Liðveisla Skúli Steinar Pétursson skrifar 1. október 2016 07:00 Ég er sendiherra Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hlutverk mitt er að fræða fólk um samninginn og réttindi fatlaðs fólks. Ég hef mikinn áhuga á mannréttindum og að fatlað fólk fái þann stuðning sem það á rétt á í lífinu. Það er mikilvægt að sá stuðningur sé eins og fólkið sjálft vill hafa hann. Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna á fatlað fólk rétt á þeirri aðstoð sem það þarf til þess að geta tekið fullan þátt í samfélaginu. Ég hef verið að kanna þær leiðir sem fatlað fólk hefur rétt á að nýta sér til þess að geta tekið þátt í öllu því sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Liðveisla er eitt af því. Ég hef því kynnt mér liðveislu og út á hvað hún gengur en félagsleg liðveisla er þjónusta sem allir fatlaðir einstaklingar eiga rétt á ef þeir þurfa á henni að halda og um hana er fjallað í lögum um málefni fatlaðs fólks.Vantar starfsfólk Ég tók viðtal við Ilmi Kristjánsdóttur, Stefán Eiríksson og Sigurbjörgu Fjölnisdóttur hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og komst að ýmsu um liðveislu. Það er til dæmis langur biðlisti eftir að fá liðveislu vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er því mikilvægt að fólk viti af því að Liðveisla er skemmtilegt, áhugavert og fjölbreytt starf sem felur í sér alls konar skemmtilegheit. Þegar ég var yngri þá var ég með liðveislu sem var ungur maður sem var alveg frábær. Það var mjög mikilvægt fyrir mig þá að vera með liðveislu svo ég einangraðist ekki frá samfélaginu. Við gerðum margt skemmtilegt saman, eins og að fara í bíó, í keilu og út að borða. Ég kynntist líka fjölskyldunni hans og eignaðist vini í gegnum hann. Í dag er ég orðinn fullorðinn og er sjálfstæður og þarf ekki lengur á því að halda að vera með liðveislu. En það er fullt af fullorðnu fötluðu fólki sem þarf aðstoð við að fara á djammið, í leikhús, út að borða og fleira og liðveisla er mjög mikilvægur þáttur í þeirra lífi. Liðveisla getur komið í veg fyrir að fólk verði einmana. Það er mikilvægt fyrir alla að taka þátt í samfélaginu, fara á djammið og taka þátt í öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða. Þess vegna hvet ég alla til þess að kynna sér þetta starf á heimasíðum sveitarfélaganna því það gæti verið fyrir þig.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég er sendiherra Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Hlutverk mitt er að fræða fólk um samninginn og réttindi fatlaðs fólks. Ég hef mikinn áhuga á mannréttindum og að fatlað fólk fái þann stuðning sem það á rétt á í lífinu. Það er mikilvægt að sá stuðningur sé eins og fólkið sjálft vill hafa hann. Samkvæmt Samningi Sameinuðu þjóðanna á fatlað fólk rétt á þeirri aðstoð sem það þarf til þess að geta tekið fullan þátt í samfélaginu. Ég hef verið að kanna þær leiðir sem fatlað fólk hefur rétt á að nýta sér til þess að geta tekið þátt í öllu því sem samfélagið hefur upp á að bjóða. Liðveisla er eitt af því. Ég hef því kynnt mér liðveislu og út á hvað hún gengur en félagsleg liðveisla er þjónusta sem allir fatlaðir einstaklingar eiga rétt á ef þeir þurfa á henni að halda og um hana er fjallað í lögum um málefni fatlaðs fólks.Vantar starfsfólk Ég tók viðtal við Ilmi Kristjánsdóttur, Stefán Eiríksson og Sigurbjörgu Fjölnisdóttur hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar og komst að ýmsu um liðveislu. Það er til dæmis langur biðlisti eftir að fá liðveislu vegna þess að það vantar starfsfólk. Það er því mikilvægt að fólk viti af því að Liðveisla er skemmtilegt, áhugavert og fjölbreytt starf sem felur í sér alls konar skemmtilegheit. Þegar ég var yngri þá var ég með liðveislu sem var ungur maður sem var alveg frábær. Það var mjög mikilvægt fyrir mig þá að vera með liðveislu svo ég einangraðist ekki frá samfélaginu. Við gerðum margt skemmtilegt saman, eins og að fara í bíó, í keilu og út að borða. Ég kynntist líka fjölskyldunni hans og eignaðist vini í gegnum hann. Í dag er ég orðinn fullorðinn og er sjálfstæður og þarf ekki lengur á því að halda að vera með liðveislu. En það er fullt af fullorðnu fötluðu fólki sem þarf aðstoð við að fara á djammið, í leikhús, út að borða og fleira og liðveisla er mjög mikilvægur þáttur í þeirra lífi. Liðveisla getur komið í veg fyrir að fólk verði einmana. Það er mikilvægt fyrir alla að taka þátt í samfélaginu, fara á djammið og taka þátt í öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða. Þess vegna hvet ég alla til þess að kynna sér þetta starf á heimasíðum sveitarfélaganna því það gæti verið fyrir þig.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar