Útlendingar fá ekki frí þegar leikskólinn lokar Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 19. október 2016 06:45 Önnu Margréti Ólafsdóttur var brugðið eftir símtal. vísir/anton brink „Það sem þessi símtöl eiga öll sameiginlegt er að þau koma frá íslenskum vinnuveitendum sem eru með foreldra af erlendum uppruna í vinnu, ég hef aldrei fengið slíkt símtal varðandi íslenska foreldra,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar í Reykjavík, sem fékk símtal frá reiðum vinnuveitanda á mánudag sem var allt annað en sáttur. Ástæðan var að vegna manneklu í leikskólanum þurftu foreldrar að sækja börnin fyrr og í Nóaborg á þriðjungur nemenda foreldra af erlendum uppruna. Símtalið fékk mjög á Önnu Margréti. „Samtalið var þannig að mér var brugðið. Ég er búin að vera leikskólastjóri í yfir tuttugu ár og þetta er í sjötta eða sjöunda sinn sem svona gerist. Ég settist niður eftir símtalið og rifjaði það upp að öll símtölin voru frá vinnuveitendum sem voru með foreldra af erlendu bergi brotna í vinnu,“ segir Anna Margrét. Svo fór að foreldrið fékk ekki frí frá vinnuveitanda sínum til að sækja barnið sitt en hún gat bjargað því þannig að annar kom og sótti. Anna Margrét segir að vinnuveitendur með erlent vinnuafl hringi af alls konar tilefni. „Ég hef einu sinni fengið símtal frá vinnuveitanda þar sem var sagt að starfsmaðurinn hefði hringt og væri með veikt barn heima og þá var vinnuveitandinn að leita eftir staðfestingu hjá mér að barnið væri ekki í leikskólanum sem hann fékk auðvitað ekki.“ Anna Margrét útskrifaðist sem leikskólakennari 1994 og hefur verið leikskólastjóri á Nóaborg frá 1. september 2001. Hún segist reyna að útskýra fyrir erlendu foreldrunum að svona sé ekki algengt á Íslandi og þurfi að nýta alla sína reynslu til að miðla málum. „Foreldrarnir eru algjörlega miður sín þegar svona gerist. Þetta er ekkert annað en fordómar,“ segir Anna Margrét. Í Nóaborg séu mörg börn sem eigi foreldra af erlendum uppruna. „Við sem erum hér reynum að útskýra að svona sé ekki algengt á Íslandi en ég heyri alls konar sögur útundan mér að fleiri leikskólastjórar séu að lenda í þessu og jafnvel grunnskólar. Mér var brugðið eftir símtalið og setti smá hugleiðingu á Facebook þar sem ég fékk mikil viðbrögð og þetta einskorðast ekki bara við leikskólann minn. Þetta er greinilega þekkt og mér finnst slæmt ef vinnuveitendur halda, í alvöru, að þeir geti hringt og reynt að stjórna lífi starfsmanna sinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira
„Það sem þessi símtöl eiga öll sameiginlegt er að þau koma frá íslenskum vinnuveitendum sem eru með foreldra af erlendum uppruna í vinnu, ég hef aldrei fengið slíkt símtal varðandi íslenska foreldra,“ segir Anna Margrét Ólafsdóttir, leikskólastjóri Nóaborgar í Reykjavík, sem fékk símtal frá reiðum vinnuveitanda á mánudag sem var allt annað en sáttur. Ástæðan var að vegna manneklu í leikskólanum þurftu foreldrar að sækja börnin fyrr og í Nóaborg á þriðjungur nemenda foreldra af erlendum uppruna. Símtalið fékk mjög á Önnu Margréti. „Samtalið var þannig að mér var brugðið. Ég er búin að vera leikskólastjóri í yfir tuttugu ár og þetta er í sjötta eða sjöunda sinn sem svona gerist. Ég settist niður eftir símtalið og rifjaði það upp að öll símtölin voru frá vinnuveitendum sem voru með foreldra af erlendu bergi brotna í vinnu,“ segir Anna Margrét. Svo fór að foreldrið fékk ekki frí frá vinnuveitanda sínum til að sækja barnið sitt en hún gat bjargað því þannig að annar kom og sótti. Anna Margrét segir að vinnuveitendur með erlent vinnuafl hringi af alls konar tilefni. „Ég hef einu sinni fengið símtal frá vinnuveitanda þar sem var sagt að starfsmaðurinn hefði hringt og væri með veikt barn heima og þá var vinnuveitandinn að leita eftir staðfestingu hjá mér að barnið væri ekki í leikskólanum sem hann fékk auðvitað ekki.“ Anna Margrét útskrifaðist sem leikskólakennari 1994 og hefur verið leikskólastjóri á Nóaborg frá 1. september 2001. Hún segist reyna að útskýra fyrir erlendu foreldrunum að svona sé ekki algengt á Íslandi og þurfi að nýta alla sína reynslu til að miðla málum. „Foreldrarnir eru algjörlega miður sín þegar svona gerist. Þetta er ekkert annað en fordómar,“ segir Anna Margrét. Í Nóaborg séu mörg börn sem eigi foreldra af erlendum uppruna. „Við sem erum hér reynum að útskýra að svona sé ekki algengt á Íslandi en ég heyri alls konar sögur útundan mér að fleiri leikskólastjórar séu að lenda í þessu og jafnvel grunnskólar. Mér var brugðið eftir símtalið og setti smá hugleiðingu á Facebook þar sem ég fékk mikil viðbrögð og þetta einskorðast ekki bara við leikskólann minn. Þetta er greinilega þekkt og mér finnst slæmt ef vinnuveitendur halda, í alvöru, að þeir geti hringt og reynt að stjórna lífi starfsmanna sinna.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Sjá meira