Maríusystur – leyniregla með 7500 félaga Hanna Kristín Guðmundsdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Fyrsta lokaða reglan sem eingöngu var ætluð konum, Maríureglan, var stofnuð í Noregi fyrir eitt hundrað árum, nánar tiltekið 27. september 1916. Nærri öld síðar, eða árið 2008, var stofnuð Maríustúka hér á landi. Sex íslenskar konur höfðu frumkvæði að stofnun stúkunnar en stofnfélagar voru 36 talsins. Stúkunni hefur vaxið hratt fiskur um hrygg og í dag eru 85 konur í íslensku Maríustúkunni. Stofnandi Maríureglunnar í Noregi og fyrsti forseti hét Dagny Kristensen. Dagny var sterkur persónuleiki og átti sér þann draum að stofna lokaða reglu fyrir konur. Slíkar reglur, aðeins ætlaðar karlmönnum, voru vel þekktar í Noregi og víðar um heim en Dagny lagði áherslu á að Maríureglan yrði eingöngu fyrir konur, starfaði sjálfstætt og á eigin forsendum. Og draumur Dagnyar varð að veruleika. Konur sýndu reglunni strax mikinn áhuga og voru fljótlega stofnaðar nýjar stúkur víða í Noregi. Nú eru sextíu og sex stúkur innan Maríureglunnar. Flestar eru þær í Noregi en einnig í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi auk íslensku Maríustúkunnar. Félagar í Maríureglunni nú á afmælisárinu eru 7.500 talsins. Þrjár Maríusystur eru í æðstu stjórn reglunnar sem fer með öll helstu mál hennar og hefur aðsetur í Ósló. Í hverri stúku er sérstakt embættisráð undir stjórn forseta. Fyrsti forseti Maríustúkunnar á Íslandi var Marta Ragnarsdóttir en núverandi forseti er Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Maríureglan byggir á kristnum gildum og hafa konur í reglunni frá upphafi komið víða að í þeim samfélögum þar sem Maríustúkur starfa. Skilyrði fyrir inngöngu í Maríustúku er að umsækjandi hafi náð 25 ára aldri, aðhyllist kristin gildi og gangist undir ýmsa siði og athafnir sem tíðkast innan Maríureglunnar. Eins og í flestum hliðstæðum lokuðum reglum byggist starfið innan reglunnar á stigum sem þátttakendur taka og fundir fara fram eftir ákveðnum reglum og hefðum. Fundir reglunnar eru lokaðir og leynilegir öðrum en Maríusystrum. Sumir kunna að spyrja hvaða tilgangi slík leynd þjóni. Hver og ein Maríusystir upplifir starfsemina á sinn einstaka hátt þannig að svörin við tilgangi leyndarinnar eru jafn ólík og fjölbreytt og hópur Maríusystra er. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega. Þar sem Maríusystur eiga ekki eigið húsnæði hafa þær víða notið velvildar Frímúrarareglunnar og fengið afnot af húsum hennar sem henta mjög vel fyrir fundi Maríusystra. Þannig háttar einnig til hér á landi og fara fundir Maríustúkunnar á Íslandi fram í Frímúrarahúsinu í Reykjavík.Læri að styrkja sjálfar sig Eitt af markmiðum Maríureglunnar er að gefa félögum kost á að öðlast ró og innri frið sem er kannski aldrei mikilvægara en á okkar tímum þegar erill, ys og þys einkennir líf flestra. Á stúkufundum gefst konum kostur á að hlusta, staldra við og skoða hug sinn. Markmiðið er ekki að reglan breyti þeim sem í henni eru en innihald fundanna og starfsemi reglunnar getur hjálpað þeim konum, sem það kjósa, að þekkja sjálfar sig og verða ögn betri manneskjur í dag en í gær. Einkunnarorð reglunnar eru: Þekktu sjálfa þig! Maríureglan veitir konum ákveðinn vegvísi að fara eftir en það er á valdi hverrar og einnar Maríusystur að nota þann vegvísi til að bæta sjálfa sig og verða öðrum til góðs utan reglunnar. Eins og vænta má höfðar starfsemi Maríureglunnar ekki til allra en markmiðið er að konum líði vel á fundum og hafi áhuga á starfseminni. Þegar nýjar systur sækja um inngöngu í Maríustúku er talið heppilegt að einhver innan stúkunnar þekki til þeirra og reyni að meta hvort viðkomandi á erindi í slíka lokaða reglu. Ef nýjar systur eru í leit að veraldlegum framgangi er regla Maríusystra ekki réttur vettvangur þar sem markmiðið er fyrst og fremst að konur læri að styrkja sjálfar sig sem manneskjur og þekkja sinn innri mann. Ef konur hafa áhuga á að ganga í stúku Maríusystra en þekkja ekki konur sem eru félagar í stúkunni geta þær leitað til forsvarsmanna stúkunnar og kannað málið. Forseti Maríustúkunnar hér á landi hefur netfangið forseti@mariur.is og veitir fúslega upplýsingar þegar þannig háttar til. Maríureglan sinnir góðgerðarmálum – í kyrrþey – en hver stúka fyrir sig sinnir góðgerðarmálum að eigin frumkvæði eftir því sem við á á hverjum stað og tíma. Í tilefni afmælisársins hafa allar Maríustúkurnar 66 að tölu sameinast um að styrkja SOS Barnaþorpin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Fyrsta lokaða reglan sem eingöngu var ætluð konum, Maríureglan, var stofnuð í Noregi fyrir eitt hundrað árum, nánar tiltekið 27. september 1916. Nærri öld síðar, eða árið 2008, var stofnuð Maríustúka hér á landi. Sex íslenskar konur höfðu frumkvæði að stofnun stúkunnar en stofnfélagar voru 36 talsins. Stúkunni hefur vaxið hratt fiskur um hrygg og í dag eru 85 konur í íslensku Maríustúkunni. Stofnandi Maríureglunnar í Noregi og fyrsti forseti hét Dagny Kristensen. Dagny var sterkur persónuleiki og átti sér þann draum að stofna lokaða reglu fyrir konur. Slíkar reglur, aðeins ætlaðar karlmönnum, voru vel þekktar í Noregi og víðar um heim en Dagny lagði áherslu á að Maríureglan yrði eingöngu fyrir konur, starfaði sjálfstætt og á eigin forsendum. Og draumur Dagnyar varð að veruleika. Konur sýndu reglunni strax mikinn áhuga og voru fljótlega stofnaðar nýjar stúkur víða í Noregi. Nú eru sextíu og sex stúkur innan Maríureglunnar. Flestar eru þær í Noregi en einnig í Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi og Þýskalandi auk íslensku Maríustúkunnar. Félagar í Maríureglunni nú á afmælisárinu eru 7.500 talsins. Þrjár Maríusystur eru í æðstu stjórn reglunnar sem fer með öll helstu mál hennar og hefur aðsetur í Ósló. Í hverri stúku er sérstakt embættisráð undir stjórn forseta. Fyrsti forseti Maríustúkunnar á Íslandi var Marta Ragnarsdóttir en núverandi forseti er Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Maríureglan byggir á kristnum gildum og hafa konur í reglunni frá upphafi komið víða að í þeim samfélögum þar sem Maríustúkur starfa. Skilyrði fyrir inngöngu í Maríustúku er að umsækjandi hafi náð 25 ára aldri, aðhyllist kristin gildi og gangist undir ýmsa siði og athafnir sem tíðkast innan Maríureglunnar. Eins og í flestum hliðstæðum lokuðum reglum byggist starfið innan reglunnar á stigum sem þátttakendur taka og fundir fara fram eftir ákveðnum reglum og hefðum. Fundir reglunnar eru lokaðir og leynilegir öðrum en Maríusystrum. Sumir kunna að spyrja hvaða tilgangi slík leynd þjóni. Hver og ein Maríusystir upplifir starfsemina á sinn einstaka hátt þannig að svörin við tilgangi leyndarinnar eru jafn ólík og fjölbreytt og hópur Maríusystra er. Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega. Þar sem Maríusystur eiga ekki eigið húsnæði hafa þær víða notið velvildar Frímúrarareglunnar og fengið afnot af húsum hennar sem henta mjög vel fyrir fundi Maríusystra. Þannig háttar einnig til hér á landi og fara fundir Maríustúkunnar á Íslandi fram í Frímúrarahúsinu í Reykjavík.Læri að styrkja sjálfar sig Eitt af markmiðum Maríureglunnar er að gefa félögum kost á að öðlast ró og innri frið sem er kannski aldrei mikilvægara en á okkar tímum þegar erill, ys og þys einkennir líf flestra. Á stúkufundum gefst konum kostur á að hlusta, staldra við og skoða hug sinn. Markmiðið er ekki að reglan breyti þeim sem í henni eru en innihald fundanna og starfsemi reglunnar getur hjálpað þeim konum, sem það kjósa, að þekkja sjálfar sig og verða ögn betri manneskjur í dag en í gær. Einkunnarorð reglunnar eru: Þekktu sjálfa þig! Maríureglan veitir konum ákveðinn vegvísi að fara eftir en það er á valdi hverrar og einnar Maríusystur að nota þann vegvísi til að bæta sjálfa sig og verða öðrum til góðs utan reglunnar. Eins og vænta má höfðar starfsemi Maríureglunnar ekki til allra en markmiðið er að konum líði vel á fundum og hafi áhuga á starfseminni. Þegar nýjar systur sækja um inngöngu í Maríustúku er talið heppilegt að einhver innan stúkunnar þekki til þeirra og reyni að meta hvort viðkomandi á erindi í slíka lokaða reglu. Ef nýjar systur eru í leit að veraldlegum framgangi er regla Maríusystra ekki réttur vettvangur þar sem markmiðið er fyrst og fremst að konur læri að styrkja sjálfar sig sem manneskjur og þekkja sinn innri mann. Ef konur hafa áhuga á að ganga í stúku Maríusystra en þekkja ekki konur sem eru félagar í stúkunni geta þær leitað til forsvarsmanna stúkunnar og kannað málið. Forseti Maríustúkunnar hér á landi hefur netfangið forseti@mariur.is og veitir fúslega upplýsingar þegar þannig háttar til. Maríureglan sinnir góðgerðarmálum – í kyrrþey – en hver stúka fyrir sig sinnir góðgerðarmálum að eigin frumkvæði eftir því sem við á á hverjum stað og tíma. Í tilefni afmælisársins hafa allar Maríustúkurnar 66 að tölu sameinast um að styrkja SOS Barnaþorpin.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar