluttar vörur hafi hækkað eða lækkað lítið í verði þrátt fyrir umtalsverða styrkingu krónunnar. Auk gengisstyrkingar var almennur virðisaukaskattur lækkaður úr 25,5% í 24% í upphafi árs 2015 og vörugjöld afnumin m.a. af stórum heimilistækjum, sjónvörpum, bílavarahlutum og byggingavörum. Við upphaf árs 2016 voru svo tollar afnumdir af fötum og skóm. Verðlækkun ætti því að eiga sér stað á þessum mörkuðum af tvennum ástæðum, sökum sterkara gengis og afnámi gjalda.“ Þá sýnir taflan jafnframt að stór heimilistæki hafa lækkað um 17 prósent síðan í október 2014 og má því gera ráð fyrir að þar hafi afnám vörugjalda haft áhrif, sömu sögu má segja um bílavarahluti og sjónvörp.Henny Hinz deildarstjóri hagdeildar hjá ASÍ.„Sé hins vegar litið á vöruflokkinn Viðhald efni sem inniheldur margskonar byggingarvörur kemur mjög á óvart að verð á þessum vörum hefur hækkað um 1,5% á síðustu tveimur árum. Þar voru vörugjöld afnumin í upphafi árs 2015 sem ætti eitt og sér að skila sér í lægra vöruverði líkt og hjá hinum vöruflokkunum, ásamt því sem 18% gengisstyrking ætti að hafa einhver áhrif," svo enn sé vitnað í fréttatilkynningu ASÍ. Einnig kemur fram að verð á fötum og skóm hefur lækkað um 5,6 prósent síðan í október 2015 en eins og Verðlagseftirlit ASÍ hefur áður bent á, voru tollar af fötum og skóm afnumdir í upphafi árs 2016 en áætlað var að það afnám eitt og sér ætti að skila 7-8 prósenta verðlækkun á þessum vöruflokki auk áhrifa af sterkara gengi. „Ljóst er að sú verðlækkun hefur ekki skilað sér til neytenda,“ segir í tilkynningunni. Húsgögn og lítil heimilisraftæki hafa hækkað í verði á undanförnu ári um 2 prósent. Ástæður þessa eru óljósar en þar sem hér er fyrst og fremst um innfluttar vörur að ræða ætla mætti að mikil gengisstyrking hefði átt að skila sér í lægra verði til neytenda. „Niðurstaðan er sú að neytendur virðast víða eiga inni verðslækkun á innfluttum vörum.“
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira