Menningartölfræði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 27. september 2016 07:00 Í grein sem Fréttablaðið birti 21.09.16 gerir aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra athugasemdir við ummæli sýningarstjóra Listasafns Íslands um skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart menningarmálum og við það að leiðarahöfundur Fréttablaðsins skuli skömmu síðar taka undir ummælin og samsinna þeim. Í grein aðstoðarmanns ráðherra er ummælunum mótmælt og þau hrakin með því að gera samanburð á framlögum ríkisins til tiltekinna menningarstofnana í tíð tveggja ríkisstjórna, á sex ára bili, þ.e. frá fjárlögum 2010 til fjárlaga yfirstandandi fjárlagaárs 2016. Bandalag íslenskra listamanna hefur gegnum árin fylgst með framlögum til lista og menningar og átt um þau mál samtöl við stjórnvöld, bæði löggjafarvaldið á Alþingi og framkvæmdavaldið. Í þeim umsögnum sem BÍL hefur sent fjárlaganefnd Alþingis og í ráðgjöf til stjórnvalda eftir að fjárhagur ríkisins hrundi, hefur verið lögð áhersla á að viðmiðunarár alls samanburðar sé fjárlagaárið 2009, í ljósi þess að það voru síðustu marktæku fjárlög sem Alþingi samþykkti. Vegna þessa er nauðsynlegt að gera athugasemd við þá ákvörðun aðstoðarmanns ráðherra að nota fjárlög 2010 sem viðmið í sínum samanburði, árið sem ríkissjóður var nánast gjaldþrota og stjórnvöld skáru niður framlög til allrar opinberrar starfsemi svo undan sveið. Það er almennt viðurkennt að listir og menning hafi orðið mjög harkalega úti í þeim niðurskurði og að hægast hafi gengið að bæta menningargeiranum áfallið af niðurskurðinum. Það eru ýmsar aðferðir færar til að reikna samanburð af því tagi sem hér um ræðir, þ. á m. sú sem notuð er í grein aðstoðarmanns ráðherra, að bera saman framlög á verðgildi hvers árs en vísa til hækkunar á verðlagsforsendum fjárlaga á tímabilinu, sem var 25,5% á milli áranna 2010 og 2016. En ef viðmiðunarárið hefði verið 2009 hefði hækkunin orðið 31,7%, sem gefur allt aðra niðurstöðu. Í útreikningum sem BÍL leggur til grundvallar sínum samanburði hefur viðmiðunarárið verið fjárlagaárið 2009 og tölurnar framreiknaðar með verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands. Þá lítur dæmið svona út (allar upph. í millj. kr.): Þjóðleikhúsið 2009 719,8 – framreiknað 920,9 – 2016 982,6 – hækkun 6,7% Sinfóníuhljómsveit Íslands 2009 534,8 – framreiknað 684,2 – 2016 929,2 – hækkun 35,8% Kvikmyndasjóður 667,7 – framreiknað 854,2 – 2016 844,7 – lækkun 1,1% Íslenska óperan 175,7 – framreiknað 224,8 – 2016 195,9 – lækkun 12,8% Bókmenntasjóður 50 – framreiknað 63,9 – 2016 96,6 – hækkun 51,1% Þjóðminjasafn 463,6 – framreiknað 593,1 – 2016 687,7 – hækkun 15,9% Listasafn Íslands 165,4 – framreiknað 211,6 – 2016 211,5 – lækkun 0,1% Varðandi Listasafn Íslands er nauðsynlegt að gera þá athugasemd að fjárlagaárið 2013 var fjárframlag Listasafns Sigurjóns Ólafssonar (tæpar 30 milljónir) sett undir fjárlagalið Listasafns Íslands, tölurnar milli áranna 2010 og 2016 eru því ekki sambærilegar, í útreikningnum hér að framan hefur framlagið til LSÓ verið undanskilið. Varðandi hækkað framlag til Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður að hafa í huga flutning sveitarinnar í Hörpu 2011 þar sem húsaleiga er margfalt stærri útgjaldaliður en áður var og varðandi Bókmenntasjóð er rétt að taka fram að 2013 var stofnuð Miðstöð íslenskra bókmennta sem hefur önnur og fjölbreyttari verkefni en bókmenntasjóður áður og er hún fjármögnuð af sama fjárlagalið. Hagsmunasamtök og stofnanir í menningargeiranum hafa árum saman þrýst á um nákvæmari skráningu opinberra upplýsinga um listir og skapandi greinar. Því miður hefur ekki tekist að fylgja þróuninni í nágrannalöndum okkar eftir varðandi skráningu menningartölfræði. Skoðanaskipti af því tagi sem hér fara fram eru til marks um þörfina á reglulegri miðlun slíkra útreikninga og samræmdri aðferðafræði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sem Fréttablaðið birti 21.09.16 gerir aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra athugasemdir við ummæli sýningarstjóra Listasafns Íslands um skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart menningarmálum og við það að leiðarahöfundur Fréttablaðsins skuli skömmu síðar taka undir ummælin og samsinna þeim. Í grein aðstoðarmanns ráðherra er ummælunum mótmælt og þau hrakin með því að gera samanburð á framlögum ríkisins til tiltekinna menningarstofnana í tíð tveggja ríkisstjórna, á sex ára bili, þ.e. frá fjárlögum 2010 til fjárlaga yfirstandandi fjárlagaárs 2016. Bandalag íslenskra listamanna hefur gegnum árin fylgst með framlögum til lista og menningar og átt um þau mál samtöl við stjórnvöld, bæði löggjafarvaldið á Alþingi og framkvæmdavaldið. Í þeim umsögnum sem BÍL hefur sent fjárlaganefnd Alþingis og í ráðgjöf til stjórnvalda eftir að fjárhagur ríkisins hrundi, hefur verið lögð áhersla á að viðmiðunarár alls samanburðar sé fjárlagaárið 2009, í ljósi þess að það voru síðustu marktæku fjárlög sem Alþingi samþykkti. Vegna þessa er nauðsynlegt að gera athugasemd við þá ákvörðun aðstoðarmanns ráðherra að nota fjárlög 2010 sem viðmið í sínum samanburði, árið sem ríkissjóður var nánast gjaldþrota og stjórnvöld skáru niður framlög til allrar opinberrar starfsemi svo undan sveið. Það er almennt viðurkennt að listir og menning hafi orðið mjög harkalega úti í þeim niðurskurði og að hægast hafi gengið að bæta menningargeiranum áfallið af niðurskurðinum. Það eru ýmsar aðferðir færar til að reikna samanburð af því tagi sem hér um ræðir, þ. á m. sú sem notuð er í grein aðstoðarmanns ráðherra, að bera saman framlög á verðgildi hvers árs en vísa til hækkunar á verðlagsforsendum fjárlaga á tímabilinu, sem var 25,5% á milli áranna 2010 og 2016. En ef viðmiðunarárið hefði verið 2009 hefði hækkunin orðið 31,7%, sem gefur allt aðra niðurstöðu. Í útreikningum sem BÍL leggur til grundvallar sínum samanburði hefur viðmiðunarárið verið fjárlagaárið 2009 og tölurnar framreiknaðar með verðlagsreiknivél Hagstofu Íslands. Þá lítur dæmið svona út (allar upph. í millj. kr.): Þjóðleikhúsið 2009 719,8 – framreiknað 920,9 – 2016 982,6 – hækkun 6,7% Sinfóníuhljómsveit Íslands 2009 534,8 – framreiknað 684,2 – 2016 929,2 – hækkun 35,8% Kvikmyndasjóður 667,7 – framreiknað 854,2 – 2016 844,7 – lækkun 1,1% Íslenska óperan 175,7 – framreiknað 224,8 – 2016 195,9 – lækkun 12,8% Bókmenntasjóður 50 – framreiknað 63,9 – 2016 96,6 – hækkun 51,1% Þjóðminjasafn 463,6 – framreiknað 593,1 – 2016 687,7 – hækkun 15,9% Listasafn Íslands 165,4 – framreiknað 211,6 – 2016 211,5 – lækkun 0,1% Varðandi Listasafn Íslands er nauðsynlegt að gera þá athugasemd að fjárlagaárið 2013 var fjárframlag Listasafns Sigurjóns Ólafssonar (tæpar 30 milljónir) sett undir fjárlagalið Listasafns Íslands, tölurnar milli áranna 2010 og 2016 eru því ekki sambærilegar, í útreikningnum hér að framan hefur framlagið til LSÓ verið undanskilið. Varðandi hækkað framlag til Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður að hafa í huga flutning sveitarinnar í Hörpu 2011 þar sem húsaleiga er margfalt stærri útgjaldaliður en áður var og varðandi Bókmenntasjóð er rétt að taka fram að 2013 var stofnuð Miðstöð íslenskra bókmennta sem hefur önnur og fjölbreyttari verkefni en bókmenntasjóður áður og er hún fjármögnuð af sama fjárlagalið. Hagsmunasamtök og stofnanir í menningargeiranum hafa árum saman þrýst á um nákvæmari skráningu opinberra upplýsinga um listir og skapandi greinar. Því miður hefur ekki tekist að fylgja þróuninni í nágrannalöndum okkar eftir varðandi skráningu menningartölfræði. Skoðanaskipti af því tagi sem hér fara fram eru til marks um þörfina á reglulegri miðlun slíkra útreikninga og samræmdri aðferðafræði. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun