Þegar ég verð gamall Kjartan Þór Ingason skrifar 21. október 2016 15:22 Málefni unga fólksins hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda kosningar rétt handan við hornið. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar málefnum ungra kjósenda er veifað á loft er eflaust húsnæðisvandinn, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fæðingarorlofssjóður enda allt brýn málefni sem tengjast veruleika margra á aldrinum 18 til 35 ára. Í mínum huga vantar þó inn í þessa upptalningu eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks, lífeyrisjóðakerfið. Ef til vill finnst einhverjum skjóta skökku við að eitt helsta hagsmunamál unga fólksins sé kerfi sem einstaklingar á eftirlaunaaldri reiði sig á. Athyglisvert er þó að á sama tíma og þetta viðhorf er ríkjandi í umræðunni er talað um mikilvægi þess að þeir sem ungir eru að árum setji sér markmið og hugi vel að sinni framtíð. Á þessum tímapunkti sé ég ekki fram á að njóta verðskuldaðra þæginda á mínum efri árum, þegar ég hef lokið við að leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfélagið. Í núverandi kerfi sé ég fram á að heildartekjur mínar verði langt undir lágmarkslaunum og að mér yrði refsað fyrir að starfa lengur í fullu- eða hlutastarfi (ef ég kýs það sjálfur og heilsan leyfir). Ef ég verð gamall í núverandi kerfi er eins gott að ég verði ekki einstæður, því þá yrði hætta á að mér yrði ómögulegt að borga hvort tveggja leigu- og lyfjakostnað. Í sannleika sagt vil ég síður þurfa að velja þarna á milli. Stjórnmálaaflið Viðreisn telur þennan veruleika ekki mannsæmandi endastöð fyrir fólk sem hefur stritað áratugum saman í þágu samfélagsins. Við viljum einfalda lífeyriskerfið og tryggja að heildartekjur verði aldrei lægri en sem nemur lágmarkslaunum hverju sinni. Með því að draga úr tekjutengingu getum við gefið fólki raunverulegt tækifæri til að bæta kjör sín, án þess að ríkið seilist með beinum hætti í vasa lífeyrisþega. Það er kominn tími til að hætta að tala um lífeyri eins og ölmusu og byrja að tala um lífeyrisgreiðslur sem laun, enda hefur þessi hópur svo sannarlega unnið fyrir þessum launum þótt þau séu greidd út síðar á lífsleiðinni. Ég vil ekki þurfa að eyða seinustu árum mínum í stöðuga baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum, vitandi það að enginn muni taka hanskann upp fyrir mig. Ég ætla því ekki sitja og þegja um stöðu eldri borgara þar til lífsklukkan mín slær 65 heldur huga að framtíðinni, stuðla að viðreisn lífeyriskerfisins og fara hrukkóttur og áhyggjulaus inn í efri árin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Sjá meira
Málefni unga fólksins hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarnar vikur enda kosningar rétt handan við hornið. Það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar málefnum ungra kjósenda er veifað á loft er eflaust húsnæðisvandinn, Lánasjóður íslenskra námsmanna og fæðingarorlofssjóður enda allt brýn málefni sem tengjast veruleika margra á aldrinum 18 til 35 ára. Í mínum huga vantar þó inn í þessa upptalningu eitt stærsta hagsmunamál ungs fólks, lífeyrisjóðakerfið. Ef til vill finnst einhverjum skjóta skökku við að eitt helsta hagsmunamál unga fólksins sé kerfi sem einstaklingar á eftirlaunaaldri reiði sig á. Athyglisvert er þó að á sama tíma og þetta viðhorf er ríkjandi í umræðunni er talað um mikilvægi þess að þeir sem ungir eru að árum setji sér markmið og hugi vel að sinni framtíð. Á þessum tímapunkti sé ég ekki fram á að njóta verðskuldaðra þæginda á mínum efri árum, þegar ég hef lokið við að leggja mitt af mörkum við að byggja upp samfélagið. Í núverandi kerfi sé ég fram á að heildartekjur mínar verði langt undir lágmarkslaunum og að mér yrði refsað fyrir að starfa lengur í fullu- eða hlutastarfi (ef ég kýs það sjálfur og heilsan leyfir). Ef ég verð gamall í núverandi kerfi er eins gott að ég verði ekki einstæður, því þá yrði hætta á að mér yrði ómögulegt að borga hvort tveggja leigu- og lyfjakostnað. Í sannleika sagt vil ég síður þurfa að velja þarna á milli. Stjórnmálaaflið Viðreisn telur þennan veruleika ekki mannsæmandi endastöð fyrir fólk sem hefur stritað áratugum saman í þágu samfélagsins. Við viljum einfalda lífeyriskerfið og tryggja að heildartekjur verði aldrei lægri en sem nemur lágmarkslaunum hverju sinni. Með því að draga úr tekjutengingu getum við gefið fólki raunverulegt tækifæri til að bæta kjör sín, án þess að ríkið seilist með beinum hætti í vasa lífeyrisþega. Það er kominn tími til að hætta að tala um lífeyri eins og ölmusu og byrja að tala um lífeyrisgreiðslur sem laun, enda hefur þessi hópur svo sannarlega unnið fyrir þessum launum þótt þau séu greidd út síðar á lífsleiðinni. Ég vil ekki þurfa að eyða seinustu árum mínum í stöðuga baráttu fyrir sjálfsögðum réttindum, vitandi það að enginn muni taka hanskann upp fyrir mig. Ég ætla því ekki sitja og þegja um stöðu eldri borgara þar til lífsklukkan mín slær 65 heldur huga að framtíðinni, stuðla að viðreisn lífeyriskerfisins og fara hrukkóttur og áhyggjulaus inn í efri árin.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun