Þakkir til Listasafns ASÍ Eiríkur Þorláksson skrifar 1. október 2016 07:00 Síðasta sýningin sem haldin verður í sýningarsölum Listasafns ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir. Listasafn ASÍ hefur verið öflugur vettvangur myndlistar hér á landi frá því á sjöunda áratug síðustu aldar, en það var stofnað 1961. Fyrstu sýningarnar voru haldnar í þröngum húsakosti að Laugavegi 18 og síðar Laugavegi 31, þar sem þá var húsnæði Alþýðubankans en nú er Biskupsstofa. Byltingin í starfsemi Listasafns ASÍ hófst hins vegar 1980, þegar það komst í eigið sýningarhúsnæði að Grensásvegi 16. Þar fór fram öflugt sýningarhald um langt árabil, og önnur starfsemi blómstraði einnig, og bar þar hæst brautryðjendastarf í bókaútgáfu á sviði myndlistar, sem varð öðrum söfnum til eftirbreytni. Þarna var heimili safnsins þar til það flutti í Ásmundarsal árið 1996 þar sem það hefur verið síðan, og þar sem listunnendur hafa notið stöðugra og margra minnisstæðra sýninga síðustu tuttugu ár. Þegar Listasafn ASÍ hóf sýningarstarf sitt við Grensásveg árið 1980 var myndlistarvettvangur á höfuðborgarsvæðinu fátæklegur í samanburði síðari tíma; þar var nær eingöngu um að ræða Kjarvalsstaði, Norræna húsið og Nýlistasafnið, auk þess sem Bogasalur Þjóðminjasafnsins og menningarmiðstöðin Mokka-kaffi voru mikilvægir sýningarstaðir; sýningarsalurinn á Grensásvegi var því kærkomin viðbót. Nú þegar Listasafn ASÍ hverfur af þessum vettvangi er umhverfið hins vegar orðið mun ríkulegra; má nefna opnun Hafnarborgar (1983), Ásmundarsafns (1983), Listasafns Sigurjóns Ólafssonar (1984), Listasafns Íslands (1987), Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns (1994) og Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi (2000), auk þess sem öflug listasöfn hafa verið opnuð á Akureyri, í Hveragerði, Reykjanesbæ, Hornafirði og víðar; þá hafa sprottið upp bæði listamannarekin og atvinnugallerí, sem starfa mörg af miklum krafti. Það geta því margir orðið til að taka upp mögulegan slaka af því að Listasafn ASÍ hætti að reka sýningarsal.Mikilvægir fjármunir Það er ljóst að félagsmenn verkalýðsfélaga landsins hafa lagt fram mikla og mikilvæga fjármuni í gegnum tíðina til að tryggja starfsemi Listasafns ASÍ. Það ber að þakka. Þá hefur það verið ein gæfa safnsins að hafa notið starfskrafta dugmikilla safnstjóra í gegnum tíðina – þeirra Hjörleifs Sigurðssonar, Þorsteins Jónssonar, Sólveigar Georgsdóttur, Ólafs Jónssonar og nú síðast Kristínar G. Guðnadóttur. Það ber einnig að þakka. Þrátt fyrir undarleg viðbrögð samtaka listamanna á liðnu vori þegar fregnir bárust af þeim breytingum á starfsemi safnsins sem nú eru að verða að veruleika tel ég fullvíst að þeir fjölmörgu listamenn sem hafa notið þess að sýna í sölum safnsins í 36 ár hugsi með hlýhug og þakklæti til Listasafns ASÍ. Þeir listunnendur sem hafa notið sýninga safnsins í gegnum árin held ég að beri einnig mikinn hlýhug til safnsins. Sem einn slíkur vil ég hér með þakka Listasafni ASÍ kærlega fyrir mig, og óska safninu velfarnaðar í starfi sínu til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Síðasta sýningin sem haldin verður í sýningarsölum Listasafns ASÍ í Ásmundarsal við Freyjugötu stendur nú yfir. Listasafn ASÍ hefur verið öflugur vettvangur myndlistar hér á landi frá því á sjöunda áratug síðustu aldar, en það var stofnað 1961. Fyrstu sýningarnar voru haldnar í þröngum húsakosti að Laugavegi 18 og síðar Laugavegi 31, þar sem þá var húsnæði Alþýðubankans en nú er Biskupsstofa. Byltingin í starfsemi Listasafns ASÍ hófst hins vegar 1980, þegar það komst í eigið sýningarhúsnæði að Grensásvegi 16. Þar fór fram öflugt sýningarhald um langt árabil, og önnur starfsemi blómstraði einnig, og bar þar hæst brautryðjendastarf í bókaútgáfu á sviði myndlistar, sem varð öðrum söfnum til eftirbreytni. Þarna var heimili safnsins þar til það flutti í Ásmundarsal árið 1996 þar sem það hefur verið síðan, og þar sem listunnendur hafa notið stöðugra og margra minnisstæðra sýninga síðustu tuttugu ár. Þegar Listasafn ASÍ hóf sýningarstarf sitt við Grensásveg árið 1980 var myndlistarvettvangur á höfuðborgarsvæðinu fátæklegur í samanburði síðari tíma; þar var nær eingöngu um að ræða Kjarvalsstaði, Norræna húsið og Nýlistasafnið, auk þess sem Bogasalur Þjóðminjasafnsins og menningarmiðstöðin Mokka-kaffi voru mikilvægir sýningarstaðir; sýningarsalurinn á Grensásvegi var því kærkomin viðbót. Nú þegar Listasafn ASÍ hverfur af þessum vettvangi er umhverfið hins vegar orðið mun ríkulegra; má nefna opnun Hafnarborgar (1983), Ásmundarsafns (1983), Listasafns Sigurjóns Ólafssonar (1984), Listasafns Íslands (1987), Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns (1994) og Listasafns Reykjavíkur – Hafnarhúsi (2000), auk þess sem öflug listasöfn hafa verið opnuð á Akureyri, í Hveragerði, Reykjanesbæ, Hornafirði og víðar; þá hafa sprottið upp bæði listamannarekin og atvinnugallerí, sem starfa mörg af miklum krafti. Það geta því margir orðið til að taka upp mögulegan slaka af því að Listasafn ASÍ hætti að reka sýningarsal.Mikilvægir fjármunir Það er ljóst að félagsmenn verkalýðsfélaga landsins hafa lagt fram mikla og mikilvæga fjármuni í gegnum tíðina til að tryggja starfsemi Listasafns ASÍ. Það ber að þakka. Þá hefur það verið ein gæfa safnsins að hafa notið starfskrafta dugmikilla safnstjóra í gegnum tíðina – þeirra Hjörleifs Sigurðssonar, Þorsteins Jónssonar, Sólveigar Georgsdóttur, Ólafs Jónssonar og nú síðast Kristínar G. Guðnadóttur. Það ber einnig að þakka. Þrátt fyrir undarleg viðbrögð samtaka listamanna á liðnu vori þegar fregnir bárust af þeim breytingum á starfsemi safnsins sem nú eru að verða að veruleika tel ég fullvíst að þeir fjölmörgu listamenn sem hafa notið þess að sýna í sölum safnsins í 36 ár hugsi með hlýhug og þakklæti til Listasafns ASÍ. Þeir listunnendur sem hafa notið sýninga safnsins í gegnum árin held ég að beri einnig mikinn hlýhug til safnsins. Sem einn slíkur vil ég hér með þakka Listasafni ASÍ kærlega fyrir mig, og óska safninu velfarnaðar í starfi sínu til framtíðar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar