
Alþjóðlegi sjónverndardagurinn
Á Íslandi eru um 1500 manns á skrá hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Af þeim eru um 10% 0 - 18 ára, 20% eru 19 - 66 ára og 70% eru 67 ára og eldri.
Helstu orsakir blindu og sjónskerðingar hérlendis eru: Aldurstengd augnbotnahrörnun (AMD) er langalgengast en um 54% sjónskertra glíma við AMD. RP eða Retinitis Pigmentosa er arfgengur hrörnunarsjúkdómur í sjónhimnu og algengasta orsök sjónskerðingar hjá ungu fólki. RP getur í sumum tilfellum leitt til alblindu. Um 6% blindra og sjónskertra eru með RP. Gláka er safn sjúkdóma sem orsakast af skemmdum á sjóntaug og einkennast af minnkandi sjón og blindu ef ekkert er að gert. Gláka er oft einkennalaus á byrjunarstigi. Rúm 6% allra blindra og sjónskertra eru með gláku. Listi annarra orsaka blindu og sjónskerðingar er langur en til dæmis má nefna ýmsa aðra sjúkdóma, slys og meðfæddar orsakir. Má þar meðal annars nefna sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma.
En hvað getur almenningur gert til að hlúa að sjóninni? Það er ýmislegt sem hægt er að hafa í huga varðandi sjónvernd. Fyrst má nefna reglulegar augnskoðanir. Það er hægt að hafa alvarlega sjúkdóma án einkenna og sumir þeirra geta þróast hratt ef þeir eru ekki meðhöndlaðir. Þess vegna er mikilvægt að fara reglulega í augnskoðun til augnlæknis og fá meðhöndlun áður en skaðinn er skeður. Þeir sem reykja eru 3-4 sinnum líklegri til að fá aldursbundna augnbotnahrörnun. Með því að hætta að reykja minnka líkurnar á því að þróa með sér aldursbundna augnbotnahrörnun.
Heilbrigður lífsstíll
Hreyfing og hollur matur er mikilvægur þáttur í sjónvernd. Neysla fæðu sem innheldur andoxunarík vítamín er góð fyrir heilsuna almennt og einnig augun. Ofþyngd, kyrrseta og hár blóðþrýstingur eru áhættuþættir sem geta valdið sjúkdómum í augum og ber þar helst að nefna sykursýki. Þeir sem hafa þurra aldursbundna augnbotnahrörnun skulu ráðfæra sig við augnlækni um vítamín fyrir augun.
Verndið augun frá sólarljósi. Það er vel þekkt að skaðlegir geislar sólarinnar geta valdið bruna á mannslíkamanum. Augun eru þar engin undantekning. Útfjólubláir geislar sólarinnar geta flýtt fyrir skýmyndun í augasteinum. Notkun hatta og sólgleraugna með að minnsta kosti 98% vörn verndar viðkvæma húðina í kringum augun og augun sjálf frá ysta lagi til sjónhimnunnar í augnbotninum. Allir sem fara í augnsteinaskipti ættu að setja upp sólgleraugu sama dag til að hlífa ljósnæmu skynfrumunum í augnbotninum við skyndilegri birtubreytingu sem verður þegar geislar sólarinnar flæða aftur óhindrað inn í augun.
Það er æskilegt að nota viðurkennd öryggisgleraugu við íþróttaiðkun þar sem hætta er á að fá t.d. bolta í augun. Einnig eru öryggisgleraugu nauðsynleg þegar unnið er með verkfæri þar smáhlutir geta skotist í augun og þegar skotið er upp flugeldum. Þá má ekki gleyma hreinlæti. Það margborgar sig að vera hreinn á höndunum áður en fingur fer upp í augað ef hann á annað borð á erindi þangað. Það dregur úr sýkingarhættu.
Það er að mörgu að huga og að lokum má benda á að heilbrigður lífstíll gerir einnig alla endurhæfingu léttari ef sjónin skyldi skerðast.
Skoðun

Hungurverkfall í 21 dag
Samuel Rostøl skrifar

Bergið headspace er 5 ára
Bjarney Rún Haraldsdóttir skrifar

Neistaflug
Guðmundur Engilbertsson skrifar

Breytum orðum í aðgerðir - hraðari árangur til 2030
Auður Hrefna Guðmundsdóttir,Vala Karen Viðarsdóttir skrifar

Ekki meinlaus heldur hatursfull orðræða
Anna Lilja Björnsdóttir,Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar

Hugum að heyrn
Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Bílrúðuviðgerð er ókeypis og umhverfisvæn
Ágúst Mogensen skrifar

Stór orð en ekkert fjármagn
Kristrún Frostadóttir skrifar

Lýðheilsulög?
Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar

Hvati til orkuskipta
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Frelsi á útsölu
Indriði Ingi Stefánsson skrifar

Gervigreind og höfundaréttur
Henry Alexander Henrysson skrifar

Aðstandendur heilabilunarsjúklinga
Magnús Karl Magnússon skrifar

Hvers vegna má ekki ræða hagræðingu?
Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Kosningar í Póllandi
Jacek Godek skrifar

Velferð við upphaf þingvetrar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Orkulaus orkuskipti?
Jón Trausti Ólafsson skrifar

Er samtalið búið?
Guðlaugur Bragason skrifar

80 dauðsföll á þessu ári
Sigmar Guðmundsson skrifar

Lægstu barnabætur aldarinnar?
Kristófer Már Maronsson skrifar

Hvað gera bændur nú?
Trausti Hjálmarsson skrifar

Hljóð og mynd fara ekki saman hjá stjórnvöldum varðandi ferðaþjónustu
Jóhannes Þór Skúlason skrifar

Hagsmuni borgarbúa í fyrsta sæti
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Sjúkraliðar mættir til leiks
Sandra B. Franks skrifar

Íslendingar standa ekki gegn hatri
Þórarinn Hjartarson skrifar

ESB jók framlög til landbúnaðar um 430 milljónir evra í sumar
Erna Bjarnadóttir skrifar

Svandís sýndi á spilin
Birgir Dýrfjörð skrifar

Sumar hinna háu sekta
Ingvar Smári Birgisson skrifar

Má Landsvirkjun henda milljörðum?
Rafnar Lárusson skrifar

Mikilvægi geðræktar og áhrif vímuefna á líðan okkar
Bergþóra Kristín Ingvarsdóttir skrifar