Teitur er tilbúinn Aron Leví Beck skrifar 17. október 2016 16:20 Neytendasamtökin kjósa sér nýjan formann um næstu helgi eða laugardaginn 22. október. Þá kemur í ljós hver fær það mikilvæga hlutverk að vera talsmaður neytenda í landinu. Það er ferlega mikilvægt verkefni því þó við séum öll neytendur – og þannig stærsti hagsmunahópur í landinu – þá erum neytendur oft dreifðir og óskipulagðir. Neytendasamtökin þurfa því að vera öflug og formaður þeirra duglegur, drífandi og óragur við að taka slaginn. Formaðurinn gefur nefnilega tóninn fyrir allt starf samtakanna og ef hann er sterkur – þá eru samtökin sterk. Það er af þessari ástæðu sem ég styð Teit Atlason sem næsta formann. Teitur hefur sýnt það og sannað sem varaformaður Neytendasamtakana síðustu ár að hann er rétti maðurinn til að vera talsmaður neytenda á Íslandi. Í hverju málinu af öðru hefur hann stigið fram og varið hagsmuni almennings, spurt óþægilegra en nauðsynlegra spurninga, veitt fyrirtækjum eðlilegt aðhald og barist gegn okri og svindli hvar sem það birtist. Teitur talar um málin eins og þau eru og er ekkert að sykurhúða hlutina þegar þeir eru ekki í lagi. Mér fannst til dæmis frábært hvernig hann beitti sér í Borgunarmálinu og um málefni Auðkennis, í umræðunni um umhverfisvænar merkingar (sem voru hvorki fugl né fiskur) og nú síðast hvernig erlendir ferðamenn eru stundum snuðaðir, sem bitnar á endanum á okkur öllum. Í öllum þessu málum sýndi Teitur frumkvæði, baráttuþrek og síðast en ekki síst djörfung því það er ekki allra að skora voldug öfl og fjársterk fyrirtæki á hólm. En talsmaður neytenda má aldrei vera hræddur – ef eitthvað er þá eiga þeir sem eru að svína á neytendum að vera hræddir við hann! Í öllum þessum málum og mörgum fleirum hefur Teitur sýnt að hann er rétti maðurinn í starfið. Og ég held að Neytendasamtökin séu líka tilbúin til að stíga betur upp og berjast enn betur fyrir málefnum neytenda. Þau þurfa að gera það því það víða er pottur brotinn og það þarf alltaf að vera á verði og sækja fram með hagsmuni neytenda. Það gerir það enginn nema við sjálf. Núverandi formaður og allur sá fjöldi fólks sem hefur starfað í neytendamálum á undanförnum árum og áratugum hefur staðið sig vel og margir sigrar hafa unnist. En það má og þarf að gera enn betur. Nýir samskiptamiðlar fela í sér alls konar tækifæri til þess, en það er ekki nóg að hafa tæki og tól, það þarf líka að beita þeim. Til þess þurfum við líka ferska og kjarkaða forystumenn, með góða dómgreind og skýra rödd. Teitur er tilbúinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aron Leví Beck Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Neytendasamtökin kjósa sér nýjan formann um næstu helgi eða laugardaginn 22. október. Þá kemur í ljós hver fær það mikilvæga hlutverk að vera talsmaður neytenda í landinu. Það er ferlega mikilvægt verkefni því þó við séum öll neytendur – og þannig stærsti hagsmunahópur í landinu – þá erum neytendur oft dreifðir og óskipulagðir. Neytendasamtökin þurfa því að vera öflug og formaður þeirra duglegur, drífandi og óragur við að taka slaginn. Formaðurinn gefur nefnilega tóninn fyrir allt starf samtakanna og ef hann er sterkur – þá eru samtökin sterk. Það er af þessari ástæðu sem ég styð Teit Atlason sem næsta formann. Teitur hefur sýnt það og sannað sem varaformaður Neytendasamtakana síðustu ár að hann er rétti maðurinn til að vera talsmaður neytenda á Íslandi. Í hverju málinu af öðru hefur hann stigið fram og varið hagsmuni almennings, spurt óþægilegra en nauðsynlegra spurninga, veitt fyrirtækjum eðlilegt aðhald og barist gegn okri og svindli hvar sem það birtist. Teitur talar um málin eins og þau eru og er ekkert að sykurhúða hlutina þegar þeir eru ekki í lagi. Mér fannst til dæmis frábært hvernig hann beitti sér í Borgunarmálinu og um málefni Auðkennis, í umræðunni um umhverfisvænar merkingar (sem voru hvorki fugl né fiskur) og nú síðast hvernig erlendir ferðamenn eru stundum snuðaðir, sem bitnar á endanum á okkur öllum. Í öllum þessu málum sýndi Teitur frumkvæði, baráttuþrek og síðast en ekki síst djörfung því það er ekki allra að skora voldug öfl og fjársterk fyrirtæki á hólm. En talsmaður neytenda má aldrei vera hræddur – ef eitthvað er þá eiga þeir sem eru að svína á neytendum að vera hræddir við hann! Í öllum þessum málum og mörgum fleirum hefur Teitur sýnt að hann er rétti maðurinn í starfið. Og ég held að Neytendasamtökin séu líka tilbúin til að stíga betur upp og berjast enn betur fyrir málefnum neytenda. Þau þurfa að gera það því það víða er pottur brotinn og það þarf alltaf að vera á verði og sækja fram með hagsmuni neytenda. Það gerir það enginn nema við sjálf. Núverandi formaður og allur sá fjöldi fólks sem hefur starfað í neytendamálum á undanförnum árum og áratugum hefur staðið sig vel og margir sigrar hafa unnist. En það má og þarf að gera enn betur. Nýir samskiptamiðlar fela í sér alls konar tækifæri til þess, en það er ekki nóg að hafa tæki og tól, það þarf líka að beita þeim. Til þess þurfum við líka ferska og kjarkaða forystumenn, með góða dómgreind og skýra rödd. Teitur er tilbúinn.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun