Lækkum vaxtabyrði heimila um 560.000-675.000 kr. á ári Guðjón Sigurbjartsson skrifar 13. október 2016 07:00 Opnun á erlenda lántöku sparar meðalheimili tvenn mánaðarlaun á ári, að teknu tilliti til kostnaðar við gengisvarnir. Heimili á Íslandi sem skulda 30 milljónir kr. greiða 750.000 til 900.000 kr. meira í vexti á ári en heimili í nágrannalöndunum. Það lætur nærri að við missum laun tveggja mánaða á hverju ári í vaxtahítina. Samkvæmt OECD hafa raunvextir skammtímalána verið að meðaltali 0,5%-1,5% í nágrannalöndum okkar en hér um 3,5%, að meðaltali síðustu 20 ár. Við hér greiðum sem sagt 2,5% til 3% hærri raunvexti en almennt gerist á evrusvæðinu. Svona mikill vaxtamunur er ekki náttúrulögmál, snýst ekki um legu landsins né hitastig. Þó má reikna með að vextir í krónunni verði ávallt 0,5 til 1% hærri vegna þunns markaðar fyrir krónuna. Almennt ráðast vextir af framboði og eftirspurn eftir lánsfé, ástandi hagkerfis og gæðum gjaldmiðils. Helstu leiðirnar til að lækka vexti hér eru: 1. Bætt hagstjórn sem nær niður sveiflum og verðbólgu. 2. Aukin samkeppni á fjármálamarkaði með tilkomu erlends banka. 3. Lækkun ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða niður í raunvexti nágrannalandanna. 4. Opnun á lántöku í erlendum gjaldmiðlum með betri gengisvörnum en áður. 5. Upptaka nýs gjaldmiðils, væntanlega evru vegna tengslanna við Evrópusambandið og mikilla viðskipta við Evrópu. Fyrr eða síðar hljótum við að taka upp alþjóðlega mynt í stað krónunnar vegna beins og óbeins kostnaðar við hana en það gerist ekki alveg á næstunni. Þangað til verðum við að fara aðrar leiðir að lækkun vaxta. Það gengur ekki að múra almenning inni í vaxtabólu krónunnar sem aðeins bankar og lífeyrissjóðir hagnast á.ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur gert athugasemd við fortakslaust bann við gengislánum enda er bannið í andstöðu við EES-samninginn. Alþingi verður því að opna á erlend lán enda mun það lækka vaxtakostnað mest af ofangreindum leiðum, að undanskildum nýjum gjaldmiðli. Til að minnka gengisáhættuna má skylda lántakendur til að afla sér varna gegn henni. Möguleg gengistrygging er að skylda lántakendur til að ávaxta hluta af lánsupphæðinni, til dæmis ¼, á bundnum reikningi í sömu mynt og lánið. Innstæðuna mætti aðeins nota til að mæta snöggu gengissigi, ef til greiðslufalls kæmi og til síðustu greiðslna af viðkomandi láni. Það þýðir að taka þarf hærra lán en ella, en það borgar sig samt. Hugsanlega myndu bankarnir bjóða ódýrari tryggingar sem væru metnar jafn gildar. Fyrir hjón sem skulda nettó 30 milljónir króna erlent lán og væru að greiða 2,5%-3% lægri raunvexti en hér viðgangast, verður nettó raunvaxtalækkunin að frádregnum kostnaði við gengisvarnir líklega nálægt ¾ af vaxtamuninum eða 560.000-675.000 kr. á ári fyrir hjónin, en það svarar til 1-2 mánaðarlauna beggja eftir skatta. Mestu vaxtalækkunina fáum við ef við tökum upp evru því það mun auk þess að lækka raunvexti minnka áhættu og auka trúverðugleika hagkerfisins sem eflir vöxt efnahagslífsins. Gjaldmiðill er ekki heppilegt tákn um sjálfstæði þjóðar. Hann er tæki til að geyma og skiptast á verðmætum. Algengt er að þjóðir sameinist um gjaldmiðil svo sem dollar og evru. Þangað til við fáum alþjóðlegan gjaldmiðil verðum við að lækka okkar allt of háu vaxtabyrði eftir færum leiðum. Það hvernig til tekst segir talsvert til um hvort við erum öflug sjálfstæð þjóð.Heimildir: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, Seðlabankinn 2012 Samanburðurinn sem gleymdist, Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, 2016Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Opnun á erlenda lántöku sparar meðalheimili tvenn mánaðarlaun á ári, að teknu tilliti til kostnaðar við gengisvarnir. Heimili á Íslandi sem skulda 30 milljónir kr. greiða 750.000 til 900.000 kr. meira í vexti á ári en heimili í nágrannalöndunum. Það lætur nærri að við missum laun tveggja mánaða á hverju ári í vaxtahítina. Samkvæmt OECD hafa raunvextir skammtímalána verið að meðaltali 0,5%-1,5% í nágrannalöndum okkar en hér um 3,5%, að meðaltali síðustu 20 ár. Við hér greiðum sem sagt 2,5% til 3% hærri raunvexti en almennt gerist á evrusvæðinu. Svona mikill vaxtamunur er ekki náttúrulögmál, snýst ekki um legu landsins né hitastig. Þó má reikna með að vextir í krónunni verði ávallt 0,5 til 1% hærri vegna þunns markaðar fyrir krónuna. Almennt ráðast vextir af framboði og eftirspurn eftir lánsfé, ástandi hagkerfis og gæðum gjaldmiðils. Helstu leiðirnar til að lækka vexti hér eru: 1. Bætt hagstjórn sem nær niður sveiflum og verðbólgu. 2. Aukin samkeppni á fjármálamarkaði með tilkomu erlends banka. 3. Lækkun ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða niður í raunvexti nágrannalandanna. 4. Opnun á lántöku í erlendum gjaldmiðlum með betri gengisvörnum en áður. 5. Upptaka nýs gjaldmiðils, væntanlega evru vegna tengslanna við Evrópusambandið og mikilla viðskipta við Evrópu. Fyrr eða síðar hljótum við að taka upp alþjóðlega mynt í stað krónunnar vegna beins og óbeins kostnaðar við hana en það gerist ekki alveg á næstunni. Þangað til verðum við að fara aðrar leiðir að lækkun vaxta. Það gengur ekki að múra almenning inni í vaxtabólu krónunnar sem aðeins bankar og lífeyrissjóðir hagnast á.ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur gert athugasemd við fortakslaust bann við gengislánum enda er bannið í andstöðu við EES-samninginn. Alþingi verður því að opna á erlend lán enda mun það lækka vaxtakostnað mest af ofangreindum leiðum, að undanskildum nýjum gjaldmiðli. Til að minnka gengisáhættuna má skylda lántakendur til að afla sér varna gegn henni. Möguleg gengistrygging er að skylda lántakendur til að ávaxta hluta af lánsupphæðinni, til dæmis ¼, á bundnum reikningi í sömu mynt og lánið. Innstæðuna mætti aðeins nota til að mæta snöggu gengissigi, ef til greiðslufalls kæmi og til síðustu greiðslna af viðkomandi láni. Það þýðir að taka þarf hærra lán en ella, en það borgar sig samt. Hugsanlega myndu bankarnir bjóða ódýrari tryggingar sem væru metnar jafn gildar. Fyrir hjón sem skulda nettó 30 milljónir króna erlent lán og væru að greiða 2,5%-3% lægri raunvexti en hér viðgangast, verður nettó raunvaxtalækkunin að frádregnum kostnaði við gengisvarnir líklega nálægt ¾ af vaxtamuninum eða 560.000-675.000 kr. á ári fyrir hjónin, en það svarar til 1-2 mánaðarlauna beggja eftir skatta. Mestu vaxtalækkunina fáum við ef við tökum upp evru því það mun auk þess að lækka raunvexti minnka áhættu og auka trúverðugleika hagkerfisins sem eflir vöxt efnahagslífsins. Gjaldmiðill er ekki heppilegt tákn um sjálfstæði þjóðar. Hann er tæki til að geyma og skiptast á verðmætum. Algengt er að þjóðir sameinist um gjaldmiðil svo sem dollar og evru. Þangað til við fáum alþjóðlegan gjaldmiðil verðum við að lækka okkar allt of háu vaxtabyrði eftir færum leiðum. Það hvernig til tekst segir talsvert til um hvort við erum öflug sjálfstæð þjóð.Heimildir: Valkostir Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum, Seðlabankinn 2012 Samanburðurinn sem gleymdist, Benedikt Jóhannesson stærðfræðingur, 2016Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar