LHÍ - "Feitur þeytingur“ Stefán Ingvar Vigfússon skrifar 19. október 2016 09:00 Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Ég er sviðslistanemandi við Listaháskóla Íslands. Sviðslistanemar deila húsnæði með tónlistarnemendum, sem er staðsett við Sölvhólsgötu. Listaháskóli Íslands er í tveimur öðrum byggingum, við Laugarnesveg og Þverholt. Þessi ráðstöfun er dýr og kemur niður á menntun okkar nemendanna. Þetta virðist vera bráðabirgðar lausn sem aldrei sér fyrir endann á. Eðli námsins býður upp á mikil og góð samskipti milli deilda, en landfræðileg staðreyndin kemur í veg fyrir þau. Síðastliðið vor þurfti skólinn að skera niður þjónustu. Mötuneytum var lokað og tveimur bókasöfnum líka, mötuneytin voru síðan einkavædd með tilheyrandi verðhækkunum. Auk þess voru skólagjöld okkar eðlilega hækkuð um 30.000 krónur. Það leynast myglusveppir víðs vegar um Sölvhólsgötuna og ekkert aðgengi fyrir fatlaða nemendur. Þessi ópraktíska og kostnaðarsama ráðstöfun leiðir huga minn óhjákvæmilega að Ísbúð Vesturbæjar. Ef maður nennir ekki í Bónus einhverja helgina og veit til þess að ísskápurinn er tómur þegar maður verður svangur lætur maður ef til vill freistast og fær sér þeyting í hádegismat. Þeytingur er ekki bara dýrari en heimagerð máltíð, hann er líka óhollari. Ef maður fær sér bragðaref á dag í Ísbúð Vesturbæjar kostar það 30.000 krónur á mánuði. Ef maður gerir það þrisvar á dag kostar það 90.000 krónur á mánuði, rúmlega milljón á ári. Fyrir utan það eru allar líkur á því að manni skortir flest næringarefni sem fólk þarf til þess að lifa af. Maður fær að öllum líkindum sykursýki. Það sér hver heilvita einstaklingur að þetta er ekki góð ráðstöfun. Betra væri að fara vikulega í Bónus og sjá til þess að maður fái öll nauðsynleg næringarefni. Líklega kostar ein Bónusferð meira en einn þeytingur, en fjárfestingin á óneitanlega eftir að skila sér. Til þess að setja menntun í fyrsta sæti er nauðsynlegt að fjárfesta í henni til lengri tíma. Skyndilausnir skila engu öðru en sykursýki og verða mun kostnaðarsamari þegar til lengri tíma er litið. Hættum að borða þeyting í hádegismat og fjárfestum í háskólanámi.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Grein þessi er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS), til þess að vekja athygli á undirfjármögnun íslenskra háskóla. Ég er sviðslistanemandi við Listaháskóla Íslands. Sviðslistanemar deila húsnæði með tónlistarnemendum, sem er staðsett við Sölvhólsgötu. Listaháskóli Íslands er í tveimur öðrum byggingum, við Laugarnesveg og Þverholt. Þessi ráðstöfun er dýr og kemur niður á menntun okkar nemendanna. Þetta virðist vera bráðabirgðar lausn sem aldrei sér fyrir endann á. Eðli námsins býður upp á mikil og góð samskipti milli deilda, en landfræðileg staðreyndin kemur í veg fyrir þau. Síðastliðið vor þurfti skólinn að skera niður þjónustu. Mötuneytum var lokað og tveimur bókasöfnum líka, mötuneytin voru síðan einkavædd með tilheyrandi verðhækkunum. Auk þess voru skólagjöld okkar eðlilega hækkuð um 30.000 krónur. Það leynast myglusveppir víðs vegar um Sölvhólsgötuna og ekkert aðgengi fyrir fatlaða nemendur. Þessi ópraktíska og kostnaðarsama ráðstöfun leiðir huga minn óhjákvæmilega að Ísbúð Vesturbæjar. Ef maður nennir ekki í Bónus einhverja helgina og veit til þess að ísskápurinn er tómur þegar maður verður svangur lætur maður ef til vill freistast og fær sér þeyting í hádegismat. Þeytingur er ekki bara dýrari en heimagerð máltíð, hann er líka óhollari. Ef maður fær sér bragðaref á dag í Ísbúð Vesturbæjar kostar það 30.000 krónur á mánuði. Ef maður gerir það þrisvar á dag kostar það 90.000 krónur á mánuði, rúmlega milljón á ári. Fyrir utan það eru allar líkur á því að manni skortir flest næringarefni sem fólk þarf til þess að lifa af. Maður fær að öllum líkindum sykursýki. Það sér hver heilvita einstaklingur að þetta er ekki góð ráðstöfun. Betra væri að fara vikulega í Bónus og sjá til þess að maður fái öll nauðsynleg næringarefni. Líklega kostar ein Bónusferð meira en einn þeytingur, en fjárfestingin á óneitanlega eftir að skila sér. Til þess að setja menntun í fyrsta sæti er nauðsynlegt að fjárfesta í henni til lengri tíma. Skyndilausnir skila engu öðru en sykursýki og verða mun kostnaðarsamari þegar til lengri tíma er litið. Hættum að borða þeyting í hádegismat og fjárfestum í háskólanámi.Við hvetjum alla til þess að skrifa undir áskorun til stjórnvalda þess efnis að setja menntamál í forgang. #háskólaríhættu #FundOurFuture
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun