Hvernig gerir táknmálið mig að jafninga? Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 23. september 2016 13:54 Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra. Hvert ár er visst þema og í ár er það ,,Táknmálið gerir mig að jafninga”. Samfélög heyrnarlausra víða um heim fagna þessum tímamótum og skipuleggja ýmsa viðburði þar sem allir eru hvattir til að taka þátt. Félag heyrnarlausra leggur áherslu á í ár að vekja athygli á útrýmingahættu íslenska táknmálsins eins og má lega í grein sem Nathaniel Munice skrifaði í Döffblaðið, lesendur geta nálgast blaðið inná heimasíðu félagsins á slóðinni www.deaf.is. Í greininni má meðal annars lesa að á meðan við sitjum aðgerðarlaus deyr tungumálið út sem er svo sannarlega satt. Samkvæmt lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál ber ríki og sveitarfélögum skylda að varðveita og hlúa að íslensku táknmáli sem hafa hingað til verið fögur fyrirheit. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur gefið út tvær skýrslur þar sem fram kemur að íslenska táknmálið er í veikri stöðu. Bretta þarf upp ermar til að bjarga tungumálinu. Hvað er átt við með því að táknmálið geri mig að jafninga? Förum yfir nokkur atriði varðandi það að táknmálið geri mig að jafninga.Réttur við fæðingu, er grundvallar mannréttindi sem veitir barni rétt til að fá máltöku frá fæðingu, gefur barni þann möguleika að eiga fullnægjandi samskipti og stuðlar að vitrænum þroska. Börn þurfa greiðari aðgang að táknmálsumhverfi frá fæðingu. Döff sjálfmynd, með því er átt við að einstaklingur sem notar táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál í táknmálssamfélagi fær tækifæri til að vera öruggur einstaklingur og með góða sjálfsmynd. Aðgengileiki, með aðgangi og úthlutun á táknmálstúlkun veitir það þeim sem nota táknmál í daglegu lífi aðgang að allri þjónustu hvort sem hún er opinber eða ekki. Textun á öllu myndefni er gott dæmi um aðgengi að margmiðlun og sjónvarpsefni. Jafnt öðrum tungumálum, íslenskt táknmál er fullgilt tungumál. Það hefur verið staðfest í mörgum kerfisbundnum rannsóknum á málvísindum og táknmáli síðustu áratugi.Jafnrétti til atvinnutækifæra, einstaklingur sem notar táknmál í daglegu lífi geti verið á atvinnumarkaðinum eins og samfélagsþegnar hans. Möguleiki til starfsþróunar þarf að vera til staðar, aðalhindrunin að atvinnu er vegna óaðgengileika á táknálstúlkun á atvinnumarkaðinum.Tvítyngd menntun, það er mikilvægt að viðurkenna þá þörf á tvítyngdri menntun fyrir heyrnarlaus börn og að viðurkenna það að það er vöntun og þörf á góðu táknmálsumhverfi í skóla barnanna. Fullvirk tvítyngd menntun leggur góðan grunn að lestri og ritun á íslenskri tungu.Jöfn þátttaka, þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi þurfa jafnan aðgang til að eiga möguleika á þátttöku í persónulegum, opinberum og pólitískum málum. Mikilvægt er að tryggja heyrnarlausum þátttöku í umræðum og ákvarðanatökum er varða réttindi og málefni þeirra s.s “ ekkert um okkur, án okkar”.Lífslangur lærdómur, aðgengi að menntun, starfsnámi og áframhaldandi endurmenntun er lykilatriði til þess að þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái vinnu og haldi vinnu. Ef heyrnarlausum frá vöggu til grafar eru tryggð þessi atriði þá njótum við jafnréttis í okkar þjóðfélagi og eigum betri möguleika á auknum lífsgæðum í okkar þjóðfélagi og íslenska táknmálið á meiri möguleika til að dafna áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vikuna 19.-25.september er alþjóðavika heyrnarlausra, Alheimssamtök heyrnarlausra (World Federation of Deaf) skipuleggja árlega síðustu vikuna í september átak og vitundarvakningu á baráttu heyrnarlausra. Hvert ár er visst þema og í ár er það ,,Táknmálið gerir mig að jafninga”. Samfélög heyrnarlausra víða um heim fagna þessum tímamótum og skipuleggja ýmsa viðburði þar sem allir eru hvattir til að taka þátt. Félag heyrnarlausra leggur áherslu á í ár að vekja athygli á útrýmingahættu íslenska táknmálsins eins og má lega í grein sem Nathaniel Munice skrifaði í Döffblaðið, lesendur geta nálgast blaðið inná heimasíðu félagsins á slóðinni www.deaf.is. Í greininni má meðal annars lesa að á meðan við sitjum aðgerðarlaus deyr tungumálið út sem er svo sannarlega satt. Samkvæmt lögum um íslenska tungu og íslenskt táknmál ber ríki og sveitarfélögum skylda að varðveita og hlúa að íslensku táknmáli sem hafa hingað til verið fögur fyrirheit. Málnefnd um íslenskt táknmál hefur gefið út tvær skýrslur þar sem fram kemur að íslenska táknmálið er í veikri stöðu. Bretta þarf upp ermar til að bjarga tungumálinu. Hvað er átt við með því að táknmálið geri mig að jafninga? Förum yfir nokkur atriði varðandi það að táknmálið geri mig að jafninga.Réttur við fæðingu, er grundvallar mannréttindi sem veitir barni rétt til að fá máltöku frá fæðingu, gefur barni þann möguleika að eiga fullnægjandi samskipti og stuðlar að vitrænum þroska. Börn þurfa greiðari aðgang að táknmálsumhverfi frá fæðingu. Döff sjálfmynd, með því er átt við að einstaklingur sem notar táknmál sem móðurmál eða fyrsta mál í táknmálssamfélagi fær tækifæri til að vera öruggur einstaklingur og með góða sjálfsmynd. Aðgengileiki, með aðgangi og úthlutun á táknmálstúlkun veitir það þeim sem nota táknmál í daglegu lífi aðgang að allri þjónustu hvort sem hún er opinber eða ekki. Textun á öllu myndefni er gott dæmi um aðgengi að margmiðlun og sjónvarpsefni. Jafnt öðrum tungumálum, íslenskt táknmál er fullgilt tungumál. Það hefur verið staðfest í mörgum kerfisbundnum rannsóknum á málvísindum og táknmáli síðustu áratugi.Jafnrétti til atvinnutækifæra, einstaklingur sem notar táknmál í daglegu lífi geti verið á atvinnumarkaðinum eins og samfélagsþegnar hans. Möguleiki til starfsþróunar þarf að vera til staðar, aðalhindrunin að atvinnu er vegna óaðgengileika á táknálstúlkun á atvinnumarkaðinum.Tvítyngd menntun, það er mikilvægt að viðurkenna þá þörf á tvítyngdri menntun fyrir heyrnarlaus börn og að viðurkenna það að það er vöntun og þörf á góðu táknmálsumhverfi í skóla barnanna. Fullvirk tvítyngd menntun leggur góðan grunn að lestri og ritun á íslenskri tungu.Jöfn þátttaka, þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi þurfa jafnan aðgang til að eiga möguleika á þátttöku í persónulegum, opinberum og pólitískum málum. Mikilvægt er að tryggja heyrnarlausum þátttöku í umræðum og ákvarðanatökum er varða réttindi og málefni þeirra s.s “ ekkert um okkur, án okkar”.Lífslangur lærdómur, aðgengi að menntun, starfsnámi og áframhaldandi endurmenntun er lykilatriði til þess að þau sem reiða sig á íslenskt táknmál í daglegu lífi fái vinnu og haldi vinnu. Ef heyrnarlausum frá vöggu til grafar eru tryggð þessi atriði þá njótum við jafnréttis í okkar þjóðfélagi og eigum betri möguleika á auknum lífsgæðum í okkar þjóðfélagi og íslenska táknmálið á meiri möguleika til að dafna áfram.
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson Skoðun