1.500 hestafla Audi R8 Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2016 10:56 Sportbíllinn Audi R8 hefur hingað til ekki þótt neinn letingi með sinni 610 hestafla 5,2 lítra V10 vél en það þykir sumum engan veginn nægt afl. Breytingafyrirtækið Speedriven í Chicago er einmitt á þeirri skoðun og tekur að sér að eiga við vél bílsins uns hún skilar 1.500 hestöflum til allra hjóla bílsins. Til þess að sjálfskiptingin í bílnum þoli allt þetta afl þarf einnig að eiga við hana og Speedriven breytir einnig fjöðrun bílsins svo hún henti betur þessu brjálaða afli. Speedriven setur tvær stórar forþjöppur ofan á vélina, eykur loftflæði hennar til muna, breytir innsprautun eldsneytis og liðkar fyrir loftflæði pústkerfisins. Eftir breytinguna er Audi R8 sléttar 2 sekúndur í 100 km hraða og fer kvartmíluna á undir 10 sekúndum og með 241 km endahraða. Það sést ekki mikið á ytra útliti þeirra R8 bíla sem Speedriven hefur breytt, en þó eru sérlega breiða 18 tommu afturdekk undir bílunum og 20 tommu dekk að framan. Speedriven ætlar að breyta 25 Audi R8 bílum og áhugasamir eigendur R8 þurfa bara að setja sig á samband við Speedriven og panta tíma fyrir breytingarnar. Ekki kemur fram hvað breytingar Speedriven kosta, en eitthvað þarf líklega að greiða fyrir auka 900 hestöfl. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent
Sportbíllinn Audi R8 hefur hingað til ekki þótt neinn letingi með sinni 610 hestafla 5,2 lítra V10 vél en það þykir sumum engan veginn nægt afl. Breytingafyrirtækið Speedriven í Chicago er einmitt á þeirri skoðun og tekur að sér að eiga við vél bílsins uns hún skilar 1.500 hestöflum til allra hjóla bílsins. Til þess að sjálfskiptingin í bílnum þoli allt þetta afl þarf einnig að eiga við hana og Speedriven breytir einnig fjöðrun bílsins svo hún henti betur þessu brjálaða afli. Speedriven setur tvær stórar forþjöppur ofan á vélina, eykur loftflæði hennar til muna, breytir innsprautun eldsneytis og liðkar fyrir loftflæði pústkerfisins. Eftir breytinguna er Audi R8 sléttar 2 sekúndur í 100 km hraða og fer kvartmíluna á undir 10 sekúndum og með 241 km endahraða. Það sést ekki mikið á ytra útliti þeirra R8 bíla sem Speedriven hefur breytt, en þó eru sérlega breiða 18 tommu afturdekk undir bílunum og 20 tommu dekk að framan. Speedriven ætlar að breyta 25 Audi R8 bílum og áhugasamir eigendur R8 þurfa bara að setja sig á samband við Speedriven og panta tíma fyrir breytingarnar. Ekki kemur fram hvað breytingar Speedriven kosta, en eitthvað þarf líklega að greiða fyrir auka 900 hestöfl.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent