Drifkraftur sköpunargleðinnar Friðrik Rafnsson skrifar 28. október 2016 07:00 Enda þótt margoft og vel hafi verið sýnt fram á það undanfarin ár í lærðum skýrslum og úttektum að menningar- og listalífið í landinu sé ekki bara mannbætandi heldur verulega arðbært fer furðulega lítið fyrir umræðu um menningarmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Þó vitum við að menning hverrar þjóðar er undirstaða sjálfsskilnings hennar og sjálfsmyndar sem hún hefur þróað og fágað í gegnum aldirnar og gert henni kleift að laga sig að sífellt nýjum og breyttum tímum. Grímulaus græðgi og sérhagsmunagæsla varð til þess að íslenskt samfélag var um skeið á barmi gjaldþrots og hefur gengið í gegnum miklar þolraunir undanfarin ár. Landið virðist heldur vera að rísa en samfélagssáttmálinn er viðkvæmur, sérhagsmunaöflin eru söm við sig, og því er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að styrkja undirstöður samfélagsins, m.a. með því að efla og hlúa sem best að lista- og menningarstarfsemi í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Stefna fráfarandi ríkisstjórnar og meirihluta á Alþingi, fulltrúa sérhagsmunanna, hefur því miður verið ærið fjandsamleg menningarstarfi í landinu. Lista- og menningarstofnarnir hafa verið fjársveltar og metnaðarleysið algert. Þannig eru lykilstofnanir eins og Listasafn Íslands, Listaháskóli Íslands og Þjóðleikhúsið skelfilega fjársvelt og ein helsta menningarstofnun landsins, RÚV, hefur þurft að róa lífróður og draga saman reksturinn undanfarin ár, oft í afar sterkum pólitískum mótbyr. Það þekki ég vel af eigin raun sem stjórnarmaður í RÚV. Sá fjölbreytti hópur sem býður sig fram fyrir Bjarta framtíð er undantekningarlaust áhugafólk um menningarmál og margt af því er virkt á því sviði á einn eða annan hátt. Þar er stórpönkarinn og lestrarhesturinn Óttarr Proppé fremstur meðal jafningja. Áhugi á menningu er því ekki bara til staðar á tyllidögum hjá frambjóðendum Bjartrar framtíðar heldur sjálfsagður hluti af hversdagslífinu. Hér er ekki rúm til að útlista menningarstefnu Bjartrar framtíðar í smáatriðum en hún felst meðal annars í því að efla listkennslu á öllum skólastigum, standa vörð um höfundarréttinn, lækka skatta á menningarstarfsemi, þar á meðal á bækur, stórauka fjárveitingar til skapandi greina á öllum sviðum um allt land og efla menningarsamstarf okkar við aðrar þjóðir, enda er menningin besta leiðin til að byggja upp traust og vináttu milli þjóða. Einu gildir hvaða mælistika er notuð, efnahagsleg eða menningarleg, við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköpunargleðina og -kraftinn sem býr í þjóðinni og búa þannig til fjölbreyttara, skemmtilegra, manneskjulegra og auðugra samfélag.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Enda þótt margoft og vel hafi verið sýnt fram á það undanfarin ár í lærðum skýrslum og úttektum að menningar- og listalífið í landinu sé ekki bara mannbætandi heldur verulega arðbært fer furðulega lítið fyrir umræðu um menningarmál nú í aðdraganda alþingiskosninga. Þó vitum við að menning hverrar þjóðar er undirstaða sjálfsskilnings hennar og sjálfsmyndar sem hún hefur þróað og fágað í gegnum aldirnar og gert henni kleift að laga sig að sífellt nýjum og breyttum tímum. Grímulaus græðgi og sérhagsmunagæsla varð til þess að íslenskt samfélag var um skeið á barmi gjaldþrots og hefur gengið í gegnum miklar þolraunir undanfarin ár. Landið virðist heldur vera að rísa en samfélagssáttmálinn er viðkvæmur, sérhagsmunaöflin eru söm við sig, og því er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að styrkja undirstöður samfélagsins, m.a. með því að efla og hlúa sem best að lista- og menningarstarfsemi í öllum sínum fjölbreyttu myndum. Stefna fráfarandi ríkisstjórnar og meirihluta á Alþingi, fulltrúa sérhagsmunanna, hefur því miður verið ærið fjandsamleg menningarstarfi í landinu. Lista- og menningarstofnarnir hafa verið fjársveltar og metnaðarleysið algert. Þannig eru lykilstofnanir eins og Listasafn Íslands, Listaháskóli Íslands og Þjóðleikhúsið skelfilega fjársvelt og ein helsta menningarstofnun landsins, RÚV, hefur þurft að róa lífróður og draga saman reksturinn undanfarin ár, oft í afar sterkum pólitískum mótbyr. Það þekki ég vel af eigin raun sem stjórnarmaður í RÚV. Sá fjölbreytti hópur sem býður sig fram fyrir Bjarta framtíð er undantekningarlaust áhugafólk um menningarmál og margt af því er virkt á því sviði á einn eða annan hátt. Þar er stórpönkarinn og lestrarhesturinn Óttarr Proppé fremstur meðal jafningja. Áhugi á menningu er því ekki bara til staðar á tyllidögum hjá frambjóðendum Bjartrar framtíðar heldur sjálfsagður hluti af hversdagslífinu. Hér er ekki rúm til að útlista menningarstefnu Bjartrar framtíðar í smáatriðum en hún felst meðal annars í því að efla listkennslu á öllum skólastigum, standa vörð um höfundarréttinn, lækka skatta á menningarstarfsemi, þar á meðal á bækur, stórauka fjárveitingar til skapandi greina á öllum sviðum um allt land og efla menningarsamstarf okkar við aðrar þjóðir, enda er menningin besta leiðin til að byggja upp traust og vináttu milli þjóða. Einu gildir hvaða mælistika er notuð, efnahagsleg eða menningarleg, við græðum öll á því að virkja og örva enn betur sköpunargleðina og -kraftinn sem býr í þjóðinni og búa þannig til fjölbreyttara, skemmtilegra, manneskjulegra og auðugra samfélag.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun