Lækkum vaxtabyrði heimila um 560.000-675.000 kr. á ári Guðjón Sigurbjartsson skrifar 13. október 2016 07:00 Opnun á erlenda lántöku sparar meðalheimili tvenn mánaðarlaun á ári, að teknu tilliti til kostnaðar við gengisvarnir. Heimili á Íslandi sem skulda 30 milljónir kr. greiða 750.000 til 900.000 kr. meira í vexti á ári en heimili í nágrannalöndunum. Það lætur nærri að við missum laun tveggja mánaða á hverju ári í vaxtahítina. Samkvæmt OECD hafa raunvextir skammtímalána verið að meðaltali 0,5%-1,5% í nágrannalöndum okkar en hér um 3,5%, að meðaltali síðustu 20 ár. Við hér greiðum sem sagt 2,5% til 3% hærri raunvexti en almennt gerist á evrusvæðinu. Svona mikill vaxtamunur er ekki náttúrulögmál, snýst ekki um legu landsins né hitastig. Þó má reikna með að vextir í krónunni verði ávallt 0,5 til 1% hærri vegna þunns markaðar fyrir krónuna. Almennt ráðast vextir af framboði og eftirspurn eftir lánsfé, ástandi hagkerfis og gæðum gjaldmiðils. Helstu leiðirnar til að lækka vexti hér eru: 1. Bætt hagstjórn sem nær niður sveiflum og verðbólgu. 2. Aukin samkeppni á fjármálamarkaði með tilkomu erlends banka. 3. Lækkun ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða niður í raunvexti nágrannalandanna. 4. Opnun á lántöku í erlendum gjaldmiðlum með betri gengisvörnum en áður. 5. Upptaka nýs gjaldmiðils, væntanlega evru vegna tengslanna við Evrópusambandið og mikilla viðskipta við Evrópu. Fyrr eða síðar hljótum við að taka upp alþjóðlega mynt í stað krónunnar vegna beins og óbeins kostnaðar við hana en það gerist ekki alveg á næstunni. Þangað til verðum við að fara aðrar leiðir að lækkun vaxta. Það gengur ekki að múra almenning inni í vaxtabólu krónunnar sem aðeins bankar og lífeyrissjóðir hagnast á.ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur gert athugasemd við fortakslaust bann við gengislánum enda er bannið í andstöðu við EES-samninginn. Alþingi verður því að opna á erlend lán enda mun það lækka vaxtakostnað mest af ofangreindum leiðum, að undanskildum nýjum gjaldmiðli. Til að minnka gengisáhættuna má skylda lántakendur til að afla sér varna gegn henni. Möguleg gengistrygging er að skylda lántakendur til að ávaxta hluta af lánsupphæðinni, til dæmis ¼, á bundnum reikningi í sömu mynt og lánið. Innstæðuna mætti aðeins nota til að mæta snöggu gengissigi, ef til greiðslufalls kæmi og til síðustu greiðslna af viðkomandi láni. Það þýðir að taka þarf hærra lán en ella, en það borgar sig samt. Hugsanlega myndu bankarnir bjóða ódýrari tryggingar sem væru metnar jafn gildar. Fyrir hjón sem skulda nettó 30 milljónir króna erlent lán og væru að greiða 2,5%-3% lægri raunvexti en hér viðgangast, verður nettó raunvaxtalækkunin að frádregnum kostnaði við gengisvarnir líklega nálægt ¾ af vaxtamuninum eða 560.000-675.000 kr. á ári fyrir hjónin, en það svarar til 1-2 mánaðarlauna beggja eftir skatta. Mestu vaxtalækkunina fáum við ef við tökum upp evru því það mun auk þess að lækka raunvexti minnka áhættu og auka trúverðugleika hagkerfisins sem eflir vöxt efnahagslífsins. Gjaldmiðill er ekki heppilegt tákn um sjálfstæði þjóðar. Hann er tæki til að geyma og skiptast á verðmætum. Algengt er að þjóðir sameinist um gjaldmiðil svo sem dollar og evru. Þangað til við fáum alþjóðlegan gjaldmiðil verðum við að lækka okkar allt of háu vaxtabyrði eftir færum leiðum. Það hvernig til tekst segir talsvert til um hvort við erum öflug sjálfstæð þjóð.Heimildir: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, Seðlabankinn 2012 Samanburðurinn sem gleymdist, Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, 2016Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Opnun á erlenda lántöku sparar meðalheimili tvenn mánaðarlaun á ári, að teknu tilliti til kostnaðar við gengisvarnir. Heimili á Íslandi sem skulda 30 milljónir kr. greiða 750.000 til 900.000 kr. meira í vexti á ári en heimili í nágrannalöndunum. Það lætur nærri að við missum laun tveggja mánaða á hverju ári í vaxtahítina. Samkvæmt OECD hafa raunvextir skammtímalána verið að meðaltali 0,5%-1,5% í nágrannalöndum okkar en hér um 3,5%, að meðaltali síðustu 20 ár. Við hér greiðum sem sagt 2,5% til 3% hærri raunvexti en almennt gerist á evrusvæðinu. Svona mikill vaxtamunur er ekki náttúrulögmál, snýst ekki um legu landsins né hitastig. Þó má reikna með að vextir í krónunni verði ávallt 0,5 til 1% hærri vegna þunns markaðar fyrir krónuna. Almennt ráðast vextir af framboði og eftirspurn eftir lánsfé, ástandi hagkerfis og gæðum gjaldmiðils. Helstu leiðirnar til að lækka vexti hér eru: 1. Bætt hagstjórn sem nær niður sveiflum og verðbólgu. 2. Aukin samkeppni á fjármálamarkaði með tilkomu erlends banka. 3. Lækkun ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða niður í raunvexti nágrannalandanna. 4. Opnun á lántöku í erlendum gjaldmiðlum með betri gengisvörnum en áður. 5. Upptaka nýs gjaldmiðils, væntanlega evru vegna tengslanna við Evrópusambandið og mikilla viðskipta við Evrópu. Fyrr eða síðar hljótum við að taka upp alþjóðlega mynt í stað krónunnar vegna beins og óbeins kostnaðar við hana en það gerist ekki alveg á næstunni. Þangað til verðum við að fara aðrar leiðir að lækkun vaxta. Það gengur ekki að múra almenning inni í vaxtabólu krónunnar sem aðeins bankar og lífeyrissjóðir hagnast á.ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur gert athugasemd við fortakslaust bann við gengislánum enda er bannið í andstöðu við EES-samninginn. Alþingi verður því að opna á erlend lán enda mun það lækka vaxtakostnað mest af ofangreindum leiðum, að undanskildum nýjum gjaldmiðli. Til að minnka gengisáhættuna má skylda lántakendur til að afla sér varna gegn henni. Möguleg gengistrygging er að skylda lántakendur til að ávaxta hluta af lánsupphæðinni, til dæmis ¼, á bundnum reikningi í sömu mynt og lánið. Innstæðuna mætti aðeins nota til að mæta snöggu gengissigi, ef til greiðslufalls kæmi og til síðustu greiðslna af viðkomandi láni. Það þýðir að taka þarf hærra lán en ella, en það borgar sig samt. Hugsanlega myndu bankarnir bjóða ódýrari tryggingar sem væru metnar jafn gildar. Fyrir hjón sem skulda nettó 30 milljónir króna erlent lán og væru að greiða 2,5%-3% lægri raunvexti en hér viðgangast, verður nettó raunvaxtalækkunin að frádregnum kostnaði við gengisvarnir líklega nálægt ¾ af vaxtamuninum eða 560.000-675.000 kr. á ári fyrir hjónin, en það svarar til 1-2 mánaðarlauna beggja eftir skatta. Mestu vaxtalækkunina fáum við ef við tökum upp evru því það mun auk þess að lækka raunvexti minnka áhættu og auka trúverðugleika hagkerfisins sem eflir vöxt efnahagslífsins. Gjaldmiðill er ekki heppilegt tákn um sjálfstæði þjóðar. Hann er tæki til að geyma og skiptast á verðmætum. Algengt er að þjóðir sameinist um gjaldmiðil svo sem dollar og evru. Þangað til við fáum alþjóðlegan gjaldmiðil verðum við að lækka okkar allt of háu vaxtabyrði eftir færum leiðum. Það hvernig til tekst segir talsvert til um hvort við erum öflug sjálfstæð þjóð.Heimildir: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, Seðlabankinn 2012 Samanburðurinn sem gleymdist, Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, 2016Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun