Bakkafrumvarp og sýndarviðræður Snorri Baldursson skrifar 24. september 2016 07:00 Með úrskurðum í júní og ágúst sl. stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) til bráðabirgða framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjarhrauni á línuleiðinni frá Kröflu að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Tilefni stöðvunarinnar voru kærur Landverndar og Fjöreggs, félags um náttúruvernd í Mývatnssveit, sem m.a. byggðu á því að nútímahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt nýjum og gömlum náttúruverndarlögum. Margar fleiri málsástæður voru tilteknar í kærunum, svo sem þær að fyrir löngu átti að vera búið að friða Leirhnjúkshraun samkvæmt lögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár. Tilgangur samtakanna með kærunum var að tryggja umhverfisvænni leiðir við raforkuflutning að Bakka, ekki að stöðva atvinnuuppbyggingu þar. Hlutverk ÚUA er: „að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála [...]. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð í störfum sínum“ (lög nr. 130/2011, 1. gr.). Á mannamáli er hlutverk ÚUA að tryggja þau alþjóðlegu mannréttindi að geta borið ákvarðanir stjórnvalda undir óháðan úrskurðaraðila. Nefndin á sér m.a. stoð í Árósarsamningnum og EES-samningnum. Strax og seinni úrskurðir ÚUA, sem sneru að Þeistareykjahrauni, voru birtir í ágúst sl. komu fram sterkar kröfur um afskipti Alþingis og ríkisstjórnar Íslands af málinu. Í stað þess að einhenda sér í að finna leiðir fyrir línur og jarðstrengi sem sneiða hjá viðkomandi hraunum, og liðka fyrir heimildum Landsnets í þeim efnum, ákvað ríkisstjórn Íslands að freista þess að leysa málið með lagaofbeldi. Að fara á svig við hraunin kostar vissulega eitthvað meira en bein lína yfir fjöll og firnindi en er mun betri fjárfesting til framtíðar. Þegar iðnaðarráðherra, hinn 21. september sl., kynnti frumvarp til laga um að heimila línulögn að Bakka var það réttlætt með því að yfirvöld hefðu „leitað allra leiða til að ná deiluaðilum saman að annarri lausn“. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að fulltrúar Landverndar voru ítrekað kallaðir á fundi með ráðherrum og embættismönnum í sýndarviðræður til að róa fjárfesta meðan embættismenn unnu hörðum höndum að samningu frumvarpsins. Til glöggvunar fyrir lesendur eru núverandi raflínuleiðir og breytingatillögur stjórnvalda sýndar á meðfylgjandi korti. Svokallað sáttatilboð fólst í því að færa línuna um eitt mastur í Þeistareykjahrauni og hliðra henni í Leirhnjúkshrauni um nokkur hundruð metra ofan í vegslóða sem liggur að kaldri borholu í miðju hrauninu (sjá kort: Kröflulína 4 – tillaga stjórnvalda). Þennan slóða átti Landsvirkjun að vera búin að fjarlægja fyrir löngu samkvæmt úrskurði umhverfis- og aulindaráðuneytisins frá 2003. Önnur samsíða lína er fyrirhuguð um Leirhnjúkshraun á næstu árum (sjá kort: Kröflulína 5). Í „sáttatilboðinu“ felst því engin raunveruleg náttúruvernd og það gat aldrei orðið forsenda þess að Landvernd og Fjöregg drægju kærur til baka. Þetta vissu allir sem að málinu komu.Nægur tími Hugmyndum samtakanna um náttúruvænni leiðir fyrir rafstrengi við Leirhnjúkshraun, þ. á m. leið sem sýnd er í svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum, hefur óðara verið hafnað án alvöru rökstuðnings á þeim forsendum að útfærsla þeirra taki of langan tíma. Landsnet hefur þó ekki haft nokkur áform um framkvæmdir á þessu svæði fyrr en næsta sumar, m.a. vegna óútkljáðra deilna við landeigendur og eignarnámsbeiðna sem bíða afgreiðslu í iðnaðarráðuneytinu. Tíminn er því nægur. Ábyrgð Landsnets í öllu þessu máli er mikil. Fyrirtækið hefur ekki hlustað á ábendingar og tillögur náttúruverndarsamtaka undanfarin ár og það sótti ekki um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars sl., heilu ári eftir að skrifað var undir samning við PCC, vitandi það að til kæra gæti komið vegna mikilla náttúruverndarhagsmuna. Sorglegra er þó að ríkisstjórn Íslands hyggist setja neyðarlög sem tryggja lagningu raflína um víðerni og nútímahraun, taka skipulagsvald af sveitarfélögum, fara gegn úrskurði óháðrar úrskurðarnefndar og á svig við alþjóðasamninga til að bjarga Landsneti úr klípunni og bregðast við þrýstingi erlends stórfyrirtækis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Með úrskurðum í júní og ágúst sl. stöðvaði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) til bráðabirgða framkvæmdir í Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjarhrauni á línuleiðinni frá Kröflu að iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Tilefni stöðvunarinnar voru kærur Landverndar og Fjöreggs, félags um náttúruvernd í Mývatnssveit, sem m.a. byggðu á því að nútímahraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt nýjum og gömlum náttúruverndarlögum. Margar fleiri málsástæður voru tilteknar í kærunum, svo sem þær að fyrir löngu átti að vera búið að friða Leirhnjúkshraun samkvæmt lögum nr. 97/2004 um verndun Mývatns og Laxár. Tilgangur samtakanna með kærunum var að tryggja umhverfisvænni leiðir við raforkuflutning að Bakka, ekki að stöðva atvinnuuppbyggingu þar. Hlutverk ÚUA er: „að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana og ágreiningsmálum vegna annarra úrlausnaratriða á sviði umhverfis- og auðlindamála [...]. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð í störfum sínum“ (lög nr. 130/2011, 1. gr.). Á mannamáli er hlutverk ÚUA að tryggja þau alþjóðlegu mannréttindi að geta borið ákvarðanir stjórnvalda undir óháðan úrskurðaraðila. Nefndin á sér m.a. stoð í Árósarsamningnum og EES-samningnum. Strax og seinni úrskurðir ÚUA, sem sneru að Þeistareykjahrauni, voru birtir í ágúst sl. komu fram sterkar kröfur um afskipti Alþingis og ríkisstjórnar Íslands af málinu. Í stað þess að einhenda sér í að finna leiðir fyrir línur og jarðstrengi sem sneiða hjá viðkomandi hraunum, og liðka fyrir heimildum Landsnets í þeim efnum, ákvað ríkisstjórn Íslands að freista þess að leysa málið með lagaofbeldi. Að fara á svig við hraunin kostar vissulega eitthvað meira en bein lína yfir fjöll og firnindi en er mun betri fjárfesting til framtíðar. Þegar iðnaðarráðherra, hinn 21. september sl., kynnti frumvarp til laga um að heimila línulögn að Bakka var það réttlætt með því að yfirvöld hefðu „leitað allra leiða til að ná deiluaðilum saman að annarri lausn“. Þetta er ekki rétt. Hið rétta er að fulltrúar Landverndar voru ítrekað kallaðir á fundi með ráðherrum og embættismönnum í sýndarviðræður til að róa fjárfesta meðan embættismenn unnu hörðum höndum að samningu frumvarpsins. Til glöggvunar fyrir lesendur eru núverandi raflínuleiðir og breytingatillögur stjórnvalda sýndar á meðfylgjandi korti. Svokallað sáttatilboð fólst í því að færa línuna um eitt mastur í Þeistareykjahrauni og hliðra henni í Leirhnjúkshrauni um nokkur hundruð metra ofan í vegslóða sem liggur að kaldri borholu í miðju hrauninu (sjá kort: Kröflulína 4 – tillaga stjórnvalda). Þennan slóða átti Landsvirkjun að vera búin að fjarlægja fyrir löngu samkvæmt úrskurði umhverfis- og aulindaráðuneytisins frá 2003. Önnur samsíða lína er fyrirhuguð um Leirhnjúkshraun á næstu árum (sjá kort: Kröflulína 5). Í „sáttatilboðinu“ felst því engin raunveruleg náttúruvernd og það gat aldrei orðið forsenda þess að Landvernd og Fjöregg drægju kærur til baka. Þetta vissu allir sem að málinu komu.Nægur tími Hugmyndum samtakanna um náttúruvænni leiðir fyrir rafstrengi við Leirhnjúkshraun, þ. á m. leið sem sýnd er í svæðisskipulagi háhitasvæða í Þingeyjarsýslum, hefur óðara verið hafnað án alvöru rökstuðnings á þeim forsendum að útfærsla þeirra taki of langan tíma. Landsnet hefur þó ekki haft nokkur áform um framkvæmdir á þessu svæði fyrr en næsta sumar, m.a. vegna óútkljáðra deilna við landeigendur og eignarnámsbeiðna sem bíða afgreiðslu í iðnaðarráðuneytinu. Tíminn er því nægur. Ábyrgð Landsnets í öllu þessu máli er mikil. Fyrirtækið hefur ekki hlustað á ábendingar og tillögur náttúruverndarsamtaka undanfarin ár og það sótti ekki um framkvæmdaleyfi fyrr en í mars sl., heilu ári eftir að skrifað var undir samning við PCC, vitandi það að til kæra gæti komið vegna mikilla náttúruverndarhagsmuna. Sorglegra er þó að ríkisstjórn Íslands hyggist setja neyðarlög sem tryggja lagningu raflína um víðerni og nútímahraun, taka skipulagsvald af sveitarfélögum, fara gegn úrskurði óháðrar úrskurðarnefndar og á svig við alþjóðasamninga til að bjarga Landsneti úr klípunni og bregðast við þrýstingi erlends stórfyrirtækis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar