Mál að linni... Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 28. október 2016 07:00 Í meira en áratug hef ég fylgst með þróun starfsemi Landspítala – Háskólasjúkrahúss (LSH) og skrifaði meistararitgerð í heilbrigðisstjórnun um sameiningu spítala í Reykjavík á sínum tíma. LSH er mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins, aðalsjúkrahús þess og aðalkennslustofnun í heilbrigðisfræðum. Í dag fer aðalstarfsemi LSH fram á tveimur stöðum, við Hringbraut og í Fossvogi (gamli Borgarspítalinn). Síðan ákvörðun var tekin árið 2002 um að framtíðarstaðsetning spítalans eigi að vera við Hringbraut hefur svæðið verið hannað og skipulag þess samþykkt, byggingar hannaðar og framkvæmdir hafnar. Það sem meira máli skiptir er að hönnun stærstu byggingarinnar, sk. meðferðakjarna sem mun rísa við Hringbraut, er í fullum gangi og frumhönnun rannsóknarhúss hefur verið auglýst. Ég hef verið hugsi yfir staðsetningu Landspítala og á köflum efins um hvort Hringbraut sé hentugasta staðsetningin. Fyrir um ári síðan gerði ég skýrslu um Landspítalann, þar sem m.a. var lagt til að byggður væri nýr spítali á nýjum stað. Undanfarna mánuði hef ég hins vegar sannfærst um að við eigum að reisa nýjar byggingar LSH við Hringbraut. Þetta segi ég nú vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir faglega framþróun spítalans að nýjar byggingar rísi sem fyrst. Við erum nú þegar farin að missa af hæfu heilbrigðisstarfsfólki sem hefur menntað sig erlendis sem kýs heldur að starfa þar áfram í stað þess að koma heim í úreltar byggingar og lélega vinnuaðstöðu. Byggingaframkvæmdir nýs Landspítala þola ekki meiri töf eða lengri bið og að mínu mati eigum við að spýta í lófana og flýta framkvæmdum. Samkvæmt áætlunum er gert er ráð fyrir því að meðferðakjarninn verði ekki tekinn í notkun fyrr en árið 2023. Stórskaðlegt að tefja framkvæmdir Það er stórskaðlegt fyrir framþróun og gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu að slá af eða tefja fyrirhugaðar framkvæmdir við Landspítala við Hringbraut til að byggja spítalann á nýjum stað. Það gæti tafið verkið um 10 ár, jafnvel lengur þar sem hefja þyrfti nýtt skipulagsferli, breytingar á svæðis- og aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og deiliskipulagsgerð. Áður en að hægt væri að fara í hönnunarvinnu þyrfti að fara í frumathugunargerð sem tæki fimm ár. Við frumathugun tæki við greiningarvinna (18 mánuðir) og svo áætlunargerð (fimm ár). Alls óvíst er hve mikið væri hægt að nýta þá vinnu sem þegar hefur verið unnin varðandi uppbyggingu á Landspítala. Umræðan um nýjan spítala á nýjum stað skilar okkur engu nema frestun á málinu sem við megum ekki við, því við megum engan tíma missa. Því tel ég að við eigum að leggjast öll á eitt og sameinast um að byggja upp nýjan og öflugan Landspítala við Hringbraut sem verði enn öflugri miðstöð heilbrigðisþjónustu, þróunar, vísinda, þekkingar, kennslu, innleiðingar nýrra meðferða og gæðaþróunar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í meira en áratug hef ég fylgst með þróun starfsemi Landspítala – Háskólasjúkrahúss (LSH) og skrifaði meistararitgerð í heilbrigðisstjórnun um sameiningu spítala í Reykjavík á sínum tíma. LSH er mikilvægasta heilbrigðisstofnun landsins, aðalsjúkrahús þess og aðalkennslustofnun í heilbrigðisfræðum. Í dag fer aðalstarfsemi LSH fram á tveimur stöðum, við Hringbraut og í Fossvogi (gamli Borgarspítalinn). Síðan ákvörðun var tekin árið 2002 um að framtíðarstaðsetning spítalans eigi að vera við Hringbraut hefur svæðið verið hannað og skipulag þess samþykkt, byggingar hannaðar og framkvæmdir hafnar. Það sem meira máli skiptir er að hönnun stærstu byggingarinnar, sk. meðferðakjarna sem mun rísa við Hringbraut, er í fullum gangi og frumhönnun rannsóknarhúss hefur verið auglýst. Ég hef verið hugsi yfir staðsetningu Landspítala og á köflum efins um hvort Hringbraut sé hentugasta staðsetningin. Fyrir um ári síðan gerði ég skýrslu um Landspítalann, þar sem m.a. var lagt til að byggður væri nýr spítali á nýjum stað. Undanfarna mánuði hef ég hins vegar sannfærst um að við eigum að reisa nýjar byggingar LSH við Hringbraut. Þetta segi ég nú vegna þess að það er lífsnauðsynlegt fyrir faglega framþróun spítalans að nýjar byggingar rísi sem fyrst. Við erum nú þegar farin að missa af hæfu heilbrigðisstarfsfólki sem hefur menntað sig erlendis sem kýs heldur að starfa þar áfram í stað þess að koma heim í úreltar byggingar og lélega vinnuaðstöðu. Byggingaframkvæmdir nýs Landspítala þola ekki meiri töf eða lengri bið og að mínu mati eigum við að spýta í lófana og flýta framkvæmdum. Samkvæmt áætlunum er gert er ráð fyrir því að meðferðakjarninn verði ekki tekinn í notkun fyrr en árið 2023. Stórskaðlegt að tefja framkvæmdir Það er stórskaðlegt fyrir framþróun og gæði íslenskrar heilbrigðisþjónustu að slá af eða tefja fyrirhugaðar framkvæmdir við Landspítala við Hringbraut til að byggja spítalann á nýjum stað. Það gæti tafið verkið um 10 ár, jafnvel lengur þar sem hefja þyrfti nýtt skipulagsferli, breytingar á svæðis- og aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og deiliskipulagsgerð. Áður en að hægt væri að fara í hönnunarvinnu þyrfti að fara í frumathugunargerð sem tæki fimm ár. Við frumathugun tæki við greiningarvinna (18 mánuðir) og svo áætlunargerð (fimm ár). Alls óvíst er hve mikið væri hægt að nýta þá vinnu sem þegar hefur verið unnin varðandi uppbyggingu á Landspítala. Umræðan um nýjan spítala á nýjum stað skilar okkur engu nema frestun á málinu sem við megum ekki við, því við megum engan tíma missa. Því tel ég að við eigum að leggjast öll á eitt og sameinast um að byggja upp nýjan og öflugan Landspítala við Hringbraut sem verði enn öflugri miðstöð heilbrigðisþjónustu, þróunar, vísinda, þekkingar, kennslu, innleiðingar nýrra meðferða og gæðaþróunar. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun