Þakkir til Listasafns ASÍ Eiríkur Þorláksson skrifar 1. október 2016 07:00 Síðasta sýningin sem haldin verður í sýningarsölum Listasafns ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir. Listasafn ASÍ hefur verið öflugur vettvangur myndlistar hér á landi frá því á sjöunda áratug síðustu aldar, en það var stofnað 1961. Fyrstu sýningarnar voru haldnar í þröngum húsakosti að Laugavegi 18 og síðar Laugavegi 31, þar sem þá var húsnæði Alþýðubankans en nú er Biskupsstofa. Byltingin í starfsemi Listasafns ASÍ hófst hins vegar 1980, þegar það komst í eigið sýningarhúsnæði að Grensásvegi 16. Þar fór fram öflugt sýningarhald um langt árabil, og önnur starfsemi blómstraði einnig, og bar þar hæst brautryðjendastarf í bókaútgáfu á sviði myndlistar, sem varð öðrum söfnum til eftirbreytni. Þarna var heimili safnsins þar til það flutti í Ásmundarsal árið 1996 þar sem það hefur verið síðan, og þar sem listunnendur hafa notið stöðugra og margra minnisstæðra sýninga síðustu tuttugu ár. Þegar Listasafn ASÍ hóf sýningarstarf sitt við Grensásveg árið 1980 var myndlistarvettvangur á höfuðborgarsvæðinu fátæklegur í samanburði síðari tíma; þar var nær eingöngu um að ræða Kjarvalsstaði, Norræna húsið og Nýlistasafnið, auk þess sem Bogasalur Þjóðminjasafnsins og menningarmiðstöðin Mokka-kaffi voru mikilvægir sýningarstaðir; sýningarsalurinn á Grensásvegi var því kærkomin viðbót. Nú þegar Listasafn ASÍ hverfur af þessum vettvangi er umhverfið hins vegar orðið mun ríkulegra; má nefna opnun Hafnarborgar (1983), Ásmundarsafns (1983), Listasafns Sigurjóns Ólafssonar (1984), Listasafns Íslands (1987), Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns (1994) og Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi (2000), auk þess sem öflug listasöfn hafa verið opnuð á Akureyri, í Hveragerði, Reykjanesbæ, Hornafirði og víðar; þá hafa sprottið upp bæði listamannarekin og atvinnugallerí, sem starfa mörg af miklum krafti. Það geta því margir orðið til að taka upp mögulegan slaka af því að Listasafn ASÍ hætti að reka sýningarsal.Mikilvægir fjármunir Það er ljóst að félagsmenn verkalýðsfélaga landsins hafa lagt fram mikla og mikilvæga fjármuni í gegnum tíðina til að tryggja starfsemi Listasafns ASÍ. Það ber að þakka. Þá hefur það verið ein gæfa safnsins að hafa notið starfskrafta dugmikilla safnstjóra í gegnum tíðina – þeirra Hjörleifs Sigurðssonar, Þorsteins Jónssonar, Sólveigar Georgsdóttur, Ólafs Jónssonar og nú síðast Kristínar G. Guðnadóttur. Það ber einnig að þakka. Þrátt fyrir undarleg viðbrögð samtaka listamanna á liðnu vori þegar fregnir bárust af þeim breytingum á starfsemi safnsins sem nú eru að verða að veruleika tel ég fullvíst að þeir fjölmörgu listamenn sem hafa notið þess að sýna í sölum safnsins í 36 ár hugsi með hlýhug og þakklæti til Listasafns ASÍ. Þeir listunnendur sem hafa notið sýninga safnsins í gegnum árin held ég að beri einnig mikinn hlýhug til safnsins. Sem einn slíkur vil ég hér með þakka Listasafni ASÍ kærlega fyrir mig, og óska safninu velfarnaðar í starfi sínu til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Börn passa ekki í kassa Elín Hoe Hinriksdóttir Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Síðasta sýningin sem haldin verður í sýningarsölum Listasafns ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir. Listasafn ASÍ hefur verið öflugur vettvangur myndlistar hér á landi frá því á sjöunda áratug síðustu aldar, en það var stofnað 1961. Fyrstu sýningarnar voru haldnar í þröngum húsakosti að Laugavegi 18 og síðar Laugavegi 31, þar sem þá var húsnæði Alþýðubankans en nú er Biskupsstofa. Byltingin í starfsemi Listasafns ASÍ hófst hins vegar 1980, þegar það komst í eigið sýningarhúsnæði að Grensásvegi 16. Þar fór fram öflugt sýningarhald um langt árabil, og önnur starfsemi blómstraði einnig, og bar þar hæst brautryðjendastarf í bókaútgáfu á sviði myndlistar, sem varð öðrum söfnum til eftirbreytni. Þarna var heimili safnsins þar til það flutti í Ásmundarsal árið 1996 þar sem það hefur verið síðan, og þar sem listunnendur hafa notið stöðugra og margra minnisstæðra sýninga síðustu tuttugu ár. Þegar Listasafn ASÍ hóf sýningarstarf sitt við Grensásveg árið 1980 var myndlistarvettvangur á höfuðborgarsvæðinu fátæklegur í samanburði síðari tíma; þar var nær eingöngu um að ræða Kjarvalsstaði, Norræna húsið og Nýlistasafnið, auk þess sem Bogasalur Þjóðminjasafnsins og menningarmiðstöðin Mokka-kaffi voru mikilvægir sýningarstaðir; sýningarsalurinn á Grensásvegi var því kærkomin viðbót. Nú þegar Listasafn ASÍ hverfur af þessum vettvangi er umhverfið hins vegar orðið mun ríkulegra; má nefna opnun Hafnarborgar (1983), Ásmundarsafns (1983), Listasafns Sigurjóns Ólafssonar (1984), Listasafns Íslands (1987), Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns (1994) og Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi (2000), auk þess sem öflug listasöfn hafa verið opnuð á Akureyri, í Hveragerði, Reykjanesbæ, Hornafirði og víðar; þá hafa sprottið upp bæði listamannarekin og atvinnugallerí, sem starfa mörg af miklum krafti. Það geta því margir orðið til að taka upp mögulegan slaka af því að Listasafn ASÍ hætti að reka sýningarsal.Mikilvægir fjármunir Það er ljóst að félagsmenn verkalýðsfélaga landsins hafa lagt fram mikla og mikilvæga fjármuni í gegnum tíðina til að tryggja starfsemi Listasafns ASÍ. Það ber að þakka. Þá hefur það verið ein gæfa safnsins að hafa notið starfskrafta dugmikilla safnstjóra í gegnum tíðina – þeirra Hjörleifs Sigurðssonar, Þorsteins Jónssonar, Sólveigar Georgsdóttur, Ólafs Jónssonar og nú síðast Kristínar G. Guðnadóttur. Það ber einnig að þakka. Þrátt fyrir undarleg viðbrögð samtaka listamanna á liðnu vori þegar fregnir bárust af þeim breytingum á starfsemi safnsins sem nú eru að verða að veruleika tel ég fullvíst að þeir fjölmörgu listamenn sem hafa notið þess að sýna í sölum safnsins í 36 ár hugsi með hlýhug og þakklæti til Listasafns ASÍ. Þeir listunnendur sem hafa notið sýninga safnsins í gegnum árin held ég að beri einnig mikinn hlýhug til safnsins. Sem einn slíkur vil ég hér með þakka Listasafni ASÍ kærlega fyrir mig, og óska safninu velfarnaðar í starfi sínu til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun