Sem betur fer standa stjórnmálamenn ekki við loforð sín Lars Christensen skrifar 26. október 2016 09:00 Um næstu helgi ganga Íslendingar til þingkosninga sem lengi hefur verið beðið eftir. Ef skoðanakannanir reynast réttar megum við búast við miklum pólitískum breytingum. Hins vegar held ég að á margan hátt verði allt að „ganga sinn vanagang“ hvað þjóðhagfræðilegt ástand varðar, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur temprandi áhrif á alla stjórnmálaflokka að komast til valda. Í kosningabaráttunni núna hafa mörg loforð verið gefin um aukin opinber útgjöld – hvort sem það er í félagslegar bætur, menntun eða innviði – og það er nokkuð ljóst að ef nýkjörin ríkisstjórn stendur við öll þessi loforð þá kæmust ríkisfjármál á Íslandi í mikil vandræði. Raunar freistast ég til að segja að landið stæði frammi fyrir ríkisskuldakreppu.Fjármálamarkaðirnir segja okkur að slaka áEf Ísland gæti staðið frammi fyrir ríkisskuldakreppu ef ný ríkisstjórn stæði við öll loforð sín, af hverju fara þá fjármálamarkaðirnir ekki af hjörunum? Ástæðan er auðvitað sú að fjárfestar búast ekki við því að ný ríkisstjórn standi raunverulega við öll loforð sín um ný ríkisútgjöld. Reyndar eru alls engin merki um að fjármálamarkaðirnir hafi áhyggjur af kosningunum. Fyrir mér er það traustvekjandi en ég hefði ekki búist við neinu öðru því ég held að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að hlaupast frá loforðum sínum þegar þeir komast til valda – guði sé lof fyrir það. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi þarf að gera tilslakanir til að koma stefnu sinni í gegn og það þýðir að maður getur einfaldlega ekki náð öllu fram sem maður vill, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður. Í öðru lagi verður hvaða ríkisstjórn sem er fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir því að hún stendur frammi fyrir útgjaldatakmörkum og til langs tíma er einfaldlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Auðvitað er hægt að gera það í vissan tíma en ef fjárlagahallinn verður of mikill vilja fjárfestar einfaldlega ekki lengur fjármagna hallann og vextir rjúka upp. Það er auðvitað hægt að segja Seðlabankanum að fjármagna hallann með peningaprentun en ég veit ekki um neinn íslenskan stjórnmálamann sem vill í alvöru breyta Íslandi í Venesúela. Í þriðja lagi, ef ný ríkisstjórn byrjar að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn mun Seðlabankinn örugglega hækka stýrivexti til að halda aftur af verðbólguþrýstingi sem svona aukin ríkisútgjöld valda. Sérhver ríkisstjórn yrði að taka þetta með í reikninginn. Loks er það þannig í flestum vestrænum lýðræðisríkjum að þegar jafnvel pópúlískustu flokkar komast til valda virðast ráðherraembættin gera menn miklu raunsærri þegar kemur að ríkisfjármálunum. Mjög gott dæmi um þetta er öfgavinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi sem varð að svíkja flest loforð sín eftir að hann komst til valda. Af þessum ástæðum held ég ekki að ný ríkisstjórn á Íslandi verði eins óábyrg og sumir gætu óttast – það eru einfaldlega hindranir frá fjármálamörkuðunum, Seðlabankanum og almennum stofnunum á Íslandi, sem koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn sleppi alveg fram af sér beislinu. Að því sögðu væri það efnahagslega hættulegt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að gleyma þeirri staðreynd að maður getur ekki lengi eytt meiri peningum en maður aflar. Það á við um fjölskyldur, fyrirtæki og ríkisstjórnir. Það verður helsta verkefni nýs fjármálaráðherra að minna kjósendur og nýja þingmenn á þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Um næstu helgi ganga Íslendingar til þingkosninga sem lengi hefur verið beðið eftir. Ef skoðanakannanir reynast réttar megum við búast við miklum pólitískum breytingum. Hins vegar held ég að á margan hátt verði allt að „ganga sinn vanagang“ hvað þjóðhagfræðilegt ástand varðar, af þeirri einföldu ástæðu að það hefur temprandi áhrif á alla stjórnmálaflokka að komast til valda. Í kosningabaráttunni núna hafa mörg loforð verið gefin um aukin opinber útgjöld – hvort sem það er í félagslegar bætur, menntun eða innviði – og það er nokkuð ljóst að ef nýkjörin ríkisstjórn stendur við öll þessi loforð þá kæmust ríkisfjármál á Íslandi í mikil vandræði. Raunar freistast ég til að segja að landið stæði frammi fyrir ríkisskuldakreppu.Fjármálamarkaðirnir segja okkur að slaka áEf Ísland gæti staðið frammi fyrir ríkisskuldakreppu ef ný ríkisstjórn stæði við öll loforð sín, af hverju fara þá fjármálamarkaðirnir ekki af hjörunum? Ástæðan er auðvitað sú að fjárfestar búast ekki við því að ný ríkisstjórn standi raunverulega við öll loforð sín um ný ríkisútgjöld. Reyndar eru alls engin merki um að fjármálamarkaðirnir hafi áhyggjur af kosningunum. Fyrir mér er það traustvekjandi en ég hefði ekki búist við neinu öðru því ég held að stjórnmálamenn hafi tilhneigingu til að hlaupast frá loforðum sínum þegar þeir komast til valda – guði sé lof fyrir það. Það eru ýmsar ástæður fyrir þessu. Í fyrsta lagi þarf að gera tilslakanir til að koma stefnu sinni í gegn og það þýðir að maður getur einfaldlega ekki náð öllu fram sem maður vill, jafnvel þótt maður sé allur af vilja gerður. Í öðru lagi verður hvaða ríkisstjórn sem er fyrr eða síðar að gera sér grein fyrir því að hún stendur frammi fyrir útgjaldatakmörkum og til langs tíma er einfaldlega ekki hægt að eyða meiru en aflað er. Auðvitað er hægt að gera það í vissan tíma en ef fjárlagahallinn verður of mikill vilja fjárfestar einfaldlega ekki lengur fjármagna hallann og vextir rjúka upp. Það er auðvitað hægt að segja Seðlabankanum að fjármagna hallann með peningaprentun en ég veit ekki um neinn íslenskan stjórnmálamann sem vill í alvöru breyta Íslandi í Venesúela. Í þriðja lagi, ef ný ríkisstjórn byrjar að eyða peningum eins og enginn sé morgundagurinn mun Seðlabankinn örugglega hækka stýrivexti til að halda aftur af verðbólguþrýstingi sem svona aukin ríkisútgjöld valda. Sérhver ríkisstjórn yrði að taka þetta með í reikninginn. Loks er það þannig í flestum vestrænum lýðræðisríkjum að þegar jafnvel pópúlískustu flokkar komast til valda virðast ráðherraembættin gera menn miklu raunsærri þegar kemur að ríkisfjármálunum. Mjög gott dæmi um þetta er öfgavinstriflokkurinn Syriza í Grikklandi sem varð að svíkja flest loforð sín eftir að hann komst til valda. Af þessum ástæðum held ég ekki að ný ríkisstjórn á Íslandi verði eins óábyrg og sumir gætu óttast – það eru einfaldlega hindranir frá fjármálamörkuðunum, Seðlabankanum og almennum stofnunum á Íslandi, sem koma í veg fyrir að ný ríkisstjórn sleppi alveg fram af sér beislinu. Að því sögðu væri það efnahagslega hættulegt fyrir nýja ríkisstjórn að reyna að gleyma þeirri staðreynd að maður getur ekki lengi eytt meiri peningum en maður aflar. Það á við um fjölskyldur, fyrirtæki og ríkisstjórnir. Það verður helsta verkefni nýs fjármálaráðherra að minna kjósendur og nýja þingmenn á þetta.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar