Ráðuneyti lista og menningar Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 22. október 2016 07:00 Í aðdraganda þingkosninga hefur Bandalag íslenskra listamanna boðið frambjóðendum stjórnmálaflokkanna til samtals um málefni lista og menningar, með það að markmiði að byggja brýr milli sjónarmiða þeirra sem eiga stærstan þátt í eflingu skapandi atvinnugreina og þeirra sem bjóða sig fram til að stýra sameiginlegum málefnum þjóðarinnar næstu fjögur árin. Ég leyfi mér að fullyrða að samtalið hafi verið gagnlegt og gefandi fyrir báða aðila. Flókið starfsumhverfi Þær áherslur sem BÍL talar fyrir hafa mótast af reynslu listamanna og hönnuða af starfsumhverfinu sem bíður þeirra að loknu þriggja til fimm ára háskólanámi, ef frá eru taldir þeir sem afla sér doktorsgráðu, en þeim fer fjölgandi. Það umhverfi er nokkuð flókið fyrir margra hluta sakir. Skapandi störf eru í eðli sínu frábrugðin störfum sem hægt er að mæla í viðveru starfsmanns á tilteknum vinnustað, eða í magni framleiðslu sem skilað er að loknum starfsdegi. Oft starfa listamenn og hönnuðir sem launþegar, t.d. hjá samfélagslega reknum menningarstofnunum eða á almennum vinnumarkaði. Oft eru þeir sjálfstætt starfandi, einir sér eða sem hluti af hóp, t.d. leikhóp eða hljómsveit. Stundum reka þeir starfsemi undir eigin fyrirtæki og hafa þá fleiri starfsmenn á launum við sín listrænu störf. Raunar er ekki óalgengt að listamenn séu allt í senn; launþegar, atvinnurekendur, verktakar og einyrkjar. Það er af ásetningi sem hér eru ekki nefndir „sjálfboðaliðar“ en það er efni í aðra grein hvernig oft er ætlast til þess að listamenn leggi fram krafta sína án þess að greiðslur komi fyrir. Tvístruð stjórnsýsla Eins og aðrar atvinnugreinar þurfa listirnar stjórnsýslulegt umhverfi til að styðja sig við, enda um að ræða þann geira atvinnulífsins sem vex hvað hraðast í samfélagi á borð við okkar. Stjórnsýsla lista og skapandi greina hefur því miður ekki fylgt eðlilegri þróun í átt til nútímalegri stjórnarhátta. Til marks um það eru stjórnvaldsákvarðanir síðustu ára sem hafa tvístrað málaflokknum á fimm ráðuneyti. Flestar menningarstofnanir, launasjóðir listamanna og flestir verkefnatengdir sjóðir heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti, skapandi atvinnugreinar heyra undir iðnaðar- viðskiptaráðuneyti, kynning á listum og menningu erlendis heyrir undir utanríkisráðuneyti, menningararfurinn heyrir undir forsætisráðuneyti og menningarsamningar við landshlutasamtök sveitarfélaga heyra undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn Hugmyndin sem BÍL leggur mesta áherslu á nú er að stofnað verði sjálfstætt menningarmálaráðuneyti og málaflokknum verði safnað saman undir forystu ráðherra, sem sé frjáls undan málamiðlunum við annan krefjandi málaflokk. Hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndunum eru listir og menning oftar en ekki í sjálfstæðu ráðuneyti, oft í sambýli við lýðræðismál, mannréttindamál, æskulýðsmál og málefni trúfélaga. Það er samdóma álit fagfélaga listamanna að sjálfstæður menningarmálaráðherra hafi meira svigrúm til að berjast fyrir auknu vægi lista og menningar, í nánu samstarfi við ráðherra atvinnumála, sem eðli málsins samkvæmt fer með tiltekin málefni skapandi greina. Við teljum að sjálfstætt menningarmálaráðuneyti gæti jafnvel blásið lífi í staðnaða stjórnsýslu og lagt lið þverfaglegri nálgun í málefnum stjórnarráðsins almennt. Við teljum að sjálfstæður talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn verði bandamaður í baráttunni fyrir eflingu menningarstofnana og akademíu lista og hönnunar, fyrir þróun sjóðakerfis listanna og fyrir auknum skilningi á rannsóknarstarfi og nýsköpun innan geirans. Auk þess sem ráðherra lista og menningar myndi hafa svigrúm til að gera átak í skráningu menningartölfræði, útfærslu aðgerðaáætlunar á grundvelli menningarstefnu Alþingis, þróun miðstöðva lista og hönnunar auk stórátaks í fjölgun starfa í skapandi atvinnugreinum um land allt. Þessar hugmyndir eru nú ræddar af fullri alvöru innan stjórnmálaflokkanna og BÍL treystir því að niðurstaðan verði listum og skapandi atvinnugreinum í hag. PS. Rétt er að taka það fram að hugmyndin kallar ekki á fjölgun ráðherra þar sem um þessar mundir starfa tveir ráðherrar í atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður var stýrt af einum ráðherra atvinnumála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þingkosninga hefur Bandalag íslenskra listamanna boðið frambjóðendum stjórnmálaflokkanna til samtals um málefni lista og menningar, með það að markmiði að byggja brýr milli sjónarmiða þeirra sem eiga stærstan þátt í eflingu skapandi atvinnugreina og þeirra sem bjóða sig fram til að stýra sameiginlegum málefnum þjóðarinnar næstu fjögur árin. Ég leyfi mér að fullyrða að samtalið hafi verið gagnlegt og gefandi fyrir báða aðila. Flókið starfsumhverfi Þær áherslur sem BÍL talar fyrir hafa mótast af reynslu listamanna og hönnuða af starfsumhverfinu sem bíður þeirra að loknu þriggja til fimm ára háskólanámi, ef frá eru taldir þeir sem afla sér doktorsgráðu, en þeim fer fjölgandi. Það umhverfi er nokkuð flókið fyrir margra hluta sakir. Skapandi störf eru í eðli sínu frábrugðin störfum sem hægt er að mæla í viðveru starfsmanns á tilteknum vinnustað, eða í magni framleiðslu sem skilað er að loknum starfsdegi. Oft starfa listamenn og hönnuðir sem launþegar, t.d. hjá samfélagslega reknum menningarstofnunum eða á almennum vinnumarkaði. Oft eru þeir sjálfstætt starfandi, einir sér eða sem hluti af hóp, t.d. leikhóp eða hljómsveit. Stundum reka þeir starfsemi undir eigin fyrirtæki og hafa þá fleiri starfsmenn á launum við sín listrænu störf. Raunar er ekki óalgengt að listamenn séu allt í senn; launþegar, atvinnurekendur, verktakar og einyrkjar. Það er af ásetningi sem hér eru ekki nefndir „sjálfboðaliðar“ en það er efni í aðra grein hvernig oft er ætlast til þess að listamenn leggi fram krafta sína án þess að greiðslur komi fyrir. Tvístruð stjórnsýsla Eins og aðrar atvinnugreinar þurfa listirnar stjórnsýslulegt umhverfi til að styðja sig við, enda um að ræða þann geira atvinnulífsins sem vex hvað hraðast í samfélagi á borð við okkar. Stjórnsýsla lista og skapandi greina hefur því miður ekki fylgt eðlilegri þróun í átt til nútímalegri stjórnarhátta. Til marks um það eru stjórnvaldsákvarðanir síðustu ára sem hafa tvístrað málaflokknum á fimm ráðuneyti. Flestar menningarstofnanir, launasjóðir listamanna og flestir verkefnatengdir sjóðir heyra undir mennta- og menningarmálaráðuneyti, skapandi atvinnugreinar heyra undir iðnaðar- viðskiptaráðuneyti, kynning á listum og menningu erlendis heyrir undir utanríkisráðuneyti, menningararfurinn heyrir undir forsætisráðuneyti og menningarsamningar við landshlutasamtök sveitarfélaga heyra undir landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn Hugmyndin sem BÍL leggur mesta áherslu á nú er að stofnað verði sjálfstætt menningarmálaráðuneyti og málaflokknum verði safnað saman undir forystu ráðherra, sem sé frjáls undan málamiðlunum við annan krefjandi málaflokk. Hjá frændþjóðum okkar á Norðurlöndunum eru listir og menning oftar en ekki í sjálfstæðu ráðuneyti, oft í sambýli við lýðræðismál, mannréttindamál, æskulýðsmál og málefni trúfélaga. Það er samdóma álit fagfélaga listamanna að sjálfstæður menningarmálaráðherra hafi meira svigrúm til að berjast fyrir auknu vægi lista og menningar, í nánu samstarfi við ráðherra atvinnumála, sem eðli málsins samkvæmt fer með tiltekin málefni skapandi greina. Við teljum að sjálfstætt menningarmálaráðuneyti gæti jafnvel blásið lífi í staðnaða stjórnsýslu og lagt lið þverfaglegri nálgun í málefnum stjórnarráðsins almennt. Við teljum að sjálfstæður talsmaður lista og menningar í ríkisstjórn verði bandamaður í baráttunni fyrir eflingu menningarstofnana og akademíu lista og hönnunar, fyrir þróun sjóðakerfis listanna og fyrir auknum skilningi á rannsóknarstarfi og nýsköpun innan geirans. Auk þess sem ráðherra lista og menningar myndi hafa svigrúm til að gera átak í skráningu menningartölfræði, útfærslu aðgerðaáætlunar á grundvelli menningarstefnu Alþingis, þróun miðstöðva lista og hönnunar auk stórátaks í fjölgun starfa í skapandi atvinnugreinum um land allt. Þessar hugmyndir eru nú ræddar af fullri alvöru innan stjórnmálaflokkanna og BÍL treystir því að niðurstaðan verði listum og skapandi atvinnugreinum í hag. PS. Rétt er að taka það fram að hugmyndin kallar ekki á fjölgun ráðherra þar sem um þessar mundir starfa tveir ráðherrar í atvinnuvegaráðuneytinu, sem áður var stýrt af einum ráðherra atvinnumála.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun