Fjöldi aldraðra býr við bág kjör Björgvin Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Ný ríkisstjórn fær það verkefni að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en nýsamþykkt lög um almannatryggingar gera ráð fyrir. Ég hef hamrað á því í blaðagreinum allt síðasta kjörtímabil, að kjör aldraðra og öryrkja væru óásættanleg; það yrði að bæta þau myndarlega. Aldraðir ættu að geta lifað með reisn ævikvöld sitt. Öryrkjar ættu einnig að fá mannsæmandi kjör. En stjórnarherrar fráfarandi ríkisstjórnar lömdu hausnum við steininn allt kjörtímabilið, vildu ekki viðurkenna að neitt væri að hjá eldri borgurum og öryrkjum. Ég sagði alltaf, að dropinn holaði steininn, það mundi nást einhver árangur að lokum. Það rættist í kjölfar mikils baráttufundar Félags eldri borgara í Háskólabíó. Þá loks hreyfði ríkisstjórnin sig, ákvað að hækka aðeins lífeyri þeirra lífeyrisþega, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Áður hafði Eygló félagsmálaráðherra þverneitað því, að þessi lífeyrir yrði hækkaður, sagði, að það væru svo fáir á „strípuðum“ lífeyri! Ríkisstjórnin gaf einnig eftir í öðru máli; ákvað að taka upp 25 þús. króna frítekjumark vegna tekna lífeyrisþega. Fyrsti forustumaður fráfarandi stjórnar, sem tók undir málflutning eldri borgara þess efnis, að kjör aldraðra væru ekki nógu góð, var Lilja Alfreðsdóttir, nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins. Hún ritaði grein í Fréttablaðið um mál eldri borgara og sagði: Fjöldi fólks (eldri borgara) býr við bág kjör og kvíðir framtíðinni. Hér er vandinn loks viðurkenndur en það er fyrsta skilyrðið fyrir því, að nægar kjarabætur séu veittar öldruðum. Mér kemur þessi jákvæða afstaða hennar ekki óvart, þar eð hún er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, og þegar við Alfreð sátum saman í borgarstjórn var hann ákveðinn félagshyggjumaður. Við áttum gott samstarf.Launamisrétti að aukast Það er mikið verk að vinna að koma kjörum aldraðra og öryrkja í rétt horf. Það á ekki aðeins að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig að þeir geti rétt framfleytt sér. Nei, hækka á lífeyrinn það myndarlega, að lífeyrisþegar geti lifað með reisn og þurfi aldrei að kvíða morgundeginum. Ekkert bendir til þess að draga muni úr misrétti í þjóðfélaginu. Þvert á móti berast fréttir af því að launamisrétti sé að aukast. Ákveðið hefur verið að stórhækka enn laun þingmanna og ráðherra. Laun ráðherra hækka um hálfa milljón og verða um 2 milljónir á mánuði og laun þingmanna verða 1,1 milljón. Laun aldraðra og öryrkja eiga hins vegar að vera 195-227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þetta er siðlaust. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn fær það verkefni að bæta kjör aldraðra og öryrkja meira en nýsamþykkt lög um almannatryggingar gera ráð fyrir. Ég hef hamrað á því í blaðagreinum allt síðasta kjörtímabil, að kjör aldraðra og öryrkja væru óásættanleg; það yrði að bæta þau myndarlega. Aldraðir ættu að geta lifað með reisn ævikvöld sitt. Öryrkjar ættu einnig að fá mannsæmandi kjör. En stjórnarherrar fráfarandi ríkisstjórnar lömdu hausnum við steininn allt kjörtímabilið, vildu ekki viðurkenna að neitt væri að hjá eldri borgurum og öryrkjum. Ég sagði alltaf, að dropinn holaði steininn, það mundi nást einhver árangur að lokum. Það rættist í kjölfar mikils baráttufundar Félags eldri borgara í Háskólabíó. Þá loks hreyfði ríkisstjórnin sig, ákvað að hækka aðeins lífeyri þeirra lífeyrisþega, sem aðeins höfðu lífeyri frá almannatryggingum. Áður hafði Eygló félagsmálaráðherra þverneitað því, að þessi lífeyrir yrði hækkaður, sagði, að það væru svo fáir á „strípuðum“ lífeyri! Ríkisstjórnin gaf einnig eftir í öðru máli; ákvað að taka upp 25 þús. króna frítekjumark vegna tekna lífeyrisþega. Fyrsti forustumaður fráfarandi stjórnar, sem tók undir málflutning eldri borgara þess efnis, að kjör aldraðra væru ekki nógu góð, var Lilja Alfreðsdóttir, nýkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins. Hún ritaði grein í Fréttablaðið um mál eldri borgara og sagði: Fjöldi fólks (eldri borgara) býr við bág kjör og kvíðir framtíðinni. Hér er vandinn loks viðurkenndur en það er fyrsta skilyrðið fyrir því, að nægar kjarabætur séu veittar öldruðum. Mér kemur þessi jákvæða afstaða hennar ekki óvart, þar eð hún er dóttir Alfreðs Þorsteinssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa, og þegar við Alfreð sátum saman í borgarstjórn var hann ákveðinn félagshyggjumaður. Við áttum gott samstarf.Launamisrétti að aukast Það er mikið verk að vinna að koma kjörum aldraðra og öryrkja í rétt horf. Það á ekki aðeins að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja þannig að þeir geti rétt framfleytt sér. Nei, hækka á lífeyrinn það myndarlega, að lífeyrisþegar geti lifað með reisn og þurfi aldrei að kvíða morgundeginum. Ekkert bendir til þess að draga muni úr misrétti í þjóðfélaginu. Þvert á móti berast fréttir af því að launamisrétti sé að aukast. Ákveðið hefur verið að stórhækka enn laun þingmanna og ráðherra. Laun ráðherra hækka um hálfa milljón og verða um 2 milljónir á mánuði og laun þingmanna verða 1,1 milljón. Laun aldraðra og öryrkja eiga hins vegar að vera 195-227 þúsund á mánuði eftir skatt. Þetta er siðlaust. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun