Aflandsreikningar - er nokkuð að þessu? Jón Sigurðsson skrifar 27. september 2016 07:00 Aflandsreikningar erlendis vekja umræður og spurningar. Menn spyrja: Er það lögbrot að eiga fé á aflandsreikningi? Er það skattsvik? Mega menn ekki ráða því hvar þeir geyma fé sitt? Það eitt að eiga fé á aflandsreikningi á leyndum stað erlendis er feluleikur, en ekki endilega lögbrot. Og athugun hvers máls leiðir í ljós hvort um skattsvik er að ræða.Hvað er þá að? - Nokkur atriði koma til athugunar: Menn taka stöðu gegn íslensku krónunni með því að eiga stórfé á aflandsreikningi erlendis, fé sem ekki á rætur í viðskiptum erlendis. Þá veikja menn gjaldeyrisstöðu Íslands og geta hagnast á fjármálaerfiðleikum sem verða kunna hér heima. Ef eigandi slíks fjár gegnir trúnaðarstöðu hérlendis kann hann að vera vanhæfur í verkefnum, vegna hagsmuna- og trúnaðarárekstra, líka sem maki málsaðila. Þetta snertir fjármálakerfið, uppgjör slitabúa, skattamál, fjárfestingar o.s.frv. Alveg sérstaklega getur þetta varðað ákvarðanir um afslætti, svo sem t.d. varðandi stöðugleikaframlögin svonefndu. Leggja ber fram sérstakt skattframtal, svokallað CFC-framtal, um inneignir á aflandsreikningi erlendis. Ella verða skattskil vart talin fullnægjandi. Með því að geyma fé sitt á aflandsreikningi erlendis nýta menn forréttindi umfram aðstöðu almennings, til að fá betri kjör, ávöxtunarkosti, jafnvel skatta o.s.frv. Ef eigandi slíks fjár gegnir trúnaðarstöðu hérlendis verður hann að gera vandaða grein fyrir innstæðum sínum og maka síns. Ella kallar hann trúnaðarbrest yfir sig, og þetta getur varðað upplýsingaskyldu. Almennt er það talið valda trúnaðarbresti ef maður í trúnaðarstöðu verslar í laumi um inneignir við maka sinn, t.d. þegar breytt er lögum um skatta, skattskil, upplýsingamiðlun eða annað slíkt. Það veldur líka trúnaðarbresti ef maður verður margsaga um einkafjármál sín eða reynir að þræta fyrir þau.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Aflandsreikningar erlendis vekja umræður og spurningar. Menn spyrja: Er það lögbrot að eiga fé á aflandsreikningi? Er það skattsvik? Mega menn ekki ráða því hvar þeir geyma fé sitt? Það eitt að eiga fé á aflandsreikningi á leyndum stað erlendis er feluleikur, en ekki endilega lögbrot. Og athugun hvers máls leiðir í ljós hvort um skattsvik er að ræða.Hvað er þá að? - Nokkur atriði koma til athugunar: Menn taka stöðu gegn íslensku krónunni með því að eiga stórfé á aflandsreikningi erlendis, fé sem ekki á rætur í viðskiptum erlendis. Þá veikja menn gjaldeyrisstöðu Íslands og geta hagnast á fjármálaerfiðleikum sem verða kunna hér heima. Ef eigandi slíks fjár gegnir trúnaðarstöðu hérlendis kann hann að vera vanhæfur í verkefnum, vegna hagsmuna- og trúnaðarárekstra, líka sem maki málsaðila. Þetta snertir fjármálakerfið, uppgjör slitabúa, skattamál, fjárfestingar o.s.frv. Alveg sérstaklega getur þetta varðað ákvarðanir um afslætti, svo sem t.d. varðandi stöðugleikaframlögin svonefndu. Leggja ber fram sérstakt skattframtal, svokallað CFC-framtal, um inneignir á aflandsreikningi erlendis. Ella verða skattskil vart talin fullnægjandi. Með því að geyma fé sitt á aflandsreikningi erlendis nýta menn forréttindi umfram aðstöðu almennings, til að fá betri kjör, ávöxtunarkosti, jafnvel skatta o.s.frv. Ef eigandi slíks fjár gegnir trúnaðarstöðu hérlendis verður hann að gera vandaða grein fyrir innstæðum sínum og maka síns. Ella kallar hann trúnaðarbrest yfir sig, og þetta getur varðað upplýsingaskyldu. Almennt er það talið valda trúnaðarbresti ef maður í trúnaðarstöðu verslar í laumi um inneignir við maka sinn, t.d. þegar breytt er lögum um skatta, skattskil, upplýsingamiðlun eða annað slíkt. Það veldur líka trúnaðarbresti ef maður verður margsaga um einkafjármál sín eða reynir að þræta fyrir þau.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar