Ólöglega staðið að ábyrgðum hjá LÍN Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 1. október 2016 07:00 Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 14. september sl. var sjálfskuldarábyrgð ábyrgðarmanns á láni hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ógilt vegna brota á lögum um ábyrgðarmenn. Dómurinn er sá þriðji í röð héraðsdóma sem staðfesta að almennt verklag LÍN við stofnun ábyrgða hefur verið andstætt lögunum. Forsaga þessa er sú að þann 4. apríl 2009 tóku gildi ný ábyrgðarmannalög sem lögðu þá skyldu á lánveitendur að meta hæfi lántaka til að standa í skilum með lán og ráða ábyrgðarmanni frá ábyrgð ef greiðslumat benti til að lántaki gæti ekki efnt skuldbindingar sínar. Með sama hætti skyldi ráða ábyrgðarmanni frá því að undirgangast ábyrgð ef aðstæður hans sjálfs gæfu tilefni til. Þann 1. nóvember 2013 tók gildi reglugerð sem þaðan í frá var ætlað að undanskilja LÍN frá skyldu til greiðslumats. Færa má rök fyrir því að sú undanþága standist ekki lög en úr því hefur ekki verið skorið. Í öllu falli liggur þó fyrir að á tímabilinu 4. apríl 2009 til 1. nóvember 2013 giltu ákvæði ábyrgðarmannalaga fyrirvaralaust og án undanþágu um LÍN. Skyldur LÍN voru því skýrar vegna ábyrgða sem gengist var í á þessu langa tímabili.Vanræksla LÍN leiðir til ógildingar ábyrgða Skemmst er frá því að segja að LÍN brást ekki réttilega við tilkomu ábyrgðarmannalaganna og þeim nýju skyldum sem þeim fylgdu. LÍN tók þannig ekki upp neitt eiginlegt greiðslumat á lántökum heldur fól hið almenna verklag LÍN eingöngu í sér að fletta lántökum upp í vanskilaskrá og senda ábyrgðarmönnum útprent úr skránni. Meira að segja það virðist þó hafa farist fyrir í einhverjum tilfellum. Með vísan til þessarar vanrækslu LÍN á því að láta fara fram greiðslumat á lántaka og kynna það fyrir ábyrgðarmanni hefur héraðsdómur nú ógilt slíkar ábyrgðir þegar skilyrði samningalaga um ógildingu eru uppfyllt. Það sama hefur málskotsnefnd LÍN einnig gert en málskotsnefndin er sjálfstæð kærunefnd sem endurskoðað getur ákvarðanir stjórnar LÍN.Víðtækt fordæmisgildi Staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu um túlkun á ábyrgðarmannalögunum og skyldum LÍN samkvæmt þeim er ljóst að það getur haft víðtækt fordæmisgildi. Um verulega hagsmuni er því að tefla bæði fyrir LÍN og þá ábyrgðarmenn sem hér gætu átt í hlut. Einungis á tímabilinu 1. ágúst 2009 til ársloka 2014 stofnaði LÍN til alls 1.110 lána með ábyrgðum og svöruðu þessi lán til a.m.k. 2,7 milljarða króna í heild. Þó atvik geti verið með mismunandi hætti í hverju máli fyrir sig og ekki sé sjálfgefið að sérhver þessara ábyrgða sé ógildanleg blasir engu að síður við að möguleg ógildingartilvik gætu orðið fjölmörg.Hvaða úrræði hafa ábyrgðarmenn? Þrátt fyrir vel rökstuddar niðurstöður dómstóla hefur stjórn LÍN haldið sig við eigin túlkun á ábyrgðarmannalögunum sem er nú í andstöðu við þrjá dóma héraðsdóms. Á þeim grundvelli hefur LÍN synjað ábyrgðarmönnum um niðurfellingu ábyrgða. Slíkum ákvörðunum stjórnar LÍN geta ábyrgðarmenn sem betur fer skotið til fyrrnefndrar málskotsnefndar eða til dómstóla sem leiða ágreininginn þá endanlega til lykta. Vafalítið munu margir ábyrgðarmenn vilja kanna rétt sinn að þessu leyti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur þann 14. september sl. var sjálfskuldarábyrgð ábyrgðarmanns á láni hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna ógilt vegna brota á lögum um ábyrgðarmenn. Dómurinn er sá þriðji í röð héraðsdóma sem staðfesta að almennt verklag LÍN við stofnun ábyrgða hefur verið andstætt lögunum. Forsaga þessa er sú að þann 4. apríl 2009 tóku gildi ný ábyrgðarmannalög sem lögðu þá skyldu á lánveitendur að meta hæfi lántaka til að standa í skilum með lán og ráða ábyrgðarmanni frá ábyrgð ef greiðslumat benti til að lántaki gæti ekki efnt skuldbindingar sínar. Með sama hætti skyldi ráða ábyrgðarmanni frá því að undirgangast ábyrgð ef aðstæður hans sjálfs gæfu tilefni til. Þann 1. nóvember 2013 tók gildi reglugerð sem þaðan í frá var ætlað að undanskilja LÍN frá skyldu til greiðslumats. Færa má rök fyrir því að sú undanþága standist ekki lög en úr því hefur ekki verið skorið. Í öllu falli liggur þó fyrir að á tímabilinu 4. apríl 2009 til 1. nóvember 2013 giltu ákvæði ábyrgðarmannalaga fyrirvaralaust og án undanþágu um LÍN. Skyldur LÍN voru því skýrar vegna ábyrgða sem gengist var í á þessu langa tímabili.Vanræksla LÍN leiðir til ógildingar ábyrgða Skemmst er frá því að segja að LÍN brást ekki réttilega við tilkomu ábyrgðarmannalaganna og þeim nýju skyldum sem þeim fylgdu. LÍN tók þannig ekki upp neitt eiginlegt greiðslumat á lántökum heldur fól hið almenna verklag LÍN eingöngu í sér að fletta lántökum upp í vanskilaskrá og senda ábyrgðarmönnum útprent úr skránni. Meira að segja það virðist þó hafa farist fyrir í einhverjum tilfellum. Með vísan til þessarar vanrækslu LÍN á því að láta fara fram greiðslumat á lántaka og kynna það fyrir ábyrgðarmanni hefur héraðsdómur nú ógilt slíkar ábyrgðir þegar skilyrði samningalaga um ógildingu eru uppfyllt. Það sama hefur málskotsnefnd LÍN einnig gert en málskotsnefndin er sjálfstæð kærunefnd sem endurskoðað getur ákvarðanir stjórnar LÍN.Víðtækt fordæmisgildi Staðfesti Hæstiréttur þessa niðurstöðu um túlkun á ábyrgðarmannalögunum og skyldum LÍN samkvæmt þeim er ljóst að það getur haft víðtækt fordæmisgildi. Um verulega hagsmuni er því að tefla bæði fyrir LÍN og þá ábyrgðarmenn sem hér gætu átt í hlut. Einungis á tímabilinu 1. ágúst 2009 til ársloka 2014 stofnaði LÍN til alls 1.110 lána með ábyrgðum og svöruðu þessi lán til a.m.k. 2,7 milljarða króna í heild. Þó atvik geti verið með mismunandi hætti í hverju máli fyrir sig og ekki sé sjálfgefið að sérhver þessara ábyrgða sé ógildanleg blasir engu að síður við að möguleg ógildingartilvik gætu orðið fjölmörg.Hvaða úrræði hafa ábyrgðarmenn? Þrátt fyrir vel rökstuddar niðurstöður dómstóla hefur stjórn LÍN haldið sig við eigin túlkun á ábyrgðarmannalögunum sem er nú í andstöðu við þrjá dóma héraðsdóms. Á þeim grundvelli hefur LÍN synjað ábyrgðarmönnum um niðurfellingu ábyrgða. Slíkum ákvörðunum stjórnar LÍN geta ábyrgðarmenn sem betur fer skotið til fyrrnefndrar málskotsnefndar eða til dómstóla sem leiða ágreininginn þá endanlega til lykta. Vafalítið munu margir ábyrgðarmenn vilja kanna rétt sinn að þessu leyti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun