Lækkum vaxtabyrði heimila um 560.000-675.000 kr. á ári Guðjón Sigurbjartsson skrifar 13. október 2016 07:00 Opnun á erlenda lántöku sparar meðalheimili tvenn mánaðarlaun á ári, að teknu tilliti til kostnaðar við gengisvarnir. Heimili á Íslandi sem skulda 30 milljónir kr. greiða 750.000 til 900.000 kr. meira í vexti á ári en heimili í nágrannalöndunum. Það lætur nærri að við missum laun tveggja mánaða á hverju ári í vaxtahítina. Samkvæmt OECD hafa raunvextir skammtímalána verið að meðaltali 0,5%-1,5% í nágrannalöndum okkar en hér um 3,5%, að meðaltali síðustu 20 ár. Við hér greiðum sem sagt 2,5% til 3% hærri raunvexti en almennt gerist á evrusvæðinu. Svona mikill vaxtamunur er ekki náttúrulögmál, snýst ekki um legu landsins né hitastig. Þó má reikna með að vextir í krónunni verði ávallt 0,5 til 1% hærri vegna þunns markaðar fyrir krónuna. Almennt ráðast vextir af framboði og eftirspurn eftir lánsfé, ástandi hagkerfis og gæðum gjaldmiðils. Helstu leiðirnar til að lækka vexti hér eru: 1. Bætt hagstjórn sem nær niður sveiflum og verðbólgu. 2. Aukin samkeppni á fjármálamarkaði með tilkomu erlends banka. 3. Lækkun ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða niður í raunvexti nágrannalandanna. 4. Opnun á lántöku í erlendum gjaldmiðlum með betri gengisvörnum en áður. 5. Upptaka nýs gjaldmiðils, væntanlega evru vegna tengslanna við Evrópusambandið og mikilla viðskipta við Evrópu. Fyrr eða síðar hljótum við að taka upp alþjóðlega mynt í stað krónunnar vegna beins og óbeins kostnaðar við hana en það gerist ekki alveg á næstunni. Þangað til verðum við að fara aðrar leiðir að lækkun vaxta. Það gengur ekki að múra almenning inni í vaxtabólu krónunnar sem aðeins bankar og lífeyrissjóðir hagnast á.ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur gert athugasemd við fortakslaust bann við gengislánum enda er bannið í andstöðu við EES-samninginn. Alþingi verður því að opna á erlend lán enda mun það lækka vaxtakostnað mest af ofangreindum leiðum, að undanskildum nýjum gjaldmiðli. Til að minnka gengisáhættuna má skylda lántakendur til að afla sér varna gegn henni. Möguleg gengistrygging er að skylda lántakendur til að ávaxta hluta af lánsupphæðinni, til dæmis ¼, á bundnum reikningi í sömu mynt og lánið. Innstæðuna mætti aðeins nota til að mæta snöggu gengissigi, ef til greiðslufalls kæmi og til síðustu greiðslna af viðkomandi láni. Það þýðir að taka þarf hærra lán en ella, en það borgar sig samt. Hugsanlega myndu bankarnir bjóða ódýrari tryggingar sem væru metnar jafn gildar. Fyrir hjón sem skulda nettó 30 milljónir króna erlent lán og væru að greiða 2,5%-3% lægri raunvexti en hér viðgangast, verður nettó raunvaxtalækkunin að frádregnum kostnaði við gengisvarnir líklega nálægt ¾ af vaxtamuninum eða 560.000-675.000 kr. á ári fyrir hjónin, en það svarar til 1-2 mánaðarlauna beggja eftir skatta. Mestu vaxtalækkunina fáum við ef við tökum upp evru því það mun auk þess að lækka raunvexti minnka áhættu og auka trúverðugleika hagkerfisins sem eflir vöxt efnahagslífsins. Gjaldmiðill er ekki heppilegt tákn um sjálfstæði þjóðar. Hann er tæki til að geyma og skiptast á verðmætum. Algengt er að þjóðir sameinist um gjaldmiðil svo sem dollar og evru. Þangað til við fáum alþjóðlegan gjaldmiðil verðum við að lækka okkar allt of háu vaxtabyrði eftir færum leiðum. Það hvernig til tekst segir talsvert til um hvort við erum öflug sjálfstæð þjóð.Heimildir: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, Seðlabankinn 2012 Samanburðurinn sem gleymdist, Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, 2016Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Opnun á erlenda lántöku sparar meðalheimili tvenn mánaðarlaun á ári, að teknu tilliti til kostnaðar við gengisvarnir. Heimili á Íslandi sem skulda 30 milljónir kr. greiða 750.000 til 900.000 kr. meira í vexti á ári en heimili í nágrannalöndunum. Það lætur nærri að við missum laun tveggja mánaða á hverju ári í vaxtahítina. Samkvæmt OECD hafa raunvextir skammtímalána verið að meðaltali 0,5%-1,5% í nágrannalöndum okkar en hér um 3,5%, að meðaltali síðustu 20 ár. Við hér greiðum sem sagt 2,5% til 3% hærri raunvexti en almennt gerist á evrusvæðinu. Svona mikill vaxtamunur er ekki náttúrulögmál, snýst ekki um legu landsins né hitastig. Þó má reikna með að vextir í krónunni verði ávallt 0,5 til 1% hærri vegna þunns markaðar fyrir krónuna. Almennt ráðast vextir af framboði og eftirspurn eftir lánsfé, ástandi hagkerfis og gæðum gjaldmiðils. Helstu leiðirnar til að lækka vexti hér eru: 1. Bætt hagstjórn sem nær niður sveiflum og verðbólgu. 2. Aukin samkeppni á fjármálamarkaði með tilkomu erlends banka. 3. Lækkun ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða niður í raunvexti nágrannalandanna. 4. Opnun á lántöku í erlendum gjaldmiðlum með betri gengisvörnum en áður. 5. Upptaka nýs gjaldmiðils, væntanlega evru vegna tengslanna við Evrópusambandið og mikilla viðskipta við Evrópu. Fyrr eða síðar hljótum við að taka upp alþjóðlega mynt í stað krónunnar vegna beins og óbeins kostnaðar við hana en það gerist ekki alveg á næstunni. Þangað til verðum við að fara aðrar leiðir að lækkun vaxta. Það gengur ekki að múra almenning inni í vaxtabólu krónunnar sem aðeins bankar og lífeyrissjóðir hagnast á.ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur gert athugasemd við fortakslaust bann við gengislánum enda er bannið í andstöðu við EES-samninginn. Alþingi verður því að opna á erlend lán enda mun það lækka vaxtakostnað mest af ofangreindum leiðum, að undanskildum nýjum gjaldmiðli. Til að minnka gengisáhættuna má skylda lántakendur til að afla sér varna gegn henni. Möguleg gengistrygging er að skylda lántakendur til að ávaxta hluta af lánsupphæðinni, til dæmis ¼, á bundnum reikningi í sömu mynt og lánið. Innstæðuna mætti aðeins nota til að mæta snöggu gengissigi, ef til greiðslufalls kæmi og til síðustu greiðslna af viðkomandi láni. Það þýðir að taka þarf hærra lán en ella, en það borgar sig samt. Hugsanlega myndu bankarnir bjóða ódýrari tryggingar sem væru metnar jafn gildar. Fyrir hjón sem skulda nettó 30 milljónir króna erlent lán og væru að greiða 2,5%-3% lægri raunvexti en hér viðgangast, verður nettó raunvaxtalækkunin að frádregnum kostnaði við gengisvarnir líklega nálægt ¾ af vaxtamuninum eða 560.000-675.000 kr. á ári fyrir hjónin, en það svarar til 1-2 mánaðarlauna beggja eftir skatta. Mestu vaxtalækkunina fáum við ef við tökum upp evru því það mun auk þess að lækka raunvexti minnka áhættu og auka trúverðugleika hagkerfisins sem eflir vöxt efnahagslífsins. Gjaldmiðill er ekki heppilegt tákn um sjálfstæði þjóðar. Hann er tæki til að geyma og skiptast á verðmætum. Algengt er að þjóðir sameinist um gjaldmiðil svo sem dollar og evru. Þangað til við fáum alþjóðlegan gjaldmiðil verðum við að lækka okkar allt of háu vaxtabyrði eftir færum leiðum. Það hvernig til tekst segir talsvert til um hvort við erum öflug sjálfstæð þjóð.Heimildir: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, Seðlabankinn 2012 Samanburðurinn sem gleymdist, Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, 2016Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson Skoðun