Aukin norræn samvinna á alþjóðavettvangi Norðurlandaráð skrifar 28. október 2016 07:00 Hvernig eigum við að bregðast við fordæmalausum straumi flóttafólks í heiminum? Hvernig getum við tryggt að ný og metnaðarfull Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verði að veruleika? Hvað getum við best gert til að Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál verði fylgt fast eftir og lífshættuleg hlýnun jarðarinnar stöðvuð? Og hvernig getum við séð til þess að okkar norrænu velferðarsamfélög verði áfram leiðandi í heiminum þegar litið er til hagsældar, efnahagslegs jöfnuðar, mannréttinda og lífsgæða almennt? Allar þessar mikilvægu spurningar verða til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Kaupmannahöfn 31.10.-3.11. næstkomandi og að mati okkar jafnaðarmanna fer vel á því, enda er svaranna ekki síst að leita í stórauknu norrænu samstarfi – hér eftir sem hingað til. Það er nefnilega ekki tilviljun, að Norðurlöndin hafa á liðnum áratugum verið ótrúlega samstiga í þeim stórstígu framförum sem löndin öll hafa upplifað og heimsbyggðin horfir nú til í vaxandi mæli. Lykillinn er norræna velferðarmódelið, þar sem launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld líta á það sem sameiginlegt verkefni sitt að tryggja velferð allra, og norræn samvinna, þar sem Norðurlöndin, með formlegum og skipulegum hætti, bera saman bækur sínar, læra hvert af öðru og takast sameiginlega á hendur mikilvæg verkefni sem gagnast þeim öllum. Árangurinn talar sínu máli.Samræmi aðgerðir sínar Á þinginu í Kaupmannahöfn munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði legga áherslu á, að Norðurlöndin samræmi aðgerðir sínar þegar kemur að eftirfylgni og innleiðingu Parísarsamkomulagsins og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og við munum krefja forsætisráðherra landanna svara um þeirra sýn. Í báðum tilfellum hafa löndin öll, hvert með sínum hætti og einnig sameiginlega, mikilvægu hlutverki að gegna, enda leiðandi á mörgum sviðum sem undir sáttmálana heyra. Norðurlöndin eru einnig meðal ríkustu landa heims og bera sem slík meiri skyldur en ella. Auk fyrri tillagna okkar um þessi mál munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn kynna tvær nýjar tillögur sem þessu tengjast. Sömu rök eiga einnig við um flóttamannavandann eins og jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa áður bent á. Við fögnum mjög, því umfangsmikla samstarfi sem nú er hafið á vettvangi Norræna ráðherraráðsins um þessi mál og munum á þinginu í Kaupmannahöfn leggja til enn frekari vinnu til að efla og lyfta fram vel heppnuðum verkefnum á sviði innflytjendamála. Á komandi þingi Norðurlandaráðs munu jafnaðarmenn einnig árétta áherslur sínar varðandi nýframkomnar tillögur Poul Nielsons um aukið og breytt samstarf Norðurlandanna um vinnumarkaðsmál og krefja ráðherrana svara um þeirra stefnu. Stóraukin áhersla á menntun og vinnutengda endurhæfingu allt lífið, jafnrétti á vinnumarkaði og aukið frumkvæði og samstarf Norðurlandanna um málefni vinnumarkaðarins á alþjóðavettvangi, ekki síst innan Evrópusambandsins eru forgangsmál jafnaðarmanna í þessum efnum. Auk þessa munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn fylgja eftir eldri tillögum og leggja fram tvær nýjar um norrænt samstarf á sviði heilbrigðismála. Annars vegar um vísindasamstarf til að leita lækninga við taugasjúkdómum og hins vegar um aðgerðir til að bregðast við auknum sál- og geðrænum sjúkdómum meðal ungs fólks. Nánar má fræðast um ofangreindar tillögur og starf jafnaðarmanna í Norðurlandaráði á heimasíðu þingflokksins https://s-norden.org/. Phia Andersson þingmaður, Svíþjóð Helgi Hjörvar þingmaður, Íslandi Henrik Dam Kristensen forseti Norðurlandaráðs, Danmörku Maarit Feldt-Ranta þingmaður, Finnlandi Sonja Mandt þingmaður, NoregiÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hvernig eigum við að bregðast við fordæmalausum straumi flóttafólks í heiminum? Hvernig getum við tryggt að ný og metnaðarfull Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna verði að veruleika? Hvað getum við best gert til að Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál verði fylgt fast eftir og lífshættuleg hlýnun jarðarinnar stöðvuð? Og hvernig getum við séð til þess að okkar norrænu velferðarsamfélög verði áfram leiðandi í heiminum þegar litið er til hagsældar, efnahagslegs jöfnuðar, mannréttinda og lífsgæða almennt? Allar þessar mikilvægu spurningar verða til umfjöllunar á þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Kaupmannahöfn 31.10.-3.11. næstkomandi og að mati okkar jafnaðarmanna fer vel á því, enda er svaranna ekki síst að leita í stórauknu norrænu samstarfi – hér eftir sem hingað til. Það er nefnilega ekki tilviljun, að Norðurlöndin hafa á liðnum áratugum verið ótrúlega samstiga í þeim stórstígu framförum sem löndin öll hafa upplifað og heimsbyggðin horfir nú til í vaxandi mæli. Lykillinn er norræna velferðarmódelið, þar sem launafólk, atvinnurekendur og stjórnvöld líta á það sem sameiginlegt verkefni sitt að tryggja velferð allra, og norræn samvinna, þar sem Norðurlöndin, með formlegum og skipulegum hætti, bera saman bækur sínar, læra hvert af öðru og takast sameiginlega á hendur mikilvæg verkefni sem gagnast þeim öllum. Árangurinn talar sínu máli.Samræmi aðgerðir sínar Á þinginu í Kaupmannahöfn munu jafnaðarmenn í Norðurlandaráði legga áherslu á, að Norðurlöndin samræmi aðgerðir sínar þegar kemur að eftirfylgni og innleiðingu Parísarsamkomulagsins og Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og við munum krefja forsætisráðherra landanna svara um þeirra sýn. Í báðum tilfellum hafa löndin öll, hvert með sínum hætti og einnig sameiginlega, mikilvægu hlutverki að gegna, enda leiðandi á mörgum sviðum sem undir sáttmálana heyra. Norðurlöndin eru einnig meðal ríkustu landa heims og bera sem slík meiri skyldur en ella. Auk fyrri tillagna okkar um þessi mál munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn kynna tvær nýjar tillögur sem þessu tengjast. Sömu rök eiga einnig við um flóttamannavandann eins og jafnaðarmenn í Norðurlandaráði hafa áður bent á. Við fögnum mjög, því umfangsmikla samstarfi sem nú er hafið á vettvangi Norræna ráðherraráðsins um þessi mál og munum á þinginu í Kaupmannahöfn leggja til enn frekari vinnu til að efla og lyfta fram vel heppnuðum verkefnum á sviði innflytjendamála. Á komandi þingi Norðurlandaráðs munu jafnaðarmenn einnig árétta áherslur sínar varðandi nýframkomnar tillögur Poul Nielsons um aukið og breytt samstarf Norðurlandanna um vinnumarkaðsmál og krefja ráðherrana svara um þeirra stefnu. Stóraukin áhersla á menntun og vinnutengda endurhæfingu allt lífið, jafnrétti á vinnumarkaði og aukið frumkvæði og samstarf Norðurlandanna um málefni vinnumarkaðarins á alþjóðavettvangi, ekki síst innan Evrópusambandsins eru forgangsmál jafnaðarmanna í þessum efnum. Auk þessa munu jafnaðarmenn á þinginu í Kaupmannahöfn fylgja eftir eldri tillögum og leggja fram tvær nýjar um norrænt samstarf á sviði heilbrigðismála. Annars vegar um vísindasamstarf til að leita lækninga við taugasjúkdómum og hins vegar um aðgerðir til að bregðast við auknum sál- og geðrænum sjúkdómum meðal ungs fólks. Nánar má fræðast um ofangreindar tillögur og starf jafnaðarmanna í Norðurlandaráði á heimasíðu þingflokksins https://s-norden.org/. Phia Andersson þingmaður, Svíþjóð Helgi Hjörvar þingmaður, Íslandi Henrik Dam Kristensen forseti Norðurlandaráðs, Danmörku Maarit Feldt-Ranta þingmaður, Finnlandi Sonja Mandt þingmaður, NoregiÞessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun