LHÍ - "Feitur þeytingur“ Stefán Ingvar Vigfússon skrifar 19. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Ég er sviðslistanemandi við Listaháskóla Íslands. Sviðslistanemar deila húsnæði með tónlistarnemendum, sem er staðsett við Sölvhólsgötu. Listaháskóli Íslands er í tveimur öðrum byggingum, við Laugarnesveg og Þverholt. Þessi ráðstöfun er dýr og kemur niður á menntun okkar nemendanna. Þetta virðist vera bráðabirgðar lausn sem aldrei sér fyrir endann á. Eðli námsins býður upp á mikil og góð samskipti milli deilda, en landfræðileg staðreyndin kemur í veg fyrir þau. Síðastliðið vor þurfti skólinn að skera niður þjónustu. Mötuneytum var lokað og tveimur bókasöfnum líka, mötuneytin voru síðan einkavædd með tilheyrandi verðhækkunum. Auk þess voru skólagjöld okkar eðlilega hækkuð um 30.000 krónur. Það leynast myglusveppir víðs vegar um Sölvhólsgötuna og ekkert aðgengi fyrir fatlaða nemendur. Þessi ópraktíska og kostnaðarsama ráðstöfun leiðir huga minn óhjákvæmilega að Ísbúð Vesturbæjar. Ef maður nennir ekki í Bónus einhverja helgina og veit til þess að ísskápurinn er tómur þegar maður verður svangur lætur maður ef til vill freistast og fær sér þeyting í hádegismat. Þeytingur er ekki bara dýrari en heimagerð máltíð, hann er líka óhollari. Ef maður fær sér bragðaref á dag í Ísbúð Vesturbæjar kostar það 30.000 krónur á mánuði. Ef maður gerir það þrisvar á dag kostar það 90.000 krónur á mánuði, rúmlega milljón á ári. Fyrir utan það eru allar líkur á því að manni skortir flest næringarefni sem fólk þarf til þess að lifa af. Maður fær að öllum líkindum sykursýki. Það sér hver heilvita einstaklingur að þetta er ekki góð ráðstöfun. Betra væri að fara vikulega í Bónus og sjá til þess að maður fái öll nauðsynleg næringarefni. Líklega kostar ein Bónusferð meira en einn þeytingur, en fjárfestingin á óneitanlega eftir að skila sér. Til þess að setja menntun í fyrsta sæti er nauðsynlegt að fjárfesta í henni til lengri tíma. Skyndilausnir skila engu öðru en sykursýki og verða mun kostnaðarsamari þegar til lengri tíma er litið. Hættum að borða þeyting í hádegismat og fjárfestum í háskólanámi.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Ég er sviðslistanemandi við Listaháskóla Íslands. Sviðslistanemar deila húsnæði með tónlistarnemendum, sem er staðsett við Sölvhólsgötu. Listaháskóli Íslands er í tveimur öðrum byggingum, við Laugarnesveg og Þverholt. Þessi ráðstöfun er dýr og kemur niður á menntun okkar nemendanna. Þetta virðist vera bráðabirgðar lausn sem aldrei sér fyrir endann á. Eðli námsins býður upp á mikil og góð samskipti milli deilda, en landfræðileg staðreyndin kemur í veg fyrir þau. Síðastliðið vor þurfti skólinn að skera niður þjónustu. Mötuneytum var lokað og tveimur bókasöfnum líka, mötuneytin voru síðan einkavædd með tilheyrandi verðhækkunum. Auk þess voru skólagjöld okkar eðlilega hækkuð um 30.000 krónur. Það leynast myglusveppir víðs vegar um Sölvhólsgötuna og ekkert aðgengi fyrir fatlaða nemendur. Þessi ópraktíska og kostnaðarsama ráðstöfun leiðir huga minn óhjákvæmilega að Ísbúð Vesturbæjar. Ef maður nennir ekki í Bónus einhverja helgina og veit til þess að ísskápurinn er tómur þegar maður verður svangur lætur maður ef til vill freistast og fær sér þeyting í hádegismat. Þeytingur er ekki bara dýrari en heimagerð máltíð, hann er líka óhollari. Ef maður fær sér bragðaref á dag í Ísbúð Vesturbæjar kostar það 30.000 krónur á mánuði. Ef maður gerir það þrisvar á dag kostar það 90.000 krónur á mánuði, rúmlega milljón á ári. Fyrir utan það eru allar líkur á því að manni skortir flest næringarefni sem fólk þarf til þess að lifa af. Maður fær að öllum líkindum sykursýki. Það sér hver heilvita einstaklingur að þetta er ekki góð ráðstöfun. Betra væri að fara vikulega í Bónus og sjá til þess að maður fái öll nauðsynleg næringarefni. Líklega kostar ein Bónusferð meira en einn þeytingur, en fjárfestingin á óneitanlega eftir að skila sér. Til þess að setja menntun í fyrsta sæti er nauðsynlegt að fjárfesta í henni til lengri tíma. Skyndilausnir skila engu öðru en sykursýki og verða mun kostnaðarsamari þegar til lengri tíma er litið. Hættum að borða þeyting í hádegismat og fjárfestum í háskólanámi.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar