Útlendingar fá ekki frí þegar leikskólinn lokar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 19. október 2016 06:45 Önnu Margréti Ólafsdóttur var brugðið eftir símtal. vísir/anton brink „Það sem þessi símtöl eiga öll sameiginlegt er að þau koma frá íslenskum vinnuveitendum sem eru með foreldra af erlendum uppruna í vinnu, ég hef aldrei fengið slíkt símtal varðandi íslenska foreldra,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar í Reykjavík, sem fékk símtal frá reiðum vinnuveitanda á mánudag sem var allt annað en sáttur. Ástæðan var að vegna manneklu í leikskólanum þurftu foreldrar að sækja börnin fyrr og í Nóaborg á þriðjungur nemenda foreldra af erlendum uppruna. Símtalið fékk mjög á Önnu Margréti. „Samtalið var þannig að mér var brugðið. Ég er búin að vera leikskólastjóri í yfir tuttugu ár og þetta er í sjötta eða sjöunda sinn sem svona gerist. Ég settist niður eftir símtalið og rifjaði það upp að öll símtölin voru frá vinnuveitendum sem voru með foreldra af erlendu bergi brotna í vinnu,“ segir Anna Margrét. Svo fór að foreldrið fékk ekki frí frá vinnuveitanda sínum til að sækja barnið sitt en hún gat bjargað því þannig að annar kom og sótti. Anna Margrét segir að vinnuveitendur með erlent vinnuafl hringi af alls konar tilefni. „Ég hef einu sinni fengið símtal frá vinnuveitanda þar sem var sagt að starfsmaðurinn hefði hringt og væri með veikt barn heima og þá var vinnuveitandinn að leita eftir staðfestingu hjá mér að barnið væri ekki í leikskólanum sem hann fékk auðvitað ekki.“ Anna Margrét útskrifaðist sem leikskólakennari 1994 og hefur verið leikskólastjóri á Nóaborg frá 1. september 2001. Hún segist reyna að útskýra fyrir erlendu foreldrunum að svona sé ekki algengt á Íslandi og þurfi að nýta alla sína reynslu til að miðla málum. „Foreldrarnir eru algjörlega miður sín þegar svona gerist. Þetta er ekkert annað en fordómar,“ segir Anna Margrét. Í Nóaborg séu mörg börn sem eigi foreldra af erlendum uppruna. „Við sem erum hér reynum að útskýra að svona sé ekki algengt á Íslandi en ég heyri alls konar sögur útundan mér að fleiri leikskólastjórar séu að lenda í þessu og jafnvel grunnskólar. Mér var brugðið eftir símtalið og setti smá hugleiðingu á Facebook þar sem ég fékk mikil viðbrögð og þetta einskorðast ekki bara við leikskólann minn. Þetta er greinilega þekkt og mér finnst slæmt ef vinnuveitendur halda, í alvöru, að þeir geti hringt og reynt að stjórna lífi starfsmanna sinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Það sem þessi símtöl eiga öll sameiginlegt er að þau koma frá íslenskum vinnuveitendum sem eru með foreldra af erlendum uppruna í vinnu, ég hef aldrei fengið slíkt símtal varðandi íslenska foreldra,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar í Reykjavík, sem fékk símtal frá reiðum vinnuveitanda á mánudag sem var allt annað en sáttur. Ástæðan var að vegna manneklu í leikskólanum þurftu foreldrar að sækja börnin fyrr og í Nóaborg á þriðjungur nemenda foreldra af erlendum uppruna. Símtalið fékk mjög á Önnu Margréti. „Samtalið var þannig að mér var brugðið. Ég er búin að vera leikskólastjóri í yfir tuttugu ár og þetta er í sjötta eða sjöunda sinn sem svona gerist. Ég settist niður eftir símtalið og rifjaði það upp að öll símtölin voru frá vinnuveitendum sem voru með foreldra af erlendu bergi brotna í vinnu,“ segir Anna Margrét. Svo fór að foreldrið fékk ekki frí frá vinnuveitanda sínum til að sækja barnið sitt en hún gat bjargað því þannig að annar kom og sótti. Anna Margrét segir að vinnuveitendur með erlent vinnuafl hringi af alls konar tilefni. „Ég hef einu sinni fengið símtal frá vinnuveitanda þar sem var sagt að starfsmaðurinn hefði hringt og væri með veikt barn heima og þá var vinnuveitandinn að leita eftir staðfestingu hjá mér að barnið væri ekki í leikskólanum sem hann fékk auðvitað ekki.“ Anna Margrét útskrifaðist sem leikskólakennari 1994 og hefur verið leikskólastjóri á Nóaborg frá 1. september 2001. Hún segist reyna að útskýra fyrir erlendu foreldrunum að svona sé ekki algengt á Íslandi og þurfi að nýta alla sína reynslu til að miðla málum. „Foreldrarnir eru algjörlega miður sín þegar svona gerist. Þetta er ekkert annað en fordómar,“ segir Anna Margrét. Í Nóaborg séu mörg börn sem eigi foreldra af erlendum uppruna. „Við sem erum hér reynum að útskýra að svona sé ekki algengt á Íslandi en ég heyri alls konar sögur útundan mér að fleiri leikskólastjórar séu að lenda í þessu og jafnvel grunnskólar. Mér var brugðið eftir símtalið og setti smá hugleiðingu á Facebook þar sem ég fékk mikil viðbrögð og þetta einskorðast ekki bara við leikskólann minn. Þetta er greinilega þekkt og mér finnst slæmt ef vinnuveitendur halda, í alvöru, að þeir geti hringt og reynt að stjórna lífi starfsmanna sinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Fleiri fréttir Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði