Táknmál – Er það ekki málið? Sigurveig Víðisdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Íslenskt táknmál hefur verið viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra á Íslandi og ekki þarf að efast um gildi þess að hefja máltöku heyrnarlausra eins fljótt og hægt er, rétt eins og hjá heyrandi börnum. Máltaka og að ná málþekkingu krefst örvunar og fjölbreytileika og því er mikilvægt að máltaka fari fram í málumhverfi sem uppalandi eða kennari eru leiknir í, hvort sem það er talmál eða táknmál. Þeir sem nota táknmál nota síðan hið skrifaða mál sem sitt annað mál, lesa, skrifa, læra á því, rétt eins og við sem erum heyrandi, en til þess verða þeir að öðlast málþekkingu og færni fyrst, rétt eins og þeir sem heyra. Fullgilding Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks felur í sér ákvæði um aðgengi og jöfn tækifæri. Fram undan liggur mikil vinna við stefnumótun og hvernig framfylgja skuli megininntaki hans. Þetta er stórt skref fyrir heyrnarlausa sem og aðra og mun styðja þá í eins einfaldri og sanngjarnri baráttu og því að hefja máltöku sem ungbörn, ná málskilningi og að geta beitt málinu við samskipti í starfi og leik. Þessu fylgir augljóslega þjóðhagslegur ávinningur. Er þetta ekki málið spyr ég?Úrvalsnemendur Hillary Clinton fjallaði nýlega um það í ræðu sem hún hélt í Orlando að hún ætlaði sem forseti að gera fatlaða sýnilegri og stuðla að frekari þátttöku þeirra í bandarísku samfélagi. Hún benti sérstaklega á Leuh Katz-Hernandes sem starfar sem móttökuritari Barack Obama í Hvíta húsinu. Leah gekk í Maryland School for the deaf (MSD) í Fredrick í Maryland-ríki ásamt dóttur minni. Nemendur í MSD fengu menntun sína í táknmálsumhverfi í skóla sem fór eftir námskrá Fredrick-sýslu. Nemendur og kennarar voru jafn víg á táknmáli og því fór sem fór, þetta voru úrvalsnemendur sem síðar fóru í háskóla og eru nú að skila sér í störf úti í samfélaginu. Í sama skóla stundaði Nyle DiMarco nám. Hann tók fyrir nokkrum árum þátt í módelsamkeppni sem hann vann og síðan í keppninni Dancing with the stars sem hann einnig sigraði í, en þessi þáttur er vinsæll á sjónvarpsstöðinni ABC. Nyle hefur í kjölfar velgengni sinnar stofnað sjóð, hvers helsta markmið er að stuðla að því að heyrnarlaus börn geti hafið máltöku frá fyrstu tíð og byggja upp sjálfsímynd heyrnarlausra. Eigum við ekki bara að bretta upp ermarnar og henda okkur í verkefnið sem stuðlar að því að Samningi Sameinuðu þjóðanna verði fylgt eftir, fötluðum og ófötluðum til ævarandi framdráttar? Ísland er fjölmenningarsamfélag og er það til hins betra. Stuðlum að því að styrkja okkar góða samfélag með því að viðurkenna þá fjölbreytni sem við njótum. Það er málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt táknmál hefur verið viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra á Íslandi og ekki þarf að efast um gildi þess að hefja máltöku heyrnarlausra eins fljótt og hægt er, rétt eins og hjá heyrandi börnum. Máltaka og að ná málþekkingu krefst örvunar og fjölbreytileika og því er mikilvægt að máltaka fari fram í málumhverfi sem uppalandi eða kennari eru leiknir í, hvort sem það er talmál eða táknmál. Þeir sem nota táknmál nota síðan hið skrifaða mál sem sitt annað mál, lesa, skrifa, læra á því, rétt eins og við sem erum heyrandi, en til þess verða þeir að öðlast málþekkingu og færni fyrst, rétt eins og þeir sem heyra. Fullgilding Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks felur í sér ákvæði um aðgengi og jöfn tækifæri. Fram undan liggur mikil vinna við stefnumótun og hvernig framfylgja skuli megininntaki hans. Þetta er stórt skref fyrir heyrnarlausa sem og aðra og mun styðja þá í eins einfaldri og sanngjarnri baráttu og því að hefja máltöku sem ungbörn, ná málskilningi og að geta beitt málinu við samskipti í starfi og leik. Þessu fylgir augljóslega þjóðhagslegur ávinningur. Er þetta ekki málið spyr ég?Úrvalsnemendur Hillary Clinton fjallaði nýlega um það í ræðu sem hún hélt í Orlando að hún ætlaði sem forseti að gera fatlaða sýnilegri og stuðla að frekari þátttöku þeirra í bandarísku samfélagi. Hún benti sérstaklega á Leuh Katz-Hernandes sem starfar sem móttökuritari Barack Obama í Hvíta húsinu. Leah gekk í Maryland School for the deaf (MSD) í Fredrick í Maryland-ríki ásamt dóttur minni. Nemendur í MSD fengu menntun sína í táknmálsumhverfi í skóla sem fór eftir námskrá Fredrick-sýslu. Nemendur og kennarar voru jafn víg á táknmáli og því fór sem fór, þetta voru úrvalsnemendur sem síðar fóru í háskóla og eru nú að skila sér í störf úti í samfélaginu. Í sama skóla stundaði Nyle DiMarco nám. Hann tók fyrir nokkrum árum þátt í módelsamkeppni sem hann vann og síðan í keppninni Dancing with the stars sem hann einnig sigraði í, en þessi þáttur er vinsæll á sjónvarpsstöðinni ABC. Nyle hefur í kjölfar velgengni sinnar stofnað sjóð, hvers helsta markmið er að stuðla að því að heyrnarlaus börn geti hafið máltöku frá fyrstu tíð og byggja upp sjálfsímynd heyrnarlausra. Eigum við ekki bara að bretta upp ermarnar og henda okkur í verkefnið sem stuðlar að því að Samningi Sameinuðu þjóðanna verði fylgt eftir, fötluðum og ófötluðum til ævarandi framdráttar? Ísland er fjölmenningarsamfélag og er það til hins betra. Stuðlum að því að styrkja okkar góða samfélag með því að viðurkenna þá fjölbreytni sem við njótum. Það er málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar