Hvað hefði Bríet gert? Kristín Ástgeirsdóttir skrifar 27. september 2016 09:00 Á þessum degi fyrir 160 árum fæddist baráttukonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Hún gerði sér snemma gein fyrir því hve kjörum kvenna og karla var misskipt og sagði frá því síðar að sér hefði blöskrað þegar vinnukonurnar urðu að þjóna vinnumönnunum eftir langan vinnudag beggja. Þær voru lægra settar á allan hátt. Bríeti tókst að brjótast til mennta í Kvennaskólanum á Laugalandi, hún kenndi börnum um skeið og flutti loks til Reykjavíkur. Þar kynntist hún manninum sínum Valdimar Ásmundssyni og eignaðist með honum tvö börn, Laufeyju og Héðin, sem bæði áttu eftir að láta mikið að sér kveða í þjóðlífinu. Bríet hóf útgáfu Kvennablaðsins árið 1895 en það fjallaði um ýmislegt sem snerti heimilin og líf kvenna. Í ferð um Norðurlöndin 1904 kynntist hún baráttunni fyrir kosningarétti kvenna fyrir alvöru, ákvað að breyta blaði sínu í kvenréttindablað og stofna kvenréttindafélag. Það tókst í janúar 1907 enda átti Bríet marga samherja og var mikið líf í kvennabaráttunni á árunum eftir aldamótin 1900. Aðalbaráttumál Kvenréttindafélagsins og annarra kvenfélaga voru auk kosningaréttar allra kvenna til sveitarstjórna og Alþingis, aðgengi að allri menntun, réttur til embætta, bætt launakjör útivinnandi kvenna (einkum verkakvenna), jöfn réttindi innan hjónabands, jafn réttur til yfirráða yfir börnum, staða einstæðra mæðra o.fl. Þessi réttindi unnust smátt og smátt, t.d.1909 þegar allar konur fengur kosningarétt til sveitarstjórna, 1911 með lögunum um jafnan rétt til embætta, náms og styrkja og takmarkaður kosningaréttur til Alþingis 1915. Bríet leit á kvenréttindin sem tæki til að koma konum að, þannig að sjónarmið þeirra fengju að heyrast, þær gætu komið baráttumálum sínum í framkvæmd, bætt stöðu kvenna og haft áhrif á mótun samfélagsins. Hún vildi að konur beittu sér í þágu fátækra kvenna, barna, sjúkra og annarra sem áttu um sárt að binda. Jafnstöðuganga kvenna reyndist bæði lengri og erfiðari en Bríet átti von á og henni fannst konur allt of linar við að fylgja réttindum sínum eftir. Í nútímafræðunum myndum við bæði tala um áhrif hins „styðjandi kvenleika“ sem finnst karlar gera allt best og víkur fyrir þeim og „habitus“ (hugtak frá Pierre Bourdieu), þ.e. hvernig umhverfi okkar mótar hegðun okkar, endurskapar valdið og viðheldur feðraveldinu þó smá breytingar eigi sér stað öðru hvoru. Hvað ætli Bríeti fyndist ef hún mæti líta yfir samfélag okkar árið 2016? Jú, gríðarlega margt hefur áunnist í menntun, atvinnuþátttöku, félagslegum réttindum og pólitískri þátttöku. Við höfum stofnanir til að vinna að jafnrétti en þær eru of veikar. Ætli hún myndi ekki spyrja um eitt og annað? Til dæmis hvernig standi á því að ekki er búið að koma á launajafnrétti kynjanna? Af hverju eru hin mikilvægu umönnunarstörf vanmetin til launa? Hvernig má það vera að búið er að stórlaska fæðingarorlofskerfið sem hér var byggt upp? Hvers vegna eru ekki fleiri konur í Hæstarétti? Hvers vegna er ekki unnið markvisst að því að kveða niður kynbundið ofbeldi? Hundruð kvenna sögðu á síðasta ári frá kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Hvar eru aðgerðirnar gegn því? Hvar eru karlarnir, er kynjajafnrétti ekki þeim í hag? Hvernig stendur á því að konum er ýtt til hliðar í valdabaráttu karlanna í sumum flokkum, nú þegar allt er á uppleið? Komast konur bara að þegar þrífa þarf upp eftir karlana? Þó að við Íslendingar stöndum okkur vel við að koma á kynjajafnrétti miðað við flest ríki heims, þá er svo sannarlega verk að vinna. Minnumst Bríetar og allra hinna baráttukvennanna með því að bretta upp ermar, krefjast svara á næstu vikum af frambjóðendum, knýja á um aðgerðir og breytingar. Nýtum samtakamáttinn. Framundan er 24. október, þá er tækifæri til að láta í sér heyra. Ef hlustunarskilyrði eru ekki fyrir hendi, ja þá er að leita í smiðju Bríetar og grípa til gamalla kvennaráða. Þau eru til og þau virka. Kristín Ástgeirsdóttir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Skoðun Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á þessum degi fyrir 160 árum fæddist baráttukonan Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Hún gerði sér snemma gein fyrir því hve kjörum kvenna og karla var misskipt og sagði frá því síðar að sér hefði blöskrað þegar vinnukonurnar urðu að þjóna vinnumönnunum eftir langan vinnudag beggja. Þær voru lægra settar á allan hátt. Bríeti tókst að brjótast til mennta í Kvennaskólanum á Laugalandi, hún kenndi börnum um skeið og flutti loks til Reykjavíkur. Þar kynntist hún manninum sínum Valdimar Ásmundssyni og eignaðist með honum tvö börn, Laufeyju og Héðin, sem bæði áttu eftir að láta mikið að sér kveða í þjóðlífinu. Bríet hóf útgáfu Kvennablaðsins árið 1895 en það fjallaði um ýmislegt sem snerti heimilin og líf kvenna. Í ferð um Norðurlöndin 1904 kynntist hún baráttunni fyrir kosningarétti kvenna fyrir alvöru, ákvað að breyta blaði sínu í kvenréttindablað og stofna kvenréttindafélag. Það tókst í janúar 1907 enda átti Bríet marga samherja og var mikið líf í kvennabaráttunni á árunum eftir aldamótin 1900. Aðalbaráttumál Kvenréttindafélagsins og annarra kvenfélaga voru auk kosningaréttar allra kvenna til sveitarstjórna og Alþingis, aðgengi að allri menntun, réttur til embætta, bætt launakjör útivinnandi kvenna (einkum verkakvenna), jöfn réttindi innan hjónabands, jafn réttur til yfirráða yfir börnum, staða einstæðra mæðra o.fl. Þessi réttindi unnust smátt og smátt, t.d.1909 þegar allar konur fengur kosningarétt til sveitarstjórna, 1911 með lögunum um jafnan rétt til embætta, náms og styrkja og takmarkaður kosningaréttur til Alþingis 1915. Bríet leit á kvenréttindin sem tæki til að koma konum að, þannig að sjónarmið þeirra fengju að heyrast, þær gætu komið baráttumálum sínum í framkvæmd, bætt stöðu kvenna og haft áhrif á mótun samfélagsins. Hún vildi að konur beittu sér í þágu fátækra kvenna, barna, sjúkra og annarra sem áttu um sárt að binda. Jafnstöðuganga kvenna reyndist bæði lengri og erfiðari en Bríet átti von á og henni fannst konur allt of linar við að fylgja réttindum sínum eftir. Í nútímafræðunum myndum við bæði tala um áhrif hins „styðjandi kvenleika“ sem finnst karlar gera allt best og víkur fyrir þeim og „habitus“ (hugtak frá Pierre Bourdieu), þ.e. hvernig umhverfi okkar mótar hegðun okkar, endurskapar valdið og viðheldur feðraveldinu þó smá breytingar eigi sér stað öðru hvoru. Hvað ætli Bríeti fyndist ef hún mæti líta yfir samfélag okkar árið 2016? Jú, gríðarlega margt hefur áunnist í menntun, atvinnuþátttöku, félagslegum réttindum og pólitískri þátttöku. Við höfum stofnanir til að vinna að jafnrétti en þær eru of veikar. Ætli hún myndi ekki spyrja um eitt og annað? Til dæmis hvernig standi á því að ekki er búið að koma á launajafnrétti kynjanna? Af hverju eru hin mikilvægu umönnunarstörf vanmetin til launa? Hvernig má það vera að búið er að stórlaska fæðingarorlofskerfið sem hér var byggt upp? Hvers vegna eru ekki fleiri konur í Hæstarétti? Hvers vegna er ekki unnið markvisst að því að kveða niður kynbundið ofbeldi? Hundruð kvenna sögðu á síðasta ári frá kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Hvar eru aðgerðirnar gegn því? Hvar eru karlarnir, er kynjajafnrétti ekki þeim í hag? Hvernig stendur á því að konum er ýtt til hliðar í valdabaráttu karlanna í sumum flokkum, nú þegar allt er á uppleið? Komast konur bara að þegar þrífa þarf upp eftir karlana? Þó að við Íslendingar stöndum okkur vel við að koma á kynjajafnrétti miðað við flest ríki heims, þá er svo sannarlega verk að vinna. Minnumst Bríetar og allra hinna baráttukvennanna með því að bretta upp ermar, krefjast svara á næstu vikum af frambjóðendum, knýja á um aðgerðir og breytingar. Nýtum samtakamáttinn. Framundan er 24. október, þá er tækifæri til að láta í sér heyra. Ef hlustunarskilyrði eru ekki fyrir hendi, ja þá er að leita í smiðju Bríetar og grípa til gamalla kvennaráða. Þau eru til og þau virka. Kristín Ástgeirsdóttir.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun