Táknmál – Er það ekki málið? Sigurveig Víðisdóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Íslenskt táknmál hefur verið viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra á Íslandi og ekki þarf að efast um gildi þess að hefja máltöku heyrnarlausra eins fljótt og hægt er, rétt eins og hjá heyrandi börnum. Máltaka og að ná málþekkingu krefst örvunar og fjölbreytileika og því er mikilvægt að máltaka fari fram í málumhverfi sem uppalandi eða kennari eru leiknir í, hvort sem það er talmál eða táknmál. Þeir sem nota táknmál nota síðan hið skrifaða mál sem sitt annað mál, lesa, skrifa, læra á því, rétt eins og við sem erum heyrandi, en til þess verða þeir að öðlast málþekkingu og færni fyrst, rétt eins og þeir sem heyra. Fullgilding Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks felur í sér ákvæði um aðgengi og jöfn tækifæri. Fram undan liggur mikil vinna við stefnumótun og hvernig framfylgja skuli megininntaki hans. Þetta er stórt skref fyrir heyrnarlausa sem og aðra og mun styðja þá í eins einfaldri og sanngjarnri baráttu og því að hefja máltöku sem ungbörn, ná málskilningi og að geta beitt málinu við samskipti í starfi og leik. Þessu fylgir augljóslega þjóðhagslegur ávinningur. Er þetta ekki málið spyr ég?Úrvalsnemendur Hillary Clinton fjallaði nýlega um það í ræðu sem hún hélt í Orlando að hún ætlaði sem forseti að gera fatlaða sýnilegri og stuðla að frekari þátttöku þeirra í bandarísku samfélagi. Hún benti sérstaklega á Leuh Katz-Hernandes sem starfar sem móttökuritari Barack Obama í Hvíta húsinu. Leah gekk í Maryland School for the deaf (MSD) í Fredrick í Maryland-ríki ásamt dóttur minni. Nemendur í MSD fengu menntun sína í táknmálsumhverfi í skóla sem fór eftir námskrá Fredrick-sýslu. Nemendur og kennarar voru jafn víg á táknmáli og því fór sem fór, þetta voru úrvalsnemendur sem síðar fóru í háskóla og eru nú að skila sér í störf úti í samfélaginu. Í sama skóla stundaði Nyle DiMarco nám. Hann tók fyrir nokkrum árum þátt í módelsamkeppni sem hann vann og síðan í keppninni Dancing with the stars sem hann einnig sigraði í, en þessi þáttur er vinsæll á sjónvarpsstöðinni ABC. Nyle hefur í kjölfar velgengni sinnar stofnað sjóð, hvers helsta markmið er að stuðla að því að heyrnarlaus börn geti hafið máltöku frá fyrstu tíð og byggja upp sjálfsímynd heyrnarlausra. Eigum við ekki bara að bretta upp ermarnar og henda okkur í verkefnið sem stuðlar að því að Samningi Sameinuðu þjóðanna verði fylgt eftir, fötluðum og ófötluðum til ævarandi framdráttar? Ísland er fjölmenningarsamfélag og er það til hins betra. Stuðlum að því að styrkja okkar góða samfélag með því að viðurkenna þá fjölbreytni sem við njótum. Það er málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Íslenskt táknmál hefur verið viðurkennt sem fyrsta mál heyrnarlausra á Íslandi og ekki þarf að efast um gildi þess að hefja máltöku heyrnarlausra eins fljótt og hægt er, rétt eins og hjá heyrandi börnum. Máltaka og að ná málþekkingu krefst örvunar og fjölbreytileika og því er mikilvægt að máltaka fari fram í málumhverfi sem uppalandi eða kennari eru leiknir í, hvort sem það er talmál eða táknmál. Þeir sem nota táknmál nota síðan hið skrifaða mál sem sitt annað mál, lesa, skrifa, læra á því, rétt eins og við sem erum heyrandi, en til þess verða þeir að öðlast málþekkingu og færni fyrst, rétt eins og þeir sem heyra. Fullgilding Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks felur í sér ákvæði um aðgengi og jöfn tækifæri. Fram undan liggur mikil vinna við stefnumótun og hvernig framfylgja skuli megininntaki hans. Þetta er stórt skref fyrir heyrnarlausa sem og aðra og mun styðja þá í eins einfaldri og sanngjarnri baráttu og því að hefja máltöku sem ungbörn, ná málskilningi og að geta beitt málinu við samskipti í starfi og leik. Þessu fylgir augljóslega þjóðhagslegur ávinningur. Er þetta ekki málið spyr ég?Úrvalsnemendur Hillary Clinton fjallaði nýlega um það í ræðu sem hún hélt í Orlando að hún ætlaði sem forseti að gera fatlaða sýnilegri og stuðla að frekari þátttöku þeirra í bandarísku samfélagi. Hún benti sérstaklega á Leuh Katz-Hernandes sem starfar sem móttökuritari Barack Obama í Hvíta húsinu. Leah gekk í Maryland School for the deaf (MSD) í Fredrick í Maryland-ríki ásamt dóttur minni. Nemendur í MSD fengu menntun sína í táknmálsumhverfi í skóla sem fór eftir námskrá Fredrick-sýslu. Nemendur og kennarar voru jafn víg á táknmáli og því fór sem fór, þetta voru úrvalsnemendur sem síðar fóru í háskóla og eru nú að skila sér í störf úti í samfélaginu. Í sama skóla stundaði Nyle DiMarco nám. Hann tók fyrir nokkrum árum þátt í módelsamkeppni sem hann vann og síðan í keppninni Dancing with the stars sem hann einnig sigraði í, en þessi þáttur er vinsæll á sjónvarpsstöðinni ABC. Nyle hefur í kjölfar velgengni sinnar stofnað sjóð, hvers helsta markmið er að stuðla að því að heyrnarlaus börn geti hafið máltöku frá fyrstu tíð og byggja upp sjálfsímynd heyrnarlausra. Eigum við ekki bara að bretta upp ermarnar og henda okkur í verkefnið sem stuðlar að því að Samningi Sameinuðu þjóðanna verði fylgt eftir, fötluðum og ófötluðum til ævarandi framdráttar? Ísland er fjölmenningarsamfélag og er það til hins betra. Stuðlum að því að styrkja okkar góða samfélag með því að viðurkenna þá fjölbreytni sem við njótum. Það er málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar