Buchheit segir áróðursherferðina þekkt bragð Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. október 2016 19:15 Lee Buchheit, sem var ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta, segir herferð bandarískra sjóða þekkt bragð en segist ekki minnast þess að sjóðirnir hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga með auglýsingum daginn fyrir kosningar. Áróðursherferð Iceland Watch heldur áfram. Seðlabankastjóri segir að hópurinn fari með haldlausar staðhæfingar í auglýsingum. Í gær birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu frá þrýstihópnum Iceland Watch sem ekki má túlka öðru vísi en sem árás á íslensk stjórnvöld. Sama auglýsing birtist aftur í dag. Iceland Watch er verkefni þrýstihópsins Institute for Liberty. Sá sem stýrir stofnunni er Andrew Langer sem er málafylgjumaður (e. lobbyist) og kom að skipulagninga viðburða á árdögum Teboðshreyfingarinnar Vestanhafs. Hann er með alls kyns hressandi hluti á ferilskránni eins og að hafa reynt að beita sér gegn því að losun koltvísýrings eigi þátt í hlýnun jarðar, þegar nokkuð almenn samstaða er um það meðal vísindamanna. Í augýsingunni, sem birtist í gær og í dag, er flennistór mynd af Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og spurt er hver greiði fyrir opinbera spillingu og mismununarreglur á Íslandi. Már segir að þessi auglýsing hafi ekki raskað ró sinni því hann sé ýmsu vanur en tölurnar í auglýsingunni séu glórulausar. „Þrjátíu þúsund störf í viðbót í hagkerfi sem er við fulla atvinnu, ávinningur sem er einhver þrjátíu prósent af landsframleiðslu á ári. Þegar greinargerðin sem liggur þarna að baki er skoðuð er bara talað um kostnað sem fylgir höftunum en ekkert talað um losun hafta sem er að eiga sér stað,“ segir Már.Már Guðmundsson seðlabankastjóri lætur auglýsingar þrýstihóps ekki raska ró sinni.Staðhæfing um háttsettan starfsmann Seðlabankans hefur vakið athygli en í auglýsingunni segir: „Við höfum nú komist að því að verið er að rannsaka innanhúss Sturlu Pálsson, háttsettan aðila í Seðlabanka Íslands, fyrir meintar innherjaupplýsingar.“ Már segir þetta ekki eiga við nein rök að styðjast. Tveir bandarískir sjóðir, Eaton Vance og Autonomy, tóku ekki tilboði ríkisins um kaup á aflandskrónum fyrir gjaldeyri á tilteknu gengi og þurftu því að sæta því að aflandskrónur þeirra fóru inn á læsta reikninga sem bera hálft prósent vexti. Pétur Örn Sverrisson lögmaður þessara sjóða á Íslandi lét hafa eftir sér í samtali við Financial Times í vikunni að hann teldi að ný ríkisstjórn myndi taka öðruvísi á málefnum þessara sjóða og sýna meiri sanngirni. „Í mínum huga þá er örökrétt fyrir ríkisstjórnina að hafa þetta hangandi yfir sér,“ sagði Pétur. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir bandarísku sjóðina vera að kasta stríðshanska inn í kosningabaráttuna á Íslandi.Henda stríðshanska inn í kosningabaráttunaHafið þið látið skoða hvort þetta séu þeir sem fjármagna Iceland Watch? „Við höfum ekki sérstaka skoðun í það og það mætti sjálfsagt gera það en við vitum að innan þessas hóps er ekki samstaða og þeir aðilar sem þú nefndir eru þeir sem hafa verið árásargjarnastir. Þeir eru hér með þessari auglýsingu að henda stríðshanska inn í íslenska kosningabaráttu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Forsætisherra segir að sjóðirnir séu að planta þeirri hugmynd hjá fólki að það hafi verið óeðlileg nálgun hjá ríkisstjórninni og Seðlabankanum að setja hagsmuni almennings á Íslandi í forgang við úrlausn aflandskrónuvandans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir vísbendingar um hverjir standi að baki herferðinni.„Ég hef ekki staðfestar upplýsingar um neitt svoleiðis en hver og einn getur giskað.“ „Þeir hafi rödd sem virðist hlutlaus og yfirveguð“ Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit var lögfræðilegur ráðgjafi stjórnvalda við losun gjaldeyrishafta og kom því að vinnu gagnvart slitabúum föllnu bankanna og aflandskrónuvandanum. Hann segir þessar auglýsingar þekkt bragð. „Þessi tækni hefur verið notuð annars staðar. Hún snýst um að ósáttir kröfuhafar ráða annaðhvort einhverja stofnun sem lepp eða setja hana upp þannig að þeir hafi rödd sem virðist hlutlaus og yfirveguð. Þetta hefur verið gert áður en ég verð að segja að ég man ekki eftir dæmi um að þessar stofnanir hafi ákveðið að setja auglýsingar í dagblöð daginn fyrir kosningar, væntanlega til að hafa áhrif á úrslit kosninganna,“ segir Buchheit. Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Lee Buchheit, sem var ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta, segir herferð bandarískra sjóða þekkt bragð en segist ekki minnast þess að sjóðirnir hafi reynt að hafa áhrif á úrslit kosninga með auglýsingum daginn fyrir kosningar. Áróðursherferð Iceland Watch heldur áfram. Seðlabankastjóri segir að hópurinn fari með haldlausar staðhæfingar í auglýsingum. Í gær birtist heilsíðuauglýsing í Morgunblaðinu frá þrýstihópnum Iceland Watch sem ekki má túlka öðru vísi en sem árás á íslensk stjórnvöld. Sama auglýsing birtist aftur í dag. Iceland Watch er verkefni þrýstihópsins Institute for Liberty. Sá sem stýrir stofnunni er Andrew Langer sem er málafylgjumaður (e. lobbyist) og kom að skipulagninga viðburða á árdögum Teboðshreyfingarinnar Vestanhafs. Hann er með alls kyns hressandi hluti á ferilskránni eins og að hafa reynt að beita sér gegn því að losun koltvísýrings eigi þátt í hlýnun jarðar, þegar nokkuð almenn samstaða er um það meðal vísindamanna. Í augýsingunni, sem birtist í gær og í dag, er flennistór mynd af Má Guðmundssyni seðlabankastjóra og spurt er hver greiði fyrir opinbera spillingu og mismununarreglur á Íslandi. Már segir að þessi auglýsing hafi ekki raskað ró sinni því hann sé ýmsu vanur en tölurnar í auglýsingunni séu glórulausar. „Þrjátíu þúsund störf í viðbót í hagkerfi sem er við fulla atvinnu, ávinningur sem er einhver þrjátíu prósent af landsframleiðslu á ári. Þegar greinargerðin sem liggur þarna að baki er skoðuð er bara talað um kostnað sem fylgir höftunum en ekkert talað um losun hafta sem er að eiga sér stað,“ segir Már.Már Guðmundsson seðlabankastjóri lætur auglýsingar þrýstihóps ekki raska ró sinni.Staðhæfing um háttsettan starfsmann Seðlabankans hefur vakið athygli en í auglýsingunni segir: „Við höfum nú komist að því að verið er að rannsaka innanhúss Sturlu Pálsson, háttsettan aðila í Seðlabanka Íslands, fyrir meintar innherjaupplýsingar.“ Már segir þetta ekki eiga við nein rök að styðjast. Tveir bandarískir sjóðir, Eaton Vance og Autonomy, tóku ekki tilboði ríkisins um kaup á aflandskrónum fyrir gjaldeyri á tilteknu gengi og þurftu því að sæta því að aflandskrónur þeirra fóru inn á læsta reikninga sem bera hálft prósent vexti. Pétur Örn Sverrisson lögmaður þessara sjóða á Íslandi lét hafa eftir sér í samtali við Financial Times í vikunni að hann teldi að ný ríkisstjórn myndi taka öðruvísi á málefnum þessara sjóða og sýna meiri sanngirni. „Í mínum huga þá er örökrétt fyrir ríkisstjórnina að hafa þetta hangandi yfir sér,“ sagði Pétur. Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra segir bandarísku sjóðina vera að kasta stríðshanska inn í kosningabaráttuna á Íslandi.Henda stríðshanska inn í kosningabaráttunaHafið þið látið skoða hvort þetta séu þeir sem fjármagna Iceland Watch? „Við höfum ekki sérstaka skoðun í það og það mætti sjálfsagt gera það en við vitum að innan þessas hóps er ekki samstaða og þeir aðilar sem þú nefndir eru þeir sem hafa verið árásargjarnastir. Þeir eru hér með þessari auglýsingu að henda stríðshanska inn í íslenska kosningabaráttu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra. Forsætisherra segir að sjóðirnir séu að planta þeirri hugmynd hjá fólki að það hafi verið óeðlileg nálgun hjá ríkisstjórninni og Seðlabankanum að setja hagsmuni almennings á Íslandi í forgang við úrlausn aflandskrónuvandans. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir vísbendingar um hverjir standi að baki herferðinni.„Ég hef ekki staðfestar upplýsingar um neitt svoleiðis en hver og einn getur giskað.“ „Þeir hafi rödd sem virðist hlutlaus og yfirveguð“ Bandaríski lögmaðurinn Lee Buchheit var lögfræðilegur ráðgjafi stjórnvalda við losun gjaldeyrishafta og kom því að vinnu gagnvart slitabúum föllnu bankanna og aflandskrónuvandanum. Hann segir þessar auglýsingar þekkt bragð. „Þessi tækni hefur verið notuð annars staðar. Hún snýst um að ósáttir kröfuhafar ráða annaðhvort einhverja stofnun sem lepp eða setja hana upp þannig að þeir hafi rödd sem virðist hlutlaus og yfirveguð. Þetta hefur verið gert áður en ég verð að segja að ég man ekki eftir dæmi um að þessar stofnanir hafi ákveðið að setja auglýsingar í dagblöð daginn fyrir kosningar, væntanlega til að hafa áhrif á úrslit kosninganna,“ segir Buchheit.
Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Viðskipti innlent Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira